Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 25. júni 1972 TÍMINN 15 TOFRANOTTIN MIKLA, ÞEGAR DOGGIN FÆR LÆKNINGAMATT, OG NAnÚRU- STEINAR FINNAST A ÞREM FJÖLLUM A Jóiismessunótt bregður undarlega — svo segir- þjóðtrúin að minnsta kosti, og oft cr það gott, sem gaml- ir kveða. Þá er dögg svo heil- næm, að hún tekur fram öllum læknislyfjum, og velti kvilltur maður sér upp úr Jónsmessu- næturdögg, fær hann bót meina sinna. Ýmsar jurtir öðlast dýr- njæta eiginleika, svo sem mjaðjurt og undafifill, sem þó verður að vera þrihöfða, og sé „pula” tekin um lágnættið, opnar hún hvern lás og flýtir fæðingu. Margar vanfærar konur gerast óþreyjufullar, þegar dregur að fæðingu, ekki sizt nú, þegar vaxandi brögð eru sögð að þvi, að þær hafi yfir, svo að ekki væri ónýtt að hafa þessa jurt, sem Timinn veit þó þvi miður ekki, hvað heitir á nútiðarmáli. Auk þess greiðir hún sjálfsagt hag sængurkvenna — það er að segja auðveldar þeim fæð- ingu. Fjöllin þrjú og náttúrusteinarnir Merkilegustu hlutverki gegna þó þrjú fjöll á Jóns- messunótt: Tindastóll i Skagafirði, Drápuhliðarfjall á Snæfellsnesi og Kofri við Alftafjörö. A þessum fjöllum eru tjarnir eða lindir, segir sagan, þar sem upp fljóta náttúrusteinar á Jónsmessu- nótt. Þetta eru lausnarsteinar, hulinshjálmarsteinar, óska- steinar og lifsteinar. Þá er auðvelt aö höndla, ef fólk er aðeins statt á réttum stað á réttri stundu. Liklega er nú fátt um slika steina i einkaeign, þótt ekki sé neitt sverjandi. Aftur á móti munu þess konar steinar til i söfnum, ef til vill einmitt Jónsmessunætursteinar af þessum frægu fjöllum. Það væri til dæmis hart, ef ekkert af sliku tagi er i safninu i Glaumbæ — i miðjum Skaga- firöi, þar sem Tindastóll gnæf- ir yfir höfuftstað héraðsins. Skákeinvigið og hulinshjálmurinn Liklega hafa stórmeistar- arnir, sem þreyta hér senn skákeinvigi sitt um heims- meistaratitilinn, ekki leitt hugann að þvi, til hvaða töfra- lands þeim var stefnt, og kannski hafa þeir þaöan af Drápuhliðarfjall hiðlitauðga. Þar er margt fagurra steina, og einu sinni höfðu menn hug á því að vinna þar gull. Og svofinrast þar hulinshjálmsteinar, lausnarsteinár, óskasteinar, llfsteinar og guð veit hvað. siður vitaö i hvilikri nálægð þeir eru við máttuga nótt. Eins og menn muna hefur annar ein- vigiskappinn, Fischer, sem raunar kemur hingað i fyrra- málið, látið það uppi i blöðum, að hann óttist stórum, að menn Spasskis verði sifellt á hælum honum til þess að þefa uppi, hvaða leynivopnum hann lumar á. Spasski hefur raunar þvertekiö fyrir, að hann muni láta hafa neinar eftirgrennslanir frammi um háttsemi Fischers. En setjum nú samt svo, aö menn hafi veriö gerðir út á fjöllin frægu, þar sem náttúrusteinarnir fljóta upp á Jónsmessunótt, og sú heppni fylgdi, að hulins- hjálmsteinn heföist upp úr krafsinu. Þá mætti sannarlega að mörgu komast meö auð- veldu móti, og kannski fleiri, sem ættu að fara að vara sig en Fischer og Spasski. Spasski og leyndar- dómur fjallanna Morgunblaöið segir eins og kunnugt er, að Rússar séu með nefið niöri i öllu, og sjálf- sagt hefur engin fyrirhyggja veriö höfö um það að banna þeim að koma nærri þessum umræddu fjöllum. Þess vegna má hamingjan vita, nema Spasski hafi komið hingað svona löngu á undan Fischer til þess að veröa sér úti um náttúrusteina. Það er aldrei h*gt a6 segja til hvers er gripið, þegar mikiö er i húfi, hvort heldur það er ein- vlgi á skákboröi eða þrátefli i