Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. júli 1972 TÍMINN 5 Bréfburði hætt á laugardögum Póst- og simamálastjórnin hef- ur ákveðið, að útburður almennra bréfa skuli framvegis falla niður á höfuðborgarsvæðinu á laugar- dögum. Þetta mun stutt þvi, að fyrir nokkru lýstu um tiu þúsundir Reykvikinga og Kópavogsbúa sig samþykka þvi með undirskrift sinni að bréfburður félli niður á laugardögum, en aðeins fáir, sem til var leitað, hliðruðu sér hjá að undirskrifa slikt plagg. Missti fótinn í spil BG-Neskaupstað. Aðfaranótt mánudags varð það slys um borð i Val NK 108 norður við Langanes, að vélstjórinn á bátnum, Steindór ólsen lenti i spili og slasaðist illa á fæti. Stein- dór var fluttur til Vopnafjarðar og þaðan með sjúkraflugvél til Reykjavikur. Taka varð af Stein- dóri annan fótinn um hné. Stein- dór liggur á sjúkrahúsi i Reykjavik. Neskaupstaður: Nýr togbátur með færanlegum gálga 29 lesta stálbáti var hleypt af stokkunum i Stálvik i gær. Er bát- urinn frambyggður, 16 metra langur sérstaklega útbúinn til rækjuveiða, og einnig til linu- og togveiða. Er þetta annar bátur- inn, sem smiöaður er hjá Stálvik af þessari gerð. Eigendur bátsins eru Krist- björn Þórarinsson og Einar Kristbjörnsson i Reykjavik. Þeg- ar bátnum var hleypt af stokkun- um gaf dóttir Kristbjörns, Birna, honum nafnið Orion. Einkennis- stafir eru RE-44. 1 Orion eru fullkomin siglinga- og fiskileitartæki. Hægt er að stjórna öllum vindum úr stýris- húsinu og hafa þaðan yfirsýn yfir allt þilfarið. Aftast á skipinu er hreyfanlegur toggálgi, sem hægt er að hækka og lækka með há- þrýstidælu, sem stjórnað er úr brúnni. Að lokinni prófun á vélum og öðrum búnaði fer Orion á veiðar og verður gerður út frá Reykja- vik. 20% aukning innlána hjá Útvegsbankanum Útldnin jukust aftur d móti um 27.7% Afli smábáta tregur BG-Neskaupstað Tregur afli hefur verið á smá- báta að undanförnu og miklu minni en i fyrra. Héðan eru gerðir út á milli 40 og 50 smábátar. Togarinn Barði er nýfarinn út eft- ir að hafa verið i klössun. BG-Neskaupstað Ernest fékk 27 punda lax í Grímsá EB-Reykjavik. llinn frægi bandariski laxveiði- maður Ernest Schwiebert, veiddi i siðustu viku 27 punda lax á fiugu I Laxfossi i Grimsá i Borgarfirði. Ernest er nýfarinn héðan af landi aftur, eftir ánægjurikar stundir við laxveiðar hér, en kemur aftur hingað um næstu mánaðamót. Hann er afar kunnur fyrir veiðimennsku og fyrir rit- verk um laxveiðar. Arsskýrsla Útvegsbanka Islands fyrir árið 1971 er nýkomin út. Þar kemur fram, að heildar- fjármagn eða niðurstöðutala efnahagsreiknings útvegs- bankans, að undanskildum ábyrgðum vegna viöskipta- manna, hefur aukizt um 828millj. króna á árinu 1971, eða um 28,2% og stóð i 3.759 milljónum króna i árslok 1971. Heildarinnlán Útvegsbankans i árslok 1971 námu 2.435 millj. króna og höfðu hækkað úr 2.029 milljónum króna i ársbyrjun, eða um 20% á árinu. Mest varð aukn- ingin i spariinnlánum bankans, en þau jukust um 320 milljónir króna á árinu, eða um 21,2%. Veltiinnlán bankans, þ.e.a.s. inn- lán á hlaupareikningum, ávisanareikningum