Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 25. júni 1972 TÍMINN r gert fyrir sig, hvort er heppilegra og æskilegra fyrir viðkomandi hérað virkjun eða flutningslina. Flutningslinan þarf lika raf- orku og hvað á hún að kosta og hve mikið er hægt að fá og flytja. Að sumu leyti er þessi saman- burður álika og samanburður á aflamagni togara og frystihúss. Skipting raforkuiðnaðarins er þriþætt, það er að segja i orku- vinnslu, orkuflutning og orku- dreifingu. Ef við hugsum okkur þessa þætti jafnstóra, þ.e. hver þeirra ber 1/3 hluta endanlegs raforku- verðs á notkunarstað, mega virkjanir i héruðunum, sem liggja nær notkunarstöðunum, eða þar sem byggð er þéttust, vera töluvert dýrari en langar flutningslinur. Og þá er alls ekki tekið inn i dæmið það öryggi, sem slikar virkjanir hafa samtengd- um orkuveitusvæðum. Árið 1971 er t.d. eitt versta vatnsár, sem komið hefur við Gönguskarðsárvirkjun á Sauðár- króki, en eitt hið bezt-hjá Skeiðs- fossv jun, framrennsli Fljótaár var 181,2-1 L., sem er tæplega 10% yíir meðalrennsli s.l. ára- tugs. Vatnsnyiing var hinsvegar ekki nema 58,7% og hefði Skeiðs- fossvirkjunin getað létt undir með Gönguskarðsárvirkjun um a.m.k. 3,8 G.w. st., sem framleiða varð með diesilvélum. bó liggja vatnasvið virkjan- anna ekki það langt hvort frá öðru, að um svo umtalsverðan mun gæti verið að ræða. Þarna kemur eflaust margt til og vegur þá e.t.v. mest hin mikla miðlun Skeiðsfossvirkjunar, en miðlun er litil við Gönguskarðs- árvirkjun og er henni þvi nauðsyn á samstarfi annarra aflstöðva. Annars er samanburður á þeim möguleikum, hvort leggja eigi linu frá Akureyri til Sauðárkróks eða hvort stækka eigi Skeiðsfoss- virkjun og tengja við samveitu i Skagafirði, ákaflega auðveldur þegar þess er gætt, að stækkun virkjunarinnar og samtengingin er hagkvæmari en bygging lin- unnar. Ennfremur fellur þessi hug- mynd inn i bær samþykktir, sem raforkumálanefnd starfandi á Norðvesturlandi gerði á fundi þann 28. april s.l.,*en þar segir m.a.: „Fundurinn bendir á, að á Norðurlandi vestra eru margir álitlegir virkjunarstaðir, ýmist fullhannaðir með lagaheimild til virkjunar (Svartárvirkjun), eða i hönnun (stækkun Skeiðsfoss- virkjunar). Leggur fundurinn áherzlu á, að strax verði hafizt handa um samtengingu Skeiðs- fossvirkjunar við Skagafjarðar- veitu. Nefndin telur brýna nauðsyn, að virkjað verði og sam- tengt allt hagkvæmt og nýtilegt afl á Norðurlandi vestra, áður en farið er i samtengingar yfir hálendið frá stórvirkjunum sunn- an fjalla eða örðuga fjallvegi milli byggðarlaga. Jafnframt vé- fengir fundurinn, að næg könnun hafi farið fram á öryggi raflinu- lagna yfir hálendið vegna ising- arhættu og illviðra og vandkvæða á viðgerðum að vetrarlagi.” Ennfremur hefur Fjórðungs- samband Norðlendinga bent á þessa möguleika ásamt fleiri i samþykktum sinum um áfram- haldandi orkuvinnslu á Norður- landi. Stangast þessi framkvæmd nokk- uð á við þær hugmyndir, sem fram hafa komið um breytingar á skipulagi raforkumála? Nei, öðru nær. 1 þeim er gert ráð fyrir samruna orkuvera, en eins og kunnugt er á Siglufjarðar- kaupstaður Skeiðsfossvirkjun, og myndi það að sjálfsögðu ekki skipta miklu, ef stofnað yrði eitt raforkuöflunarfyrirtæki fyrir allt ISO-ELAST Botninn kemur stað fítts. Hann helzt setíð mjúkur og tognar ekki. •— Jafnframt veitir hann mestu hugs- anlega hljóðein- angrun og hita- einangrun og gerir lagningu óþarfa. TILSNIÐIN Þér pantið WILTAX teppið f dag og eftir aðeins þrjðr vikur kemur teppið „skraddarasniðið" ð gólf yðar. Þess vegna þurfið þér ekki að borga það, sem úr teppinu kann að snfðast. Efni: alull, rayon, acryl, enka-perlon og ICI-nælon. 5—7 Htir f hverri gerð. Einlit eða mynstruð. Verð og greiðslu- skilmðlar við allra hæfi. Skrífið og biðjið um litmynda- bækling með verð- »1 L_I Vörumarkaðurinn hf, Ármúla 1A — Sími 86-112. Skciðsfossvirkjun. Stöðvarhúsið er til hægri á myndinni. Norðurland, hvort Skeiðsfoss- virkjun yrði 3,2 eða 4,8 M.W. i vatnsaflsstöðvum. Þarna er fyrst og fremst verið að ræða um hvor framkvæmdin verður fjárhags- lega arðbærari. Þvi hefur verið slegið of föstu, að lina milli Akureyrar og Sauðárkróks hljóti að koma. Mitt álit er, að þar eð Alþingi samþykkti i vetur að heimila frekari rannsóknir á virkjun i Jökulsá eystri i Skaga- firði hljóti þær rannsóknarniður- stöður að berast saraan við raf- orkuverð um linu frá Laxársvæð- inu til Skagafjarðar. Annars veröur fróðlegt að fylgjast með umræðum um þessi mál á aðalfundi S.I.R., sem haldinn verður á Akureyri um n.k. mánaðamót, en meðal mál- efna, sem þar verða rædd, eru orkumál á Norðurlandi og skipu- lag raforkumála. T.K. Shelltox FLUGIMA' FÆLAIM Hafið þer önæði af flugum? Við kunnum ráð við því Á afgreiðslustöðum okkar seljum við SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er sett upp og engar flugur í því herbergi næstu 3 mánuðina. Spjaldið er lyktarlaust, og fæst í tveim stærðum. Olíufélagið Skeljungur hf Shell

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.