Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 25. júni 1972 TÍMINN 11 tJtgefandi: Fra'msóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-::':i arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.x Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-::;: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18380-18306.:;:; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald;;;; 225 krónur á mánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein-ií: takið. Blaðaprent h.f. Hættulegur áróður Af hálfu sumra stjórnarandstæðinga er nú lögð mikil stund á þann áróður, að gengis- lækkun sé skammt framundan. Leggja sölu- menn ýmissa fyrirtækja verulegt kapp á þennan áróður i þeim tilgangi, að það ýti undir sölu á vörum þeirra. Þessi áróður hefur orðið hættulegur fyrir efnahagslif þjóðarinnar ef trúnaður yrði lagður á hann. Sem betur fer hefur það ekki orðið enn, eins og sést á þvi, að fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa sparifjárinnlög og sala spariskirteina numið nærri eins hárri upphæð og allt árið 1971. Sést á þvi, að almenningur hefur trú á verð- gildi krónunnar. óhætt er lika að fullyrða að af hálfu núver- andi rikisstjórnar, verður gert það sem unnt er, til að sporna gegn gengisfellingu. Slikar voru afleiðingarnar af gengisfellingum fyrr verandi stjórnar, að núverandi rikisstjórn mun sizt kjósa að fara i þá slóð hennar. Af hálfu rikisstjórnarinnar er lika fylgzt vel með efna- hagsástandinu. Fyrir kjarasamningana á siðastliðnu hausti var gerð spá um hækkun á framfærslu- og kaupgjaldsvisitölum til 1. sept. 1973 og var hún höfð til hliðsjónar við samningagerðina. Sú spá hefur reynzt rétt til þessa og þvi ekki verið ástæða til sérstaks ótta. Hinsvegar virðast nú horfur á, að vixlhækkanir af völdum hrollvekjunnar geti orðið meiri framundan en spáin gerði ráð fyrir. Það mál- efni mun rikisstjórnin að sjálfsögðu taka til athugunar og gera ráðstafanir i samræmi við það. Rikisstjórnin og flokkar þeir, sem að henni standa, gera sér fulla grein fyrir þeim háska sem ný gengisfelling væri. Gegn þeim háska verður snúizt. En það verkefni verður örðugra, ef almenningur færi yfirleitt að leggja trú á áróður stjórnmálaspekúlanta og gengis- braskara, sem keppast nú við að spá gengis- falli. Þessvegna ber að vara kröftuglega við öllum slikum áróðri. Fjarvera Geirs Það vakti athygli i siðustu viku að Mbl. birti viðtal við Birgi Isl. Gunnarss. um aukahækk un fasteignaskattsins en ekki við Geir Hall grimsson. Skýringin er sú, að Geir hefur litið verið i borginni siðan þingi lauk, heldur i fundahöldum úti um land.Raunar hefur Geir litið nálægt borgarstjórastarfinu komið siðan prófkjörsbaráttan hófst hjá Sjálfstæðis- flokknum sumarið 1970. Eftir prófkjörs- baráttuna tók við kosningabaráttan, síðan utanferðir i fyrrasumar, þá þingsetan siðast- liðið haust og vetur og loks kosningaferðir eftir að þingi lauk. Afleiðingin er sú, að borginni hefur i næstum tvö ár að mestu verið stjórnað af örfáum embættismönnum. Geir mun þó taka full laun eftir sem áður. Þ.