Tíminn - 11.07.1972, Side 8
8
TÍMINN
Þriftjudagur 11. júli 1972
Skýrsla Gunnars Guðbjartssonar á aðalfundi Stéttarsambands bænda - I.
STÖRF STÉTTARSAMBANDSINS
Frá siðasta aðalfundi hefur
stjórn Stéttarsambands bænda
haldið 9 formlega fundi og sumir
þeirra hafa staðið í tvo daga.
A stjórnarfundunum hefur verið
fjallað um fjölmörg hagsmuna-
mál bændastéttarinnar og land-
búnaðarins i heild.
Fyrst vil ég gera grein fyrir
meðferð þeirra mála.sem siðasti
aðalfundur gerði ályktanir um.
1. Tillaga um tryggingamál
bændastéttarinnar.
Ályktunin fjallaði um áhættu
ábyrgðar og slysatryggingu fyrir
bændastéttina. Arna Jónssyni var
falið að kanna þetta mál og gera
skýrslu um það fyrir bændur og
félagssamtök þeirra og mun
þeirri skýrslu verða útbýtt hér á
fundinum. Þar kemur fram, að
bændur geta með samtökum
fengið tiltölulega góða áhættu- og
slysatryggingu gegn vægu gjaldi,
ef þeir standa saman um aö
kaupa slika tryggingu fyrir hópa.
Og visa ég til skýrslunnar um það
efni. í
2. Tillaga um breytt fyrirkomulag
varðandi vélakaup bænda út af
erindi Hafþórs Helgasonar á
fyrra ári var til meðferðar hjá
nefnd þeirri, sem aðalfundur
kaus til að fjalla um það mál.
Nefndin hefur skilað skýrslu
um störf sin til stjórnarinnar og
verður þeirri skyrslu útbýtt til
fundarmanna.
3. Tillaga um afleysingafólk i
landbúnaði til þess að bændur
gætu tekið ádr orlof var rædd itar-
lega og oft við landbúnaðarráð-
herra.
Niðurstaða þeirra umræöna varð
sú, að landbúnaðarráðherra fól
mér, ásamt Jónasi Jónssyni að
kanna orlofslöggjöf norskra
bænda og semja siöan frumvörp
aö lögum um orlof isl. bænda
og með hliðsjón af norsku lög-
gjöfinni. Þetta gerðum við Jónas
s.l. vetur. Kkki var frumvarp
þetta tekið til flutnings á siðasta
Alþingi, en þvi verður útbýtthér á
fundinum, svo aö fulltrúar geti
gert sinar athugasemdir við það
og eðlilegt þykir mér,að það gangi
til nefndar til umsagnar.
4. Tillaga um eflingu jarðakaupa-
sjóðs og um lánveitingar til
sveitarfélaga svo þeim verði fært
að neyta forkaupsréttar að
jörðum, sem þeim eru boðnar til
kaups,var send landbúnaðarráðu-
neytinu og nefnd þeirri, sem
vinnur á vegum þess að endur-
skoðun löggjafar um jarðeigna-
mál.Árni Jónasson, sem er full-
trúi Stettarsambandsins i nefnd
þessari. mun gera grein fyrir
þessu máli i skýrslu sinni hér á
eftir svo og starfi nefndarinnar
almennt. jafnframt veröur frum-
varpi að jarðalögum útbýtt til at-
hugunar.
5. Tillaga um að bjóða hingað til
lands erfðafræðingnum Normani
Borlaug var send Búnaðarfélagi
tslands og Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins að Keldnaholti og
óskað samstarfs viö þessar
stofnanir um framkvæmdina.
6. Tillaga um markaðsmál var
send S.t.S. og landbúnaöarráöu-
neytinu og hafa markaðsmálin
verið rædd á mörgum fundum
stjórnarinnar og Framleiðslu-
ráðs. Fariö var fram á aöstoð
áðurgreindra aðila til markaðs-
leitar i Bandarikjunum á þessu
ári, en vegna litilla möguleika á
dilkakjötsútflutningi nú og fleiri
ástæðna hefur ekki orðiö af þvi
ennþá. Hins vegar fór fram
kynning á isl. dilkakjöti á Royal
hóteli i Kaupmannahöfn i vetur.
Stóð sú kynning i eina viku og aö
þvi unnu Hótel Saga, S.Í.S. auk
Stéttarsambandsins.sem lagði 100
þús. krónur fram i þessu skyni.
