Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur. 21. júií I972 TÍMINN 9 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn SSS Framkvæmdastjóri: Kristján Bcnediktsson. Ritstjórar: Þór-::;: ij arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,::^: íSijii: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tlmans Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason;. Ritstjórnarskrif-iiii:!: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306. i;iii;i;iiii Skrifstofur í Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald: i i :i 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasöiu 15 krónur ein-: takið. Blaðaprent h.f. Sjávarútvegurinn og bankakerfið Eins og kunnugt er hefur lausafjárstaða bankanna verið erfið undanfarin misseri og i samráði við Seðlabankann hafa verið gerðar ráðstafanir til að reyna að hamla gegn of mik- illi aukningu útlána. útlán bankanna hafa auk- izt of mikið miðað við aukningu spariinnlána og eftirspurn eftir lánum hjá bönkunum hefur verið i hámarki. Höfuðverkefni bankanna er að sjálfsögðu að halda atvinnufyrirtækjum landsmanna gang- andi. Sú takmörkun, sem nú er á aukningu út- lána, hlýtur þvi óhjákvæmilega að bitna á ein- staklingum, sem leita lánafyrirgreiðslu hjá bönkunum. í ársskýrslu útvegsbankans fyrir áðið 1971, sem nýkomin er út, kemur ljóslega fram, hve rikar skyldur útvegsbankinn hefur við sjávarútveginn. Tæp 39% af heildarútlán- um bankans fara til sjávarútvegsins. Höfðu út- lán bankans til sjávarútvegsins aukizt um 31% á árinu 1971. Gefur þetta þó ekki að öllu leyti rétta mynd, þvi að i vetrarvertiðarlok voru sjávarútvegslán yfir 50% af heildarútlánum bankans. Innlánaaukning hjá bankanum varð að visu umtalsverð, eða 20%, en ekki nægjan- leg til að svara hinni miklu eftirspurn útlána. Allt efnahagskerfi okkar hvilir á sjávarút- veginum. Afkoma annarra greina og hvers þegns þjóðfélagsins er háð þvi hvernig aflast og til tekst með vinnslu og sölu sjávarafurða. Eðli sinu samkvæmt er sjávarútvegurinn háð- ur árstiðarsveiflum, og fylgja þeim miklar fjármagnssviptingar. Þessum sveiflum verður að svara með rekstrarlánum, svo efnahags- kerfið geti gengið snurðulaust. Yrði þeim ekki svarað myndi það segja til sin i öllum greinum atvinnu-og efnahagslifsins. Það má þvi segja, að hinar riku skyldur út- vegsbankans við sjávarútveginn hái starfsemi hans að nokkru leyti. Spurning er þvi sú i þeirri endurskoðun, sem nú á sér stað á bankakerf- inu,hvort ekki sé rétt að dreifa þessum undir- stöðubyrðum meira þannig,að þeir bankar, sem rikið rekur, hafi alhliða þjónustu við at- vinnulif landsmanna og þar af leiðandi meira jafnvægi i starfsemi sinni. Þarfir hinna ýmsu atvinnugreina eru talsvert árstiðabundnar og jafnast meira út, ef um alhliða þjónustu er að ræða og undirstöðuþörfum sjávarútvegsins yrði dreift meira á bankakerfið. Miðað við þær miklu þarfir, sem sjá varútveg- urinn hafði fyrir rekstrarlán á siðasta ári, má segja,að Útvegsbankinn hafi rækt skyldur sin- ar vel, þótt það hafi ef til vill þurft að koma niður á öðrum greinum. Bankanum tókst þetta vegna þess, hve riflegan hluta hann fékk af aukningu spariinnlána landsmanna. Engu að siður hlýtur endurskoðun bankakerfisins að beinast að þvi að jafna skyldum við undirstöðu efnahagskerfisins meira en gert hefur verið. — Anthony Sylvester: Egyptar líta vonar- augum til vesturlanda Allmiklar framfarir hafa orðið í landinu og almenningur virðist miklu friðsamari en forystumennirnir MENNINGAR- og upplýs- ingamálaráðherra