Þ. Forustugrein úr Dagens Nyheter, Stokkhólmi: Verður Fálldin næsti forsætisráðherra Svía? Fylgi Miðflokksins hefur aukizt mjög að undanförnu Falldin Sænski Miðflokkurinn hélt flokksþing sitt i siðustu viku. Þingið einkenndist af miklum sigurvilja, enda benda siðustu skoðanakannanir til þess, að Miðflokkurinn sé i iriiklum vexti, og hafa þvi ekki ‘rætzt þær spár, að það yrði honum til hnekkis, er hinn aldni for- ustumaður hans, Gunnar lledlund, lét af flokksfor- ustunni á siðastliönu ári. Hinn nýi formaöur flokksins, Thorbjörn Fálldin, hefur þegar unnið sér mikið traust. t eftirfarandi forustugrein Dagens Nyheter, 19. þ.m. er gerð grein fyrir eflingu Miö- flokksins, en til skýringar við niðurlag greinarinnar skal þess getið, að Dagens Nyheter hefur mælt meö nánum tengslum við Efna- hagsbandalag Evrópu, en Miðflokkurinn er mjög and- vigur aðild að þvi. Hefst svo greinin: ÞORBJÖRN Fálldin hafði gilda ástæðu til ánægju, þegar hann flutti skýrslu sina á flokksþingi Miðflokksins i Vá'xsjö á sunnudaginn var. Hann er búinn að gegna for- mennsku i flokknum i eitt ár, og á þeim tima hefir fylgi flokksins meðal kjósenda aukizt úr 21,5% i 29 %, sam- kvæmt skoðanakönnun. Þetta er meiri fylgisaukning en dæmi eru um áður i sæknskum stjórnmálum og stafar hún eflaust af mörgu. Ekki verður þvi þó á móti mælt, að verðleikar Falldins sjálfs hafi haft sin áhrif. Sóknin hefir reynzt leiðtoga Miðflokksins auðveldari vegna þess, hve andstæðingar og samstarfsmenn hafa verið máttlitlir. Palme hefir mis- tekizt, Helén (foringi Frjáls- lyndaflokksins) hefir ekki uppfyllt þær vonir, sem við hann voru tengdir og ihalds- menn hafa ekki vakið almennt traust, þrátt fyrir tæknisnilli Bohmans. Aðstæður i stjórnmálunum hafa einnig verið hagstæöar fyrir þá málaflokka, sem Mið- flokkurinn hefir lagt höfuð- kapp á. Krafan um vald- dreifingu, byggðajafnvægi og náttúruvernd eru hjartansmál samtimans. Miöflokknum hefir heppnazt mun betur en öðrum flokkum aðnotfæra sér þær tilfinningar, sem náttúru- verndaráróðurinn vekur. ÞAÐ hefir haft sitt að segja, að aukiö atvinnuleysi á liðnu ári, hækkaðir skattar og minnkandi einkaneyzla hafa vakið óánægju með rikis- stjórnina, og Miðflokknum hefir lánazt betur en öörum flokkum aö hagnast á þeirri óánægju. Ekki getur talizt neitt furðulegt, að Mið- flokkurinn hagnist meira á tapi Jafnaðarmanna en aðrir flokkar. Leiðtogar flokksins hafa gert sér far um að láta hann standa nær Jafnaðar- mannaflokknum en aðra flokka. Flokkurinn hefir einnig af gamalli hefð gagn- rýnt stjórnarflokkinnn af meiri hófsemi en aðrir flokkar. 1 augum vonsvikinna jafnaðarmanna hefir Mið- flokkurinn þvi meira að- dráttarafl en flokkar Bohmans og Heléns, sem eru deilugjarnari og hvassari. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa haft samvinnu gegn rikisstjórninni i helztu ágrein- ingsmálunum á libnu .