Talið var, að þetta hefði borið
góðan árangur. Eftirspurn eftir
isl. kjöti i Danmörku hefur aukizt
og verðið hækkað verulega.
Ráðgert er að hefja markaðs-
kynningu i Bandarikjunum á
komandi hausti, ef kjötfram-
leiðslan i haust gefur tilefni til
meiri útflutnings næsta verðlags-
ár.
I s.l. junimánuði hófst kynning
isl. landbúnaðarvara i Átthagasal
Hótel Sögu fyrir tilstuðlan
Stéttarsambandsins.
Að þessari kynningu standa
ýmsir fleiri aðilar svo sem
afurðasala S.t.S., Osta- og smjör-
salan og iðnaöardeildir S.t.S. Auk
landbúnaöarvara eru kynntir isl.
skartgripir, leirmunir, vefnaður
o.fl.
Þessi kynning er einkum ætluð
erlendum gestum og er til
kynningar á islenzkum fram-
leiðsluvörum, þessi kynning
hefur farið vel af stað.
7. Tillaga um fiskeldi, rann-
sóknir og leiðbeiningar á þvi sviði
og um aukinn fjárstuðning til
þeirra mála var send Veiðimála-
stofnuninni, veiðimálanefnd og
landbúnaðarráðuneytinu. Nokkur
aukning var á fjármagni til þess-
ara mála á yfirstandandi ári og
ráðinn hefur verið nýr maður til
Veiðimálastofnunarinnar til leiö-
beiningastarfa.
Arni Jónasson mun gera nánari
grein fyrir þessu i sinni skýrslu.
8. Tillaga um aðstoð við V-Skaft-
fellinga vegna erfiðra og dýrra
áburðarflutninga var send stjórn
Áburðarverk smiðjunnar og
landbúnaðarráðherra. Gerð var
itarleg skýrsla um kostnað við
flutninga i og úr þessu héraði og
samanburður gerður við næstu
byggðarlög.
Kom þá i ljós, að flutnings-
kostnaður V-Skaftfellinga er
a.m.k. tvöfaldur að meðaltali á
móti flutningskostnaði i Rangár-
vallasýslu.
Kkki hefur fengizt breytt þeirri
reglu Áburðarverksmiðjunnar,
aö V-Skaftfellingar kosti að fullu
flutning áburðarins frá Gufunesi
eins og aðrir bændur verða að
gera, sem áburð taka þar. Flutn-
ingastyrkur, sem Alþingi veitir
var hækkaður nokkuö i vetur.
9. Tillaga um byggðaþróunarmál
á Vestfjörðum var send landbún-
aðarráðuneytinu, Efnahagsstofn-
uninni og Alþingi.
Tvær siðast taldar tillögur voru
hafðar rikt i huga við endurskoð-
un Framleiðsluráðslaganna og
sett var sérstök grein (16. gr.) i
frumvarpið, sem gerði ráð fyrir
stuðningi til þeirra byggðarlaga,
sem ættu við slik vandamál aö
etja.
10. Tillaga um athugun og aðstoð
við félagsræktun bænda við inn-
anvert tsafjarðardjúp var send
Landnámi rikisisn.
Hefur Landnámiö gert áætlun
um framkvæmdir i þvi efni og
aukinn búskap á þessu svæði.
Hefur sú áætlun verið kynnt við-
komandi bændum. Niðurstaða
hennar er sú, að til þess að koma
búum þeirra 40—50 bænda, sem
þarna búa i 400 ærgilda stærð,
muni þurfa fjárfestingu i ræktun,
húsum og bústofni að upphæð ca.
53 millj. króna.
Sjálfsagt þarf að endurskoða
þessa áætlun heima fyrir og
breyta ýmsu, en þetta gefur þó
nokkra hugmynd um ástandið i
byggðarlaginu. Svona áætlanir
þyrfti að gera fyrir fleiri byggð-
arlög.
11. Tillaga varöandi grænfóður-
verksmiðjur, áætlanagerð um
framkvæmdaþörf og fjármagns-
útvegun i þvi skyni var send
Landnámi rikisins og landbúnað-
arráðherra.
