Tíminn - 27.06.1972, Blaðsíða 1
| IGNISI
ÞVOTTAVtLAR
RAFIÐJAN — VESTURGOTU 11 19294
RAFTORG V/AUSTURVOLL 26660
Boris Spasski, heims-
mcistarinn i manntaflslist,
hélt fund meö fréttamönnum
i gærmorgun. Svaraði hann
þar góðfúslega spurningum
fréttamanna, innlendra og
erlendra, og tók alla ,,með
trompi", með ljúfmennsku
sinni og aðlaðandi fram-
komu. Sagði hann þar, að
ekki vildi hann ganga jafn
langt og Fischer, esm segist
nota 98% af orku sinni i skák,
— ég nota aðeins 97%, sagöi
heimsmeistarinn!
Sjá grein um fundinn á
blaðsiðu 8.
Skatt-
skráin
kemur
15. júlí
SB— Reykjavik
Stefnt er að þvi,að skattskráin
komi út 15. júli, að sögn Bergs
Guðnasonar hjá Skattstofunni.
Samkvæmt lögum á skattskráin
að koma út fyrir 20. júni ár hvert,
en að þessu sinni sótti skattstofan
um frest og fékk hann til 1. ágúst.
Þó aö skattstofan komi skránni
frá sér fyrir 15. júli, er ekki alveg
vist, að almenningur sjái hana
strax, þvi að Skýrsluvélar rikis-
ins taka hana til meöferðar og þar
sem nú þarf að mata vélarnar eft-
ir nýju kerfi, geta orðið tafir þar.
ÚRANUSI SIGLT
TIL ÞÝZKALANDS
OÓ—Reykjavik
Vestur-þýzki togarinn Úranus,
sem kviknaði i sunnan Vest-
mannaeyja, er nú á leið til
heimahafnar sinnar, Bremer-
haven. Togarinn var dreginn til
Eyja, þar sem hann var at-
hugaður.
Kom i ljós, að hann var ekki
eins mikið skemmdur og álitið
var i fyrstu. Vélarnar reyndust
alveg óskemmdar og sömuleiðis
siglingatæki. Helmingur áhafnar-
innar er farinn utan flugleiðis, en
hinir sigla skipinu til Þýzka-
lands.
141. tölublað — Þriðjudagur 27. júni 1972 — 56. árgangur.
ýæli-
skápar
3Q/ict«q/Wáltt/t A/
RAFTÆKJADEILD
Hafnarstræti 23
Símar 18395 & 86500
Fischer fellst ekki á að
dómararnir séu skákmenn
- segir fulltrúi hans Fred Kramer, sem kom til Islands í gær.
Fischer hafði aldrei sjálfur ákveðið að koma til landsins í gærmorgun
ÓV—Ileykjavik
Þrátt fyrir að Bobby Fischei
liafi ekki komiö hingaö tii lands i
gærmorgun, eins og búizt hafði
vcrið við, kom hér engu að siðui
fulltrúi hans, Mr. Fred Kramer.
sem er fyrrverandi forseti skák-
sambands Bandarikjanna. Fói
hann í gær meö Guömundi G.
Þórarinssyni um Rcykjavík og
skoðaði Laugardaishöllina, svitu
Fischers á Loftleiðum, DAS-húsið
og fieira, sem Fishcer hefur gerl
kröfu til að hafa hér viö hendina
Fréttamaöur Timans ræddi við
Kramer i gærkveldi sem þá hafði
nýlokið við að tala við Fischer i
Bandarikjunum. — Ég er hér til
að kanna ýmislegt af þvi, sem
Fischer hefur áhuga á, sagði
Kramer. — Má þar nefna hibýli
hans, persónulegar ráðstafanir,
leikstaðinn sjálfan, aðstöðu áhorf
enda, Ijósbúnaðinn sérstaklega —
hann lætur sig ljósaútbúnaðinn
miklu skipta —, loftlæstingu,
hljómburð, loftmengun, hávaða
og fleira.
— Hvenær var ákveðið að þér
kæmuö hér?
— Fyrir nokkrum mánuðum.
— En hvers vegna kom Fischer
ekki, eins og áður hafði veriö sagt
frá?
