Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 8
8 Frá kauplagsnefnd: Vísitala og skattar 1 opinberum greinargerðum kauplagsnefndar i febrúar og mai s.l. kom fram, að nefndin mundi, þegar þar að kæmi, taka afstöðu til þess, hvort áorðin breyting á tekjuöflunarkerfi hins opinbera skyldi hafa áhrif á visitölu fram- færslukostnaðar og þá hve mikil. Hefur nefndin nú komizt að þeirri niöurst.öðu, að rétt sé, að áhrif þessarar kerfisbreytingar skatta á afkomu launþegafjölskyldna séu metin og látin koma fram i visitölunni, ef þau reyndust skipta máli. Hér er átt við fjöl skyldur meö miðlungstekjur eða lágtekjur i Reykjavik, enda er framfærsluvisitalan lögum sam- kvæmt miðuð við aðstæöur þar. Nefndin telur, að slikt mat hljóti fyrst og fremst að byggjast á útreikningum, sem leiða i ljós sambærilega breytingu álagðs tekjuskatts og hliðstæðra skatta á árinu 1972 frá þvi, sem orðið hefði á sama ári samkvæmt eldra skattkerfinu. Breyting þessara skatta frá 1971 til 1972 skiptir hins vegar ekki máli i þessu sam- bandi, eins og málavextir eru. Hækkun fasteignaskatts frá 1971 til 1972 i kjölfar nýs fast- eignamats er þáttur i áorðinni kerfisbreytingu skatta, en hefur ekki verið tekin með i þessa út- reikninga Kauplagsnefndar. Astæðan er sú, aö hækkun fasteignaskatts er sérstaklega tekin til greina við útreikning visitölunnar, þ.e. látin koma fram i hækkun á húsnæðislið hennar. Framhald á bls. 12 F'ornlcifafræðingar við vikingagröf i Kaupangursvik á Eyiandi. Kaupstaður frá vík- ingaöld á Eylandi i Kaupangursvik á Kylandi i Kystrasalti hefur fundizt kaupstaður frá vikingaöld, sem virðist sambærilegur við vikingabæi þá, sem áður hafa fundizt, bæði lieiðarbæ við Slésvík og kaupstaðina fornu á Gotlandi. Þessa staðar er getið árin 1283 og 1347, en i fyrrahaust fundust fyrstu minjar um forna frægðhans. Þarna komu fram i dagsljósið margvisleg merki um mannavist, för eftir stoðir húsa eldstór og sorp- haugar og þarna fundust meðal annars vogir og pening- ar, sem hvort tveggja bendir til þeirra viðskipta, sem þarna hafa farið fram. Þarna hefur sýnilega einnig verið stundaður mikill iön- aður, einkum skornir munir úr horni og beini, svo sem kamb- ar, og þar hafa verið ofnar til þess að bræða málm. Enn- fremur hafa fundizt leifar kvarnar, sem notuð hefur ver- ið til þess að slipa kalkstein, en mikið af slikum steini var langan aldur flutt frá Eylandi á fjölmarga staði við Eystra- salt og Norðursjó. Svokallaðir dómhringir, sem eru þarna skammt frá, hafa reynzt vera grafir frá timum Vinda á áttundu og ni- undu öld. Fullgildir aðilar í samnorrænu aðstoðinni í haust: Erum 0.6% á eftir - og fáum meira frá Þróunarstofnuninni en við leggjum fram EB—Reykjavík. Undanfarna mánuöi hefur verið haft samband og viöræöur farið fram fyrir milligöngu isl. utan- rikisráöuneytisins, viö stjórnvöld á öðrum Norðurlöndum vegna væntanlegrar þátttöku islands I samnorrænni aöstoö viö þróunar- löndin. Þess mun vera aö vænta, aö samningar takizt meö haustinu og island hefji þá starf sitt þar, sem fullgildur aöili. Mun island þá liklega taka þátt i kostnaði við uppbyggingarstarf- semi i Kenya og Tanzaníu, sem skýrt er frá i annarri frétt i blaö- inu. Talið er