Búiö er að gera áætlun um
byggingu þriggja nýrra verk-
smiðja á næstu árum þ.e. i Skaga-
firöi, Þingeyjarsýslum og A-
Skaftafellssýslu. Fjármagnið i
þær er ætlunin að rikið leggi fram
að fullu og verður fjárveiting rik-
isins i þessu skyni aukin á næsta
ári. En ráöagerð er uppi um,að
aðilar i héruðunum sjái um rekst-
ur verksmiðjanna.
A þessu ári hefur Landnámið
veitt fjárstuðning til tveggja
verksmiðja i einkaeign þ.e. i
Brautarholti á Kjalarnesi og i
Saurbæjarhreppi i Dalasýslu.
12. Tillaga um hrossatamninga-
stöðvar og útflutning hrossa var
send S.t.S., Búnaðarfélagi ts-
lands og bændaskólunum.
Verið er að undirbúa nýja
reglugerð varðandi útflutning
hrossa, þar sem m.a. er kveðið á
um flokkun, mat og ákvörðun lág-
marksverðs á útflutningshross-
um og ætti það að verða til veru-
legra umbóta, frá þvi sem nú er,
ef það kemst i framkvæmd.
13. Tillaga um búfjársjukdóma
var send Tilraunastöðinni á Keld-
um og sérstök áherzla lögð á
rannsóknir á lambaláti, Hvann-
eyrarveiki og bráðadauða i kúm.
Þetta eru þeir sjúkdómar sem
virðast valda mestum búfjár-
dauöa skv. skýrslum, sem berast
Bjargráðastjórn. Ber þar lang
Gunnar Guðbjartsson.
mest á lambalátinu, sem veldur
stórfelldu tjóni ár hvert og virðist
það fara vaxandi með ári hverju.
Þvi er ástæða til að veita þeim
sjúkdómi meiri athygli og verja
meiri starfsorku og fjármun-
um til að leita aö orsökum fyrir
útbreiöslu hans en hingað til hef-
ur verið gert. Ég vil i þessu sam-
bandi vekja athygli bænda á þvi,
að mikil brögð eru að búfjár-
dauða, vegna þess, að búfé kemst
i kjarnfóður og étur sér til óbóta.
Fjölmargar umsóknir um fjár-
hagsaðstoð hafa borizt Bjarg-
ráðastjórn, af þessum sökum. t
flestum tilfellum er hér um aö
ræða annaö hvort óaðgæzlu eða
beinan trassaskap. Það er þvi
vafasamt að framhald geti orðið
á þvi, að Bjargráðasjóður veiti
aðstoð i slikum tilfellum, þó það
hafi til þessa verið gert. Nauösyn-
legt er að haga geymslu og um-
búnaði kjarnfóðurs þannig, að
skepnur geti alls ekki komizt i það
óskammtað.
Slys af þessu tagi, sem rekja
má til trassaskapar koma óoröi á
bændastéttina.
14. Tillaga varðandi jöfnunar-
verð á rafmagni og afnám sölu-
skatts af þvi var send fjármála-
ráðherra og iönaðarráðherra.
Söluskattur af rafmagni til
húsahitunar var afnuminn s.l.
vetur.
1 bréfi, sem stjórn Stéttarsam-
bandsins barzt frá iðnaðarrað-
herra, er gefið fyrirheit um jöfn-
un á heildsöluverði rafmagns og
er það nú i undirbúningi að ég
ætla.
15. Tillaga um lánamál landbún-
aðarins var send Búnaðarbanka
Islands og landbúnaðarráðherra.
Árangur er umtalsverður. tbúð-
arlán hafa verið hækkuð i 600 þú.
krónur. Jarðakaupalánin hafa
verið hækkuð úr kr. 200 þús. i 500
þús. kr. þ.e. 400 þús. i peningum
og 100 þús. kr. i rikistryggðu
skuldabréfi. Þessi hækkun jarða-
kaupalánanna er gerð með aðstoð
Lifeyrissjóðs bænda, sem lánaði
veðdeildinni 25 millj. króna i
þessu skyni.
Þá hefur verið gert mikið af
hálfu landbúnaðarráðherra til að
útvega stofnlánadeildinni fé til
útlána og er stefnt að þvi að full-
nægja lánsf járeftirspurninni
þrátt fyrir það, að hún vex nú
mjög mikið viö batnandi árferði
og aukna bjartsýni hjá bændum,
en samhliða hækkandi fram-
kvæmdakostnaði.
16. Tillaga um byggðaáætlanir
var send Efnahagsstofnuninni,
Alþingi og rikisstjórninni og er
þetta nú komið til hinnar nýju
Framkvæmdastofnunar rikisins.
