Tíminn - 11.07.1972, Side 20

Tíminn - 11.07.1972, Side 20
Sambandsþingi demókrata hófst í nótt McGovern hyggst sigra þrátt fyrir andspyrnu NTB—Miami Beach Um 6500 lögreglumenn, þjóö- varöliöar og sérþjálfaðir her- menn voru til staöar i Miami i gær, en þar skyldi i gærkvöidi hefjast landsþing deinókrata og útnefnt forsetacfni. Akveöiö hefur verið, að McGovern þurfi nú að- eins I40:t atkvæði á þinginu til aö hljóla alla 271 kjörmenn Kaliforniurfkis, en 151 þeirra sit- ur hjá viö atkvæöagreiðsluna. Keppinautar hans hafa myndaö öflugasamstööu um aö koma í veg fyrir útnefningu hans sem for- setaefnis. Búizt er við, að forsetaefni verði endanlega útnefnt á morg- un, en líklegt er talið,að úrslit verði ljós öllu fyrr, eða þegar full- trúar taka afstöðu til, hvernig kjörmenn Kaliforniu og Illinois skuli skiptast niður. Ef McGovern fær stuðning við þá kröfu sina að fá alla 271 mennina, hefur hann tryggt sér nægilegt fylgi til að vera öruggur um útnefninguna. „Stoðvið McGovern” Mikil viðleitni til að hindra útnefningu McGoverns setti svip á siðasta undirbúning landsþings ins. Samsteypa undir forystu Hubert Humphreys, Edmunds Muskie og Henrys Jacksor. vinna gegn McGovern og fá stuðning verkalýðshreyfingarinnar. Hreyfing þessi lýsti þvi yfir i gær að hún ætlaði ekki að vikja hárs breidd fyrr en nauðsynlegt væri. „Stöðvið McGovern” mátti heyra hrópað um allt i Miami. Humphrey og Muskie vonast til að leikar fari svo að athyglin beinist að þeim, ef McGovern vinnur hvorki fyrstu né aðra at- kvæðagreiðslu. Muskie mun þó ekki nærri eins harður gegn McGovern og Humphrey. I skoöanakönnun Gallups á sunnudag, reyndist McGovern hafa fylgi 30% demókratiskra kjósenda, Humphrey 27% cg Wallace 25%. Aörir fram- bjóöendur voru langt að baki. Sýnir þetta, að McGovern virðist langt frá þvi að vera búinn að sannfæra kjósendur flokksins. McGovern biartsvnn Aðrir frambjóðendur flokksins hönaf uðu mjög á þessum úrslitum i gær. Henry Jackson og Shirley Chisholm, sem alla jafna eru ekki sammála, sögðu, að ef McGovern yrði útnefndur, ætti flokkurinn á hættu að meirihluti hans i full- trúadeildinni minnkaði mikið. Humphrey og Muskie gengu ekki svo langt, en bentu þó báðir á, að flokkurinn hefði ekki efni á að slita útnefninguna úr tengslum við kosningarnar i nóvember. McGovern sjálfur er enn bjart- sýnn, þó að starfslið hans hafi greinilega áhyggjur af úrslitun- um um kjörmenn Kaliforniu. McGovern sagði sjálfur á sur.nu- daginn, að hann gæti bjargað sér án allra Kalifornisku fulltrúanna, þó að þá myndu aðeins fá atkvæði skipta sköpum. Þó viðurkenndi hann að ef úrslit yrðu ekki á þann veg, sem hann vonar, mundi flokkurinn enn einu sinni snúa sér að Humphrey. Hann lét einnig i ljós þá vissu sina, að Kennedy mundi styöja sig, ef útnefningin yrði svo erfið, að þess þyrfti. Kennedy ekki með Eini demókratinn, sem hugsan- legt er aö geti sameinað hinn sundraða demókrataflokk fyrir forsetakosningarnar, verður ekki i Miami, og hefur ekki hugsað sér að koma þangað fyrr en forseta- efni hefur verið útnefnt. Kennedy hvilir sig nú i sumarbústað fjöl- skyldunnar i Hyannis Port. Hann hefur margsinnis sagt, að hann muni visa á bug öllum tilboðum um að verða varaforsetaefni. McGovern vonaði um stund, að honum tækist að tala um fyrir Kennedy og siðast á sunnudaginn sagði McGovern, að Kennedy yrði einn þeirra fyrstu, sem hann byði embættið. Skoðanakannanir hafa þó sýnt, að fulltrúarnir á landsþinginu eru ekki yfir sig hrifnir af að fá Kennedy i brodd fylkingar sinnar i haust. Aðeins 28% lýstu sig fylgjandi honum sem mála- miðlunarframbjóðanda, en 35% kváöust . ekki myndu mótmæla þvi ef svo færi, ef önnur leið væri ekki fær. 18% voru eindregið á móti