að þjóðir Noregs, Svi- þjóðar og Danmerkur veiti nú ár- lega 0,7% af þjóðartekjum sinum til stuðnings þróunarlöndunum og er talifyað Finnland nái þvi marki 1973—1974. ísland mun hins vegar veita árlega um 0,1% af þjóðar- tekjunum i þessu skyni, en þegar allt er tint til veita Islendingar um 23,4 milljónir kr. 1972 til stuðnings þróunarlöndunum. Sem kunnugt er hefur verið samþykkt a’ þingi Sameinuðu þjóðanna að þróuðu löndin veiti 1% af þjóðartekjum sinum til styrktar þróunarlöndunum. Það er m.a. hlutverk Aðstoðar Islands við þróunarlöndin, að Island nái sem fyrst þvi marki, sem mun þýða 450—500 milljónir isl. kr. á ári miðað viö þjóðartekjurnar 1971. Að lokum skal þess getið, að fram kom á blaðamannafundi með stjórnarmönnum Aðstoðar tslands við þróunarlöndin, að Is- land fékk i fyrra yfir 30 millj. kr. úr Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna. TÍMINN Föstudagur 21. júli 1972 Hugsað til Kiýsuvíkurbergs Þessa mynd tók sænskur Ijósmyndari, konunglegur hiröljósmyndari. Hann sagöi, aö stórfenglegri sýn hcföi aldrci boriö fyrir auga myndavélar sinnar, og svo áfjáöur var hann í myndir, að fylgdarmenn hans uröu að halda i fæturna á honum, svo að hann steypti sér ekki fram af bjargbrúninni í algleymi sinu viö myndatökuna. Krýsuvikurberg er undraheim- ur — dásamlegur staður öllum, sem ekki eru sneyddir öllu nátt- úruskyni. Það er að visu hvergi sérlcga hátt, en það er fimmtán kilómetrar á lengd, og það er kviktaf fugli. Þar eru svartfuglar milljónum saman, og þar má oft sjá súlur i hundraðatali, komnar úr mestu súlnabyggð heims. Eld- cy. Það er svipmikil sjón að sjá þær stcypa sér úr háalofti þráð- beint i sjó niöur af svo miklu afli, að strókarnir standa upp úr sjón- um, þar sem þær hafna, eins og þar sé allt í einu kominn gos- brunnur við gosbrunn. Fuglar hafa aö miklu leyti átt griðland i Krýsuvikurbergi i meira en hálfa öld. Bjargið hefur ekki verið nytjað að neinu ráði siðan 1916. Þá bjó i Krýsuvik Jón Magnússon, faðir Sigurðar end- urskoðanda og Magnúsar frönskukennara. Hann hafði ár- um saman sérstakan bjargmann, kynjaðan austan úr Mýrdal, og var hann reiddur fram á bergið á morgnana um bjargtimann, og var hann þar siðan einn á daginn við fuglaveiðar og eggjatekju. Hann handstyrkti sig á vaö með þeim hætti, að hann hringaði end- ann um steina og bar á grjót, og siðan rakti hann sig á vaðnum niður i bjargið og hafði af honum stuðning á göngu sinni um syll- urnar. Enn þann dag i dag má sjá uppi á bjargbrúninni steinahrúg- ur, sem þessi maður og aðrir á undan honum, notuðu i bjargferð- um sinum. Kvöld hvert var svo bjargmað- urinn sóttur og dagsaflinn reiddur heim, bæði fugl og egg. Þessar bjargafurðir voru siðan fluttar á klökkum inn i Hafnarfjörð og Reykjavik, þar sem verðið á bjargfuglseggjunum var fjórir aurar fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Það var i samræmi við ann- að verðlag þá, en þótt tuttugu og fimm egg þyrfti i hverja krónu voru það ótrúlega miklar tekjur, sem bjargið gaf af sér — mörg þúsund krónur árlega, jafnvel allt að tiu þúsund krónur að meðal- tali, að blaðinu hefur verið tjáð. Fiskimið voru fast upp að berg- inu, og var oft fjöldi skipa skammt undan landi, einkum