Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. júni 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'insóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tirnans).! Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif-: stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusfmi 12323 — auglýs-: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Áskriftargjaid: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j takið. Blaðaprent h.f. Einhuga þjóð Það er ánægjulegt að minnast þess hve ein- huga þjóðin stendur i landhelgismálinu, þegar lokastig i samningaviðræðunum við Bretland og Vestur-Þýzkaland er að nálgast. Þetta kemur ekki sizt i ljós i aðalblöðum stjórnar- andstöðunnar, Visi og Morgunblaðinu. Þannig segir Visir i forustugrein siðastliðinn miðviku- dag (21. júní): „Hvaða ástæðu höfum við til að veita einmitt þessum tveimur rikjum sérstök friðindi innan 50 milna landhelginnar, þegar þróunin i heiminum siglir hraðfara i átt til 200 milna landhelgi? Eigum við að verðlauna sérstak- lega þau riki, sem hafa sett Islandi stólinn fyrir dyrnar i Efnahagsbandalaginu, og geta með þvi valdið okkur stórfelldu efnahagslegu tjóni? Það er fljótsagt, að slik riki eiga engin friðindi skilið.” Visir segir ennfremur i þessari forustugrein, að ,,það er ástæða til að vara islenzk stjórnvöld við eftirgjöfum i iandhelgismálinu” og^við skulum svo sannarlega ekki láta neinn bilbug á okkur finna, hvorki i landhelgisviðræðunum né i efnahagsviðræðunum.” 1 forustugrein Morgunblaðsins siðastliðinn fimmtudag (22. júni) er rætt um landhelgisvið- ræðurnar við Breta og sérstök áherzla lögð á það, að Islendingar verði að fá lögsöguna inn- an 50 milna markanna. Mbl. segir: „ Til útf ærslunnar var stofnað til þess að forða fiskimiðum okkar frá eyðileggingu. Til þess að það megi takast, verðum við að hafa lögsöguna i okkar höndum og skipuleggja svo veiðarnar, að tryggt sé, að ekki sé gengið á fiskistofnana. í þeim efnum getum við ekki treyst á aðra." Þannig er stjórnarandstaðan ekki siður fylgjandi þvi en stjórnarsinnar, að staðið verði fast á rétti íslands i lokaviðræðunum. ís- lendingar standa þar einhuga. Þetta er hollt fyrir viðsemjendur okkar að gera sér ljóst. Geirsskatturinn Það er ljóst af bókun, sem minnihluta- flokkarnir i borgarstjórn Reykjavikur gerðu sameiginlega við lokaafgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar fyrir 1972,að 50% aukaálag hefði ekki verið lagt á fasteignaskatt ibúðarhús- næðis, ef þessir flokkar hefðu haft meirihluta i borgarstjórninni 1 bókinni færa þeir augljós rök fyrir slikri afstöðu eða þau að hægt væri að auka framkvæmdafé borgarinnar um 50% frá fyrra ári þótt þetta aukaálag væri ekki notað. Sú ákvörðun Geirs Hallgrimssonar og borgarstjórnarmeirihlutans að nota þetta aukaálag er með öllu óafsakanleg. Það sést bezt af framangreindri röksemd minnihluta- flokkanna. 1 þeim efnum er það út i hött að vitna til einhverra annarra bæjarfélaga, þar sem aðstæður eru aðrar og lakari. íbúða - eigendur i Reykjavik eiga eftir að þakka Geir og Co., fyrir aukaálagið á viðeigandi hátt. Þ.