Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 21
Sunnudagur 25. júni 1972 TÍ-MÍNN 21 um. Þetta er gert á þann hátt, að fletir eru tálgaðir á viðinn og flet- irnir siðan felldir saraan, bundið vel um og borið á vax. Stofnplant- an stendur á rót sinni í mold, en endi sprotans, sem á er græddur, i vatni i dálitilli krukku. Eftir skamman tima grær þetta saman og þá eru umbúðirnar teknar af, klippt ofan af stofnjurtinni ofan við samskeytin, sen neðan af ágræddum sprotanum neðan samskeytanna. Markmiðiö kyn- bætur á birkinu bessi ágræðsla hefur heppnazt ágætlega, og vissulega hefur þetta starf mikla hagnýta þýö- ingu. Með þessu er stefnt að þvi að kynbæta birkið, og enginn vafi leikur á,að það er kleift. Er stefnt að þvi að koma upp sérstökum fræræktargörðum til framleiðslu á úrvalsbirkifræi. Þegar fram liða stundir má þess vegna vænta þess, að völ verði á birkiplöntum, miklum mun kynbetri heldur en megin- hluti þess birkis, sem nú vex i landinu. En að sjálfsögðu mun það hafa talsvert langan aðdrag- anda, að slikt birkifræ verði á boðstólum. Allar jurtakynbætur taka langan tima og er mikið þolinmæðisverk. Þarna hafa einnig verið gerðar byrjunartilraunir i þvi skyni að fá betri afbrigði viðitegunda. Er það gert á þann hátt, að blómbærar greinar af ýmsum tegundum eru látnar afskornar i vatn inni i gróðurhúsi. Greinar, sem þroska karlrekla og kvenrekla, eru hafð- ar hvorar fyrir sig, og þar bl(5m- gast þessar greinar eftir skamma hrið. Kvenblómin eru siðan frjóvguð með frjói karlreklanna og bera þær þá fræ að tveim til þrem vikum liðnum. Fræinu má svo sá jafnóöum, er það hefur náð þroska til þess. Með þessum hætti koma fram ný af- brigði. t samráði við stöðina fara fram samanburðartilraunir á tegund- um og kvæmum viðsvegar um landið. Þar er bæði um að ræða tilraunareiti, sem mældir eru með vissu millibili, og reiti þar Haukur Ragnarsson með litinn sitkagrenisprota, sem farinn er að skjóta rótum. sem mælingar fara fram aðeins einu sinni, og þá i einhverjum ákveðnum tilgangi. Þessar til- raunirhafa leitt margt merkilegt i ljóser varðar trjárækt i landinu. Má þar t.d. nefna að hvitgreni og sitkagreni eru hraðvaxnari i æsku en rauðgreni á sama jarö- vegi. Þannig mætti lengi telja það, sem gert er og komið hefur i ljós i þessari merkilegu tilraunastöð, sem eins má nefna kynbóta- stöð i trjárækt. Er ekki að efa, að það, sem þarna er gert, kemur til með að hafa mikla hagnýta þýð ingu fyrir alla skóg- og trjárækt i landinu, eins og til var ætlazt af frændum okkar, Norðmönnum, þegar þeir gáfu okkur hana. QRBISAN SmmU Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum jáminnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bflastæði. Fljót og örugg þjónusta. SÖNNAK Jœkmver, afgreiðsia ræsir Laugavegi 168. - Siml 33 1 55. BÍLINN" ARMULA 7 - SIMI 84450 SOHHXK SKFIIEYKftX TF Auglýsingastofa Timans er I Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. Þér fáið sniðin hjá okkur ásamt fjöl- breyttu úrvali efna FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3A. II. hæð. Símar 22911 — 19253. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband -við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í 'smíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutnlngur . fasteignasala Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.