17. Tillaga varðandi flokkun á
gærum var send landbúnaðar-
ráðuneytinu og er ráðgert að
skipa nefnd til að fjalla um það
mál og gera tillögur til ráðu-
neytisins um það efni.
18. Tillögur varðandi verðlags-
málin hafa verið i athugun hjá
stjórninni við meðferð verðlags-
málanna og vik ég að þeim i þvi
sambandi siðar i þessari skýrslu.
19. Tillaga varðandi fóðuröflun og
aðstoð við fóðurflutninga i þau
byggðarlög, sem kynni að skorta
heyfóður var send Búnaðarfélagi
lslands til athugunar.
20. Tillaga varðandi ýmis mál,
sem óskað væri eftir að Stéttar-
sambandsfundir fjalli um, var
send búnaðarsamböndunum.
21. Tillögur varðandi breytingar á
Framleiðsluráðslögunum voru
lagðar fyrir nefnd þá, sem land-
búnaðarráöherra skipaði 14. sept.
s.l. til aö endurskoða lögin og
hlutu þær tillögur itarlega með-
ferð þar svo sem frá var skýrt á
aukafundinum i vetur.
Þá hefi ég lokið að gera grein
fyrir afgreiðslu þeirra tillagna, er
siðasti aðalfundur samþykkti og
hverja meðferð þær hafa fengið
hjá stjórn sambandsins.
Þá vil ég næst vikja að nokkr-
um málum öðrum, sem stjórnin
hefur fjallað um á milli aðal-
funda.
1. Unnið var að þvi að fá aukna
fjárveitingu til F'ramleiðnisjóðs
landbúnaðarins og þá einkum
með tilliti til þess, að unnt sé að
framkvæma áætlun þá, sem gerð
hefur verið um endurbyggingu
sláturhúsanna.
En eins og kunnugt er, var lok-
að fyrir útflutning úr nær öllum
eldrisláturhúsum landsins a.m.k.
til Bretlands á s.l. hausti. Af
þeirri ástæðu og fleirum, er nauð-
syn, ýmist að endurbyggja eða
breyta allmörgum sláturhúsum á
næstu árum, svo komizt verði hjá
vandræðum.
Á fjárlögum þessa árs eru veittar
22 milljónir króna til sjóðsins,
sem stjórn hans mun úthluta i
lána- og styrkjaformi.
2. Unnið var að þvi með viðræðum
við einstaka ráðherra að fá aukna
fjárhagsaðstoð við nemendur úr
dreifbýli, sem verða að sækja
skólanám fjarri heimili sinu.
Nokkur árangur varð af þessu,
fjárveitingin hækkaði úr 15 millj.
kr. i kr. 25 millj. Alþingi sam-
þykkti einnig sérstaka löggjöf um
þetta efni, sem kemur til fram-
kvæmda i byrjun næsta skólaárs
og er þá gert ráð fyrir verulega
auknu fjármagni til styrktar
þessu umrædda skólafólki.
3. Stjórn Stéttarsambandsins
fjallaði itarlega um frv. um tekju-
og eignaskatt svo og um tekju-
stofna sveitarfélaga, sem lögð
voru fyrir Alþingi i vetur og gerði
allmargar ábendingar til breyt-
inga á þeim frv. Margar þeirra
ábendinga voru teknar til greina
við afgreiðslu þeirra.
4. Stjórnin vann allmikiöað þvi að
fá til landsins heyþurrkunarvélar
i samræmi við samþykkt aðal-
fundar fyrir tveim árum. Fyrst
voru sendir tveir menn til Dan-
merkur til að skoða Taarup hey-
þurrkunarverksmiðjur. Til þeirr-
ar farar völdust tveir ráðunautar
úr Eyjafirði þeir Stefán Þórðar-
son vélaráöunautur og Ólafur
Vagnsson. búfjárræktarráðu-
nautur. Þeir skiluðu skýrslu til
stjórnarinnar eftir heimkomuna,
sem var það jákvæð, að ráðlegt
þótti að kaupa slika verksmiðju i
tilraunaskyni. Áhugi kom fram
hjá tveim búnaðarsamböndum
um að framkvæmda þetta, B.s.
Eyjafjarðar og B.s Suðurlands.
