Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 27. júni 1972 Arthur t’onan Dojle: o Hefnd ungfrn Kitfy Winter Fyrst þeir voguðu sér að ráðast á mig, er ekki liklegt að þeir hlifist við hana. Þetta er áriðandi að afgreiða strax.” „Ég skal fara nú þegar. Hefur þú eitt hvað fleira að segja?”. „Láttu pipuna mina á borðið og skóinn með tóbakinu lika. Svona! Komdu svo á hverjum morgni, og við munum þá ráða ráðum okkar”. Sama kvöldið fól ég Shinwell Johnson að koma ungfrú Winter fyrir i rólegu kjallarahúsnæði og sjá til þess, að hún væri ekki á almannafæri, til þess er hættan væri liðin hjá. Næstu sex dagana var öll alþýða manna þeirrar skoðunar, að Holmes lægi fyrir dauðans dyrum. Fregnir blaðanna styrktu og útbreiddu þessa trú manna. Stöðugar heimsóknir minar sann- færðu mig um hið gagnstæða. Traust líkamsbygging og járn- fastur vilji unnu saman á dásam- legan hátt. Honum fór hrað- batnandi dag frá degi, og ég hafði grun um, að hann væri jafnvel heilbrigðari en henn lézt vera. Hin innri, eða sálarleg starfsemi hans var að venju öllum dulin, jafnvel mér, sem þó var honum nánastur. Hann hélt fast við þá grundvallarskoðun, að hver ráða gerðarmaður yrði sjálfur að finna ráðin og framkvæma þau. A sjöunda degi voru saumarnir teknirúr sárunum, en þrátt íyrir það fluttu kvöldblöðin fregnir um blóðeitrun, heimakomu og fleira þessháttar af liðan sjúklingsins. f þessum sömu blöðum var frétta- grein, sem eg varCnhvað sem öllu liði, að sýna vini minum. Hún var á þá leið, aö meðal farþega á „Ruritania”, einu af skipum Cunardlinunnar, sem fara átti frá Liverpool næsta föstudag, væri Adelbert Gruner barón. Hann i'æri i árfðandi fjármálaerindum til Bandarikjanna, áður en hin fyrirhugaða gifting hans og Violet de Merville færi fram. — Homes hlýddi á íregnina, og mátt sjá það á svip hans, að hún kom hinum iila. „F'östudag”, mælti hann, „aðeins rúmir þrir daga- þangað tii. É g býst við,að þrjóturinn sé að forða sér úr hættu. En það má ekki fara svo, Watson. F'yrir enga muni má honum takast það. Nú, Watson, hef ég verk handa þér að vinna”. „Og hér er ég reiðubúinn,” sagði ég. „Gott og vel. Þá átt þú að verja næstu tveim dögum til að kynna þér nákvæmlega kinvérska leir- brennslu”. Hann gaf enga skýringu á þessu, og ég bað heldur ekki um hana. Af langri reynslu hafði ég lært hina gullvægu dyggð, hlýðnina. En á leiö minni niður Baker Street var ég að brjóta heilann um, hvernig ég ætti að framkvæma þessa undarlegu fyrirskipun. Loks fór ég þó i Lundúna-bókasafnið i St. James Squai^e, sagði vini minum, Lomax yfirbokaverði, erindi mitt, og sneri þaöan heim aftur með þykka bók undir hendinni. Sagt er um suma málafærslu- menn, að þótt þeir hafi þvælt og yfirheyrt vitni eftir öllum reglum, þá hafi þeir steingleymt öllum iramburði þeirra eftir 2—3 daga. Ekki mundi ég treysta mér nú til að romsa upp úr mér öllum visindum um leirkerasmiði. Þó sat ég við lesturinn allt þetta kvöld, og nokkuð af nóttunni. Morguninn eftir rifjaði ég visdóminn upp og lagði mér á minnið. Ég lærði nöfn viður- kenndra listamanna i iðninni og merki þau, er þeir notuðu, t.d. merki Hung-wu, skrautmuni Yung-lo, rit Tang-yings o.s.frv. Ég var hlaðinn öllum þessum visdómi þegar ég heimsótti Holmesnæsta kvöld. Hann var nú klæddur og á fótum, þótt við öðru hefði mátl búast af fregnum blað- anna. Hann sat i eftirlætisstól sinum og studdi höndina og reifuðu höfði sinu. „Heyrðu, Holmes,” mælti ég ,,ef trúa mætti blaðafregnum, þá ættir þii að vera nær dauða en lifi.” „Það eru einmitt slikar fregnir, sem ég vildi láta berast út. En svo er nú hitt, Watson, kannt þú lexiu þina?” ,Ég hef að minnsta kosti gert mér far um að læra hana”. „Gott, gætir þú haldið uppi skemmtilegum samræðum um þetta efni?” „Ég vona, að ég gæti það”. „Réttu mér þá öskjuna, sem er þarna á ofnhillunni”. Hann opnaði lokið á öskjunni og tók upp hlut, sem vandlega var reifaður i kinverskt silki. Þegar reifarnar voru fjarlæðgar, kom i Ijós undurfalleg skál, dökkblá á lit. „Um þetta má ekki fara hörðum höndum, Watson. Þetta er postulin, þunnt sem eggskurn, og er úr eigu Ming-konungs- ættarinnar. Agætara sýnishorn er vandfundið. Heil samstæða af þessu postulini mundi kosta of fjár, annars er vafasamt að slik samstæða sé annars staðar til en i konungshöllinni i Peking. Þaö ætti að vekja áhuga hvers safnara að skoða þessa skál". „Hvað á ég svo að gera við hana?” Holmes rétti mér nafnspjald, sem á var letrað: „Dr. Hill Borton, Hálfmánastræti 369”. „Þetta er nafn þitt i kvöld, Watson. Þú átt að heimsækja Gruner barón. Ég veit það um háttu hans, að um kl. hálfniu er hann lfklega heima og ekki