Þ. Eru ráðamenn Rússa ósam- mála um stefnu Breshneffs? Ótti við vaxandi kröfur um bætt lífskjör og meira frelsi YMSIR þeirra blaðamanna, sem álitnir eru fróðastir um málefni Sovétrikjanna og rita um þau að staðaldri, láta nú i ljós þá skoðun, að verulegur ágreiningur hafi átt sér stað i æðstu stjórn kommúnista- flokksins að undanförnu; um þá stefnu, sem beinist að batn- andi sambúö við Vestur- Evrópu og Bandarikin og griðasáttmálinn við Vestur- Þýzkaland og heimsókn Nixoris eru r.okkurt tákn um. ÞETTA er m:a. ráðrð~ of þvi, að rétt áður en Ni'xon kom til Moskvu var Pyotre Shelest lækkaður i tign. Hann var áður aðalritari kommúnistaflokksins i Úkrainu, en var gerður að að- stoðar-varaforsætisráðherra Sovétrikjanna, sem er miklu valdaminni staða. Shelest hélt þó áfram sæti sinu i fram- kvæmdaráði kommúnista- flokksins, sem er æðsta stofnun hans. Þá er þetta og ráðið af greinum, sem Ibirzt hafa i málgögnum hersins. Allt byggist þetta þó meira og minna á ágizkunum, þvi að valdamenn Sovétrikjanna gera sitt til að halda öllum slikum ágreiningi leyndum i lengstu lög. KENNINGAR umræddra blaðamanna (Victor Zorza, Alain Jacob o.fl.) eru þær, að veruleg andstaða hafi verið i æðstu stjórn kommunista- flokksins gegn hinni svo nefndu friðarstefnu eða sátta- stefnu Breshneffs i sambúð- inni við Vestur-Evrópu og Bandarikin. Meðal þeirra, sem eru tifnefndir eða þykja a.m.k. líklegir til að hafa verið andvigir Breshneff, eru þeir Shelest, Alexander Shelepin, sem áður var yfirmaður leyniþjónustunnar, Andrey Grechko varnarmálaráðherra og Yuri Andropoff, núverandi yfirmaður leyniþjónustunnar. Það sem talið er valda and- stöðu þessara manna, er einkum ótti þeirra viðþað, að svokölluð þiða.i sambúðinni við Vesturveldin verði til þess að ýta undir kröfur um meira frjálsræði i Sovétrikjunum og gefi þeim, sem halda þar uppi tilraunum til gagnrýni og and- spyrnu við stjórnarvöldin, byr i seglin. Shelest er talinn hafa óttazt sérstaklega.að þetta gæti gerzt i Úkrainu, þar sem verulegur jarðvegur se fyrir sérstaka þjóðernisstefnu. Þeir fjórmenningar,, sem nefndir voru hér að framan, eru taldir hafa verið sérstakir hvatamenn þess á sinum tima, að Rússar réðust inn i Tékkó- slóvakiu sumarið 1968. Samkvæmt áliti framan- greindra blaðamanna biðu þessir f jórmenningar og fylgismenn þeirra lægri hlut, er um þessi mál var rætt i æðstu stofnunum komm- únistaflokksins. Breshneff fór með algeran sigur af hólmi að sinni og er nú óumdeilanlega mesti valdamaður flokksins. Andstæðingar hans eru þó áfram i framkvæmdaráði flokksins, og aðstaða þeirra getur styrkzt aö nýju, ef stefna Breshneffs verður fyrir ein- hverju áfalli, ekki sizt ef and- spyrnusamtök eflast i Sovét- rikjunum. 1 þessum efnum er ekki úr vegi aö minnast þess, hvernig fór fyrir Krústjoff. YMSAR FRÉTTIR, sem hafa borizt frá Sovétrikjunum að undanförnu, benda til þess, að meira beri þar nú á gagn- rýni og mótspyrnu en oft áður. Þannig sögðu ýmis erlend blöð nýlega frá þvi, aö um 1000 flugmiðum frá samtökum,sem kölluðu sig borgaranefndina, Að ofan frá vinstri Shelesl og Grechko. Að neöan frá vinstri Shelepin ogAndropoff hefði verið komið i pósthólf i Moskvu. Efni þessara flug- miða var gagnrýni á lifskjörin i Sovétrikjunum. M.a. var þvi haldið fram, að Sovétrikin væru nr. 26 i röðinni, þegar lifskjör almennings i hinum ýmsu rikjum veraldar væru