Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 27. júni 1972 ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o TIMAMEM IMU TVE.W VERBLAUN Hin árlega keppni ibrótta- fréttaritara i golfi, fór fram á velli Golfklúbbs Ness á Sel- tjarnarnesi s.l. föstudag. Heldur var veöur slæmt fyrir svona stórmót, og þar sem þessi stelt manna er fremur kulvis mætti ekki nema rétt helmingur þeirra, sem boðaðir voru. Þeir, sem mættu skiptu sér i tvo hópa. Þeir vanari fóru á undan, en hinir óvönu á eftir. Þeir vönu voru þeir Kjartan L. Pálsson (-klp- Timanum) Jón Birgir Pétursson (Jbp-Visir) og Atli Steinarsson (Ast- Morgunblaðinu) og háðu þeir mikla og haröa keppni, sem stóð frá fyrstu holu til þeirrar siðustu, en leiknar voru 9 holur. Eftir 8 holur voru þeir Kjartan og Jón jafnir, en Atli tveim höggum á eftir þeim. Var þvi mikill spenningur, þegar kapparnir slógu siðustu holuna, og báru höggin þess merki. Kjartan fór hana á 4 höggum/Atli á 5 höggum en Jón á 6 höggum, með þvi tókst Kjartani að sigra i keppninni. Ekki voru tölurnar merki- legar, þvi þeir léku allir á yfir 50 höggum. Kjartan á 51, Jón á 53 og Atli á 54. Hinir óvanir notuðu fleiri högg i sinar 9 holur. Þar varð fyrstur Sigmundur Ó. Steinarsson, (SOS- Timanum), sem lék á 69 höggum. Er það góður árangur hjá honum, þvi þetta var hans fyrsta golfkeppni. Fékk hann fyrir þennan árangur 4. verðlaun. A eftir honum komu þeir Sigtryggur Sigtryggsson (SS-Alþýðublað- inu) á 85 höggum og Bjarn- leifur Bjarnleifsson (B.B. ljósmyndari Visis) á 87 höggum, en af þeim fór hann með 21 högg i mikilli sand- gryfju, sem þvældist fyrir honum á leiðinni. Með sigri i þessu móti, vann Kjartan til eignar bikar þann, sem SAAB-umboðið á Islandi, Sveinn Björnsson & c/o gaf fyrir þrem árum, en það er Kjartan.L. Pálsson (til hægri) sést hérna meö bikarinn, sem hann vann til eignar. Meö honum á myndinni, er Sigmundur Ó. Steinarsson, sem hlaut fjórðu verölaun. stór og glæsilegur bikar. Kjartan tók fyrst þátt i þessari keppni fyrir fjórum árum og varð þá langsiðastur. Þá tók hann sig til við að æfa, og hefur siöan sigrað kollega sina i þrjú ár'i röð. Til þess að svo yrði, varð hann að æfa, og hefur þvi drjúgur timi hans farið til þeirra hluta. Fyrir (Tímamynd Róbert) það afhenti SAAB-umboðið eiginkonu hans vandað gullúr, svo hún gæti fylgzt betur með þeim tima, sem hann fer með i þessar æfingar og golfið. DOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOOOOOOO Sovétmenn unnn Vestur- Þjóðverja í karlagreinnm Heimsmet og mörg landsmet sett Aðaliþróttaviðburður helgarinnar erlendis var lands- keppni Sovétrikjanna og Vestur- Þjóðverja i Augsburg i V. Þýzka- landi. Sovétmenn unnu i karla- greinum með 235stigum gegn 196 og i kvennagreinum unnu Vestur Þjóðverjar með 139 stigum gegn 117. Þrir kepptu i grein frá hvorri þjóð. Faina Melnik, Sovét setti nýtt heimsmet i kringlukasti kvenna, kastaði 65,48 m. og bætti eigið met um 6 sentimetra. Mörg landsmet voru sett i keppninni, m.a. varpaði Bratsjni- kov kúlu 20,54 m.,sem er sovézkt met. Wolfermann setti vestur- þýzkt met i spjótkasti kastaöi 86,80 m. Lusis sigraði, kastaöi 89,38 m., sem er bezti árangur i heiminum i ár. Letzerich setti v.