— 0, fólk spyr mikið um þetta,
en staðreyndin er sú, að þessi
dagsetning var aldrei ákveöin af
honum sjálfum, heldur ,skipu-
leggjendum einvigisins, sem
gerðu þaðfyrir nokkrum mánuð-
um, er samningar voru i deigl-
unni. Þegar svo kom aö þeim
degi, er Fischer skyldi hafalagt af
stað samkvæmt þeim áætlunum,
féll það ekki við hans eigin áætl-
anir.
— En það var ekki ákveöið af
Fischer fyrr en á laugardaginn,
ekki rétt?
— Nei, þvi var aðeins haldið
leyndu. Nokkrir blaðamenn biðu
hans bæði i New York og hér,
haldandi aö hann hefði gefið út
þessa yfirlýsingu til þess eins að
koma óséður. Sjáið þértil, hann
er réttlætanlega á móti þvi að
veröa sifellt fyrir ágangi blaða-
manna og ljósmyndara, sem
stöðugt hópast um hann. Fischer
er undir miklu taugaálagi, hann
er að undirbúa sig fyrir mikil-
væga keppni, vill ekki þurfa að
móðga fólk, svo ég held aö hann
verði kominn hér áöur en nokkur
veit af.
— Hann kemur sem sé á morg-
un (þriðjudag)?
— Ef þér haldið áfram aðspyrja
mig, þá tala ég af mér... Hann
verður örugglega kominn hingaö
fyrir 2. júli... vona ég. Ég veit
ekki meir, ég get ekki sagt meira.
— En hann kemur?
— Já, að er ýmislegt, sem enn á
eftir að ganga frá. Þér getið sann-
færzt eftir að þér hafiö séö hann
ganga niður landganginn úr flug-
vélinni.
„Rigning eins og í
Reykjavík” á Akureyri
Snjóhögl í frysti í Þingeyjarsýslu
Norðlendingum finnst þetta
hafa veriö undarlegur júni-
■nánuöur, að minnsta kosti
þcim. sem búa um miðbik
þcss. Þeir telja sig varla muna
svo votviðrasaman júni, og
enn frekari nýlunda er að i
fyrradag duttu niður haglél á
þrem stöðum i Laxárdal i
Þingcyjarsýslu, öll siðari
hluta dags, en þó ekki sam-
timis.
1 Eyjafirði hafa votviðrin
verið svo mikil, að það er lik-
ast þvi, er þar getur verið á
haustin, þegar úrkomusamt
er, og stundum hefur verið slik
haugarigning, til dæmis i gær
og fyrradag, ,,að engu er lik-
ara en Eyjafjörður hafi verið
fluttur suður á land”, segja
menn fyrir norðan og tæpa á
Reykjavik, þvi arga rigning-
arbæli.
Venjulega þurrkar
til baga í júni
Alla jafna er júnimánuður
mjög þurrviörasamur i Eyja-
firði, oft svo, að það bagar
sprettu stórlega. Nú er grasiö
lagzt i legu á túnum og liggur
undir skemmdum, þvi að
menn urðu að hætta að slá,
þótt sláttur væri viða byrjað-
ur, áður en þessi siöasta
rigningarhrota hófst.
— Það hefur stundum veriö
rétt hægt að skjótast i næsta
hús, án þess að verða hundvot-
ur, sagði Erlingur Daviðsson,
þegar við töluðum við hann.
Högl geymd i frysti
i Kasthvammi
Haglélin þrjú, sem duttu
niður i Laxárdal, eru sögð ein-
dæminiminni þess fólks, sem
þar er. Svo mikið kvaö að
þeim, að sums staðar varð al-
hvitt, en annars staðar
gránaði.
Eitt þessara élja kom niður i
Kasthvammi og þar i grennd.
Þar gránaði jafnvel kafsprott-
ið túnið, en varð hvitt þar sem
gróðurlaust var. Fólk þar
horfði forviða á þetta fyrir-
bæri, en svo hljóp einhver til
og safnaði haglkornum á disk,
sem settur var i frysti, svo að
sjá mætti stundu lengur,
hversu stór þau voru. j.h.
Ætluðu til Hafnar fyr-
ir falskar dvísanir
Oó—Reykjavik.