metin. Húsnæði verkafólks væri til jafnaðar tvisvar til fimm sinnum minna i Sovét- rikjunum en i Banda- rikjunum, Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Þá var deilt á mikil fjárframlög til. Kúbu, Norður-Vietnam og Arabarikja, sem betur væru notuð til framfara og kjara- bóta i Sovétrikjunum. Nýlega hafa svo vestræn blöð birt bréf, sem visinda- maðurinn Andrei Zakharoff, oft nefndur faðir rússnesku vetnissprengjunnar, sendi stjórnendum Sovétrikjanna 5. marz 1971 og endurnýjaöi svo i þessum mánuði. Zakharoff er formaður mannréttinda- nefndar, sem stofnuð var með leyfi stjórnarvalda fyrir nokkrum árum. t bréfi sinu, sem Zakharoff lét vestrænum blaðamönnum i té i siðustu viku, ber hann fram ýmsar mannréttindakröfur, eins og t.d. þessar: Náðun allra pólitiskra fanga, m.a. þeirra, sem hafa verið dæmdir af trúarbragða- ástæðum, eða vegna tilrauna til að komast frá Sovét- rikjunum. Hætt verði öllum lokuðum réttarhöldum. Endurskoðuð verði lög og reglugeröir um að dæma menn á geðveikrahæli af póli- tiskum ástæðum. Sett verði ný lög um blaða- útgáfu, sem tryggi aukið rit- frelsi, einkum þó varðandi málefni, sem almenningi ber að fá vitneskju um. Hætt verði að trufla útvarp frá öðrum löndum. Greiðari aðgangur verði veittur að erlendum blöðum og bókum. Leyfð verði frjáls ferðalög yfir landamæri, og að þeir fái að flytjast úr landi,sem þess óska. Dauðarefsing verði af- numin. Stofnuð verði sérstök nefnd eða nefndir til að fylgjast með þvi, að fangar séu ekki beittir pyndingum. Aukin verði barátta gegn áfengisneyzlu. I bréfi Zakharoffs felst hörð gagnrýni á ýmsa rússneska þjóðfélagshætti, sem jöfnum höndum mætti kenna einræði og þröngsýni stjórnarvalda og afskiptaleysi almennings. VIÐBRÖGÐ stjórnvalda við þessari gagnrýni virðast nú nokkuð önnur en áöur. Þannig hefur að undanförnu ýmsum gagnrýnum rithöfundum verið visað óbeint úr landi i stað þess að senda þá á geðveikra- hæli, eins og áður var titt. Þeim hefur verið gefið til kynna, að þeir gætu fengið fararleyfi, og jafnframt látiö i það skina, að þeim væri ráö- legast að nota sér það. All- margir rússneskir rithöfundar hafa þvi farið til Vestur- Evrópu að undanförnu, og dveljast þeir velflestir i Rómaborg um þessar mundir. Þá hefur Gyðingum, sem þess hafa óskað, verið leyft að fara úr landi, og það jafnvel i svo rikum mæli, að Israelsmenn hafa ekki með góðu móti getað veitt þeim móttöku. Þrátt fyrir þessi auknu útfarar- eöa brottfararleyfi, hefur fang- elsunum þó ekki verið hætt. Þannig var sá rithöfundur, sem hvað mest hefur gagnrýnt Sovétrikin að undanförnu, Pyotr Yakir, handtekinn i sið- ustu viku. Þótt mönnum I Vestur- Evrópu kunni að þykja það einkennilegt, þá mun stjórn- endum Sovétrikjanna ekki stafa mest hætta af þeim, sem krefjast meira frelsis, likt og Zakharoff. Aróður þeirra, sem krefjast betri lifskjara, getur reynzt áhrifameiri og fallið i frjórri jarðveg. Þess verður að gæta, að Rússar hafa aldrei kynnzt vestrænu frelsi og sakna þess þvi minna en ella. En þeir vilja betri lifskjör, og þess vegna mun stefna Bresh- neffs vafalitiö njóta vinsælda, ef hún leiöir til minnkandi her- naðarútgjalda og meiri fram- fara heima fyrir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.