og giróreikn- ingum uxu ekki hlutfallslega eins mikið á árinu 1971 og spariinnlán- in. Heildaraukning veltiinnlána á árinu varð 86 milljónir króna, eða 16,5%. A árinu 1971 varð mikil aukning á útlánum útvegsbankans. Heild- arútlán bankans jukust á árinu 1971 um 648 milljónir kr., eða 27.7% og námu 2.990 millj.kr. i lok ársins. A árinu 1970 var hins veg- ar um mjög litinn vöxt útlána að ræða, og er þar ef til vill aö leita skýringanna, að einhverju leyti, á hinum öra og mikla vexti útlána á árinu 1971. I árslok 1970 námu heildarútlán Útvegsbankans 2.342 millj. kr. og höfðu aðeins vaxið um 106 millj. kr. á árinu, eða um 4,7% . Meirihluti útlána Útvegs- bankans fer til sjávarútvegs og i lok vetrarvertiðar eru 45 til 50% af útlánum bankans bundin i sjávarútvegi. I árslok 1971 voru 38,6% af útlánum Útvegsbankans bundin i sjávarútvegi, 21,9% i verzlun,, 13,4% i iðnaði, 9,1% i út- lánum til einstaklinga, 7,3% i út- lánum til opinberra aöila, 5,7% i bygginga- og mannvirkjagerð og 3.5% i samgöngum. Hin mikla aukning útlána Útvegsbankans á árinu 1971 hafði i för með sér rýrnun á stöðu bank- ans við Seðlabanka. Þannig hækkaði lán gegn verðbréfum um 190 milljónir króna. Aðal við- skiptareikningur bankans við Seðlabankann var hins vegar skuldlaus um áramót. Innistæöa Útvegsbankans á bundnum reikningi i Seðlabankanum nam 474 milljónum króna i árslok. Arsskýrsla Fiskveiðisjóðs Islands, sem lýtur sérstakri stjórn, en er i umsjá Útvegsbanka tslands, fylgir ársskýrslu Útvegs- bankans. Lánveitingar Fiskveiðasjóös íslands námu á árinu 1971 353 milljónum króna á móti 385 mill- jónum króna á árinu 1970. Meiri hlutinn af útlánum Fiskveiða- sjóðs á árinu 1971 fer til skipa- smiða eða 764 milljónir króna. Útlán til hraðfrystihúsa og annarra vinnslustöðva námu hins vegar 94 milljónum króna á árinu. Útistandandi lán Fiskveiðasjóðs námu i árslok 3.224 milljónum króna. Heildarstarfsmannafjöldi Útvegsbanka Islands, að með- töldum starfsmönnum Fiskveiða- sjóðs tslands, var i árslok 1971 236. Jóhannes Geir sýnir í Neskaupstað Jóhannes Geir listmálari opnar málverkasýningu i Egilsbúð i dag, föstudag. A sýningunni, sem verður opin i viku eru 30 pastel- myndir. Þær eru allar til sölu. Athyglisverð sýning í Ásmundarsal Olíufélagið hæst Oliufélagi mun vera hæst skatt- greiðenda að þessu sinni með samtals 38.321.000.00 i opinber gjöld. Af þessari upphæð er landsút- svar rúmlega 22 milljónir og' tekjuútsvar rúmlega 12.6 milljón- ir. ÓV-Reykjavik. Hallsteinn Sigurðsson, mynd- listarmaður, opnar i dag klukkan 14sýningu i Asmundarsal á Skóla vörðuholti. Sýnir Hallsteinn þar 15 myndir; 3 gólfmyndir, 3 loft- myndir og 9 smámyndir úr stein- steypu, hinar myndirnar 6 eru úr járni og allar til sölu. Myndirnar eru allar unnar i Englandi, þar sem Hallsteinn hefur verið við nám og störf und- anfarin 3 ár, i St. Martin’s School of Art i London, en það er eins- konar vinnuheimili, þar sem nemendur vinna sjálfstætt að miklu leyti og njóta kennslu og leiðsagnar um leið. Myndirnar á sýningunni vann Hallsteinn frá þvi i október sl. og