Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 27. júni 1972 TÍMINN 17 Eyjamenn mættu ekki til leiks: Mikil reiði vegna frestnnar á leik Vals og Vestmannaeyjar - Eyjamenn læra ekki af reynslunni. Valsmenn nörruðu fólk á völlinn. Mikil gremja var rikjandi á laugardaginn hjá þeim áhorfend- um, sem fóru fýluferð inn i I.augardal, þar sem þeir ætluðu að sjá leik Vals og Vestmanna- eyja i 1. deild. Það voru margir, scm lögðu leið sina þangaö, fólk kom alla leiö frá Suðurnesjum, til að horfa á leikinn, sem Valsmenn auglýstu svo vel i hádegisútvarp- inu. En þegar mörg hundruð áhorfendur komu inn i Laugar- dal, voru engir fánar þar uppi og á ómerkilegu blaði, sem var liint upp á einn miðasöluskúrinn, stóð þessi setning. Leik Vals og Vestmannaeyja frestað. Engin skýring, var gefin á því, hvers vegna leiknum var frestað. Menn stóðu i hópum við iunganginn á Laugardalsvellinum og skröfuöu saman og mátti heyra menn segja i hljóöi: ,,Er ekki kominn timi til að fara að losa sig við Eyjamenn úr 1. deildinni." Þegar iþróttafréttaritari Tim- ans, hringdi i afgreiðslu Flug- félags íslands og spurði, hvort ekki væri flugveður frá Eyjum, var svarað: — Jú, næsta flugvél kemur kl. 7 til Reykjavikur. Þá spurði undirritaður/ hvort ekki hefði komið flugvél til Reykjavik- ur frá Eyjum i dag: — Það kom flugvél þaðan kl. 10 i morgun. Með hvaða flugvél átti Vest- mannaeyjaliöið i knattspyrnu að koma: — Það átti að koma með flugvél eftir hádegi, en þá var ekki flugveður i Eyjum — liðið kemur með flugvélinni i kvöld. Á þessu sést.að Eyjamenn, gátu verið mættir timanlega til leiks, ef þeir hefðu komið með morgun- vélinni. En ekkert Vestmanna- eyjalið, kom með henni. Af feng- inni reynslu áttu Eyjamenn, að sjálfsögðu, að gripa gæsina með- an þeir gátu, þvi að eins og þeir vita, þá getur allt i einu orðið breyting á veðri, svo að ekki verði hægt að fljúga frá Eyjum. É g man ekki betur, en það hafi verið mikið fjaðrafok, fyrir nokkrum árum, þegar Framarar mættu ekki til leiks i Eyjum og einmitt þá voru Vestmannaeying- ar, reiðir og vonsviknir — sögðu, að áhorfendur hefðu verið gabbaðir til leiks. Bentu þeir þá á, að Framliðið hefði getað komið með morgunvélinni, ef það hefði haft áhuga á að leika. Virðast Vestmannaeyingar, ekkert hafa lært siðan, þvi að þeir slepptu vél- inni á laugardagsmorguninn, vit- Héít markinu hreinn sínum fyrsta leik í andi, aðef ekki yrði flugveður eft- ir hádegi, þá yrði leiknum frestað og hann ekki leikinn, fyrr en eftir hálfan mánuð til þrjár vikur. Taka á hart á sliku kæruleysi. sem Eyjamenn sýndu á laugar- daginn. Valsmönnum urðu einnig á mikil mistök i þessu máli, þeir auglýstu leikinn oft og mörgum sinnum i hádegisútvarpinu og nörruðu þar með fólk inn i Laugardal — fýluferð. Ef þeir hefðu hringt i Flugfélagið kl. 13, hefðu þeir fengið að vita, að ekki var flugveður frá Eyjum. Gátu þeir þá sett strax auglýsingu i út- varpið um, að leiknum yrði frest- að. Þetta gerðu Valsmenn ekki, þvi fór sem fór, mörg hundruð áhorfendur af Stór Reykjavikur- svæðinu, fóru fýluferð inn i Laugardal. Þá eru vinnubrögð mótanefnd- ar og stjórnar KSÍ, fyrir neðan allar hellur. Það hefði verið hægt að láta leik Vals og Vestmanna- eyja fara fram á sunnudaginn, ef stjórn KSl hefði ekki fyrirskipað landsliðsmönnum Vals og Vest- mannaeyja að fara einhverja mestu ævintýraferð, sem islenzkt landsliðsúrval hefur farið. Lands- liðið fór austur á firði á sunnu- daginn til að leika knattspyrnu- Ahorfendur, sein komu inn i Laugardal, til að sjá Ieik Vals og Vest- inanneyja , þurftu að