Niðurstaða varösú, að bæði sam-
böndin réöust i að kaupa verk-
smiðju. Kaupverðiöer um 5millj.
kr. Stéttarsambandið aðstoðaði
samböndin við þessa framkvæmd
með þvi að lána þeim hvoru fyrir
sig 1,5 millj. króna, vaxtalaust i
tvö ár. Þessi lán eru veitt með
skilyrðum, einkum varöandi þaö,
að gerðar verði nákvæmar at-
huganir um kostnað við heyverk-
un þessa og einnig verði gerðar
athuganir og rannsóknir varðandi
fóðurgæði framleiöslunnar. All-
miklar vonir eru bundnar við
þessa fóðurverkun, þó of snemmt
sé að spá nokkru um kostnaðar-
hlið hennar.
5. Stjórn Stéttarsambandsins
fjallaði um landverndarmál á
fleiri fundum Auk þess að senda
fulltrúa á fundi og þing hjá Land-
vernd, landverndar- og náttúru-
verndarsamtökum tslands, þá
hefur stjórnin sent álitsgjörð um
þessi þýðingarmiklu mál til
stjórnskipaðrar nefndar, sem nú
vinnur að athugun þeirra og á að
gera tillögur til rikisvalds til að-
gerða á þessu sviði. Þetta eru
mál, sem bændur verða að láta
sig skipta, þvi nokkur hætta er á,
að þeim verði að öðrum kosti ráð-
ið til lykta af öðrum aðilum, án
samráðs við bændur og ef til vill i
andstöðu við hagsmuni þeirra.
6. Stjórnin fjallaði um fjölmörg
mál, sem henni voru send til um-
sagnar af ýmsum nefndum Al-
þingis.
7. Að ósk Áburðarverksmiðjunn-
ar vann Árni Jónason að vali úr-
taks bænda, sem sent var bréf
varðandi val áburðartegunda,
sem kostur yrði á að framleiða i
nýju áburöarverksmiðjunni, sem
er að verða fullbúin til tilrauna-
vinnslu á næstu dögum. Með
þeirri breytingu og umbót i
áburðarframleiðslunni ætti aö
verða fært að mæta öllum sann-
gjörnum óskum bænda um val
áburðarefna á næstu árum. Þó
eitthvað verði að afgreiða af
ókornuðum kjarna næsta vor, ætti
það að verða tiltölulega litill hluti
áburðarmagnsins i heild.
8. Stjórn Stéttarsambandsins
fékk til kynningar áætlun um að
lokið verði rafvæðingu sveitanna
á næstu þrem árum, sem Orku-
stofnunin gerði i vetur og rikis-
stjórnin hefur, að þvi er mér hefur
skilizt, staðfest að sinu leyti.
9. Stjórnin fjallaði um breytingar
á lögum um Bjargráðasjóð ls-
lands, sem samþykkt voru á sið-
asta Alþingi. Einnig um breyt-
ingu á II kafla laga um Lifeyris-
sjóð bænda.
I þeim breytingum felast eink-
um fjögur þýðingarmikil atriði.
A. Þeir bændur eiga rétt til lifeyr-
is, sem orðnir eru 70 ára og hætt
hafa búskap eftir mitt ár 1964, ef
þeir hafa verið viö búskap næstu
10 ár þar áður. Þessi timamörk
voru áöur bundin við áramót 1967-
1968.
B. Þeirbændur, sem orðnir eru 75
ára fá lifeyri, þó þeir hafi ekki
hætt búskap og fá ekki skerðingu
lifeyrisins þó þeir hafi einhverjar
vinnutekjur.
C. Þeir menn, sem lifað hafa af
búvöruframleiöslu og talizt
bændur, þó þeir hafi ekki haft lög-
býli til umráða, geta fengið lifeyri
að mati stjórnar sjóösins, ef þeir
uppfylla önnur skilyrði laganna.
D. Viðmiðunarfjárhæð lifeyrisins
hækkar verulega frá þvi sem áöur
var.
Rétt þykir mér að geta þess, að
fjármálaráðherra ákvað að
greiða framlag neytenda til lif-
eyrissjóðsins af rikisfé þetta ár
eins og i fyrra og hefur þvi bú-
vöruverð ekki hækkað i smásölu
af þeim sökum. Ég vil vekja sér-
staka athygli á þessu, þvi i ÚU--
varpi. sjónvarpi og blöðum hefur
þvi oftsinnis verið slegið föstu, að
Framhald á bls. 13