Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Þriðjudagur 27. júni 1972
Þurfa í næsta hús til
að komast á salerni
Nýr gæsluvöllur fyrir böm opnaður í Blesugróf
Klp—Reykjavik.
Kyrir nokkrum dögum var
opnaður gæzluvöllur i Blesugróf,
sem hefur valdið nokkru umtali
meðal einstakra ibúa hverfisins.
Þarna hafði áður verið venju-
legur barnavöllur, sem var
gyrtur af og gerður að gæzluvelli
fyrir börn á aldrinum 2 til 6 ára.
Það sem hefur valdið mestu
umtali er sú aðstaða, sem þarna
er. Þar er ekkert vatn og ekkert
salerni, og verður gæzlukonan að
fara með börnin i næsta hús, ef
þau þurfa á þessum hlutum að
halda.Einnig er kvartað undan
þvi, að afdrep fyrir börnin sé bara
litill skúr, með engum innan-
stokksmunum, sem hafi verið
settur i eitt hornið á vellinum.
Við höfðum tal af Bjarnhéðni
Hallgrimssyni, yfirverkstjóra hjá
borginni, sem hefur með leikvell-
ina að gera, og spurðum hann,
hvernig stæði á þessu. Bjarn-
héðinn sagði, að fyrir nokkru
hefðu 49 ibúar i þessu hverfi
öskað eftir gæzluvelli.
Hefði það mál verið kannað og
þá m.a. komið i ljós, að ibúar
hverfisins væru 319 talsins, þar af
21 barn á aldrinum 2 til 6 ára.
Hefði þaö ekki verið talinn nægi-
legur fjöldi til að byggja nýjan
völl. Leikvallarnefnd hefði þó
verið sammála um að gera eitt-
hvaðfyrir fólkið, og þvi bent á, að
ef einhver kona úr næstu húsum
við gamla völlinn fengizt til að
gæta barnanna og veita þeim að-
stoð heima hjá sér, yrði hægt að
koma þessu við. Konan hefði
fengizt, og þá verið hafizt handa
um að girða völlinn, útvega leik-
tæki og setja hús á hann.
Bjarnhéðinn gat þess, að þarna
væri aðeins gæzla 3 tima á dag, og
væri völlurinn þvi opinn fyrir öll
eldri börn á öðrum timum. Þetta
yrði svona a.m.k. i sumar, en
hann vissi ekki hvað yrði gert, ef
almenn óánægja væri með þetta i
hverfinu.
Börnin á nýja gæzluvellinum i
Blesugróf eru mjög ánægð með
allt, þó svo að þau þurfi að fara
i næsta liús til að komast i vatn
eða á salerni. (Timainynd G.E.)
Verið þér sælir, hr. Chips.
Tónlist: Leslie Bricuss
Byggð á samnefndri skáld-
sögu eftir James Hilton
Sýningarstaður: Gamla bió.
Islenzkur texti.
t Verið þér sælir, herra
Chips, lýsir Hilton einlæglega
kennaranum, sem kynnist
hamingjunni i gervi ungrar
konu, er verður eiginkona
hans og hann siðar missir á
hörmulegan hatt. Bókin verð-
ur öllum minnisstæð sakir
kýmni og látleysis. Það sama
er ekki hægt að segja um kvik-
myndina. Það hefði að ósekju
mátt sleppa þessu gauli, sem
tónlistin er, það hefði strax
gert myndina þolanlegri.
Raunverulega er það aðeins
einn maður, sem heldur
myndinni uppi, það er Peter
O’Toole, sem leikur Chips. Sir.
Michael Redgrave leikur
skólastjórann ágætlega, en
um frammistöðu hinna er fátt
að segja. Alveg er það merki-
legt, hvað handritahöfundar
geta misþyrmt góðum bókum
i kvikmyndum: ágætur sögu-
þráður má alls ekki haldast
óbreyttur, heldur er öllu
breytt i fjatneskju. Samt er
vel þess virði að fara aðeins til
að horfa á O’Toole, og má það
merkilegt heita, þegar einn
leikari ber svo uppi heila kvik-
mynd. P.L.
17. júní hátíða höld í New York
17. júni hátiðahöld Islendinga-
félagsins i New York voru haldin i
Lindberg skemmtigarðinum á
Long Island, laugardaginn, 17.
júni.
Formaður félagsins, Sigurður
Helgason, setti hátfðina, og
Gunnar Schram, ræðismaður,
flutti ávarp. Báðir ræðumenn
minntust Hannesar Kjartansson-
ar, sendiherra, sem um árabil
hafði forystu i málum félagsins
og lslendinga i New York.
Til skemmtunar var tvisöngur
islenzkra stúlkna, en hljómsveit
Jóhanns og Skafta lék fyrir dansi.
Fyrir börnin voru fjölbreytt
skemmtiatriði, reiptog, poka-
hlaup, boðhlaup og fleira.
Fjölbreyttur matur var fram
borinn. Var góður rómur gerður
af hátiðinni, enda var fjölmennt,
um 450 manns.
V///,,.
V//SÍ.
V/9SS?.
V/S/7?.
V/SSSs.
V/fSS/.
V///??.
m/s
Nýjar heyþyrlur frá
Vinnubreiddir: 4,60 og 3,80 metrar.
Nýju Fella heyþyrlunar eru sterkbyggðar og endingar-
góðar. Þær vinna ótrúlega vel á jöfnu sem ójöfnu landi.
Hægt er að skástilla Fella heyþyrlunar þannig að heyið
kastistekki á girðingareða í skurði. Það er mjög auðvelt
og létt að setja í flutningsstöðu og fer þá lífið fyrir vél-
unum. Framúrskarandi niðurstöður prófana erlendis og
hjá Bútæknideildinni að Hvanneyri sanna yfirburði nýju
Fella heyþyrlana.
Hafið samband við okkur og kynnist kostum og
nýjungum Fella heyþyrlanna.
Við bjóðum hagstæð verð og greiðsluskilmála.
wsrátiSB
IssiHa U/QDUSf
LÁGMCLI 5, SlMI 81555