Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 11
TÍMINN Þriðjudagur 27. júni 1972 Þriðjudagur 27. júni 1972 TÍMINN 11 WY K 57 Robert Fischer sérstæðasti skákmaður sögunnar „Rússar kusu að einvfgið um heimsmeistaratitilinn i skúk yrði haldinn ú islandi vegna þess að þeir vita að Spasski tapar. Það er ekki hægt að sjónvarpa heinl frú islandi til Handarikjanna ug Kvrópu, ng það kcmur Itússum vel þvi þeir vilja lúta ófarir sinar liggja scm mest i þagnargildi.” Svo fórust handariska skákmeist- aranum orð i viðlaii við handa- riska hlaðið I.ife fyrir sköinmu. Við ÍslíTiíiÍiigar gestgjafar hans fáurn lika heldur slæma útreið hjá lionum þar. llann segir aðstæður engan veginn nógu góðar hér til að lialda skákeinvigi á horð við viðureign þeirra Spasskis. Knn- fremur að (iuðmundur (>. Þór- arinsson formaður Skáksam- hands islands hafi talað illa um sig i hlöðum og að það sé mesta i'rekja af Islendingum að krefjast þess að hann tefli hér vitandi að hann vilji það ckki. Þessi viðbrögð Fischers gefa mönnum ef til vill heldur nei- kvæða mynd af honum og er hún þó engan vegin rétt. Hann er sér- kennilegur maður. Rikur þáttur i fari hans er mikill keppnisandi. Það er sama hvorl hann þreytir skák við einhvern stórmeistarann l'élaga sinn, syndir kappsund, spilar borötennis, eða teflir við skákmann, sem stendur honum að baki. Hann géfur sig allan i keppnina með iskaldri einbeitni, og það er honum hrein ástriða að sigra keppinautinn. I öðru blaðaviðtali var hann spurður hvers hann nyti bezt i skákinni. Fischer hafði verið fá- orður við blaðamanninn, en nú lifnaði yl'ir honum og hann svar- aði: „Þegar ég finn að sjálfs- trausl andstæðingsins fer að gefa sig” . „Þú átt við þegar þú héldur honum i kverkatökum og ..."Fischer: „Það er einmitt sú tilfinning, sem ég er að tala um”. En kynnumst nú Hobert Fischer dálitið nánar. Hann l'æddisl i Chicago, Ilinois, 9. marz 1942. Faðir hans, þýzkur eðlis- fræðingur og móðir hans, sem siðar gerðist hjúkrunarkona, skildu þegar hann var tveggja ára gamall. Systir hans Joan, sem er sex árum eldri, gætti hans eftir að fjöiskyldan flutti til Brooklyn og móðir þeirra vann úti. Dag nokkurn keypti hún handa honum ódýrt taflborð og menn i sælgætisbúðinni á ngesta horni. Þa.u 'jridli sér löngum við 'hvers kyns spil og þrautir. Og manntafl var næstum það eina, sem þau höfðu ekki prófað. Þau lærðu mannganginn eftir leiðar- visi, sem fylgdi taflinu. „1 fyrstu fannst mér skák vera eins og hvert annað spil, aðeins svolitiö llóknara”, sagði Róbert. Svo komst Roberl yfir gamla skákbók og „eítir það svaraði hann ekki þegar á hann var yrl”, að þvi er móðir hans segir. Arið 1951 tók Robert þátt i fjöltefli i bókasafninu i nágrenni heimilis sins i Brooklyn. Skozkur skák- meistari tefldi þar við 30 manns og þ.á.m. Robert, sem hann sigr- aði á 15 minútum. Ritari skák- klúbbs Brooklyn Carmine Nigro var þarna staddur og var að kenna syni sinum Tomma að nal'ni að tefla og bauð Robert að vera með. En hann var þá svo miklu fljótari að læra en Tommi litli að sá siðarnefndi hætti alveg. Það var ekki ljóst hverjir hæfi- leikar Roberts Fischers voru þegar hann tók þátt i keppni áhugamanna árið 1955. „Ég missti móðinn og langaði bara til að vera áhorfandi,!' sagði hann. En Nigro taldi hann á að keppa og Robert varð meðal þeirra neðstu i keppninni. I júli sama ár fór hann á unglingakeppni Banda- rikjanna i Lineoln, Nebraska, og hafnaði i 20.sæti af 26. Hann varð svo sannarlega ekki snillingur á einni nóttu. Engu að siður