Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVtlAR RAFIflJAN RAFTORG SIMI: 19294 SlMI: 26660 163. tölublað — Laugardagur22. júlil972—56. árgangur kæli- skápar X>fiö£.€ctJxJb*cjLcLK. A.JP RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Stórvillur í reikning- umReykjavíkurborgar Borgarstjórinn neyddur til að beygja sig fyrir gagnrýni fulltrúa minnihlutaflokkanna Keikningar Reykjavikurborgar voru til síðari umræöu á fundi borgarstjrirnar á fimmtudaginn. Kom þar fram mjög hörð gagn- i'ýni af hálfu fuiltrúa minnihluta- flokkanna á reikningana, þar eð þeir reyndust meira og minna rangir, þegar farið var að kanna þá. Kristján Benediktsson sagði i ræðu sirini, að i reikningunum væru miklar skekkjur, sem gerðu niðurstöðurnar svo villandi, að heildarmyndin af fjárreiðum borgarinnar væri röng. Geir Hallgrímsson borgarstjóri viðurkenndi, að stórfelldar villur væri að finna i reikningunum, enda höfðu borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna þa bent á augljósar rangfærslur, þar sem skakkaði á rriilli sextíu og sjötiu milljónum króna á efnahags- reikningi, og var þó engan veginn vist, að allt væri upptalið. Kröfðust þeir þess, að þessar vill- ur yrðu leiðréttar, áður en reikningarnir væru samþykktir, og leiðréttingarnar prentaðar sérstaklega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórn urðu að viðurkenna réttmæti þessarar gagnrýni eins og eftirfarandi bókun borgar- stjórans ber með sér. „Reikningur Reykjavikur- borgar 1971 er samþykktur með tilvisun til athugasemda og leið- réttinga i endurskoðunarskýrslu, samanber hjálagt yfirlit, sem færist til bókar, og verða einstak- ar leiðréttingar prentaðar sér- staklega til innfærslu i reikningana samkvæmt nánari ákvörðun borgarráðs. (Tilvitnað yfirlit er bókað i lok fundar gerðarinnar)." Frá þessu ;verður nariar sagt siðar hér i blaðinu. Einar Ágústsson undirritar EBE-samninginn í dag Klukkan tiu i dag mun Einar verið við Kfnahagsbandalagið um Agiistsson undirrita í Briissel sér- viðskipti þess og íslendinga. samning þann, sem gerður hefur Jafnframt mun ráðherrann af- HÆKKANDI VERÐ A MINKASKINNUM henda yfirlýsingu þess efnis, að samningar þessir muni ekki verða staðfestir af hálfu tslend- inga, nema fallið verði frá þeim skilmálum Efnahagsbandalags- ins, að gildistaka þeirra sé þvi bundin, að samkomulag, sem Efnahagsbandalagið telur við- unandi, náist um fiskveiðilögsógu Islendinga. Við þetta tækifæri mun Einar Ágústsson utanrikismálaráð- herra flytja ræðu, sem birtist hér i blaðinu á morgun. Sannnefnd gullhlaðsteik Reynirogheggureru falleg tré, þegar þau standa f blrima, drifhvit til að sjá, ef blómskrúðið er mikið. Skrautlegast trjáa, sem vex hérlendis, erþógullregniðmeðsíðar, fagurgular blrimfléttur hangandi á hverjum sprota. Ucr mega allir sjá, hvernig fallegt gullregn er ritlits, þcgar blómgun er mikil. Þetta tréer viðGarðastræti iReykjavík. Timamvnd: Róbert. Klp-Reykjavik. Hér á landi eru nú starfrækt átta minkabú. Eru þau öll á Suð- urlandi og Norðurlandi og eru i þessum búum um 12.000 læður. Hið stærsta er Grávara