Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 27. júni 1972 TÍMINN 19 Fréttabréf úr Borgarfirði eystra 22-6 1972. Það sem af er þessum mánuði, hefur tiðarfar verið fremur risjótt, umhleypinga- söm kuldagjóla með úr- hellingsdembum. Vbrverkum ætlar þvi eigi að ljúka hér öllu fyrr en vanalega, þrátt fyrir einmuna góðviðri og stillur, mestan hluta maímánaðar. Þó mun grasspretta meiri og jafnari en oft áður og eigi langt til sláttar hjá þeim, er fyrstir byrja. Fiskafíi hefur verið mjög lé- legur hér á heimamiðum, það sem af er, og hefur rétt orðið vart fiskar. Tveir 11 lesta bátar stunda róðra við Langa- nes og hafa þeir fiskað sæmi- lega. Mun annar þeirra, sá er fyrr byrjaði, búinn að fá um 30 lestir. 1 sumar munu 10 til 12 opnir vélbátar stunda róðra héðan, einn 4 lesta þilfars- bátur auk hinna tveggja þil- farsbáta sem áður er getið. Enn á ný máttum við Borg- firðingar bita i það súra epli, að ekkert verður unnið að hafnarframkvæmdum hér i sumar, þrátt fyrir loforð og fullyrðingar stjórnvalda og þeirra sem með ráðin fara. Þetta er okkur sem ennþá byggjum þennan stað mikið áfall og sýnir glöggt skilningsleysi þeirra er troða breiðstræti Reykjavikur- borgar mestan hluta árs. Væru þeir kærkomnir hér austur i okkar hafnleysi i brimlendingu eða til siglingar á nálægari staði, svo sem Seyðisfjörð, sem hina stærri báta í svarta myrkri og stór- sjó. Væri vel að sjávarútvegs- málaráðherra ásamt sam- göngumálaráðherra læsu þessar linur og sýndu meiri stórhug á næsta þingi til þessa máls og mættu fleiri leggja þar hönd á plóginn. Mikið hefur verið leitað að dýrbit i vor, ekkert tófugreni hefur fundist en búið er að vinna 5 minkagreni, drepa 14 hvolpa og fimm læður. Svavar Björnsson i Geitavik hefur unnið öll þessi greni, þetta er alveg nýtt hér um slóðir og aldrei fundist minkagreni hér fyrr, þótt vart hafi orðið flækingsdýra með ám og vötnum áður. Ekkert hefur verið unnið að vegagerð hér i hreppi það sem af er þessu sumri, þó mun eitt- hvað eiga að vinna hér i sumar og mun eigi af veita, þvi margur mun búinn að fá sig fullreyndan á þeim spóa- götum sem okkur hefur verið boðið upp á til þessa. Mjög iitil atvinna hefur verið hér i vor og sumar, þó hafa nokkrir haft vinnu hjá frystihúsinu, við að bæta að- stöðuna fyrir sumarvertiðina. Stór hópur unglinga hefur ekkert fengið að gera og eru horfur mjög slæmar ef ekki fer að fiskast. 1 trésmiðju Harðar Björns- sonar, er unnið að báta- smiðum. Hafa þeir félagar af- greitt þrjá báta i bor og eru búnir að fá efni i 10 lesta bát, sem smiðaður verður fyrir Húsvikinga i Þingeyjarsýslu. i dag og næstu daga blaktir fáni SiS við dyr kaupfélagsins til eflingar samstarfi og bræðralagi, eigi mun af veita, þvi vegir liggja til allra átta. Nokkuð hefur verið um ferðir erlendra sjóvikinga að undanförnu, bæði Pólverja og Vestmannaeyinga, sem hafa haft viðkomu hér á sinni reisu umhverfis landið. Enn er byggð i Borgarfirði og f jallasýn fögur, við bjóðum sumargesti okkur velkomna, og óskum þeim góðrar ferðar til sins heima. Hannes Óli Jóhannsson SVIJMII) SJVLIVIt mnic Þér fáiö sniðin hjá okkur ásamt fjöl- breyttu úrvali efna Ánnula 1-simi Á víðavangi Framhald af bls. 3. um hann Jón, og henni lýkur með þeirri ósk og von, aö menn fari aö gera sér grein fyrir þvi, aö hcr cr um alvar- leut vandamál aö ræða Mikinn reyk lagði upp af skúrnum þegar sprengingin varö. Nokkrir gaskútar voru geymdir í honum, en aðeins einn sprakk. Skúrinn var notaöur sem verkstæði og geymsla. Gaskútur sprakk í eldsvoða — mikið tjón i eldi í Keflavík OÓ—Reykjavik Mikið tjón varð i Keflavik s.l. laugardagskvöld, er eldur kvik- naði í skúr við Kirkjuveg. Sjálfur skúrinn var litils virði, en i honum voru tveir bilar talsvert af veiðarfærum og dýptarmælir. öðrum bilnum tókst að bjarga undan eldinum, en hinn, Mercedes Benz, mörg hundruð þúsund króna virði, brann. Verð- mæt veiðarfæri eyðilögðust Flugvélabensín í Keflavíkurhöfn OÓ—Reykjavik. Flugvélabensin flóði yfir Kefla- vikurhöfn s.l. laugardagskvöld. Mannlaus bill rann af miklu afli á skúr, sem er yfir oliuleiðslum og krönum. Skúrinn brotnaði niður og leiðslurnar sprungu undan högginu, og flæddu mörg tonn af bensini yfir bryggjurnar og hafnarsvæðið. Girti lögreglan svæðið af en menn óttuðust mjög, að eldur bærist að bensininu og voru mörg skip og bátar i höfninni hættu, en ekki þótti ráðlegt að setja vélar þeirra i gang og sigla þeim út, vegna hættu á,að þá kviknaði i bensininu. Slökkvilið Keflavikur og af Keflavikurflugvelli sprautuðu kvo'ðu yfir bensinið og þegar komið var fram undir morgun á sunnudag, var kvoðunni skolað i sjóinn. Oliuleiðslurnar liggja frá oliu- bryggjunni i Keflavik i geyma á flugvellinum. Rann olian óhindrað góða stund úr leiðslunum áður en hægt var að skrúfa fyrir. einnig. 1 skúrnumvoru geymd gashylki og sprakk eitt þeirra, en slökkvi- liðsmenn voru að berjast við eldinn. Þeyttist þá þakið af skúrnum, en fólki var haldið i hæfilegri fjarlægð vegna sprengi- hættunnar og urðu engin slys. Eftir sprenginguna hrundi skúrinn saman og gekk vel að slökkva i rústunum, en allt sem i þeim var er ónýtt. Ritarastarf Opinber stofnun óskar aö ráöa bréfritara. Verzlunar- eða stúdenlspróf áskiliö. Ifálfsdagsstarf getur komiö til greina. Umsóknir meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf scndist afgreiöslu blaösins merkt: Ritarastarf 1328 Byggjum upp, borðum ost. Hreysti og glaðlyndi í leik og starfi. Orkulindin er í nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börn og fullorðnir eggjahvítuefni (Protein), vitamín og nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Á starfsemi þess byggist athafnavilji þeirra, kjark- ur og hæfni í leik og starfi. Ostur eykur orku, léttir lund. Byggjum upp, borðum ost. Orkulindin er í nestispakkanum! Ostur eykur orku,léttir lund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.