þýzkt met i 10 km. hlaupi á 28:14,4 min., en Sjarafeditonov, Sovét sigraði.hljóp á 28:06.0 min. í 400 hlaupi kvenna setti Rita Wilden nýtt vestur-þýzkt met, hljóp á 51,9 sek. Metin eru nú upptalin, en mörg góö afrek voru unnin i öðrum greinum. Borzow sigraði i 100 og 200 m. á 10,3 sek. og 20,7. Bondartsjuk, Sovét kastaði sleggju 75,76 m. sem er bezti árangur i heiminum i ár. Sovét- menn unnu þrefaldan sigur i hástökki, Sapka stökk 2,24 m. bezti árangur i heiminum i ár, Abramov, 2,20 og Tarmakn, einnig 2,20 m. Ivanov, Sovét sigraði i 800 m á 1:47,9 min. Karl Honz, V.Þýzkalandi i 400 m á 45,7 sek., en Schloeske varð annar á 46,6 sek. V.Þjóðverjar áttu og þriðja mann Hermann á 46,9 sek. Heidi Rosendahl, V.Þýzkalandi sigraði i tveimur greinum, 200 m hlaupi á 23,4, sek. og i langstökki 6,53 m. Bessonov, Sovét sigraði i þristökki 16,61, m. en Sanajev, heimsmethafinn varð annar með 16,54 m. Kuusemea, Sovét kastaöi kringlu lengst eða 62,72 m. en Heinz-Neue 61,14, m. Frábær frjálsíþrótta- afrek nnnin í Finnlandi Góðnr áranpr væntanlegra ísiandsfara Bandarisku frjalsiþrótta- mennirnir, sem þátt taka i afmælismóti FRÍ, 10. til 13. júli kepptu i Finnlandi um helgina. Roger Colglazier varð annar i 400 m. hlaupi á 46,8 sek. og Bob Richards jr. varð 3ji i stangar- stökki ásamt Lag erkvist frá Sviþjóð, báðir stukku 5 metra. Kjell Isaksson, Sviþjóð, heims- methafinn sigraöi, stökk 5,40 m. og Kalliomæki, Finnlandi varð annar með 5,20. Þetta mót, sem fram fór i Saarajærvi, tókst að öðru leyti vel. Komar frá Póllandi setti t.d. pólsktmetikúluvarpi 20,92 m. Þá vann Kantanen, Finnlandi 3000 m. hindrun á hinum frábæra tima 8:29,6 min. Ari Salin sigraði i 400m grindahlaupi á 50,9 sek. Jukola, Finnl.i 200 m á 21.2 sek. og Pæiværinta, Finnl. i 5000 m á 13:53.0 min. A ööru móti sigraöi Kinnunen Finnl. i spjótkastipkastaði 85,50m. A þvi móti kastaði Bo Grahn kúlu 19.05 m. en hann keppir á Afmælismóti FRl i næsta mánuði. Net á a-þýska meistaramótinn Jochen Sachse setti austur- þýzkt met i sleggjukasti á a- þýzka meistaramótinu i Erfurt, kastaði 74,76 m. Stolle kastaði* spjóti 86 metra og Stefan Junge stökk 2,21 m. I hástökki. Deiter Fromm hljóp 800 m. á hinum frábæra tima 1:46,4 min. Dhremel stökk 16,70 m. i þristökki Christian Rudolph hljðþ 400 m grind á 50,5 sek. íslendinpr þjálfar landslið Færejinga í knattspyrnn islendingur hefur vcrið ráðinn þjálfari landsliðs Færeyinga i knattspyrnu i sumar. Þessi islendingur er Sölvi Óskarsson, sem þjálfaöi 1. deildarlið Breiða- bliks i fyrra, með góöum árangri, kom liðinu t.d. i úrslit i Bikar- keppninni. Sölvi lagði land undir fót i vor og hélt til Færeyja, þar sem hann geröist þjálfari hjá 1. deildarliði Klakksvikur. Hann hefur nú komið liðinu i efstasæti i færeysku 1. deildinni og meö þvi getið sér gott orð sem þjálfari i Faéreyjum. Fyrir nokkru var leitað til Sölva og honum boðið að gerast þjálfari landsliðs Færeyja i knattspyrnu og einnig að sjá um þrekæfingar hjá færeyska handknattleiks- landsliðinu. Sölvi þáði boðið og hefur hann þjálfað landsliðin að undanförnu. Landslið Færeyja i knatt- spyrnu, undir stjórn Sölva óskarssonar, kemur hingað til landsins i júli n.k. og mun það leika landsleik gegn okkur. 