Tíminn - 11.07.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 11.07.1972, Qupperneq 9
Þriðjudagur 11, júli 1972 ItMINN Útgefandi: Frímsóknarflokkurihn S:::: Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-, arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). íSiííi Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislasoni. - Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- -• - takið. Biaðaprent h.f. Stöðvun verðhækkana • hagur launþega í málefnasamningi rikisstjórnarinnar var þvi lýst yfir, að reynt yrði að koma i veg fyrir, að verðlagshækkanir yrðu meiri hér á landi en i helztu nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Verðlagshækkanir hafa að undanförnu orðið verulega meiri en áætlað hafði verið við gerð kjarasamninga i desember, og talið er,. að kaupgreiðsluvisitalan muni hækka um 5-6 stig til viðbótar 1. sept. n.k. verði ekkert að gert. Þær kostnaðarhækkanir, sem þessu fylgja, munu verða útflutningsatvinnuvegunum þung- ar i skauti, auk þess, sem þær kalla frarn frek- ari verðhækkunarkröfur og þar með framhald þeirra viðsjárverðu víxlhækkana verðlags og kaupgjalds, sem magnazt hafa siðustu mánuði. í samræmi við málefnasamninginn hefur rikisstjórnin því ákveðið að gripa nú þegar til bráðabirgðaráðstafana til að sporna gegn þessari þróun og hefur rætt þær við aðila vinnu markaðarins að undanförnu. Þessar ráðstaf- anir eiga að skapa nauðsynlegt svigrúm til þess að undirbúa tillögur um varanlegri að gerðir i efnahagsmálum. Þær ráðstafanir, sem rikisstjórnin mun nú beita sér fyrir, munu ekki hafa i för með sér skerðingu á kaupmætti verkafólks á þvi tima- bili, sem þeim er ætlað að standa, og ASÍ hefur nú lýst yfir, að það muni láta umræddar að- gerðir óátaldar af sinni hálfu. Rikisstjórnin stefnir að þvi að halda visitöl- unni óbreyttri til áramóta og stöðva verð hækkanir. Rikissjóður greiðir niður 1.5 visitölustig með aukningu á niðurgreiðslum landbúnaðarvara og komið verður i veg fyrir hækkun land- búnaðarvara. 1. sept. Með hækkun fjölskyldubóta i kr. 10.900.- á barn á ári frá 1. júli að telja lækkar visitalan um 1.5 stig. Þessu hyggst rikisstjórnin koma i kring án nýrra skatta með þvi að lækka útgjöld rikisins. í þessum ráðstöfunum felast hagsbætur, sem meta má til jafns við þá kaupgreiðsluvisitölu- hækkun, sem yrði 1. sept. Launþegar munu nú þegar njóta niðurfærsluráðstafana, sem svara 3 visitölustigum og 1. september, þegar komið verður i veg fyrir hækkun landbúríáðarafurða, vinna þeir eitt visitölustig, sem þeir hefðu ekki fengið bætt skv. gildandi reglum um verðlags- bætur á laun. En mikilvægast fyrir launþega og þjóðina alla er, að takast mætti að nýta það svigrúm, sem með ráðstöfunum gefst, til að finna varanlegri lausn efnahagsvandans og tryggja þar með atvinnu og rauntekjur laun- þega til frambúðar og blómlegan rekstur at- vinnuveganna. — TK Chris Stockwell, The Times: Vaxandi árekstrar milli ríkra þjóða og fátækra Ráðstefnan um mál þróunarlandanna mistókst alveg STARFSMENN brezka fjár málaráðuneytisins og starfs- menn brezka þróunar- ráðuneytisins erlendis eru byrjaðir sinar árlegu deilur um það hlutfall vergra þjóðar- tekna, sem verja eigi til að- stoðar vanþróuðum rikjum. Nokkrir möguleikar virðast á, að rikisstjórnin muni loks i haust fallast á áætlun, sem stefnir að 0,7% framlagi eins og Sameinuðu þjóðirnar mæla með. Ekki ætti þó að láta þetta skyggja á þá óþægilegu stað- reynd, að þriðja ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um við skipti og þróun (UNCTD) mis- tókst gersamlega, en hún var fyrir skömmu haldin i Santiago. Viðhorfin gáfu á ýmsan hátt betri vonir en verið hefir um langt skeið. Samskipti Banda- rikjamanna og Kinverja og Bandarikjamanna og Sovét- manna eru vinsamlegri en áö- ur og stefnan I Mið-Evrópu gagnvart austurveldunum glæðir yonir Austur-Evrópu- manna um frið og festu. FYRIR ráðstefnunni lágu uppástungur um margskonar úrræði, en fulltrúumhinnaauð- ugri þjóða þóttu þær flestar' valda vandkvæðum. Vanþró- uðu þjóðunum reið einna mest á ákvörðun um vandann, sem það veldur þeim, að selja frumframleiðslu sina úr landi. Um niu tiundu af útflutnings- tekjum þeirra fást fyrir sölu hráefna og óhjákvæmilegt er að treysta þennan markað, ef vanþróuðum þjóðum á að vera kleift að skipuleggja þróunina. A þriðju ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTD III) gafst mjög gott tækifæri til að gera ráðstafanir til að koma i veg fyrir áframhald á versnandi viðskiptakjörum, sem þorri vanþróuðu þjóðanna hefir átt við að búa. Ef svo heldur fram sem horfir, nemur fjárflutn ingurinn með þess móti frá vanþróuðu þjóðunum til hinna þróuðu hærri upphæð en veitt er i aðstoð. Raðstefnunni mistókst að ráða bót á þessu og lét sér nægja að kveða á um sérstak- an fund viðskipta- og þróunar- nefndarinnar i haust. Vonandi tekst á þeim fundi að koma fram þeim úrbótum, sem ráð- stefnunni mistókst, en á þvi eru þó litlar horfur nema þvi aðeins, að stefnubreyting verði hjá auðugu þjóðunum. AUÐUGU þjóðirnar þykjast sjá fram á, að yfirburðir þeirra séu i hættu og berjast þvi gegn öllum tilraunum til skerðingar á hinum frjálsa markaði, jafnvel þó að hann vinni gegn hagsmunum meiri- hluta mannkynsins. Banda- rikjamenn hafa jafnvel gengið svo langt að lýsa yfir, að þeir séu andstæðir samningum um ákveðnar vörur, enda voru engar ráðstafanir gerðar til að festa verð eða draga úr of- framleiðslu. Ekkert var heldur aðhafzt til þess að kerfa framleiðslu gerviefna eða bæta sam- keppnisaðstöðu náttúrulegrar framleiðslu. Gerviefnunum vegnar svo vel sem raun ber vitni fyrst og fremst vegna þess, hve verð þeirra er stöð- ugt, en draga verður I efa, hvort réttlætanlegt er að verja jafn miklu fé og gert er til rannsókna á framleiðslunni i upphafi. (Leðurlikið Corfam McNamara forstjóri Alþjóöa- bankans hefir til dæmis kostað 100 milljónir dollara.) Að lokinni ráðstefnunni er óhjákvæmilegtað spyrja, hvar eigi að bera niöur næst. Sam- kvæmt eðli málsins hljóta ýmsar alþjóöastofnanir að koma upp i hugann, svo sem Viðskipta- og þróunar-ráðiö (TDB), Tolla og viðskipta- samningarnir (GATT), Al- þjóðagjaldeyrissjóöurinn og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. VALDIÐ til að gera sam- þykktir að veruleika hvílir hjá rikisstjórnum hinna einstöku rikja. Fáar samþykktir fela i sér kröfur um ákveðnar, al- varlegar tilslakanir og er ár - angurinn þvi að verulegu leyti undir framkvæmdinni kom-; inn. Þær samþykktir, sem fela i sér alvarlegar kröfur, verður til dæmis að leggja fyrir brezka þingið, og þar og þá fæst úr skorið um einlægni rik- isstjórnarinnar i viðleitni til að hjálpa vanþróuðu þjóðun- um. Fátt sker betur úr um þetta en það , hvort samþykkt verður að veita 0,7% af verg- um þjóðartekjum til aðstoðar vanþróuðum þjóðum. Bretar eru eina þjóðin, sem neitar að miða aðstoð við vanþróaðar þjóðir við ákveðið mark, og við verðum aðeins litnir illum augum á alþjóðaráðstefnum ef við höldum áfram að reyna að réttlæta þá afstöðu, sem ekki er réttlætanleg. Opinber aðstoð til þróunar er nauðsynleg