bund- inn við nein störf. Hann mun áður fá orðsendingu, þar sem þess er getið,að þú komir. Þú skalt segja honum, að þú hafir meðferðis fágætt sýnishorn af Ming-postu- lini. Þú mátt vel segja, að þú sért læknir, þvi að þar ert þú á þinu rétta svrði. Þú ert lika safnari og átt samstæðu af þessari tegund. Þú hefur heyrt, að baróninn hafi áhuga á slikum munum, og þú ert til með aö selja, ef góð borgun er i boði.” „Hversu há borgun?” „Vel spurt, Watson. Þú myndir koma illa upp um þig, ef þú kynnir ekki að verðleggja þina eigin vöru. Sir James náði i þessa skál fyrir mig. Þú gætir vel sagt, að hún eigi engan sinn lika, hvar sem leitað væri”. „Ég gæti lika stungið upp á þvi, að sérfræðingur væri kvaddur til að verðleggja samstæðuna.” „Agætt, Watson, þú ert skilningsgóður i dag. Nefndu til þessa Christie eða Sotheby. Hæ- verska þin hindrar þig i að gera sjálfur kröfur um verðið.” „En ef hann neitar að tala við mig?” „Ó, nei, hann mun veita þér áheyrn. Hann hefur safnara- ástriðu á hæsta stigi, sérstaklega varðandi þessa muni, þar sem hann er sérfræðingur. — Setztu niður, Watson, ég ætla að semja bréfið. Ekkert svar þarf, þess aðeins getið, að þú ætlir að koma og hverra erinda.” Þetta var ágætisbréf stutt kurt- eislegt og fallið til að æsa forvitni hjá áhugasömum safnara. Sér- stakur sendill var fenginn til að flytja það á ákvörðunarstað. Þetta sama kvöld fór ég með hina dýrmætu skál og nafnspjald dr. Hill Bartons i vasanum i ævin- týraferð mina. Hið fallega hús barónsins og vel hirt umhverfi þess sannaði frá- sögn Sir James, að Gruner barón væri auðugur maður. Löng.bugð- ótt akbraut með runnum beggja vegna lá heim á ferhyrndan bíett, og voru þar myndastyttur nokkrar til skreytingar. Húsið hafði byggt gullgrafari frá Suður- Afriku. Voru litlir turnar á hornum þess, en byggingarstill- inn þunglamalegur. Þjónninn, sem vísaði mér inn, mundi hafa sómt sér að búningi sem hver annar herramaður. Hann skilaði mér i hendur öðrum þjóni, jafn skrautbúnum, og fylgdi sá mér að stofudyrum barónsins, er hann opnaði fyrir mér. Baróninn stóð frammi fyrir stórum, opnum skáp, sem var komið fyrir milli glugganna, og mátti þar sjá hluta af hinu kin- verska safni hans. Hann leit við, þegar ég kom inn, og hafði hann i hönd sér brúnleitan jurtapott... Kross 1139. Lárétt 1) Maður.- 6) Alasi,- 8) Keyra.- 9) Tek,- 10) 1 munni i þolfalli,- 11) Grænmeti.- 12 Kraftur,- 13) Stök,- 15) Fuglinn,- Lóðrétt 2) Ófrið.- 3) Leit.- 4) An félagsskapar,- 5) Mölva.- 7) Fjárhirðir.- 14) Þófi,- X Ráðning á gátu No. 1138 Lárétt 1) Fakir.- 6) Más.- 8) Bor.- 9) Mjúk,— 10) Ala- 11) Nón,-12) Nei,- 13) DDD,- 15) Vilsa.- Lóðrétt 2) Amrandi.- 3) Ká.- 4) tslands.- 5) óbæna.- 7) Snúin.- 14) DL.- D R E K I ■ ■ .1, Þriöjudagur 27. júni 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan : „Ey rarvatns-Anna” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (3). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Pianóleikur. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga frá Lapplandi „Lajla” eftir A.J. Friis. Kristin Sveinbjörnsdóttir les (6). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 islenzkt umhverfi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Konungaskipti i Bret- landi. Þorsteinn ö. Stephensen flytur erindi, sem hann hélt á vegum fréttastofunnar i þættinum „Frá útlöndum” i desember 1936, þegar Játvarður VIII. lét af völdum. 21.45 Ann Griffiths leikur á hörpu.Sónötu i Es-dúr op. 34 eftir Dussek. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur. Ólöf Jónsdóttir les. Sögulok (23). 22.35 Harmónikulög. Athur Spink leikur skozk lög. 22.50 A hljóðbergi. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ilHIlHll Þriöjudagur 27. júni 20.00 Fréttir. 20.35 Veður og auglýsingar. 20.30 Fyrsta brot. Brezkt sjónvarpsleikrit eftir Reuben Ship. Leikstjóri Peter Collison. Aðalhlut- verk Dudley Foster, Adrienne Corri og Helen Fraser. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.20 Verðhækkanir og kaup- máttur launa. Umræðuþátt- ur i sjónvarpssal. Þátttak- endur Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands tslands, Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, Gylfi Þ. Gislason, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, og Lúðvik Jósepsson , við- skiptaráðherra. Umræðum stýrir Guðlaugur Þorvalds- son, prófessor. 22.20 iþróttir. M.a. þýzk kvik- mynd um ameriska knatt- spyrnu. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin. Blóm, blómakassar og ker allt eftir eigin vali að Brekkustig 15 b. Liandsins grróðnr - yðar hróðnr BÖNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.