skútur á skútuöldinni, þeirra á meðal Færeyingar. Vestan við bergið eru Selatangar, þar sem fyrrum var útræði. Þar sjást enn leifar sjóbúðanna gömlu, þar sem vermennirnir höfðust við. Frá fjárréttinni sunnan við Eldborg við Krýsuvikurveg er i mesta lagi fjörutiu minútna gang- ur fram á bjarg, og er þar haldið ofurlitið til austurs. Þar má kom- ast niður að sjó, og opnast allt austurbergiö sjónum manna. Flestum verður ógleymanlegt að koma á þennan stað um varp- timann, i mai og júni. Innlendir menn og erlendir gleyma sér bók- staflega, þegar þeir sjá hið iðandi lif, sem þrifst þarna á klettasyll- unum. Þegar þessi stutti spölur hefur verið ruddur og gerður bil- fær, til dæmis fyrir forgöngu Ferðafélags Islands, munu menn undrast, hversu lengi sú fram- kvæmd hefur dregizt. En eins þarf jafnframt að gæta. Bjargið verður að alfriða og hafa þar vörzlu um varptimann og fram eftir sumri, unz ungar eru komnir á sjóinn, svo að griðnið- ingar og skemmdarvargar fái sér ekki við komið i þessum véum bjargfuglsins. Það er svo mikil- fengleg sjón og lifsunaður að kynnast þessum stað, að hann ætti að vera einn þeirra, er hvað mest laðaöi að sér fólk hér i nágrenni Reykjavikur. En allir, sem þangað kæmu yrðu að sjálf- sögðu að hlita ströngum reglum, svo að mannaferðir styggðu ekki fuglinn eða trufluðu hann við bú- skapinn, grjótkast allt að vera stranglega bannað, sem og hróp og köll til þess að styggja hann, svo að ekki sé nefnt óhæfa eins og byssuskot. Krýsuvikurberg er ein af perl- um landsins, og þá perlu ber okk- ur að vernda og varðveita af um- hyggju og ástúð og varfærni. Ef það er gert, getum við átt hana og notið hennar um langa framtið, okkur sjálfum og ófæddum kyn- slóðum til sálubótar i skarkala hversdagslifsins. JH Guð opinberaði dýrð sína í 146 ára manni Fyrir réttum tvö hundruð árum var maður jarðsunginn með mikilli viðhöfn i dóm- kirkjunni i Arósum. Slikt voru auðvitað engin ’tiðindi, ef maöurinn hefði verið tiginn aðalsmaður, biskup, herforingi eða valdsmaður. En þvi fór fjarri. Þarna var veriö að jarða sjómann, norskan að uppruna, ættaðan úr Búhúsléni — snauðan erfiðismann af þvi tagi, sem ekki var sérleg virðing sýnd á átjándu öld. En hvers vegna var svona mikið haft við? Til þess lágu gildar ástæður: Maðurinn var guðs undur — vantaði ekki mikið upp á að verða 146 ára. Hann hét Kristján Jakobsson Drakenberg. Hundrað og þrjátiu ára gamall bað hann sér til handa ungrar stúlku, sem þó mun ekki hafa viljað játast honum. Hár aldur þessa manns vakti verulega athygli i Evrópu á sinum tima, þó að hvorki væri til að dreifa blöðum né fréttaþjónustu i likingu við það, sem nú gerist, og prestarnir lögðu út af þvi i kirkjum, hvernig dýrð drottins opinberaðist i aldri þessa manns. Kristján Jakobsson Krakenberg hefði átt að fæðast 1626, ef rétt hefur verið tilfærður aldur hans. En sá hængur er á, aö engar sönnur verða á þetta færðar, er nú eru metnar fullgildar. Aftur á móti ber enginn brigður á, að hann hafi verið maður fjörgamall og oröið miklu meira en hundrað ára. ___________________________ J.H. KRISTJAN JAKOBSSON DRAKENBERG — bað ungr- ar stúlku 130 ára gamall.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.