Egypta, dr. Mohammed Abdul Kader Hatem. segir Egyptum hafa orðið á margar og miklar skyssur á undangengnum ár- um. Þeir hafi meðal annars birt óábyrgar fullyrðingar, kyrjað æsingasöngva, verið sjálfum sér ósamkvæmir, bæði i eyru erlendra manna og innlendra, birt rangar stað- hæfingar, látið erlenda frétta- menn sæta ritskoðun, alið á persónulegum árásum og ekki skeytt um að kanna almenn- ingsálitið i umheiminum. Þessa ósiði á nú að leggja niður að sögn ráðherrans. Reynt verður að forðast móðganir, svivirðingar og ill- deilur, einkum gagnvart Bret- um og Bandarikjamönnum. Bæta á til muna frammistöðu upplýsingaskrifstofa Egypta erlendis og sjá svo um, aö þær anni sinu hlutverki með prýði. YFIRLEITT njóta gestir frá vesturlöndum góðrar fyrir- greiðslu i Egyptalandi. Þeim er ætlað að færa kærkominn og bráðnauðsynlegan gjald- eyri, enda gera Egyptar sér vonir um, að erlendir ferða- menn muni innan tiðar ná hálfri milljón á ári og gefa 500 milljónir egypzkra punda i aðra hönd. Einnig er að þvi stefnt, að gestirnir afli Egypt- um og egypzkum málstað samúðar. Rússar hafa ekki látið i té eldflaugar og flugvélar, sem boðið geti israelskum vibúnaði birginn, og þvi telja margir Egyptar nú, að eina vonin um endurheimt tapaðs lands sé t'engd aðstoð vesturlandabúa. Egyptar vona fyrst og fremst, að Bandarikjamenn þrýsti alvarlega að tsraels- mönnum þegar timar liða. Ætlunin er að skipuleggja ferðir frá Cairó fyrir þá Egypta, sem vilja leggja leið sina til Bandarikjanna, og bandariskum skólamönnum og fleiri er nú boöið oftar heim en áður. Bandariskir blaða- menn hafa miklu betri mögu- leika á þvi en blaðamenn frá öðrum löndum, að fá viðtal við Sadat forseta. EKKI leikur nokkur efi á, að erlendir ferðamenn hafa margt til Egyptalands að sækja, og ekki sizt þeir, sem girnast sól, góðar baðstrendur og tæran sjó. Verðlag er þar einnig skaplegra en viðast hvar annars staðar, einkum eftir að horfið var að hagstæðu ferðamannagengi fyrir skömmu. Hins vegar er vissara að væða sig vel vottorðum og skjölum áður en farið er til Egyptalands, eins og ég fékk illilega að kenna á. Ég kom frá Khartaum og hafði ekki vott- orð um bólusetningu við kóleru, en egypzkir embættis- menn i Súdan virtust ekki vita, að þess væri þörf. Ég var um- svifalaust settur i sóttkvi i fimm daga. Ég hefði ekki átt að vera sérlega hliðhollur Egyptum eftir þessar hrellingar. Mér komu þeir þó fyrir sjónir sem aðlaðandi, vinsamlegir og samvinnuþýðir menn, en að visu var ég aldrei á þvi hreina Molia in med Abdul Kader Ilatem incnningar- og utanrikisráðherra. um, hverjum ætti að gefa drykkjupeninga eða hve mik- ið. LEIÐTOGAR Egypta segja, að veriö sé að undirbúa styrjöld.. Við flugvelli og viðar má sjá einbeitta menn hallast upp að sandpokum og hvessa augun undan hjálmum eftir vélbyssuhlaupum. Eins stafar gifurlegur hávaði frá þyrlum, sem fljúga lágt yfir Cairó, og hvarvetna er mergð ungra manna i hermannabún- ingi á l'erð. Allt minnir þetta óþægilega á striðsæöi. Áætluð hernaðarútgjöld fjárhagsárið 1971—1972 nema 649,5 milljónum egypzkra punda og er það 74 millj. punda meira en árið áður. (1,13 egypzkt pund jafngildir einu sterlingspundi). Gert er ráð fyrir svipaðri hækkun hernaðarútgjalda siðari hluta þessa árs. Senn á að hefja útgáfu skuldabréfa. „hins heilaga striðs” og eins á að leggja skatt á ávaxtagarða til þess að afla f jár til hersins. Þá verða tollar á munaðarvöru einnig hækkaðir til þess að ,,létta undir” við undirbúning styrjaldarinnar. Þrátt fyrir þetta virðist dag- legt lif Egypta furðulega