Tíminn - 25.06.1972, Síða 6

Tíminn - 25.06.1972, Síða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 25. júni 1972 Nýta mætti Skeiðsfossvirkjun mun betur með samtengingu við Skagafjarðar- og Húnaveitu Rætt við Sverri Sveinsson rafveitustjóra á Siglufirði Vegna athugana, sem nú fara fram um úrbætur i raforkuöflun fyrir Norðurland Vestra, snéri blaðið sér til rafveitustjórans á Siglufirði, Sverris Sveinssonar, og fékk hjá honum ýmsar upplýs- ingar um þessi mál. Kru möguleikar taldir hag- kvæmir til stækkunar Skeiðsfoss- virkjunar? Já, það má segja það. Eins og er gæti virkjunin, sem er 3,2 MW að stærð, verið nýtt mun betur með samtengingu við Skaga- fjarðar- og Húnaveitu, þar sem skortur er á ódýrari orku fyrir ut- an þann sparnað, sem fengist vegna aflaukningar, en á Siglu- firði á rafveitan 1,5 MW. varma- aflstöð, sem myndi auka geysi- lega rekstraröryggi svæðisins samtengdu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á Siglufirði hefur sildar- iðnaðurinn liðið undir lok (von- andi i bili) a.m.k. að þvi er við- kemur söltun og bræðslu. Arið 1953 var Skeiðsfossvirkjun stækk- uð um helming með annarri véla- samstæðu, þannig að sama magn raforku og notaðist á árunum 1953 - 1967 i sildariðnaðinum væri hægt að framleiða og nýta til sparn- aðar raforkuframleiðslu með diesilafli, en til þess þarf aö sjálf- sögðu samtenginu við Skaga- fjaröarveitu, þvi að orkunotkun Siglufjarðar hefur staðið i stað á undanförnum árum. Viðvikjandi þvi, hvort hag- kvæmt sé að virkja meir i Fljótá, er þvi til að svara, að árið 1963 var að verða aflskortur á Siglufirði og þvi aflaði rafveitan sér vatnsréttinda að mestu leyti til frekari virkjunar á um 50 m falli, sem eftir er virkjanlegt i ánni. Hannaði Sigurður Thoroddsen árið 1964 þarna virkj- un, sem var um 4,5 MW. Næstu ár kvaddi sildin okkur og aflþörfin minnkaði, svo að i stað þess að vanta afl, gátum við nú selt frá okkur allt að 1000 kw. eða einu M.W. Hinsvegar urðum við fyrir vatnsleysi vegna mjög harðra vetra og óvenju þurra sumra árin 1969 og 1970, en árið 1971 og þaö sem af er þessu ári hafa komið vel út með raforkuvinnslu. Þannig að talsvert meiri raforku mætti nýta inn á Skagafjarðar- veitu frá virkjuninni. Um stækk- unarhugmyndina, sem nú er i athugun, er það að segja, að hægt er að ná, án þess að byggja stiflu i ánni, um 1.6 M.W. með 1.250 m Iöngum skurði til vatnsflutninga með nýtingu á 30 m. falli og 6,9 kl./sek. Kostnaður við þessa virkjun var áætlaður um áramót 55 millj. króna. Aætlun þessi er unnin af Asgeiri Sæmundssyni og Rikarði Steinbergssyni og sett fram við Iðnaðarráðuneytið þann 6. desember s.l. livaö um vatnsréttindi? Eins og ég sagði áðan, þá var aö mestu leyti aflað þeirra vatns- réttinda, sem þarf til mann- virkjagerðar og rafveitan á öll landsréttindi ti! þess að ráðast i •þessa framkvæmd. Ilvaö þá um laxagengd og náttúruvernd? 