Maður kom á afgreiösiu Flug-
félags islands s.l. sunnudags-
kvöld og keypti far til Kaup-
mannahafnar og ætlaði að fara
með áætlunarflugvélinni i gær-
morgun. Er þetta tæpast i frá-
sögur færandi, nema fyrir þaö, að
skömmu siðar koni annar maður
á afgreiösluna og bað .lika um far
til Kaupmannahafnar. Þegar
hann ætlaði aö greiöa fyrir fariö
sá afgrciðslumaðurinn, að hann
var með saina tékkheftið i
höndunum, sem hinn maöurinn
var nýbúinn að skrifa tékka úr
upp á :I0 þús. kr, sem greiðslu
fyrir sitt far. En mennirnir
skrifuðu sitt hvort nafnið undir.
Siðarkomni maðurinn fékk ekki
afhentan farseðil og flýtti hann
sér á brott, en lögreglunni var
gert viðvart.
Um kvöldið náði lögreglan i
þann mann, sem siðar kom með
tékkheftið á afgreiðsluna. En
hann var með i sinum fórum far-
seðilinn, sem hinn keypti
skömmu áður og borgaði með
falskri ávisun.
Siðar var hinn maðurinn hand-
tekinn og kom i ljós, að þeir höfðu
stolið ávisanaheftinu af þriðja að-
ila, og voru búnir að taka út tvær
ávisanir, juk þeirrar, sem far-
seðillinn var greiddur með.
Varla þarf að taka fram, að
hvorugur mannanna fór til Kaup-
mannahafnar i gærmorgun.
Um hvað þarf að semja fyrir
utan það, sem þegar hefur verið
gengið frá?
— Well, dómararnir ættu til
dæmis að vera leikmenn, ekki
skákmenn, þvi dómari getur ver-
ið undir álagi og orðið fyrir áhrif-
um. Fischer er mjög haröur á
sinni meiningu hvaö þetta snertir.
Ef til vill skiptir þetta ekki miklu
máli — Fischer hefur að visu ekki
gert athugasemd við þetta fyrr —
en þessi mál eru óleyst.
Aður. hafði veriö ákveöið, að
dómarar yrðu þeir Guðmundúi
Arnlaugsson og þýzki stórmeist-
arinn Lothar Schmidt.
— Er Fischer ekki að reyna að
hafa hærri fjárupphæð út úr mót-
inu með þessum aðgerðum sin-
um?
— Nei, hann fær nóg — held ég.
— Þegar þér rædduð viö Fisch-
er áðan, þá hafiö þér sennilega
lýst öllu fyrir honum. Virtist hann
ánægður?
— Hann reiknar auðvitað með
þvi að vel sé að honum búið og hér
er allt fyrsta flokks, það bezta
sem fæst. Ég er viss um, að hann
hefur ekkert viö það að athuga.
Honum féll vel viö hótelherberg-
ið, sem hann notaöi er hann var
hér i febrúar og húsið (DAS-hús-
ið) er mjög fallegt. Veðrið er gott
og fólkið er vingjarnlegt.
— Var hann sammála yður um
það?
Þetta er þaö sem ég sagði hói-
um, ég reyndi ekki aö þröngva
neinum skoðunum upp á hann,
maður gerir þaö ekki með náunga
eins og Fischer.
Að lokum sagði Kramer . að
hann yrði að likindum hér á landi
þar til einviginu lyki en auk hans
yrðu tveir aðrir, sem ekki væri
búið að ákveða. Þó væri vist, að
það yrði ekki Edmondson, fors.
Bandariska skaksambandsins.
Og enn viljum við setja fram
spurningu varðandi komu
Roberts James Fischer til Is-
lands: Kemur hann i dag?
TÍMAMENN FENGU
TVENN VERÐLAUN
Hin árlega golfkeppni
iþróttafréttaritara fór fram
s.l. föstudag. Þar stóðu
Timamenn sig með ágætum,
fengu 1. og 4. mann. KLP
vann SAAB-bikarinn til
eignar og SOS fék verðiaun i
sinni fyrstu goifkeppni.
Nánar. um þetta stórmót,
sem fram fór út á Seltjarnar-
nesi á bls 16.