Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 9. júli 1972 Menn 09 máUfni Fyrsta ár vinstri stjórnarinnar Myndun vinstri stjórnar I þessari viku er liðiö ár siðan núverandi rikisstjórn kom til valda. Af þvi tilefni er ekki úr vegi að staldra örlitið við og lita yfir farinn veg. Þingkosningarnar 13. júni urðu að þvi leyti sögulegustu kosning- ar hérlendis siöan '1918 að þá beið rikisstjórn, sem studdist við starfhæfan þingmeirihluta, svo mikinn ósigur, að andstæðingar hennar gátu myndað meirihluta- stjórn. Slikt hafði aldrei áöur gerztá þessu timabili. Bezt má af þessu ráða, hve þreytt þjóðin var orðin á stefnu og störfum ,,við- reisnarstjórnarinnar”. A flokksþingi Framsóknar- manna, sem haldið var i april- mánuði 1971, var m.a. mörkuð sú stefna, að „Framsóknarflokkur- inn mun á komandi kjörtimabili vinna að þvi að móta sameigin- legt stjórnmálaafl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaöar, samvinu og lýðræðis”. Þetta þýddi, aö Framsóknarflokkurinn myndi að kosningum loknum, ef mögulegt yrði, beita sér fyrir stjórnarsamvinnu ihaldsand- stæðinga og i framhaldi af þvi traustara samstarfi þeirra. Þetta var i samræmi við þá stefnu Framsóknarflokksins frá upphafi að hafa forustu um samstarf Ihaldsandstk og taka þvi aöeins þátt i samstarfi við ihaldsmenn, að ósamlyndi og klofningur hindraði vinstra samstarf, eins og var á dögum Kommúnistaflokks- ins. 1 samræmi viö þessa yfir- lýsingu flokksþingsins, og allt fyrra starf og stefnu Framsókn- arflokksins, beitti hann sér fyrir þvi, eftir kosningarnar 13. júni 1971, að flokkarnir þrir, sem veriö höföu I stjórnarandstöðu, mynd- uðu nýja rikisstjórn. Þetta tókst, og er ekki á neinn hallaö, þótt sagt sé, að þar hafi Framsóknar- flokkurinn haft leiðsögu og milli- göngu. Það greiddi tvimælalaust mikið fyrir stjórnarmynduninni, að Framsóknarflokkurinn haföi átt frumkvæöi að þvi, að þessir þrir flokkar gengu til kosninga með sameiginlega stefnuyfir- lýsingu i landhelgismálinu. Að tillögu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var Alþýðu- flokknum boðin þátttaka I rikis- stjórninni, en hann hafnaöi henni. Eftir stjórnarmyndunina hafði Framsóknarflokkurinn forustu um að komið yrði á viðræðum milli stjórnarflokkanna þriggja og Alþýðuflokksins um myndun sameiginlegs stjórnmálaafls, eins og segir i ályktun flokks- þingsins. Þær viðræður standa enn og hljóta að taka sinn tima. Það væri verulegur ávinningur, ef Alþýðuflokkurinn gengi til sliks samstarfs og sliti tengslin við Sjálfstæðisflokkinn. Enn hefur forusta hans ekki viljað segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn i verki, þótt hún geri það i oröi. Hörmulegur viðskilnaður Það hefði mátt ætla, að ekki yrði erfitt að taka við stjórnar- taumunum, þegar vinstri stjórnin kom til valda, þar eð góðæri var I landinu. Viðskilnaður „viöreisn- arstjórnarinnar” var samt eins hörmulegur og hugsazt gat. Nokkur helztu einkennin voru þessi: Miklum verðhækkunum hafði verið frestað um stundarsakir með bráðabirgðaverðstöðvun. Nær allir kaupsamningar voru lausir, og framundan voru miklar kaupdeilur, sem hefðu leitt til stórverkfalla að óbreyttri stjórn- arstefnu, eins og glöggt má ráða af reynslu áranna 1968-1970. Elli- og örorkulaun voru orðin skamm- arlega litil þvi að hin nýja forusta Alþýðuflokksins hafði misst allan áhuga á eflingu almannatrygg- inga. Ein helzta atvinnugrein landsmanna, togaraútgerðin, hafði grotnað niður og þurfti að endurnýjast aö fullu. Frystihúsin þurftu einnig stórfelldar endur- bætur, ef framleiösla þeirra átti að vera söluhæf á bandariskum markaði i framtiðinni. Iðnaður- inn bió við mikla rekstrarfiár- kreppu. Bændur voru launa- lægsta stétt landsins. Framlög til framkvæmda i strjálbýlinu voru mjög takmörkuð, end fólksflótti til þéttbýlisstaðanna sivaxandi Fullkomlega skorti stjórn á fjár festingarmálum, sem tryggði for- gangsrétt þeirra framkvæmda, sem voru mest aökallandi. Ekk- ert hafði veriö aöhafzt i land- helgismálinu um 10 ára skeiö siöan nauöungarsamningarnir voru gerðir' viö Breta og V-Þjóö- verja 1961. 