Kennedy og 18% svöruöu ekki. Kennedy-nafnið seiðir Skoðanakannanir meðal al- mennings hafa leitt i ljós, að Kennedy-nafnið hefur mikið að- dráttarafl. McGovern var fljótur að átta sig á þvi, að Kennedy yrði vinsælasta nafnið á varaforseta og þangað til fólk loks fór að gera sér grein fyrir þvi, að Kennedy ætlaði alls ekki að þiggja slikt embætti, var McGovern langvin- sælasti forsetaframbjóðandinn meðal almennings. * ................. Þriðjudagur 11. júli 1972 - Geysir gaus er hann fékk „Hreinolið” Þó—Reykjavik Sá frægi en duttlungafulli goshver Geysir gaus klukku- tima gosi i fyrrakvöld, og var gossúlan á að gizka 60 metra há. Til þess, að fá Geysi til að gjósa i fyrrakvöld þurfti aö bera i hverinn um 100 kg aí „grænu Hreinoli”, sem llallgrimur Björnsson setti i hann. Greipur Sigurðsson tjáði blaðinu i gær, að þeir hefðu byrjað að hella Hreinolinu i Geysi um hádegisbilið á sunnudaginn, en Greysir gaus ekki fyrr en um kl. 9.30 (21.30) um kvöldið. Sagði Greipur, að Geysir væri aiveg óútreiknanlegur, en samt sem áður.hefði hann verið frekar liflegur á þessu ári. 1 sumar hefur hann fjórum sinnum verið látinn gjósa með þvi að bera sápu i hann, og hafa öil þau gos verið stór og mikil. VOPNAHLÉÐ FÓR ÚT UM ÞÚFUR Bretar senda liðsauka til Norður-írlands NTB—Bclfasl Brezkir hermenn og leyniskyttur héldu i gær áfram aö skiplast á skotum eftir hlóöuga helgi, scm kostaði 7 manns lifiö. Viö sjálft liggur nú, að horgara- slyrjöld brjótist út á N-Írlandi. Vopnahléö lók snöggan endi á sunnudagskvöldiö, eftir aö liafa gilt i hálfan mánuö. Oljósl er, hvort liægt veröur aö koma þvi á aö nýju. Fyrstu viðbrögð brezku stjórn- arinnar voru að auka herstyrk sinn á N-trlandi. Um 600 sér- þjálfaðir hermenn voru sendir þangað á sunnudagskvöld og i gær var tilkynnt að 1200 til við- bótar kæmu eins fljótt og kostur væri. William Whitelaw, trlandsmálaráðherra ávarpaði neöri deild þingsins i gær og upp- lýsti, að hann hefði á föstudag átt leynilegan fund með leiðtogum IRA, en lagðar hefðu verið fram kröfur, sem hann hefði alls ekki getað gengið að, en lofað að athuga nánar. Það var hinn róttæki armur IRA, Provisionals, sem hóf hryðjuverkin i fyrrinótt, á þeim forsendum, að brezki herinn hefði rofið vopnahléð. Harðir bardagar blossuðu þegar upp og meðal þeirra sem létu lifið, var 14 ára stúlka og kaþólskur prestur, sem var að þjónusta deyjandi mann . Opinber skrifstofa og bensin- stöð i miðborg Belfast var sprengt i loft upp, og fréttir hafa einnig borizt af sprengingum i Londonderry, þar sem mjólkur- stöð mun hafa orðið verst úti. Provisionals tilkynnti á sunnu- dagskvöld, að brezkir hermenn hefðu rofið vopnahléð með þvi að skjóta gúmmikúlum og gas sprengjum að kaþólskum fjöl- skyldum, sem reyndu að flýja inn i yfirgefnar ibúðir i hverfi mót- mælenda. Opinberir talsmenn Bretanna neituðu hins vegar að hermennirnir hefðu rofið vopna- hléð og lögðu áherzlu á, að þeir hefðu aðeins verið að svara skothrið. Okamoto fyrir rétti: Réttarhöld yfir Japananum Kozo Okamoto, þeim cina, scm liöfi af úr sjálfsmorðssveitinni, sem stóö að fjöldamoröunum á Lydda flugvelli, hófust i gær i israelsku herstöðinni i Zrifin. Okamoto játaði fyrir réttinum, að hafa tekið þátt í fjöldamorðun- um 30. mai, þegar 27 manns voru myrtir og 87 særðir. Hann bætti við að hann vissi ekki hvað hann sjálfur hefði orðið mörgum að bana. Verjendur Okamotos höfðu áður ráðið honum frá að játa sig sekan. Rétturinn vildi þó ekki taka þessa játningu til greina á þeim forsendum, að Japaninn hefði ekki svarað öllum ákæru- atriðum. JATNING HANS EKKI TEKIN TIL GREINA NTB—Tel Aviv MEÐ VEIZLU í FARANGRINUM Híttumst í Uaupfétagínu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.