1 Fljótá veiðast árlega milli eitt og tvö hundruð laxar, umdeilt er hvort lax var i ánni, áður en hún var virkjuð árið 1945, en silungur hefur alltaf verið i henni, en hefur þó minnkað og sýnist sitt hverj- um eins og gengur. Ég held, að minkur eigi þar stærstan þátt i. Um laxinn er það að segja, að raf- veitan hefur gert nokkrar tilraun- ir i þá átt að auka hann með sam- starfi við Stangveiðifélag Sigl- firðinga o.fl. með ræktun árinnar. Um náttúruvernd get ég varla hugsað mér betra samspil en með þessari virkjunartilhögun, þar Sverrir Sveinsson. sem hluti vatnsmagns árinnar er notaður til raforkuvinnslu fyrir héraðið og þess gætt, að ekki séu eyðilagðir þeir möguleikar, sem áin býður upp á til fiskræktar. Verkfræðingum og arkitektum treysti ég til að hanna rafstöðvar- hús þannig, að þau falli inn i landslagið. Hitt verður að sjálf- sögðu alltaf umdeilanlegt, hvað er fallegt og hvað er ljótt, á með- an ekki er hægt að mæla það eða vega. Kr þá andstaöa heimamanna cngin? Nei, alls ekki. Milli okkar og ibúa i Fljótum hefur alla tið verið mjög gott samstarf, og nokkuð hefur verið um atvinnu vegna virkjunarinnar. Þar býr nú tölu- vert af ungu og framsæknu fólki, sem skilur og veit, hvaða þýðingu það hefur fyrir byggðarlagið að fá aukna mannvirkjagerð og aukin umsvif, sem gætu orsakað bættan hag og aukið trú á möguleika sveitarinnar. Hvaö inyndi þessi virkjun endast lengi, ef tengtyröi saman i Sléttu- hliö ? Ný orkuspá hefur verið gerð fyrir svæðið frá Ólafsfirði til Hrútafjarðar að meðtöldum Siglufirði og var miðað við eðli- lega byggðaþróun þessa svæðis og einnig að allir, sem ekki eiga kost á hitaveitu noti raforku til upphitunar. Samkvæmt þessari orkuspá endist þessi úrbót i 4-5 ár, sem hentaði vel til þess að ákveða næstu framkvæmd. Hinsvegar munu þessar að- gerðir endast mun lengur, ef þær athuganir, sem nú er unnið að, með -gerð hitaveitu fyrir Siglu- fjörð bera jákvæðan árangur. Nú er rætt um að leggja háspennulinu frá Akureyri til Sauöárkróks. Já, það er rétt. Það er auðvitað til einhver grunnorka frá Laxár- virkjun, sem hægt væri að flytja vestur i stuttan tima frá þeim áfanga, sem nú er unni að i Laxá, þegar hann verður tilbúin um næstu áramót. Samanburður á þeim valkostum, að leggja linu milli Sauðárkróks og Akureyrar annarsvegar og stækkunar Skeiðsfossvirkjunar og samteng- ingu við Skagafjarðarveitu hins- vegar, eru virkjuninni hagstæð- ari, ef litið er á beinan kostnað. Hinn samanburðinn getur hver Hér að neðan er mynd af gömlum og nýjum SKIFTILYKU 80 ár eru liðin síðan stofnandi Bahco verk smiðjanna í Svíþjóð J. P. Johansson fann upp skiftilykilinn, og þann 15. júní framleiddi A/B Bahco 50 AAILLJÓNASTA SKIFTILYKILlNN en árlega framleiðir Bahco yfir 2,5 AAILLJÓNIR SKIFTILYKLA Fagmenn vilja góð verkfæri og velja ÞESS VEGNA BAHCO Umboðsmenn: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. HF. | CREME FRAÍCHE I Notið sýrðan rjóma sem ídýfu með söxuðu grœnmeti í stað t. d. mayonnaise. MJOLKURSAMSALAN I REYKJAVÍK Frá Húseigandafélagi Reykjavíkur Að gefnu tilefni og með tilvisun til fyrri til- kynningar okkar varðandi álagningu fast- eignaskatts leyfum við okkur að benda þeim efnalitlu elli- og örorkulifeyris- þegum, sem sækja vilja um niðurfellingu fasteignaskatts á grundvelli 5. gr. laga númer 8/1972, um tekjustofna sveitarfé- laga að beina þeim umsóknum sinum til borgarráðs Reykjavikurborgar. Stjórn Húseigendafélags Reykjavikur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.