Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. júli 1972 TÍMINN 5 Mikil og jöfn aukning í ferða- mannastraumi um allt land Um þessar mundir er ferða- mannastraumurinn marglofaði að hefjast fyrir alvöru. Erlendir ferðamenn streyma til landsins i stórum hópum, og íslendingar eru að byrja i sumarfrium sinum. Hundruð manna hafa nú fasta og trygga atvinnu við að þjóna ferðamönnum á ýmsa lund, og gjaldeyririnn veltur i kassana, rikis og einstaklinga, félaga, hópa og samtaka. Ekki virðast miklar breytingar eiga sér stað i þessum ,,bransa”, utan hvað aukningin vex frá ári til árs, og eftir nokkra könnun bendir flest til þess, að á þessu ári verði heildaraukningin á þessu sviði um 10—15%.Nýting hótela og gistihúsa um allt land hefur verið mjög góð það sem af er sumri, og búast hótelstjórar við, að hún eigi eftir að verða enn betri þegar á liður sumarið. Um landið er svip- aða sögu að segja af flestum stöð- um, ferðamannastraumurinn hófst fyrr i ár en yfirleitt áður, en siðan kom i hann lægð, mest- megnis vegna óhagstæðs tiðar- fars. Þannig var það til dæmis á Vesturlandi. Á meðan veður var þar gott fyrst i sumar kom fólk — aðallega Islendingar — þangað i stórum hópum, en þegar litillega kólnaði i veðri fyrir örfá- um vikum missti „flóðið” mesta kraftinn. Þó varð það alls ekki til þess að þeir, sem hótel og gistihús reka, hefðu ástæðu til að kvarta, eða sú er allavega sagan, sem slikir menn á Vesturlandi hafa sagt okkur. Nokkuð sömu sögu er aö segja af Norður- og Austurlandi. Út- lendu hóparnir koma, þrátt fyrir að eldi rigni og brennisteini. Þeir þrælast þá um i gegnsæjum regn- kápum og með stórar húfur, en tslendingarnir elta góða veðrið — og hefur Suðurlandið þvi notið mjög góðs að undanförnu. Þeir staðir sem á undanförn- um árum hafa helzt laðað að sér ferðafólk, eru þeir sömu. Á Vest- urlandi er hringferð um Snæfells- nes enn hvað vinsælust.á Norður- landi er Akureyri miðstöð og við- komustaður þeirra, sem fara og skoða Mývatn, Námaskarð og aðrar gersemar. A Austurlandi er það Hallormstaðarskógur og Sunnanlands þekkjum við hring- inn Gullfoss, Geysi og svo fram- vegis. Allir þeir aðilar, sem við töluð- um við, luku upp einum munni um það, aö það átak sem hefði verið gert og væri verið að gera i ferðamálum á tslandi, hefði orðið til mikils gagns, og þarf i rauninni ekki að fjölyrða um það. Þá ber- ast islenzku ferðaskrifstofunum margar fyrirspurnir um land og þjóð, ferðamöguleika og annað, og er það i mörgum tilfellum frá fólki, sem lesið hefur um tsland i sambandi við útfærslu landhelg- innar. Og ef til vill eigum við eftir að þakka Robert James Fischer fyrir þras hans og þjark; vegna þess hefur Island verið á forsið- um heimsblaðanna dag eftir dag að undanförnu. Fjöldi þeirra, sem til tslands koma fer sifellt vax- andi, og þess eru mörg dæmi, að fólk úti i heimi hafi skotizt til Is- land eða ætli sér það til að horfa á þennan sérvitring tefla við heimsmeistarann. Áhugi landsmanna á ferðamál- um hefur einnig tvimælalaust aukizt mjög, og nægir i þvi sam- bandi að benda á, að á undanförn- um vikum og mánuðum hefur oft i fréttum verið greint frá nýjum ferðamálafélögum og öðrum svipuðum, sem öll — eða allavega flest hafa á stefnuskrá sinni að „stuðla að aukningu ferðamanna- straums i héraðið eða byggðar- Lítil prýði að gamla vatnsgeyminum Formaður náttúruverndar- nefndar Reykjavikur hefur nú rekið augun i hvernig gamli vatnsgeymirinn, sem stendur milli Sjómannaskólans og kirkju Úháða safnaðarins, er útlits og hefur sent borgarráöi bréf þar sem hann bendir á ásigkomulag geymisins, sem er vægast sagt hörmulegt og hefur verið að minnsta kosti s.l. áratug. Sjálfur vatnsgeymirinn er úr steinsteypu, en á sinum tima var hann þakinn mold og tyrft yfir. En langt er siðan