Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 27. júni 1972 TVÖ ALVÖRUMAL. Landfari góöur! (S.l. laugardag birtir þú bréfsnepil frá undirrit- uðum, sem alls ekki var þér ætlaður né á prent, heldur hripað- ur ritstjórn Timans til að minna á sitthvað, m.a. á aðstæöur barna og unglinga á drykkjuheimilum i höfuðstaðnum, sem lögreglan sagði frá, og gamla þingsályktun- artillögu, sem rifja þyrfti upp. Það verður þvi að afsaka villuna, sem þessi bréfsnepill lenti i). Kn hér eru fáeinar linur, sem þér eru ætlaöar, um gömul og ný vandamál. Ýmislegt ber nú við og menn hneykslast á, eins og t.a.m. ölvunin ógnarlega um 17. júni- helgina og fallið mikla i lands- prófinu nýverið á Stór-Reykja- vikursvæöinu, sem blöðin kalla svo. Við höfum svo sem áður heyrt, að menn hneykslist á einu og öðru, og það er nú raunar gott, þegar það á við. Menn muna sjálfsagt Þórsmerkurhneykslið og önnur nýrri af svipaðri gerð. En erum við nokkru nær um að verjast þeim? Þetta er ekki endilega þeirra mál eingöngu, En svo er hitt, sem blöðin skýra frá en ræða minna, og ýmsir hneykslast á, en það er þetta með landsprófið, er nærri helmingur þeirra féll, sem það þreyttu. Þetta er óneitanlega há tala og alvarlegt að stefnt skuli svo mörgum til sliks prófs, sem ekki standast það, þvi að ætla má, að það sé áfall hverjum unglingi að falla á sliku prófi. Og kannski meira en margur hyggur. Kann þá stundum svo að fara, þegar vonbrigðin sækja á, að hann sleppi fram af sér beizlinu og láti slag standa. En hvað er hér að? Sumir álasa kennurum og kennslu. Er i slikri ásökun nokkur sanngirni? Það er svo sem ekkert nýtt, að menn falli á prófi, þótt ekki sé i svo rikum mæli. Er ekki efniviðurinn harla misjafn sem fyrr? Og ástundunin lika? Hafa allir erindi á þennan vettvang, og á ekki að vara þá við, sem á takmörkum kunna að vera, og forða þeim frá falli? Og eru þá lika ekki skólar ofsetnir? Er ekki of miklu námsefni hrúgað á ofskamman námstima? Og er þá heimavinnan við hóf i öllu ónæði og skvaldri nútimans? Eða eru þessi próf óeðlilega þung? Að fleira mætti spyrja, en þess gerist varla þörf. Hins þarfnast þetta ástand sýnist mér, að þessi mál séu ihuguð rækilega, og mönnum gerð ljós þau mörk, sem þarna mun þurfa að setja, og að fleiri leiðir eru til en landsprófið, til þess að fá notið hæfileika sinna og hamingjuriks lifsstarfs. Snorri Sigfússon. ORD AÐ NORÐAN Kópavogsbúa kallar hann sig, sá, sem skrifar i Landfara 6. júni. Mér likar sú grein að mörgu leyti vel. Sérstaklega á það við um þá, sem gamlir eru orðnir, að þeir geta komizt af með litið. Ég hef enda séð það einhvers staðar, að einn spekingur fornaldar hafi búiö i tunnu. Að maöur tali nú ekki um alla þessa,' sem voru búnir að lifa lengi og hátt og syndga upp á náðina, en gerðust svo einsetumenn — bæði kynin — þegar þeir voru útbrunnir. Hann segist vera orðinn gam- all, Kópavogsbúinn. Og hann seg- ir lika, að sá visi Salómon hafi verið vitur. En hann hefur liklega verið orðinn gamall. þegar hann mælti „visdómsorðin”. Þvi ékki virðist hann hafa lifað eftir þeim á sinum mektardögum. Annars held ég nú meira upp á Bögu-Bósa, en Salómon, en á hvorugan neitt mikið. Raunar finnst mér, að Kópa- vogsbúinn hefði átt að setja nafn- ið sitt undir pistilinn, en biðum við: Salómon hefur liklega ekki sett nafnið sitt undir „visdóms- orðin”. Þeir eru lika einhverjir, að sagt er, farnir aö rifast um það, hvort hann hafi sagt, að hóf- lega drukkið vin gleddi mannsins hjarta. Jú, þeir héldu nú vist i þá daga, að gleði og sorg byggju i hjartanu, en varla hefur sá visi Salómon verið á þeirri skoðun, þótt hann Jónas okkar segði: „Þá er það vist að beztu blómin gróa i brjóstum, sem aðgeta fundið til”. En það var ekkert að marka. Hann var bara fátækur og drykk- felldur íslendingur. ÉG er nú orðinn nokkuð við aldur, og þó leyfi ég mér þann munað, svona einstöku sinnum, að skrifa Landfara. Það er eigin- lega minn eini munaður, en náttúrlega veröur nafnið mitt að standa undir skrifelsinu., þvi að að það er svo fjári gaman að sjá nafnið sitt á prenti. Þess vegna skii ég ekkert i mönnum sem skrifa ljómandi góðar greinar i blöðin, en láta ekki nafns sins getið. Það er undarlegur hlutur að fara svoleiðis með „vindi”. Jæja Landfari minn góður. Fyrst ég fór nú að skrifa á annað borð dugir vist ekki að einblina á þennan nafnlausa Kópavogsbúa. — Það virðist vera mikill siður nú til dags að efast um alla hluti, og þó einkum það, sem augljóst mætti sýnast og ekki efunarefni. ÖKUKENNSLA Æfingatímar Kenni á Skoda 