liverfa vonsviknir heim, því aö leiknum var frestað. leik þar. Ferð liðsins stóð yfir i 11 klukkutima — af þessum 11 tim- um, sem ferðin stóð yfir, voru landsliðsmennirnir okkar að skrölta i flugvélum og bilum i 7 tima. Léku þeir svo leik á einum versta malarvelli landsins, við úrvalslið Austfjarða, sem er skip- að mönnum úr Reykjavik, sem vinna austur á fjörðum. Að lokum vil ég óska stjórn KSl til hamingju með þessa vel heppnuðu ferð sina. Það er ekki alltaf, sem landsliðið sigrar i leikjum og vil ég einnig benda stjórninni á, að það er til nóthæf- ari knattspyrnuvöllur á Siglu- firði, ef stjórnin hefur áhuga á, að halda sigurgöngu landsliðsins áfram. SOS Hörður Helgason, fyrrver- andi varamarkvörður Fram i knattspyrnu, iék sinn fyrsta leik með Akranesliðinu s.l. laugardag, þegar liðið mætti Víking. Það er ekki hægt annað að segja, en að Hörður hafi byrj- að vel með sinu nýja félagi,. hann sýndi stórgóðan leik, varði oft vel og hélt markinu hreinu i sinum fyrsta leik. Það er ekki aðefa, að Hörður mun koma til með að styrkja lið Skagamanná i sumar — ef hann ver alltaf eins og gegn Viking, þurfa Skagamenn ekki að kviða framtiðinni. SOS Víkingsliðinn tókst ekki að skora npp á Skaga - liðinu hefur ekki tekizt að skora mark í átta síðustu leikjum. Skagamenn í þriðja sæti í 1. deild. Ilörður Helgason. Vikingsliðið, sem um þessar mundirhorfir kviðnum augum til framtiðarinnar i I. deildarkeppn- inni — fór enga frægðarför upp á Skaga s.l. laugardag. Liöiö tapaöi þar fyrir heima mönnum 0:3. Þessi för Vikingsliðsins, hlýtur að íslandsmeistorunuin tókst ekki að taka fornstnna í 1. deild - gerðu jafntefli við Breiðablik í lélegasta leik 1. deildar í sumar Keflavikurliðið olli miklum vonbrigöum, þegar það gerði jafntefli við ISreiðablik 0:0 i ein- hverjum lélegasta leik, sem leikinn liefur verið i 1. deildar- keppninni i ár, þegar liðin mættust á Melavellinum s.l. föstudagskvöld. Knattspyrnan, sem liðiö sýndi i leiknum var svo léleg að þokkalegt firmalið, hefði skammazt sin fyrir að leika slika knattspyrnu. Það er varla hægt að trúa þvi að Keflvíkingar, sem sýndu svo góðan leik gegn Eyja- mönnum, fimm dögum áður geti fallið svo langt niður i meðal- mennskuna, og þeir gerðu i leiknum. Liðið var lieppið að liljóta annað stigið i leiknum, þvi að Breiöabliksmenn áttu skot, setn sinall i þverslá rétt fyrir leikslok. Þetta var fjórði leikurinn i röð, sem Keflvikingar hafa ekki farið með sigur af hólmi gegn Breiða- blik, sem vann þá í Bikar- keppninni i fyrra, og svo tvisvar i Litlu bikarkeppninni fyrr i sumar. Keflvikingar verða að gera betur ef þeir ætla sér að verja Islandsmeistaratitilinn i ár. Það er ekki nóg, að sýna stjörnu- leiki annað slagið og falla svo niður i meðalmennskuna, eins og þeir gerðu gegn Breiðabliki og Vikingi, fyrr i mótinu. Einu marktækifærin, i fyrri hálfleik áttu Breiðabliksmenn. 1 býrjun leiks átti Guðmundur Þórðarson, skalla að marki, sem Reynir Óskarsson markvörður varði, og stuttu siðar varði 'Reynir aftur skalla.þá frá Þór Hreiðarssyni. Á elleftu min. varði Ólafur Hákonarson snilldarlega skot frá Jóni Ól. Jónssyni, sem komst frir að Breiðabliksmarkinu, eftir að hafa fengið góða sendingu frá Karli Hermannssyni. Kefl- vikingar fengu annað tækifæri til að skora þegar Steinar Jó- hannsson, skaut fram hjá i opnu færi. Breiðabliksliðið sótti meira undir lokin og var þá óheppið að skora ekki, þegar Þór einlék i gegnum Keflavikurvörnina og skaut þrumuskoti frá vitateig, skot hans small i þverslána og hrökk aftur út á völlinn. Rétt á eftir komst Hinrik