1 ínnsta nring neggja stjórnarflokkanna rikti trúleysi á islenzkt framtak og atvinnuvegi, og það helzt talið til bjargar, að útlendingar fengju hér ódýra raf- orku til aö koma upp stóriðju. Þessi áróður studdi mjög að trú- leysi á landið, sem sést á þvi, að fleiri tslendingar fluttust héðan búferlum á árunum 1968-1970 en nokkru sinni áöur á þessari öld. Kjörtimabilið 1967-1971 einkennd- ist af meiri dýrtiðarvexti, stærri verkföllum og stórfelldara at- vinnuleysi en dæmi eru um hér- lendis eða i nálægum löndum eftir siöari heimsstyrjöldina. ömur- legri vitnisburð var ekki hægt að fá um það, að bandalag Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins var oröið gjörsamlega ófært um að stjórna landinu. Mikilvæg stefnu- breyting Það verður ekki annað sagt, en að á þvi ári, sem liðið er siðan vinstri stjórnin kom til valda, hafi orðið stórfelld stefnubreyting. Þjóðareining hefur náðst um þá stefnu núverandi stjórnarflokka að færa fiskveiðilögsöguna út i 50 milur ekki siðar en 1. september 1972 og að segja upp nauðungar- samningunum frá 1961. Kappkostaö hefur veriö að kynna málstað tslendinga i landhelgis- málinu erlendis og unnið að samningagerð við Breta og Vest- ur-Þjóöverja á þann hátt, að það verður ekki sök tslendinga, ef til nýs þorskastriðs kemur. t fyrsta sinn um langt skeið hefur tekizt að gera viðtæka kjarasamninga án stórfelldra verkfalla, og það til lengri tima en áður, en vinnu- friður er frumskilyrði þess, að hægt sé að takast á við veröbólg- una. Samkvæmt þeásum samn- ingum mun grunnkaup hækka i á- föngum, en laun hinna lægst laun- uöu hækka mest, og er þaö veru- legtspor i þá áttaö gera lifskjörin jafnari og réttlátari. Laun bænda i verðlagsgrundvelli búvara hafa hækkað i samræmi við hina nýju kjarasamninga Ellilaun og örorkulaun hafa verið stórhækk- uð, einkum þó þeirra, sem ekki hafa aðrar tekjur. Sett hafa verið lög um aukið orlof og styttan vinnutima. Þá hefur alþingi sett lög um stórbætta aðstöðu þess skólafólks, sem hefur erfiða námsaöstööu. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að endurnýja togaraflotann og dreifa hinum nýju togurum þannig milli útgerðarstaða, að tilkoma þeirra mun stórefla jafnvægi i byggö landsins. Lán til landbúnaðar og sjávarútvegs hafa verið stórauk- in og samþykkt lög, sem munu tryggja iönaðinum stóraukin rekstrarlán. Framlög rikisins til verklegra framkvæmda hafa veriö stórlega aukin, einkum þó til framkvæmda i strjálbýlinu. Stefnt er að þvi að ljúka hringvegi um landið fyrir 1974 og að raf- væöa öll sveitabýli fyrir þann tima. Hafizt hefur veriðhandaum að gera skipulega áætlun um gróðurvernd landsins, og i nýjum jarðræktarlögum er i fyrsta sinn tekinn upp styrkur til hagarækt- unar. Unnið er aö þvi að ger- breyta skattakerfinu, og hafa all- ir helztu nefskattar verið af- numdir, en þessu starfi er ekki lokið enn og verður hið nýja skattakerfi þvi ekki dæmt til fulls af skattlagningunni i ár. Siðast, en ekki sizt, skal svo nefna lögin um framkvæmdastofnun rikisins, en henni er ætlaö að tryggja for- gangsrétt þeirra framkvæmda, sem eru aökallandi, og að tryggja