Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 22. júli 1972 PAPPÍRS handþurrkur Á.A.PALMASON Simi :i-4(i-48. Landsins srrAðnr - ><kr hróðnr SBlJNM)ARBANKí ÍSLANDS FYRIRSPURN Af gefnu tilefni óska ég ein- dregið að fá eftirfarandi fyrir- spurnir birtar. Þann 3. mai s.l. varð stórslys um borð i m/s SÆRÚNU tS 9, þar sem hún var að veiðum fyrir suö- austan land, og liggur hinn slas- aði enn i sjúkrahúsi. Um atburð þennan hef ég ekki heyrt getið i útvarpi.eða séð sagt frá honum i fréttum blaðanna. Mér verður þvi á að spyrja: 1. Hvers vegna hefur ekki verið sagt opinberlega frá svona alvar- legu slysi, ef það gæti orðið öörum til viðvörunar? 2. Hvar og hvenær fóru fram i&t? Getum útvegað með stuttum fyrirvara hinar vinsælu haugsugur frá Guðbjörn Guðjónsson HEILDVERZLUN Siðumúla 22 — Simar 85694 og 85295 sjópróf vegna slyssins og hvað leiddu þau i ljós? Þess er vænzt, að viökomandi aðilar svari þessu tafarlaust. Þökk fyrir birtinguna. Sigurður Pálsson, Þuriðarbraut5, Bolungarvik. KKRDAKOLK i VANDÆOUM Margt er talað um ferðamál, en umhyggjusemin er ekki ævinlega á marga fiskana. Mér rennur til rifja að horfa upp á fólkið af skemmtiferðaskipunum, himandi undir veggjum Hafnarbúöai roki og rigningu eins og oft ber við, komið Ur ferðum þeim, sem farið hefur verið með það út úr bænum, biðandi eftir þvi að komast i bát- ana, sem flytur það milli lands og skips. Iðulega er margt af þvi i stand- andi vandræðum. Það kemst hvergi á salerni, þótt þörfin kalli ao,hvað þá annað. En Hafnarbúð- ir standa auðar — eru til einskis notaðar. Væri ekki vit i þvi að hafa einhvern söiukrók þar inni? Lágmarkskrafa er hitt, að þetta fólk geti einhvers staðar bjargað brókum sinum, svo að látið sé lönd og leið, hvort það á að húsa- skjóli að hverfa að öðru leyti á meðan það biður. Þessu ættu borgaryfirvöldin að geta ráðið fram úr án mikilla harmkvæla eða vafninga, þar sem þau standa þarna uppi með autt og ónotað hiis. F. „GLEVMDU EKKI GÓDUM VIN". Miðvikudaginn 5. júii s.l., i sumarvöku hljóðvarpsins, var meðal annars fluttur visnaþáttur tekinn saman af Braga Jónssyni frá Hoftúnum. Þar var visan „Gleymdu ekki góðum vin" — eignuð manni, sem ég kannaðist ekki við, og festist mér ekki nafn- iö i minni. Fyrir meira en 30 árum sá ég visu þessa i „Poesibók" á bæ nokkrum i Mýrasýslu. Sá, er- festi visuna þar á blað þóttist hafa ort hana sjálfur, að þvi er mér var tjáð. Nafn hans man ég ekki, en ég spurðist eitthvað fyrir um manninn, meðal annars, hversu gamall hann væri. Um aldurinn man ég það eitt, að „höfundur- inn" var fæddur á þessari öld. Nú er það svo, að þessi visa var al- kunn á Norðurlandi, fyrir það fyrsta um Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslur fyrir s.l. aldamót, og ég mun hafa lært hana árið 1899, þá á 6. ári. En visa þessi er eftir föður minn, Jón Ásgeirsson á Þingeyrum, sem andaðist árið 1898. I bókinni, Sagnaþættir úr Húna- þingi, eftir Theodór Arnbjörnsson ráðunaut frá Ósi, er visan rétti- lega eignuð föður minum og hljóðar svo: „Gleymdu ekki góðum vin, þó gefist aðrir nýir, þeir eru eins og skúraskin, skyndilega hlýir". Hinsvegar lærði ég siðari helm- inginn þannig: —-„þeir eru likt og skúraskin, skammvinnir en hlýir". Jafnaldri minn og sýslungi, Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum, kann visuna einn- ig svo. enda virðist hún liklegri þannig. Ég er fyrir löngu hættur að kippast upp við að heyra visur föður mins eignaðar öðrum. Hann á orðið fáar eftir. Ég bið aðeins eftir að einhverjum öðrum verði eignuð visan hans um Létti: „Það er mas úr þér, vinur, þetta: „Léttir dettur". Cira'ðum landið grcymnm fé BÚMÐARBANKI ÍSLANDS Aldrei rasar reiðskjótur rétt á sprettinn settur". Ef til vill tekst það með timan- um? i sjálfum sér er ekkert undar- legt, þó að timans tönn breyti höfundarrétti lausavisna, sem ekki eru bókfestar. Til þess geta legið ýmsar ástæöur. Algengust mun sú, að hagyrðingur kveður eða hefur yfir visu, sem áheyrandi lærir og heldur vera eftir þann er kvað, þótt svo sé ekki. — Til er sú mjög sjaldgæfa tilviljun, að 2 menn geri svo að segja orði til orðs sömu visuna. Ég hef heyrt eitt dæmi um heila visu og annað um hálfa og jafn- framt efnislega alla. Ekki er það nú meira eftir hálfrar aldar flakk um landið. Já, það er liklega litill skaði skeður, þótt landsfleygar stökur veröi föðurleysingjar, eða séu rangt feðraðar. Þær verða von- andi hvort eð er varanleg, vel- metin þjóðareign, þrátt fyrir nú- verandi óljóðafaraldur orðvana múgs. — Hins vegar er furðulegt, að til skuli hafa verið menn, er gátu lagzt svo lágt, að eigna sér annarra manna visur, en um það hef ég heyrt nokkur dæmi. Asgeir L. Jónsson. Frá Garðyrkjuskóla ríkisins Starf matráðskonu við mötuneyti Garð- yrkjuskóla rikisins á Reykjum i ölfusi er laust til umsóknar frá 1. okt. (eða 1. sept.) n.k. Einnig er laust starf aðstoðarstúlku i eldhúsifrá 1. október. Umsóknir um störf- in ásamt upplýsingum um fyrri störf þurfa að berast til skólastjóra Garðyrkju- skólans fyrir 10. ágúst n.k. Allar nánari upplýsingar veittar i sima 99-4248. Skóiastjóri. HEYÞYRLA OSKAST Vil kaupa strax notaða 2ja stjörnu hey- þyrlu. Tilboð og lýsing sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 28. júli merkt „Heyþyrla 2.": Laus staða Staða iþróttakennara stúlkna við Mennta- skólann á Akureyri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borizt mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vik, fyrir 15. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 17. júli 1972. Laus staða Kenarastaða við Menntaskólann á Laugarvatni er laus til umsóknar. Kennslugreinar stærðfræði og eðlisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borizt mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vikjavik, fyrir 15. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 17. júli 1972

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.