ótruflað. Enginn efast um, að margir ungir herforingjar eru vigfúsir og svipuðu máli gegnir um stúdenta, en búizt er við, að þeir efni aftur til óeirða i haust. I augum þessara og þviíikra væru hernaðarátök til góðs en ekki ills. Æðri hershöfðingjar og flestir Egyptar, sem einhvers mega sin i þjóðfélaginu, gera sér þó engar tyllivonir um sig- ur Egypta i nýju striði við Israelsmenn. NÝTT kjöt er ekki fáanlegt nema fjóra daga vikunnar. Undirbúningur styrjaldarinn- ar ræöur þar minnu um en hin öra fólksfjölgun, og auk þess hefur alrhenningur meiri auraráð en áður. Nautum og sauðum hefir fjölgað mjög og framleiðsla landbúnaðarvara yfirleitt aukizt. Milljón ekrur lands hafa verið teknar til áveitu og ræktunar siðan Farouk kon- ungi var vikið frá völdum árið 1952. Á næstu tiu árum á að taka jafn stórt landsvæði til ræktunar. Uppskera hveitis, mais og sykurreyrs hefir auk- izt verulega, og i sumum tilfellum stórlega. Bómullaruppskeran jókst um 47% á árunum frá 1952 til 1969, en mikill hluti uppsker- unnar á ári hverju verður að renna til Sovétrikjanna upp i skuldir. Árið sem leið var að minnsta kosti helmingur bóm ullaruppskerunnar, að verðmæti um 145 milljónir egypzkra punda, sendur til kommúnistarikjanna. Eftir- tektarvert er, að Sovétmenn nota sjálfir næsta lilið af þess- ari bómull, en endurselja hana á heimsmarkaðinum og halda verðinu niðri. EGYPTAR eru farnir að láta verulega að sér kveða i fram- leiðslu iðnvarnings i löndun- um i'yrir botni Miðjarðarhafs- ins. Til dæmis um upprenn- andi iðnað má geta þess, að 450 sjónvarpstæki eru i'ram- leidd á dag. Að ári verða f'ramleidd 1000 ódýr sjónvarpstæki dag hvern. Gæði iðnvarningsins eru ef til vill ekki nægileg til þess, að hann sé úlgengilegur á mark- aði utan kommúnistarikjanna. Á hitt er þó að lita, að flestir Egyptar hal'a orðið að neita sér um mest af þessum varn- ingi á liðinni tið. Þar á ol'an hei'ir um milljón manna at- vinnu við l'ramleiðsluna. Gert er ráð fyrir að árið 1982 verði verðmæti iðnframleiðsl- unnar orðið meira en verð- mæti landbúnaðarframleiðsi- unnar. SÆMILEGÁIt vonir standa til, að oliuvinnslan muni innan tiðar i'ullnægja allri innlendri þörf og afla nokkurs gjaldeyr- is erlendis frá. Gert er ráð fyr- ir 12—13 milljónum smálesta á þessu ári, en það er mun minna en þær 16 milljónir smálesta, sem unnar voru árið sem leið, en það var metár. Þannig stendur á minnkun oliuvinnslunnar, að Morgan oliusvæðið i SÚesflóa er að ganga til þurrðar. I vetur og vor i'undust hins vegar lindir i vestur-eyðimörkinni og við þær eru miklar vonir bundnar. Bandariska fyrirtækiö AMCO er sem óðast að verki þarna. Þá hefir feiki mikið magn af gasi fundizt, en ekki er farið að nýta það. EGYPZK fyrirtæki hafa góða og ábatasama samvinnu við bandarisk fyrirtæki og ýmis önnur vestræn fyrirtæki um vinnslu eldsneytis úr jörðu, og má slik samvinna raunar heita drottnandi á þvi sviði. Allt öðru máli gegnir um meginhluta iðnaðarins, en þar er rikjandi samvinna við Rússa og aðra Austur- Evrópumenn. Sjálfsagt á það langt i land, að Egyptar smiði plóga úr sveröum sinum. Gestsaugað kemst þó ekki hjá þvi að greina þann reginmun, sem er á hvassyrtum yfirlýsingum leiðtoganna i Cairó og frið- samlegri iðni og elju, sem rik- ir i landinu á fjölmörgum svið- um. Þó munu fáir menn — hvort heldur eru erlendir eða innlendir — öfunda Sadat for- seta af þvi hlutverki, að reyna að sansa og sætta öfgamenn- ina, bæði meðal Egypta og annarra arabiskra þjóða. TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.