valdastreitunni verötdinni. Og komi svo einhver og segi, að við hér á Timanum vöðum áfram i blindni hugsunarlaust. Ilættan þó liklega ekki yfirvofandi En af þvi að alltaf er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig, og Timinn blað, sem vill veita sem allra bezta þjón- ustu, hringdum við á þá staði, sem næstir eru fjöllunum, sem náltúrusteinarnir leynast, og spurðist fyrir um það, hvort þess væri nokkur nýleg dæmi, að menn hafi gengið á þau á Jónsmessunótt eða eitthvað þvilikt hefði verið i bigerð nú. Kristinn B. Gislason i Stykkishólmi varð fyrstur fyr- ir svörum. Hann sagðist ekki minnast þess, að Hólmarar hefðu leitað á vit fjalls sins, Drápuhliðarfjalls, á seinni ár- um og ósennilegt, að neinn hyggði á slikt i gær, þvi að þá var uppgangsveður af norðri þar vestra og mikill kalsi i lofti. Halldór Magnússon i Súða- vik sagði ekki væri greitt upp- göngu á Kofrann og raunar lékju það ekki aðrir en færustu menn. Sizt af öllu hefði neinn lagt i það ævintýri nú, þvi að hret er við Djúp og fjöll grá niður i miðjar hliðar. „Gangið þangað berfætt,” segja Skagfirðingar Liklega eimir mest eftir af þjóðtrúnni meðal Skagfirð- inga, ef til vill vegna þess, að Skagfirðingar eru menn skáldlegir. — Jú, sagði Guttormur ósk- arsson, fréttaritari Timans á Sauðárkróki, þegar við töluð- um viö hann. Þess munu dæmi, að menn hafi eitthvað veriö þarna á ferli á Jóns- messu — raunar ekki gengiö á sjálfan Tindastól, eilífðarfjall- ið, en Glerhallavik er skammt undan, og við munum öll það, sem Friðrik Hansen orti: Gangið þangað berfætt, er rökkva slær rein, þá réttir óséö hendi þér hvitan óska- stein.... Þaö lifir enn svona hálfvegis i okkur sá grunur, aö steinarn- ir i Glerhallavik hafi sterka náttúru á Jónsmessunótt og M eru óskasteinar. — J.H. Flugfélag islands og barnablaðið Æskan hafa í þrettán ár gengizt fyrir birtingu verðlaunagetraunar I Æskunni. í vetur tóku bæöi Reykjalundur og Lego-fyrirtækið i Danmörku þátt í þessari samkeppni. Fyrstu verölaun, flugferð til Danmerkur og heimsókn I höfuöstöðvar Lego-verksmiðjanna, féll í skaut þeim Stefaniu H. Stefánsdóttur frá Ytri-Neslön'dum í Mývatnssveit, 11 ára, og Tryggva Guömundss. frá Tryggvaskála á Seltjarnarnesi, 12 ára. Þau sjást hér, ásamt islenzkri stúlku, sem þau hittu í Danmörku, Diönu (yzt til vinstri) rAdherraráð ebe A AUKAFUND 7. JÚLl NTB—Briissel Gert er ráð fyrir, að ráðlierra- ráð EBE komi saman til auka- fundar 7. júU I Briisset til að ræða lokaatriðin I sambandi við verzl- unarsáttmála viö Svlþjóð, Finn- land, tsland, Austurriki og Portú- gal. Það var talsmaður belgíska utanrlkisráðuneytisins, sem skýrði frá þessu I gær. Aukafundurinn verður þó aö- eins haldinn, ef ekki næst endan- legt samkomulag á utanrikisráð- herrafundi EBE, sem haldinn verður í Luxemborg á mánudag og þriðjudag n.k. Talsmaðurinn taldi útilokað, aö samkomulag næöist, þvi aö mörg vandamál væru enn óleyst. Gert er ráð fyrir, að ráðherrar frá Bretlandi, Danmörku, Noregi og trlandi taki þátt i siöustu sam ningafundunum. Grálúðuveiöar Reyð- firðinga MS — Reyðarfirði. Tveir bátar héðan stunda grálúðuveiðar. Snæfugi hefur komið með þrettán lestir, sem hann fékk fyrir austan land á nokkrum tima, en Gunnar með tólf lestir, sem hann fékk við Kolbeinsey á stuttum tima. En sá galli var, að veður spilltist, svo að brott varð að halda. Grálúöan er ýmist söltuð eða fryst á Reyðarfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.