h/f i Grenivfk, sem hefur um 1800 læð- ur, en það minnsta er Fjarðar- minkur h/f i Hafnarfirði með um 400 læður. Flest hin búin eru með um 1000 læður hvert. Rekstur þessara búa hefur gengiö vel til þessa, en þó gekk gotið ekki sem bezt á búunum á Suðurlandi og hjá Grávöru i Grenivik i vor. Hjá hinum gekk það mun betur, eins og t.d. hjá Loðfeldi h/f á Sauðárkrók, þar sem fengust 3650 hvolpar og hjá yngsta búinu, sem er á Dalvik, .i :..i rekið af tvitugum manni, Þor- steini Aðalsteinssyni, þar sem fengust 2600 hvolpar. Mikið bar á þvi hjá hinum bú- unum, að læðurnar væru geldar og er nú verið að kanna ástæðuna til þess. Getur fleira en eitt komið til greina. Verð á skinnum er hækkandi um þessar mundir. Fékkst mun betra verð fyrir skinnin i ár en i fyrra, og er talið, að ástæðan sé sú, að nú komu Bandarikjamenn aftur inn á markaðinn, en þeir hafa haldið að sér höndunum um kaup á minkaskinnum undanfaf- in ár. Islenzkir minkabændur eru þvi almennt vongóðir um þessar mundir, enda hefur búskapurinn gengið allvel hjá þeim flestum og útkoman mun betri en i fyrra. _______:.___________________„._?L...... rnrn^ í i ^TBMt IIFT*Mm IV óSSJ^ , "., r' , > '.'t'^M^B jmmmmm*m*mmmm ¦«. » ^.t-^ti^mm^ ^xw*1 w»m ^mmmmmmyM^t Minkur i búri, betur að svona traustlega hefði verið um þá búið hér fyrr á árum. AAeð ,,kettinum" á Vatnajökul SB-Reykjavík. Tveir framtakssamir Akur- eyringar, Baldur Sigurðsson og Ing(ílfur Armannsson, eru nri farnir að skipuleggja áætl- unarferðir upp á Vatnajökul. Karartækið, sem jöklaförum er boftið upp á, er „snjriköttur- inn" 12 manna snjóbill, mikill og öflugur, sem Baldur eign- aðist fyrir nokkrum árum og oft hefur komið að griöu gagni. Áætla þeir félagar að fara Vatnajökulsferðirnar um helgar, leggja af stað á föstu- degi og koma til baka á sunnu- dagskvöld. í nánd við Kistu- fell, norðvestan við Vatna- jökul, biður snjókötturinn eftir að flytja fólkið upp á jökulinn en það kemur með venjuleg- um fjallabilum frá Akureyri. t snjókettinum er alls kyns út- bunaður til jöklaferða og skiði til leigu, svo ferðalangar þurfa ekki að hafa annað með sér en nesti til tveggja daga, hlý föt og vatnsheld og góðan fóta- btinað. í Upplýsingabæklingi um „kattarferðirnar" sem frum- kvóðlarnir kalla svo, se'gir að þeir sem hyggist fara i slika ferð, geti snúið sér til næstu ferðaskrifstofu og kostar það 2100 krónur að komast bæði til Grimsvatna og á Bárðar- bungu, en 1500 aðeins á Bárðarbungu og er verðið miðað við 8 farþega eða fleiri. A föstudagskvöld lögðu sex Akureyringar af stað inn að Akureyringar hefja óætlunarferðir þangað Tungnafelli þar sem einhv. ferðamenn munu vera stadd- ir. Var jafnvel gert ráð fyrir, að eitthvað af þeim mundi slást með i förina upp á Vatna- jökul. Ef farþegar reynast fleiri en 11, er settur tengivagn með gömlu rúgbrauði aftan i ,,köttinn" og einnig getur hann haft skiðamenn i taumi upp, en þeir renna sér siðan aftur niður langa og skemmti- lega skiðabrekku. Þetta er „snjókötturinn" traust og gott farartæki. (Timamynd SB)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.