Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 25. júni 1972 Hefnd ungfrú Kitty Winter sögur. Vera má, að yður gangi gott eitt til, þó að þér séuð leigður umboðsmaður og væruð jafnvis til að vinna i þágu barónsins og gegn honum. En ég bið yður að reyna að skilja það, að við elskum hvort annað, og álit eöa skoðanir alls heimsins eru mér ekki meira virði en tistið i fuglunum hérna fyrir utan gluggann. Hafi hið göfuga eðli hans brugðizt honum eitthvert sinn, svo að hann hafi hrasað, má vel vera, að ég sé til þess ætluð aö reisa hann viö. En mér er enn ekki ljóst”, bætti hún við, ,,hver þessi unga kona er”. Hér leit hún á förunaut minn, Kitty Winter. Ég var i þann veginn að svara, þegarstúlkan þaut á fætur. Hafir þú nokkurn tima séö eld og is, hvorn gagnvart öðrum, þá var það hér. ,,Ég skal segja yður hver ég er” hrópaði Kitty, og varir hennar titruðu af æsingi. Ég er siðasta frillan hans. Ég er ein af hundrað, sem hann hefur ginnt og flekað og siðan fleygt i sorpið, svo sem hann mun einnig fara með yður. Liklegra er þó, aö yðar hlutskipti veröi fremur gröfin en sorphaugurinn, enda er það lika betra hlutskipti. Eg segi yður það, heimska kona, að ef þér gangið að eiga þennan mann, er yður dauðinn vis. Hvort sem það veröur brostið hjarta eða brotinn likami, þá er um þá kosti eina að velja. Það er ekki af ást á yður, að ég segi þetta. Mér er alveg sama, hvort þér lifið eða ekki. Minum orðum ræður hatur til hans og fyrirlitning og löngun til að ná hefnd fyrir þaö, hvernig hann hefur leikið mig. Þér þurfið ekki aö horfa svona á mig, mikil- láta hefðarmær, þvi að vera má, að þér fallið enn dýpra en ég, áður en öllu er lokið ykkar i milli.” ,,Ég óska ekki eftir að ræða þessi efni frekar”, svaraöi ungfrú de Merville kuldalega. — ,,Ég getsagt yöur hreintog beint, að mér er kunnugt um þrjú atvik á liðinni ævi unnusta mins, þar sem hann komst i náið samband við slægar ævintýrakonur. Ég veit.aðhann iðrast afhjartaalls hins illa, sem af þeim kynnum leiddi.” „Þrjú atvik! ” hrópaði lagskona min. „Þér heimskingi, þér óvið- jafnanlegi heimskingi!” „Herra Holmes, ég bið yður aö slita þessum fundi”, sagði iskalda röddin. „Ég hef orðið við beiðni föður mins um að hitta yður, en ég er ekki skyldug eða tilneydd að hlýða á óráðshjal þessarar kvenpersónu.” Ungfrú Winter stökk á fætur með biótsyröi á vörum, og hefði ég ekki gripið um arm hennar, hefði hún ráðizt á ungfrú de Mer- ville. Ég leiddi Kitty til dyra og kom henni án mótþróa og án þess að vekja almenna athygli út i vagninn. Sjálfur var ég i versta skapi, Watson, þvi að það var eitthvað ósegjanlega ergilegt við þessa rósemi og kaldan sjálf- birgingshátt stúlkunnar, sem við vorum að reyna að forða frá glötun. Nú er þér aftur kunnugt, hvernig málunum er komið, og auðsætt er að ég verð að finna nýja leið, ef nokkuö á að verða ágengt. Ég mun hafa samband við þig, Watson, þvi að mjög er liklegt, að þú fáir eitthvert hlut- verk i þessu tafli. Reyndar geri ég ráð fyrir, að andstæðingar okkar eigi næsta leikinn, en ekki við.” Það reyndist rétt, sem Holmes spáði. Þau greiddu höggiö, eða réttara sagt hann, þvi að ekki trúi ég þvi, að ungfrúin hafi veriö með i vitorð. Ég held aö ég gæti bent ná- kvæmlega á staðinn, þar sem ég stóð.