skipulega og markvissa hagnýt- ingu fjármagns og vinnuafls, án þess að gripa til hafta, eins og gert var af fjárhagsráði Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins á árunum 1947 til ’49. Glíman við verðbólguna Hér er hvergi nærri allt taliö, sem núverandi rikisstjórn hefur þegar gert eða hafizt handa um. Envissulega ber þetta merki um stórhuga stefnu og mikla at- hafnasemi. Hitt skal svo játað, að stjórninni hefur enn ekki tekizt að ná þeim tökum á verðbólgunni, sem stefnt er að, þ.e. aö draga úr vexti hennar svo að hún vaxi ekki hraðar hér en i nágrannalöndun- um. Þvi var ekki heldur lofað af núverandi stjórnarflokkum, aö þetta myndi takast á fyrsta ári eftir kosningar, heldur var þvert á móti þráhamrað á þvi fyrir kosningarnar af öllum núverandi stjórnarflokkum, að hér hlytu að veröa miklar verðhækkanir, þeg- ar veröstöðvuninni lyki. Þetta stafaði einfaldlega af þvi að haustið ’70 var það ljóst að þá þegar þyrfti að gera erfiðar efna- hagsráðstafanir, og þvi vildu margir leiðtogar Sjálfstæöis- flokksins efna til þingkosninga strax, þvi að óvinsælar ráðstafan- iryrðu ekki gerðar fyrir kosning- ar. Þessu hafnaði Alþýðuflokkur- inn, og að ráði hans var gripið til hinnar svonefndu verðstöðvunar, þ.e. að fresta þvi að fást við vand- ann fram yfir kosningarnar og láta eins og allt væri i bezta lagi. Þaö var þó ljóst, að þetta myndi frekar auka vandann en leysa hann, enda likti færasti hag- fræðingur þáverandi stjórnar- flokka þvi ástandi, sem tæki við eftir verðstöðvunina, sem hreinni hrollvekju. Það er þessi hroll- vekja, eða verðhækkanirnar, sem verðstöðvun in frestaði, sem hefur dunið yfir að undanförnu. Helmingi minni dýrtíðarvöxtur Þótt það sé viðurkennt, að núverandi rikisstjórn hafi enn ekki náð þeim tökum á efnahags- málunum, sem stefnt er aö,hefur henni tekizt að draga stórlega úr dýrtiðarve»inum frá þvi, sem var. Þaö sést bezt á eftirfarandi samanburði: Þrjú siðustu valdaár fyrrver- andi rikisstjórnar hækkaði fram- leiðslukostnaðurinn samkvæmt framfærsluvisitölunni um 18,6% til jafnaðar á ári. Hinn 1. janúar 1968 kom til framkvæmda nýr visitölugrundvöllur, og sam- kvæmt honum var framfærslu- visitalan þá merkt með tölunni 100. Hinn 1. nóv. 1970 var visitalan komin upp i 155 stig. Framfærslu- kostnaður hafði m.ö.o. aukizt um 55% á þessum 34 mánuðum, en það svarar til 18,6% aukningar á ári. 1 nóvember 1970 kom verð- stöðvunin til sögunnar. Þá var öllum verðstöðvunum frestað, og er þvi ekki hægt að taka það tima- bil inn i samanburðinn. Þegar núverandi rikisstjórn kom til valda á siðastliönu sumri, var framfærsluvisitalan 155 stig, en er nú 170 stig. Hún hefur m.ö.o. hækkað um 15 stig, en það svarar til þess, að framfærslukostnaður- inn hefur hækkað um 9,7%. A fyrsta valdaári vinstri stjórnar- innar hefur hækkun framfærslu- kostnaðarins þvi orðið nær helm- ingi minni en hún varð til jafnað- ar á ári siðustu þrjii valdaár fyrr- verandi rikistjórnar. Þess ber svo að gæta, að mikið af þessum hækkunum rekur ræt- ur sinar til rekstrarhækkana, sem eru orðnar hjá fyrirtækjunum áð- ur en verðstöðvunin tók gildi haustið 1970. T.d. rekur sú hækk- un, sem dagblööin hafa þegar fengið, öll rætur til rekstrarhækk- ana, sem voru orönar fyrir verð- stöövunina. A fyrrihluta verö- stöövunartimabilsins, eða meðan fyrrverandi rikisstjórn sat að völdum, áttu sér svo stað ýmsar rekstrarhækkanir hjá fyrirtækj- um, sem ekki hefur verið tekið til- lit til i verðlaginu fyrr en nú. Þá hefur bætzt við þetta veruleg hækkun á erlendum vörum, sök- um óhagstæðra gengisbreytinga. Þegar þetta allt er tekið meö