til uppbygging- ar, umbóta i landbúnaði, auk- innar menntunar o.s.frv. Hún erstórum mun mikilvægari en einkafjárfesting, sem hefir ávallt þann tilgang að nýta tækifæri til ábata fremur en að efla þróun. VALDAR hafa verið 25 þjóð- ir, sem þurfi á sérstakri að- stoð að halda. Samþykkt ráð- stefnunnar var bæði margorð og mótsagnakennd, en sam- komulag. varð um fáar ákveðnar ráðstafanir til að- stoðar þessum þjóðum. Ekki verður þó hjá þvi komizt að benda á, að þær fáu ráðstafan- ir, sem mælt er með og koma þessum þurfandi þjóðum til góða, kosta auðugu þjóðirnar i raun og veru ekki neitt, og þess vegna voru þær sam- þykktar átakalitið. Ráðstefnunni gekk hins veg- ' ar afar erfiðlega að komast að samkomulagi, sem allir gætu fallizt á, um orðun samþykkt- arinnar, einkum þó tengsl hinna sérstöku yfirfærslu- rét'tinda og aðstoðarinnar við vanþróaðar þjóðir. ÞAU tengsl, sem flestir sér- fræðingar og fulltrúar á ráð- stefnunni hallast að, eru hin svokölluðu lífrænu tengsl. Samkvæmt þeim yrðu vanþró-1 uðu þjóðirnar aðnjótandi hinna sérstöku yfirdráttar- réttinda gegn um alþjóðaáam- tök og til þróunarfram- kvæmda, enda ætti þetta ekki, ef rétt er á haldið, að þurfa að hindra yfirdráttinn i að gegna hlutverki sinu sem alþjóðlegur varasjóður. Þvi miður virðist litil von til, að þessi skipan geti komizt á næstu þrjú ár eða svo, og raunar verður henni ekki komið á, án þess að leggja ali- hart að einstökum rikisstjórn- um. Alþjóðagjaldeyrissjóöurinn mun annast allar athuganir á þessari tilhögun og i stjórn hans verða þessi mál fyrst og fremst rædd. Þar munu einnig fara fram allar hinar mikil- vægari umræður um umbætur á hinu þjóðlega peningakerfi yfirleitt. EITT af þeim fáu jákvæðu atriöum, sem viðurkennd fengust á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun, var sið- ferðilegur réttur hinna van- þr. þjóöa til að taka þátt I þeim umræðum, sem móta framtið þeirra, ekki siður en framtið hinna auðugu þjóða. Ráðstefn- an féllst á að veita þessum þjóðum þátttökurétt með þvi að kveða saman fulltr. 20 þjóða framkvæmdan, til ráðuneytis. Fræðilega séð kemur þessi hópur i stað full- trúa iðnþróuðu rikjanna tiu, og Bandarikjamenn féllust á þessa skipan einungis á þeim forsendum, að hún dregur úr þeirri drottnun Evrópurikja, sem fólst i hinni fyrri skipan.' Enn er óse'ð, hvort þessi full- trúahópur reynist fær um að taka ákvarðanir, þegar til kastanna kemur. Margir full- trúar voru þeirrar skoðunar, að þessi nýja skipan breytti engu um hið raunverulega valdajafnvægi. Auðugu þjóð- irnar reyna efalaust að koma sér saman um hlutina hér eftir sem hingað til, og hinar van- þróuðu verða að sætta sig við orðinn hlut. VANÞRÓUÐU þjóðirnar hafa ávallt viðurkennt, að þær beri sjálfar höfuðábyrgð á þróun sinni. En fulltrúar þeirra eru samt sem áður þeirrar skoðunar, að þær þurfi á virkri aðstoð þróuðu þjóð- anna að halda með viðskipta- samningum og fjárhagsað- stoð, ef þróunaráætlanirnar eiga að takast. Verði ekkert úr slikri aðstoð má vænta Jiess, að æ fleiri vanþróaðar þjóðir gripi til eigin ráða og aðhýllist svipaða stefnu og Sri Lanka (Ceylon), Chile, Peru og Tanzania. Jafnframt verður reynt að knýja hinar auðugu þjóðir til að fallast á rétt hinrta fátæk- ari, eins og raunin varð hjá samtökum rikja, sem flytja út oliu. Af slikri stefnu leiðir óhjákvæmilega beizkju, sem er ills viti fyrir okkur alla. En ef við breytum ekki til I neinu getum við engum um kennt nema sjálfum okkur ef illa fer.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.