það vará milli Grand Hotel og Charing Cross — stöðvarinar. Einfættur blaðasali hélt uppi kvöldblöðunum, og þetta var tveim dögum eftir siöasta viötal okkar Holmes. Ég kom auga á rammagrein og fylltist skelfingu yfir þvi, er þar ■ stóð svart á hvitu: þetta var tveim dögum eftir slðasta viðtal okkar Holmes. Ég kom auga á rammagrein og fylltist skelfingu yfir þvi, er þar stóð svart á hvitu: MORÐARAS A SHERLOCK HOLMES Um stund stóð nærri lamaður. Þvinæst hef ég óljósa endur- minningu um að hafa hrifsaö eitt blaðið af blaðasalanum, gegn mótmælum hans, þvi að auðvitað gleymdi ég að borga. Ég hörfaði inni opnar dyr lyfsala nokkurs og fletti sundur blaðinu. Þar mátti lesa þetta: „Vér höfum heyrt þá ljótu fregn, að hr. Sherlock Holmes, hinn alkunni einkaspæjari, varð i morgun fyrir morðárás og er nú sagður litt haldinn. Nákvæmar fregnir eru ekki fyrir hendi, en svo virðist sem þessi atburður hafi gerzt kl. nálægt tólf i Regent- stræti fyrir utan Café-Royal. Arásin var gerð af tveimur mönnum, sem höfðu barefli i höndum. Varð hr. Holmes fyrir barsmiði mikilli og meiðslum, bæði á höfði og viðar, svo að læknar telja ástand hans mjög alvarlegt. Hann var fluttur á Charing Cross-sjúkrahúsið, en siðar krafðist hann þess að vera fluttur heim til sin i Baker Street. Arásarmennirnir eru sagöi hafa verið vel klæddir menn og virðu- legir að sjá, en þeir sluppu frá þeim, sem viðstaddir voru, með þvi móti að ganga inni Café Royal og gegn um húsið út um bakdyr, er lágu út i Glasshouse Street bak við hótelið. Eflaust tilheyra þeir einhverjum glæpaflokki, sem þykist eiga hr. Holmes hefndir að gjalda.” Ég þarf naumast að geta þess, að þá er ég hafði lesið i flýti blaðagreinina, stökk ég upp i hansomkerru og ók heim i Baker Street. Ég fann Sir Leslie Oakshott, hinn fræga sáralækni i forstofunni og vagn hans beið fyrir dyrum úti. „Engin bráðhætta á ferðum”, sagði læknirinn. „Tvö sár á höfuðkúpunni og viða töluvert marinn. Sauma þurfti saman á nokkrum stöðum. Hann hefur fengið morfinsprautu og alger kyrrð og ró er nauðsynleg. Ég banna samt ekki viðtal svo sem fimm minútur.” Með þessu leyfi læknisins læddist ég inn i herbergið, sem var hálfdimmt. Sjúklingurinn varglaövakandi,og ég heyrði hann hvisla nafn mitt. Gluggatjöldin voru aö mestu dregin fyrir, en sólargeisli gat þó smogið inn á milli þeirra og skein á reifað höfuð sjúklingsins. Rauðir blettir sáust gegn um hvitar um- búðirnar. Ég settist við hlið Holmes og laut niður að honum. „Allt i lagi, Watson, vertu ekki svona hnugginn’, tautaði hann. „Þetta er ekki eins illt og það sýnist”. „Guð sé lof fyrir að svo er.” Ég er allvel fær ilurkabardaga og bar af mér flest höggin. En mennirnir voru tveir og illt að sjá við báðum.” „Hvað get ég gert, Holmes? Auðvitaö hefur þessi mann- hundur sigað þeim á þig. Ég skal fara til og lemja hann til óbóta, ef þú vilt.” Góði, gamli Watson. Nei, við getum ekkert gert nema lög- reglan gæti handsamað mennina. Undankoma þeirra hefur verið vel undirbúin, svo mikið er vist. Biðum aðeins við, ég hef minar ákveðnu fyrirætlanir. Hið fyrsta i þeim er að gera sem mest úr meiðslum minum. Þú skalt ýkja þau sem allra mest, Watson. Vafasamtsé að ég lifi alla þessa viku. Þetta má skreyta með frá- sögn um heilahristing, óráð, eða hverju, sem þér sýnist. Þvi verra, sem þú gerir ástandið, þvi betra.” „En hvað um Sir Leslie Oakshott?” „Ekkert að óttast hann, ég mun vissulega geta blekkt hann. Láttu mig um það.” „Hvað er svo fleira?” „Segðu Shinwell Johnson að gæta þess að Kitty Winter sé á óhultum stað, þvi nú munu þorp- ararnir reyna að vinna henni eitt- hvert mein. Þeir vita auðvitað, 1138. Lárétt 1) Indverji,- 6) Blástur.