i reikningínn, verður ekki annaö sagt, en að núverandi rikisstjórn hafi tekizt furðuvel að sporna gegn verðhækkunum, enda hefur hún beitt miklu strangari verð- lagshömlum en fyrrverandi rikis- stjórn gerði. Eigi að siður verður að stefna aö þvi að draga enn meira úr verðbólguhraðanum. Kaupmáttur launa Það er eitt af loforðum riki- stjórnarinnar i stjórnarsáttmál- anum að stefna að þvi, að kaup- máttur láglaunafólks aukist um 20% á tveimur fyrstu stjórnarár- unum. Fyrir skömmu gerði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands tslands, nokkra grein fyrir þvi, hvernig útlit væri með fullnæg- ingu þessa loforðs. Hann gerði samanburð á hækkun fram- færslukostnaðar annars vegar og hækkun timakaups og vikukaups verkafólks hins vegar. Niður- staða hans varö þessi: Frá ársbyrjun 1970 til fyrsta ársfjórðungs 1971 nam kaupmátt- araukning timakaupsins 12,7%, en frá ársbyrjun 1970 til þessa dags hefur hún numið 43%,Kaup- máttaraukning vikukaupsins nam 12,7% frá ársbyrjun 1970 til fyrsta ársfjórðungs 1971, en frá ársbyrjun 1970 til þessa dags hef- ur hún numið 30,6%. Samkvæmt þessu hefur kaup- máttur timakaups verkafólks aukizt um meira en 20% i valdatið núverandi rikisstjórnar, en kaup- máttaraukning vikukaupsins hef- ur orðið nokkru minni. Það verður ekki sagt annað en aö þessar tölur sýni, að vel hafi miðað i þá átt að fullnægja áður- nefndu loforði stjórnarsáttmál- ans. Þá hefur lifeyrir gamalmenna og öryrkja verið stóraukinn á þessum tima. Hann var kr. 4.900,00, þegar núverandi riki- stjórn kom til valda, en er nú kr. 7.214,00, og kr. 11.200,00 hjá þeim, sem ekki hafa aðrar tekjur. Hann hefur m.ö.o. meira en tvöfaldazt hjá þeim tekjulægstu. Aum stjórnar- andstaða A sama tima og vinstri stjórnin hefur verið að marka djarfa og alhliða umbótastefnu, hefur framkoma stjórnarandstöðunnar einkennzt af mótsögnum, stefnu- leysi og sundurlyndi. Afgreiösla fjárlaganna er allgott dæmi um-þetta. Stjórnarandstaðan deildi á þau og sagði þau alltof há, en flutti þó ekki neina tillögu til lækkunar,heldur bar fram tillög- ur, sem hefðu hækkað útgjöldin um hálfan milljarö króna, og þar af flutti Gylfi Þ. Gislason einn til- lögur um 200millj. króna hækkun. Annað dæmi eru skattalögin. Stjórnarandstaðan hélt þvi fram á alþingi, að skattarnir yrðu alltof háir samkvæmt hinum nýju skattalögum, en i borgarstjórn Reykjavikur beitti Geir Hall- grimsson varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, sér samt fyrir þvi að hækka fasteignagjöldin um 50 prósent og útsvörin um 10 pró- sent. Afstaðan til verðhækkananna er og gott dæmi um þessi vinnu- brögð stjórnarandstöðunnar. Annað veifið deilir hún harðlega á þær, en hitt veifið deila stjórnar- andstööublööin á rikisstjórnina fyrir að hafa ekki leyft meiri hækkanir. Það hefur meira að segja verið kölluð/ aðför að Reykjavik og Reykvikingum, að rikisstjórn leyfði ekki meiri hækkun á heitu vatni, rafmagni og strætisvagnagjöldum. Þannig fylgir stjórnarandstaðan engri ákveðinni stefnu, heldur er bæði meö og á móti hækkunum. Þetta stefnuhringl og stefnuleysi for- ingja stjórnarandstöðunnar veld- ur nú vaxandi óánægju meöal stuöningsmanna hennar. í fimm hópum Þótt óánægja fari vaxandi inn- an beggja stjórnarandstööuflokk- anna, hefur hún aukizt mun meira i Sjálfistrflokknum. Þar magnast lika foringjadeilan meö hverjum deginum sem liöur. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins voriö 1971 átti Gunnar Thoroddsen persónulega mestu fylgi að fagna, en þeir Jóhann Hafstein og Geir Hallgrimsson Frh. á bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.