1971 Fullkominn ökuskóli Útvega öll gögn á einum stað Sveinberg Jónsson simi 34920 (( sem i þessu lenda, heldur okkar allra. Þetta er þjóðarvandi og hneisa, sem varla er gerandi ráð fyrir að ekki verði ráðizt gegn. Áfengið flýtur um allt og kokkteilboðin heilla. Þar fá menn i staupinu ókeypis, og það smitar. Sagt hefur verið, að kokkteilboðin geri flesta menn drykkfellda, sem þau stunda. Og vin fá menn keypt svo að segja alls staðar, bæði á leyfilegum stöðum og óleyfileg- um, að sögn. Þannig er selt og gefið og drukkið fyrir allar milljónirnar, með þeim afleiðing- um, að þeir, sem eru að reyna að koma i veg fyrir slys og gæta sómasamlegrar framkomu á almannafæri, standa ráðþrota. En bindindi boðar eiginlega eng- inn, nema þá einhverjir „sér- vitrir” góötemplarar! Þannig er nú ástandið. En sterk átök til úrbóta hjá þingi og stjórn hafa engin orðið. Liklega verður nú ekki lengur hjá þeim komizt. Og það held ég, að sé alveg rétt að gera ekki svo að segja leik tii þess að stefna saman miklu fjölmenni til hátiðahalds meðan svo er ástatt, til þess, m.a. að vera ekki að auglýsa þennan vesaldóm. 4. ógúst 15 daga 18. dgúst 15 daga 1. september 15 daga 15. september 15 daga 29. september 22 daga 20. oktober 10 daga Allt úrvalsferðir að sjólfsögðu. FERÐASKFUFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 Bréf frá lesendum Hálfnað erverk þá hafið er TJfk taliiij ; 1..i: K* n-ft* ':u sparnaður skapar verommti 3 Samvinnubankinn FAHR-f jölfætla fí stjörnu óskast til kaups. Má þarfnast viðgeröar. Tilboð scndist blaðinu merkt: FAIIR 1327 Að hinu leytinu er varið tima, fé og fyrirhöfn i að kenna mönnum að trúa sem guðsorði ýmsu þvi, sem striðir berlega móti heil- brigðri skynsemi og þeirri raun- verulegu þekkingu, sem mann- kindin hefur þó heyjað sér i tím- anna rás. Og þetta er þá lika, ef til vill, ein meginástæðan til hinnar algengu efunarhneigðar. Ásamt þvi að með efasemdum um staðreyndir eru menn að „gera sig góða”. Það þykir vist viturleikamerki að vera efunar- maður. En inntroðnir trúarlær- dómar hafa, að þvi er mér virðist, verið helsi á vitkunarviðleitni mannskepnunnar á öllum tímum. Gamlar sögur austan úr Jórsalalandi eru taldar guðsorð, og þessar sögur, margar hverjar, rekast á við skynsemi og þekk- ingu. Svo koma efasemdirnar og þetta vanalega viðkvæði, að mað- urinn viti svo litið. Og það er að visu satt á sinn hátt. Það má vist með sanni segja um manninn, að hann viti bæði mikið og litið. Það er likt og að horfa á tvöfaldan fer- hyrning. Það er ekki sama, hvernig á er horft. Þó held ég, að við ihugun hljóti menn að hallast að þvi, að maðurinn sé vitrasta kvikindi þessarar jarðar. Fræði- menn segja lika að mannsheilinn hafi stækkað i timanna rás. Hitt er svo.annað mál, hversu hollur maðurinn er sjálfum sér og um- hverfi sinu i sinu veldi og með öllum sinum oft kvikindislegu umsvifum, ófriði og þrælslegu „streitu”, og hvort hann er ekki að grafa sér sjálfum hina siðustu gröf, og fara þar með sömu leið og margar útafdauðar lifteg- undir. Mér hefur verið kennt, og ég trúi þvi, að þroskun mannvits sé það eina, sem getur bjargaö teg- undinni, sem hefur verið nefnd „maðurinn vitri”. Og ég held, að þessi þroskun vitsins leiði og eigi að leiða til betri samfélagshátta, minni hræöslu og tortryggni og samstöðu allra manna við það, sem gott er og farsællegt. En trú á bábiljur, sem helzt má ekki reyna að skilja, geti engu bjarg- að, en tafið mjög förina til betri mannfélagshátta. Aö endingu ætla ég að segja frá þvi, að ég spurði kunningja minn hér á dögunum, hvort hann héldi að væri vitrari eða vissi meira um tilveruna, maðurinn eða þorsk- urinn i sjónum. Hann var ekki viss, þvi að maðurinn vissi nú svo litið. Um þetta urðu til tvær visu, sem ég læt fylgja hér með. Visurnar eru svona: Hann Bensi er býsna greindur og búralegur kall, i ráðagerðum reyndur, i röksemdunum snjall. En eitt veit hann þó ekki og aldrei skilið fær, hvort þorsksins þekktu gáfum hans þykka höfuð nær. Og kvarnalausa kallinn sú kremur hugarþraut, — svo hárlaus hans er skallinn og hálffullur af graut, — að þunguð þyrskja i sjónum, sem þrátt á öngul beit, á mararbotni miðjum þó meir um heiminn veit. þetta er nú kannski orðið of langt og að öðru leyti eins og skemmd kartafla, sem ekki má i pokann fara. En þá er það rusla- karfan. Blönduósi, 10. júni 1972. Þórarinn Þorleifsson. frá Skúfi. VELJUM ÍSLENZKT-/í^l\ ÍSLENZKAN IÐNAÐ \l'</ . Grffiðnm laudið \ gcymnni fé 'BIJNAÐARBANKI í/ ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.