var Robert Fischer búinn að l'á skákbakteri- una. Hann hafði litinn áhuga á skólanámi. Þegar hann var i Erasmus gagnfræðaskólanum var hann klunnalegur, við- kvæmur og einrænn, og oft jafn- vel ruddalegur og andfélags- legur. Skilnaður foreldra hans var honum svo viðkvæmt mél, að saklaus fyrirspurn um hvort faðir hans hefði áhuga á að hann tefldi, nægði til að spyrjandi varð frarú- búða.róvinur Roberts. Larry Evans fyrrum alþjóð- legur stórmeistari, blaðamaður og vinur Roberts kynntist honum þegar hann var 13 ára og ný- orðinn unglingameistari Banda- rikjanna i skák. Þeir hittust á skákmóti i Montreal og Robert bað um far með Larry til New York. „Ég hafði þá ekki hugmynd um að farþegi minn yrði siðar l'rægasti og furðulegasti skák- maður sögunnar, sagði Larry. „A allri þessari löngu ökuferð varð honum tæplega litið út um bilrúðuna á landslagið. Og hann vildi aðeins tala um skák, skák og aftur skák. Meðan augun á mér voru fest á veginum framundan dembdi hann yfir mig spurn- ingum um tæknileg vandamál og við ræddum „blindandi” flókn- ustu skákir og kölluðum einstaka leiki fram i hugann. Strax á þessum tima var augljóst að skákin átti Robert allan og að hann var staðráðinn i að skara fram úr i henni.” „Ég helga skákinni 98% starfs- orku minnar”, sagði Robert sjálf- ur einhverju sinni. „Aðrir aðeins 2%. Leyndardómurinn er að leika aldrei fyrr en maður hefur skilið stöðuna.” Larry varð á að hugsa hvað yrði þegar Robert uppgötv- aði að fleira væri til i heiminum en skák. Kannski væri heimurinn betri ef allir hefðu eins mikla ást á starfi sinu og Robert i skákinni. Flestir beztu skákmenn Banda- rikjanna hafa orðið að setja hömlur á skákástriðuna vegna þess að ekki er hægt að hafa hana að lifibrauði. 1 Sovétrikjunum hins vegar fá stórmeistarar lif- eyri. Efnilegir ungir skákmenn Tilbúinn til orustu. Robcrt virðir fyrir sér skákborðið i upphafi áskorendakeppninnar scm úr þvi fékkst skorið að hann keppti við Boris Spasski um heiinsineistaratitilinn. eru hvattir og menntaðir af rik- inu. Meistarar njóta markvissrar þjálTunar fyrir mikilvæg skákmót rétt eins og hnefaleikarmenn fyrir keppni. Og hvenær sem skákmeistarar sýna sig opinber- lega bvrnast urn þá aðdáendur, sem biðja um eiginhandarárit- anir þeirra. t Bandarikjunum eru skákhæfi- leikar eins og jurt, sem vex upp á milli gangstéttahellna. Bobby er sjálfmenntaður skák- maður, furðuleg tilviljun, hann er ekki orðinn til vegna stuðnings nokkurs kerfis eða hugsjóna. Vinir jafnt sem ókunnugir hafa alla tið verið ósparir á ráð honum til handa: „Sóaðu ekki ævinni i tómstundaiðju.þú verður að fá þér eitthvert gagnlegt starf.. . Skák- menn lepja dauðann úr skel...” En Bobby var ósveigjanlegur. Hann hætti i skóla 16 ára og helg- aði sig eina hugðarefni sinu. Nýlega sendi velunnari Robert 1.200 dollara ávisun. Hann þáði hana hikandi, en sendi þakkar,- bréf þess efnis að i framtiðinni skyldi gefandinn styðja unga skákmenn, sem ættu erfitt upp- dráttar. Annar mannvinur, Maurice Kasper, sagði Robert að hann skyldi kaupa handa honum hlutabréf og verðbréf. „Hver er munurinn á verðbréfum og hluta- bréfum?” spurði þá Bobby. Við lifum á öld sérhæfingar- innar og allir.sem ná verulegum árangri i einhverri grein eiga á hættu að verða takmarkaðir á öðrum sviðum. „Að leika billjard vel er merki um að æskuárunum hafi verið illa varið”, segir i skrýtlu. Þótt Robert Fischer hafi komið til flestra landa heims og snætt við borð þjóðhöfðingja, harmar hann oft skort sinn á almennri menntun. „Þegar