9. júli. Verður gaman að sjá, hvernig strákarnir hans Sölva, standa sig gegn sterkustu knattspyrnu- mönnum okkar i landsleik. Verður leikurinn, fyrsti A lands- leikurinn, sem þjóðirnar leika sin á milli. Þjóðirnar hafa leikið fjóra B landsleiki i knattspyrnu áður. SOS. Sölvi Óskarsson. r Síórafrek mótanefndar KSI: Mótanefndinni tókst að hafa þrjá knattspyrnnleiki af reykvískum áhorfendnm nm helgina Mótanefnd KSÍ lét stjórn KSÍ draga sig á asnaeyrunum um s.l. Iielgi. Mótanefndin varð við þeirriósk, stjórnar KSÍ, að leikur Breiöabliks og Keflavik i 1. deild yrði færður fram á föstudagskvöld i staðinn fyrir að hann átti að fara fram á sunnudag. Snillingarnir i Mótanefndinni, féllust strax á ósk stjórnar KSÍ meö þeim af- leiðingum, að það þurfti að fresta þremur leikjum i 1, og 2. deild um helgina. Lét nefndin leik Breiðabliks og Keflavikur fara fram á föstudagskvöldið á Mela- vellinum. Eöa á sama tima og leikur Ármanns og tsafjarðar átti aö fara fram i 2. deild. Þann leik gerði nefndin sér litið fyrir og færði hann til sunnudags. ísfirðingar, sem einnnig áttu að leika gegn Þrótti á laugardag, gátu ekki komið til Reykjavikur, vegna þess að það var ekki flugveður frá tsafirði á laugardag. Aftur á móti var flugveöur frá tsa- firði á föstudag og ef leikur Ármanns og tsafjarðarliðsins hefði farið fram á föstudags- kvöldið eins og áætlað var, hefðu tsfirðingar komið til Reykjavikur á föstudag og leikið báða leikina, sem liðið átti að leika i Reykjavik. Mótanefndin kom i veg fyrir, að leikir tsfirðinganna, færu fram um helgina, með þvi að færa leik Breiðbliks og Kefla- vikur yfir á föstudagskvöld. Þá gat leikur Vals og Vest- manneyja ekki farið fram á laugardag, vegna þessað ekki var flugveður frá Eyjum eftir hádegi. Með réttu átti nefndin að láta leikinn fara fram á sunnudaginn, en hún gat það ekki, vegna þess að stjórn KSl, var búin að fá þann dag til afnota fyrir iandsliðs- mennina sina úr 1. deildarlið- unura. Stjórn KSt gat ekki séð af fjórum landsliðsmönnum, sem eru i liðum Vals og Vest- manneyjg, þvi að ekki mátti annað, en fara með sterkasta iandsiiðið i æfingarleik á sunnudaginn. Breiddin virðist vera svo litil hjá islenzkum knattspyrnumönnum, að ekki má sjá af þessum fjórum leik- mönnum. Leikur Ármanns og tsa- fjarðar, sem átti að farafram á föstudagskvöldið, var ákveðinn á sunnudag, eins og fyrr segir. Þurfti þvi að fresta leik Selfoss og Ármanns, sem átti að fara fram á mánudags- kvöldið, þvi að Ármannsliðið, taldi sig ekki geta leikið tvo leiki á tveimur dögum. Eins og sjá má á þessum vinnubrögðum Mótanefndar- innar, þá er hún búin að koma miklum ruglingi á 1. og 2. deildarkeppnina. Þó að það hafi ekki verið meiningin hjá nefndinni að koma svona rugl- ingi á leikina, á nefndin ekki að láta stjórn KSt eyðileggja margra mánaða vinnu, við að raða niður leikjum, með ein- hverjum smáleikjum, sem þjóna engum tilgangi. SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.