uppblástur tók að herja á gróðurinn, og eru stór skörð i jarðveginn og stein- steypan viða kornin i ljós, og er litil prýði að þessu mannvirki, sem er á mjög áberandi stað i borginni. Er sannarlega kominn timi til þess, aö annað tveggja verði gert; að jafna geyminn við jörðu, eða hressa upp á útlit hans. Einnig bendir formaður náttúruvarnanefndar borgarráði umhverfi Umferöarmiðstöövar- innar og telur að þar sé úrbóta þörf. (Tímamynd Róbert) Cadillac kveikirá AC AC kerti eru frá General Motors, stærsta fyrirtæki heims, og fylgja hverjum nýjum Cadillac.Buick, Pontiac, Oldsmobile og Chevrolet. Milljónir eigenda annarra tegunda setja AC i bílinn viö fyrsta tækifæri. Þeir vita, aö AC kveikir meiri orku en nokkuö annaö kerti. lagið”. 1 svipinn koma i hugann tvö slik félög, á Akranesi og i Múlaþingi austur. En enn þarf mikið til og sam- kvæmt skoðunum sérfræðinga er helzta vandamálið enn það, að mjög dýrt er fyrir útlendinga að koma til landsins. I þessu sam- bandi má benda á viðtal við Bertil Harryson, forseta Norræna ferðaskrifstofufélagssambands- ins, er hann sagði i viðtali við fréttamann Timans i fyrra mán- uði; að á meðan Skaridinavar gætu farið þrisvar og fjórum sinnum til ttaliu fyrir þá sömu upphæð og þeir yrðu að greiða fyrir eina ferð til tslands, þá væri náttúrulega ekki von á góðu. En þeir, sem bezt þekkja til þessara mála, telja öruggt, að hægt verði að leysa þetta vandamál án nokk- urra vandræöa. Þó er ekki svo dýrt að vera Enn einn skemmti- staður sækir um vínveitingaleyfi Sótt hefur vérið um vinve i tinga 1 eyfi fyrir veitingahúsið Útgarð, sem er i Glæsibæ að Álfheimum 74. Var umsóknin lögð fyrir siðasta fund borgarráðs með tilheyrandi umsögnum lögreglustjóra og heilbrigðiseftirlitsins. Samþykkti borgarráð að fresta afgreiðslu málsins, en Albert Guðmundsson lét bóka, að hann teldi eðlilegt, að veitingahús almennt njóti allra þeirra réttinda, sem slikir staðir þurfa að hafa til þess að rekstur þeirra geti þjónað tilgangi sinum, og lýsti hann þeirri skoðun sinni, að veita bæri nú þegar veitinga- húsinu Útgarði vinveitingaleyfi án ookkurra takmarkana fram yfir önnur veitinga- og danshús i borginni. ferðamaður á tslandi — eftir að maður er kominn þangað, hugsi maður málið út frá sjónarmiði eins ferðamanns, evrópsks, sem fréttamaður Timans hitti að máli ekki alls fyrir löngu. Hér er hægt að fá ódýra gistingu á Eddu-hó- telum Ferðaskrifstofu rikisins, en þau hótel eru nú orðin 10 alls, og mun rekstur þeirra ganga mjög vel, enda eru tslendingar sjálfir farnir að nota þau mjög mikið. A Eddu-hótelunum er hægt að fá hrein og þokkaleg herbergi fyrir allt að helmingi minna verð en á hótelum, og er aðstaða öll hin á- gætasta. Um það dæmir undirrit- aður af persónulegri reynslu, eft- ir að hafa dvalið nokkra daga á Eddu-hótelinu á Akureyri i fyrra- sumar. En náttúran okkar, sem útlend- ingar hafa lofsungið i millirödd, við okkar eigin laglinu, verður og er okkar helzta von á meðan út- lendingarnir geta ekki andað heima hjá sér nema með gas- grimu. Við hrósum oft happi yfir þvi, að hér sé allt svo hreint og fint, en um leið má draga mjög i efa, að tslendingar geri sér raun- verulega grein fyrir þeirri ógn.sem yfir okkur er. Það er til dæmis ekki alltaf geðslegt að aka eftir þjóövegunum okkar, og i rauninni þarf ekki að fara svo langt. Hvarvetna blasa við stórir haugar af drasli og á þetta sér- staklega við um nýbyggingar og hús, sem voru nýbyggingar fyrir þremur og fjórum árum siðan. Spýtnabrak og sementshrúgur hamla þar mjög alla umferð, og hér út um gluggann á Edduhúsinu blasa við ljót hús, ryðbrunnin og niðurnidd. Það er lika mengun og útlendingar fá nóg af henni heima hjá sér. ó.vald Vatnsgeymirinn við Sjómannaskólann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.