ég hef unnið heimsmeistaratitilinn get ég farið að hugsa um að þroska mig á öðrum sviðum ” segir hann. Eftir að Robert hafði hlotið titil Bandarikjameistara 1958 fór hann til Portoroz i Júgóslaviu á millisvæðamótið, þar sem hann varð stórmeistari 15 ára gamall. Þetta var fyrsta skrefið i átt til heimsmeistaratignar. Júgóslav- nesk sjónvarpsstöð bauð honum og systur hans i ferð til Moskvu i leiðinni. Bobby hélt til i skák- klúbbnum i tvær vikur i þeirri von að hitta fyrir einhverja helztu meistara Sovétmanna. En i stað- inn var hann kynntur fyrir enda- lausri röð af iþróttahetjum, lyft- ingamönnum, fimleikamönnum, fótboltaköppum, — og honum leiddust þeir allir. 1 Rússlandi er skák hluti af gamalgróinni menn- ingu, og skeytingarleysi Roberts um menningarleg efni, fór i taug- arnar á gestgjöfum hans. Þeim geðjaðist ekki að Robert Fischer. Seinna þetta sama ár fékk Ro- bert marga sina beztu stuðnings- menn upp á móti sér með þvi að neita að tefla fyrir Bandarikin i Olympiukeppninni i Múnchen i Þýzkalandi. Hann neitaði að gefa Sammy Reshevsky eftir að tefla á fyrsta borði, en Sammy var eftir- læti eldri skákunnenda banda- riskra. 1960 hlekkjaði móðir Roberts sig við hliðið fyrir utan Hvita húsið og fór i hungurverkfall til að vekja athygli á þörfinni fyrir fé til að kosta bandariska skákmenn á næsta Ölympiumót i Leipzig. Að venju fengust peningarnir frá efnuðum skákáhugamönnum. Robert stóð sig vel á fyrsta borði og sovézki heimsmeistarinn Mikael Tal slapp með naum- indum ósigraður, og sat uppi með jafntefli. Reshevsky tefldi ekki i liði Bandarikjanna i þetta sinn. Robert fyrirvarð sig mjög fyrir herskáa framkomu móður sinnar. Skömmu siðar tók hún þátt i friðargöngu hugsjónafófks og giftist siðan einum göngu- manna. Systir hans Joan, há- vaxin, lagleg, viðkvæm stúlka giftist visindamanni og flutti til Kaliforniu. Robert lifði nú ein- setumannslifi ; ibúö þeirra i New York, umkringdur skákbókum og einföldum rafeindatækjum, sem hann vann við sér til dægrastytt- ingar. Hann svaf frameftir á dag- inn, las 50 erlend skákrit á mán- uði, lagði stund á lófalestur, hlustaði á „rock and roll” tónlist, synti og lék tennis. Arið 1961 lagði frú Jacúeline Piatigorsky fram 8.000 dollara i verðlaun á skákmóti þar sepn þeir áttust við Fischer og Reshevsky. Nú átti loks að fást úr þvi skbrið, hvor væri betri skákmaður. Róbert var sigur vís þegar hann tapaði einviginu með þvi að koma ekki til keppni i 12. skákinni. Henni hafði verið frestað frá laugardagskvöldi til sunnudags- morguns, svo að frú Piatigorsky gæti hlýtt á tónleika eiginmanns sins sellósnillingsins Gregors Piatgorsky. Bobby er enginn morgunhani og bað um að skákin yrði siðdegis á sunnudag, þvi hann ætti illt með að tefla á morgnana. En Reshevsky neitaði að taka frestun til greina. Rit- stjóri Chess Life misst atvinnuna fyrir að taka hanzkann upp fyrir Robert i þessu máli. Robert sættist við frú Piati- gorsky, en um langt voru hann og Reshevsky svarnir fjandmenn eftir þetta. Heillyndi Roberts hefur stundum orðið honum dýrt, en barátta hans við ráðamenn i skák og kröfur hans um betri taflskilyrði hafa orðið mjög til bóta, fyrir skákmenn um allan heim. Hann er ákveðinn i þvi, að ekki verði komiðfram við skákmenn eins og hverja aðra ræfla. 