- 8) Nafar.- 9) Mjúk,- 10) Fæða.- 11) Miödegi,-12) Afsvar.- 13) Eins.- 15) Gröftur,- Lóðrétt 2) Kul,- 3) Bókstafur.- 4) Eyju.- 5) Illra óska.- 7) Undin.- 14) 550.- Ráðning á gátu Nr. 1137 Lárétt 1) Eldur.-6) Ark - 8) Lof,- 9) Upp,- 10) LLL,- 11) Tia,- 12) Eir,- 13) Ull,- 15) Askel,- Lóðrétt 2) Laflaus.- 3) DR,- 4) Ukulele.-5) Floti.-7) Sparn.- 14) LK,- Drottningiri Og þrælarnir! Hvar eru þeir? er farin!íOÍ'5 HVEU G E I R I Konungurinn er dauður — risarnir berjast um krúnuna og Nú er tækifæriö til aö sleppa. D R E K I iH:io lllil, Sunnudagur 25. júní 8.00 Morgunandakt. Biskup Islands flytur ritningarorð og bæn. 10.25 Loft, láð og lögur. Ingimar Jóhannsson fiski- fræðingur talar um laxeldi i sjó. 10.45 islenzk einsöngslög. 11.00 Messa i Arbæjarkirkju. Séra Jón Kr. tsfeld i Búðar- dal prédikar, séra Guð- mundur Þorsteinsson þjón- ar fyrir altari. Organleik- ari: Geirlaugur Árnason. 13.30 Landslag og leiðir. Hallgrimur Jónasson rithöf- undur talar um útsýnisstaði á leiðinni norður og austur á land. 17.00 Barnatimi: Jenna og Hreiðar Stefánsson sjá um timann. 18.00 Frcttir á cnsku. 18.10 Stundarkorn með rússneska fiðluleikaranum Nathan Milstein. 19.30 Ertu með á nótunumv Spurningaþáttur um tónlist- arefni i umsjá Knúts R. Magnússonar. 20.15 islenzkir barnabókahöf- undar, II. 21.30 Arið 1941, fyrri hluti. Helztu atburðir ársins rifj- aðir upp 1 tali og tónum, Þórarinn Eldjárn sér um þáttinn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ■■■■ Sunnudagur 25. júní 17.00 Endurtekið efni. „Út um græna grundu’LBallett eftir Eddu Scheving og Ingi- björgu Björnsdóttur, 17.20 Rafmagn i 50 ár. Kvik- mynd, sem sjónvarpið lét gera i tilefni þess, að á sið- asta ári voru liðin 50 ár frá þvi fyrsta rafstöð Raf- magnsveitu Reykjavikur tók til starfa við Elliðaár. 18.00 Helgistund.Sr. Þorsteinn Björnsson. 18.15 Teiknimyndir. 18.30 Sjöundi lykillinn. Norsk- ur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 A Norðurströndum. Svipmyndir frá ferð sión- varpsmanna um rimsfirði og þaðan norður. Fjallað er um forna frægð þessa landshluta og byggðir þar nú. Umsjón Ölafur Ragnarsson. Kvikmyndun Þórarinn Guðnason. Hljóðsetning Oddur Gústafsson. Myndklipping Erlendur Sveinsson. 20.55 Shari Lewis. Brezkur skemmtiþáttur 21.20 Alberte. Framhaldsleik- rit frá norska sjónvarpinu, byggt á skáldsögu eftir Coru Sandel. 5. þáttur sögulok. 22.10 Maður er nefndur. Björn Pálsson, alþingismaður á Löngumýri. Hér ræöir Halldór Blöndal, kennari við hann. 22.55 Dagskrárlok. Mánudagur 26. júní 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Hjá Vilhjálmi. Leikrit eftir danska rithöfundinn Leif Panduro. Leikstjóri Palle Kjærulff-Schmidt. 21.40 Tennurnar þurfa að end- ast ævilangt. Stutt fræðslu- mynd um tannvernd, sýnd i tilefni af Tannverndarviku Islandsdeildar norrænu tannlæknasamtakanna. 21.55 Úr sögu siðmenningar. Fræðslumyndaflokkur frá BBC. 12. þáttur. Fallvaltar vonir. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.