Þórhallsson i gott skotfæri, en áttaði sig ekki á þvi og gaf knöttinn fyrir markið. Breiðabliksliðið, náði þarna dýrmætu stigi, gegn íslands- meisturunum, stigi sem færði liðið fjær botninum i deildinni. Bestu menn liðsins voru, Ólafur markvörður, Helgi Helga son, Þór og Einar Þórhallsson. Það.sem háir liðinu, er að það er ekki nógu beitt framlinan i þvi. Keflavikurliðið lék langt undir getu i leiknum, það getur leikið miklu betri knattspyrnu en það sýndi. Engin afsökun er fyrir leikmenn liðsins að þeir seu ekki vanir að leika á möl. Lið, sem er talið eitt af okkar beztu liðum á ekki að falla svona langt niður þó að það leiki á malarvelli. valda nokkrum kviða, þvi að lið- inu tóksl enn ckki að skora mark, cn liðið er búið að leika átta leiki i röð án þess að skora — liðið liefur ekki skorað i 7211 min. samtals, eða 12 klukkustundir og situr nú eitt og yfirgefið á botninum i I. dcild með aðeins 1 stig. Má segja, að það þurfi að gerast kraftaverk, ef liöiö á að halda sér i deildinni. Leikur liðanna upp á Skaga var nokkuð jafn til að byrja með. Vik- ingsliðiö var með friskara móti i byrjun og var greinilegt; að liðið ætlaði sér að skora sitt fyrsta mark i deildinni, strax i byrjun. Það munaði ekki miklu að það tækist, þegar Bjarni Gunnarsson, átti hörkuskotaf 25 m færi. Knött- urinn stefndi i netið, en á siðustu stundu bjargaði Hörður Helga- son, markvörður Skagamanna, á ótrúlegan hátt. Um miðjan siðari hálfleik kem- ur svo fyrsta mark leiksins og voru það Skagamenn. sem skoruðu það. Eyleifur Hafsteins- son leikur upp hægri kantinn, með varnarmann Vikings á hælunum — gera varnarmenn Vikings þá mikil mistök, sem kostuðu mark — miðverðirnir báðir ruku á móti Eyleifi, sem var ekki lengi að átta sig, þegar hann sá glufuna, sem . þeirskildu eftir fyrir framan mitt mark Vikings. Hann sendir knött- inn fyrir markið, til Harðar Jóhannessonar, sem skaut hörku skoti, utan vitateigs — skot hans haínaði óverjandi, neðst i Vik- ingsmarkinu. Þremur min. siðar skora Skagamenn annað mark sitt það skoraði Teitur Þórðarson, eftir að hafa fengið knöttinn upp úr inn- kasti. Ekki voru skoruð fleiri mörk i fyrri hálfleik. t siðari hálfleik ná Skagamennsmám saman tökum á leiknum og þegar 20 min. voru til leiksloka var eins og Vikingsliðið gæfist upp. Eftir það var nær ein- stefna að marki þess og voru Skagamenn oft i dauðafærum, en þeim tókst ekki að skora fyrr en á 36. min. Þá komst Eyleifur einn inn fyrir Vikingsvörnina og skor- aði örugglega. Eftir markið pressa Skagamenn nær stanz- laust, en á einhvern óskiljanlegan hátt, koma þeir knettinum ekki i netið, þótt oft munaði mjóu. Skagamenn náðu oft stórgóöum leikköflum i leiknum og voru þeir óheppnir að skora ekki fleiri mörk i leiknum. Beztu menn liðs- ins voru Eyleifur, Hörður Helga- son, Björn Lárusson, Teitur og ungur nýliöi Karl Þórðarson. Vikingsliðið er greinilega ekki nógu sterkt og samstillt, vörn liðsins er mjög mistæk. Þá er framlina liðsins algjörlega bit- laus. Beztu menn liðsins eru tengiliðirnir og áttu þeir ekkert minna i miðjunni i leiknum. En það er ekki nóg, að eiga sterka tengiliði, ef endarnir i liðinu eru veikir. Hannes Þ. Sigurösson dæmdi leikinn. Skipstjórinn fór holu í höggi Á laugardaginn fór formaður Golfklúbbsins Keilis, Sigurður Iiéðinsson, skipstjóri, holu i höggi á hinum nýja 12 holu velli GK. Þetta gerði hann á 5. braut, sem er annars gamla 7. brautin, 110 metra löng par þrir. Notaði skip- stjórinn járn nr. 9 i þetta drauma- högg allra golfleikara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.