1967 bað Rainier fursti um að fá tvo bandariska stórmeistara til að keppa á alþjóðlegu móti i Monakko. Hann setti eitt skilyrði, annar átti að vera Robert Fischer. Robert sigraði, en varð óvinsæll fyrir að koma frsm c'ihs og prim'2'donna. Tveim árum siðar bað Rainer enn um tvo skákmeistara. Aftur var eitt skilyrði, og i þetta sinn, að Robert Fischer kæmi ekki. Arið 1968 á Olympiumótinu i Luganó i Sviss var kröfum hans um sérstaka lýsingu og sérher- bergi til að tefla i hafnað. Robert varð svo gramur, að hann yfirgaf bandariska liðið og hugði á hefndir, ef hann þá nokkurn tima sneri aftur. Hann heimsótti móður sina i Þýzkalandi, þar sem hún lagði stund á læknisfræði. Siðan fór hann til Los Angeles og tefldi ekki á mótum i 18 mánuði. Hann gleypti i sig skákrit sem fyrr, lærði jafnvel slangur i spönsku, þýzku, serbókróatisku, og rússnesku á leiðihni. Hann um- gekkst enga. Stundum hlýtur hann að hafa óskað sér að hann ætti rafmagnsheila sem tefldi skák. Árið 1970 fékkst Bobby úr út- legðinni til að taka þátt i miklum skákviðburði, keppni Sovétrikj- anna og annarra landa. 10 beztu Sovétskákmennirnir áttu að tefla við 10 beztu skákmenn annarra landa heims i Júgóslaviu. Honum var boðið að tefla á fyrsta borði gegn Rússum, en hann hafnaði i fyrstu. 23 skilyrði voru uppfyllt til að gera honum til hæfis, allt frá banni gegn ljósmyndurum til sér- stakrar lýsingar. En málið fór að vandast þegar til Belgrad kom. Bent Larsen hótaði að draga sig i hlé ef hann fengi ekki að tefla á fyrsta borði. öllum til undrunar samþykkt Robert að tefla á öðru borði. Hann leiddi andstæðinga Sovétrikjanna næstum til sigurs með þvi að sigra Petrosjan 3-1. Upp frá þessu varð hver sigur hans minnisvarði á leið hans til siaukinnar frægðar. Skákmeistari verður að búa yfir hugrekki, árásarhneigð og einnig þoli. Rannsóknir hafa leitt i i’ÍS áb venjuleg keppnisskák, sem stendur yfir i um fimm klukkustundir, er eins mikil likamleg áreynsla og fótbolti eða hnefaleikar. Oft liður yfir skák- menn i keppni og einu sinni lézt stórmeistari á skákmóti. Það er ekki óalgengt að skák- menn léttist um 2 — einni skák, og hversu mikið sem þeir borða á milli léttast þeir venjulega um a.m.k. 7-8 kiló i 12 skáka keppni. Það þarf þvi meira en litið þrek i 24 skáka heims- meistarakeppni eins og þá, sem nú stendur fyrir dyrum hér i Reykjavik, sem stendur yfir i 75 daga og allur heimurinn fylgist með. „1 öðrum löndum er ég þekktari en Joe Namath (knattspyrnu- maður). 1 Bandarikjunum er ég ekki neitt neitt”, sagði Robert Fischer eitt sinn i gremju sinni yfir þvi hve skák er litils metin i landi hans. Þetta er að breytast og hann er farinn að kynnast frægðinni. Skák hans við Petros- jan var slegið upp með striðs- lestri i blöðum i Buenos Aires og smæstu sérvizkuatriðum hans var lýst út i æsar. Ef til vill verður enginn snillingur án sérvizku. Þegar Bobby var spurður hvort hann væri slikur, svaraði hann: „Það er aðeins orð. Hvað merkir það eiginlega? Ef ég vinn, er ég snillingur. Ef ekki, er ég það ekki. Ef Robert sigrar Spasski munu Sovétmenn finna til meiri auð- mýkingar en Bandarikjamenn stolts, af þvi að skák er ekki þjóðariþrótt i Bandarikjunum. En hvort sem hann sigrar eða ekki verðskuldar Fischer aðdáun þvi hann hefur barizt einn upp á tindinn. Hann er sérkennilegasti, óbil- gjarnasti, einrænasti og sjálf- stæðasti skákmaður sögunnar, og enginn skákmeistari er eins ein- mana og hann. Frægðin mun áreiðanlega breyta Fischer. En hvernig? SJ tók saman. Robert Fischer kemur heim frá Portoroz i Júgóslaviu, 15 ára gamall stórmeistari. rrwn-M BATAR FYRIR SUMARIÐ / ”unnaí Stfþ&Mávn h.f. Suöurlandsbraut 16 Laugaveg 33 • Simi 35200 Hvcr verður næsti leikur?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.