ári. Sú samvinna hefir valdið þvi að hósamir fylgjendur annarra flokka hafa talið sig eygja möguleika á straumhvörfum i stjórnmálunum og lita einnig svo á, að Fálldin sé rétti maðurinn til að hafa forustu um þau stjórnarskipti, sem margur hefir vonazt eftir æði lengi. RÆÐAN, sem Falldin flutti á flokksþinginu, bar einmitt vott um það jafnvægi, sem hefir orðið honum mjög til framdráttar. Hann kom að visu fram sem eindregin gagnrýnandi rikisstjórnar- innar og stjórnarandstæð- ingur, en lýsti engu að siður áhuga á samtökum um lausn þeirra vandamála, sem við er aö glima. Ræðan sýndi i raun og veru andstöðu við neyzlu- stefnuna, en lýsti eigi að siður, hverjum augum Fdlldin litur á stjórnmálastarf- semina. „Sameiginleg vanda- mál eru ekki auðleystust meö þvi að hnotabitast sem mest, heldur með saméigin'legu átaki”. Ræðumaður var að þvi leyti samkvæmur sjálfum sér aö hann varpaði ekki fram neinum hrópyrðum eða háðs- glósum um forustumenn annarra flokka og gerði enga tilraun til aö vekja fagnaöar- læti eða hlátur á kostnaö fjar- verandi andstæðinga. Erfitt er að imynda sér þá Palme og Bohman viöhafa slika gát og hófsemi við svipaðar að- stæður. Draumsýnirnar voru einnig af skornum skammti, en ræðan fjallaöi einkum um jarðbundin hversdags- fyrirbæri stjórnmálanna. SLÍKAR ræður vekja ekki hrifningu. Þær leiftra ekki og bera litinn áróðursljóma. Þær eru satt að segja heldur dauf- legar, en vekja eigi að siður trúnað og traust og hafa á þann hátt meiri stjórnmála- áhrif en snarpar og glæstar orðaskylmingar. Falldin endurtók gagnrýni sina á rikisstjórnina fyrir efnahagsstefnu, sem olli of miklu atvinnuleysi. Hann bannsöng enn einu sinni skattalögin, sem Jafnaðar- mannaflokkurinn hefir fyrir skömmu látið samþykkja með aðstoð kommúnista. En annar mikiivægasti þáttur ræðunnar, sem beint var að Jafnaðarmönnum, snerist um deilurnar um samþjöppun valds annars vegar og vald- dreifingu hins vegar. Fálldin snérist þar eindregið gegn öllum uppástungum um nýja sameiningu sveitarfélaga. Hann lýsti áhugamálum stjórnarandstööunnar, sem ganga i þveröfuga átt i þessum efnum, vilja auka vald sveitarfélaga og samtaka byggðarlaga og draga úr hömlum rikisins á athafnir þeirra. Falldin kann aö stafa af þvi nokkur hætta, að umbóta- áform hans reynast dýr i framkvæmd. Hvernig á Mið- flokknum til dæmis aö takast að afla fjár til að standa sam- timis undir eflingu byggðar- laga, bættum hag fjölskyld- unnar og lægri eftirlaunaaldri en áður, svo að nefnd séu aðeins þrjú af hinum kost- naðarsamari áformum, sem Fá'lldin lýsti fyrir flokksþing- fulltrúum? EN ÞEIM, sem þetta ritar, veitist oft erfitt að fylgjast með, þegar Fá'lldin snýr sér að Efnahagsbandalagi Evrópu. Hann lét sér nægja tvær fullyrðingar að þessu sinni — og báðar ærið vafa- samar. Hann fullyrti, að þaö „leiddi af sjálfu sér”, aö aðild að Efnahagsbandalaginu gæti ekki samrýmzt hlutleysis- stefnu Svia. Úr þessu getur þó enginn skorið ótvirætt, þar sem samningamenn Svia hafa aldrei fengið tækifæri til að komast að raun um, hvaða undanþáguákvæði Efnahags- bandalagið gæti boöið okkur ef úr aðild yrði. Hin fullyrðingin var þó enn furðulegri. Fálldin fullvissaði áheyrendur sina um, aö viö hefðum „ástæðu til ab gera okkur vonir um farsæla lausn vandans I sambandi við Efna- hagsbandalagið”. Hvernig getur hann fullyrt þetta, þegar ljóst er, að ekki getur orðið úr tollabandal. og horfur á samningum um fri- verzlun eru vafasamar? Falldin þarf varla að gera sér far um að látast þegar þeir Palme og Feldt, — sem ábyrgðina bera —, eiga erfitt með að leyna tortryggni sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.