þar til i júni að hann kom heim til tslands. Sýning Hallsteins Sigurðssonar (sem er náfrændi Asmundar Sveinssonar) verður opin daglega frá kl. 14-22. Hallsteinn Sigurðsson viö eitt verka sinna á sýningunni. (Tlmamynd GVA) Taka villi- minkinnog setja hann í búr Klp-Reykjavik. Hjá minkabúinu Loðfeld h/f á Sauðárkróki er nú veriö aö gera tilraun nteð að ala upp villimink ineö þaö fyrir augum, aö blanda lionum viö alimink og fá þar meö nýtt kyn tii undaneldis. Búið fékk i vor ellefu hvolpa úr grenjum, sem fundust i Skaga firði. Voru hvolparnir hárlausir þegar þeir fundust og fluttir að búinu. Þar voru þeir settir i búr með hvolpum, sem þar höfðu fæðst og voru enn hjá mæðrum sinum. Voru villihvolparnir þegar samþykktir af þessum nýju bræðrum sinum og mæðrum og hafa dafnaö vel. Nokkur munur er á villimink- um og aliminkum. Sá fyrrnefndi er með allt annan lit- kastaniu brúnan og er þar að auki örlitið minni en frændi hans aliminkur- inn. Reynir Barðdal, bústjóri hjá Loðfeld, tjáði okkur, að búið væri að taka villihvolpana frá læðun- um og séu þeir hinir sprækustu. Hugmyndin með að taka þessa hvolpa inn, væri sú að kanna gæði islenzka villiminksins, eins og t.d. pelsgæði og fl. og væri hugmyndin að blanda þessi kyn saman þegar fyrstu rannsóknum væri lokið á villiminkinum. Væri þvi enn ekkert hægt að segja um þetta, og yrði það varla fyrr en i fyrsta lagi i haust, þegar hvolparnir væru orðnir stærri og búið að rannsaka þá betur. Bandarískir þing- menn til veiða í Norðurá EB-Reykjavik. Og nú cru bandariskir þing- menn meöal þeirra fjölmörgu, sem hug hafa á aö fara i lax hér á landi. Nokkrir þeirra eru væntan- legir hingaö nú um mánaöamótin og munu veiöa i Noröurá. Asgeir Ingólfsson hjá Stanga- veiðifélagi Reykjavikur sagði i viötali við Timann i gær að bandariskt fyrirtæki, Diamond International, hefði keypt leyfi fyrir 11 stangir i Norðurá i þrjá daga, 31. júli - 3. ágúst, og væru bandariskir þingmenn meðal þeirra, er veiddu á stangirnar. Nú er „útlendingatiminn” við Norðurá, en stöngin kostar um 22 þúsund fyrir þá hvern veiðidag. Þeir veiða á flugu og hefur gengið mjög vel, eins og vænta mátti. Um daginn fengu tveir veiði- mannanna alls 64 laxa úr ánni. Messað á Hólum ÓV-Reykjavik Tvær næstu helgar verða mess- ur i Hóladómkirkju á vegum Prestafélags Hólastiftis I samráði við prófastinn á Hólum, séra Björn Björnsson. Á sunnudaginn kemur, 23. júli, hefst messan klukkan 14, og mun þá messa séra Bjartmar Krist- jánsson, prestur á Laugalandi i Eyjafirði. Kirkjukórarnir á Munkaþverá og Kaupangi syngja undir stjórn Hrundar Kristjáns- dóttur. Sunnudaginn 30. júli klukkan 14 messar séra Rögnvaldur Finn- bogason, prestur á Siglufirði. Kirkjukór Sigluf jarðarkirkju syngur, söngstjóri og organisti er Páll Helgason. Vigslubiskup, séra Pétur Sigur geirsson á Akureyri, sagði i við- tali við fréttamann Timans, að Prestafélagið og prestarnir, sem messa, vonuðust sérstaklega eftir ferðafólki og mætti það svo sannarlega vera i ferðafatnaði sinum við messurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.