Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 9
Þriöjudagur. 25. júli 1972 TÍMINN 4w <& wmm (Jtgefandi: FraTnsóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:i : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,! : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tinians).; : Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif-:; :stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.:; ¦ Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — áuglýs-í ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjaldx : 225 krónur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-:í takið. Blaðaprent h.f. Álögur Geirs Borgarstjóri fór á kostum i blekkingaleik sinum á fundi borgarstjórnar Reykjavikur sl. fimmtudag, þegar hann gerði grein fyrir tillög- um um lækkun framlaga til framkvæmda hjá borginni á þessu ári um 122,9 milljónir króna. Borgarstjóri hélt þvi fram, að þessi lækkun væri vegna skattalagabreytinga rikisstjórnar- innar. Eins og kunnugt er nýtir Reykjavikur- borg allar álagsheimildir til fulls, þ.e. 50% álag á fasteignir og 10% álag á útsvör. Borgarstjóri rakti á fundinum, hvernig ákveðið væri að verja framkvæmdafénu og spurði i sifellu borgarfulltrúa minnihlutaflokk- anna, hvort þeir vildu hætta við þessa eða hina framkvæmdina til að komast mætti hjá að nota 10% álagið á útsvörin. Var auðfundið að sam- vizka borgarstjóra var slæm vegna þeirrar skattheimtu. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, svaraði borgarstjóra og sagð- ist vera sammála þvi að dregið yrði úr fram kvæmdum um þær 122,9 milljónir, sem borgar- stjóri gerði tillögu um, enda óeðlilegt að auka framkvæmdafé um 100% milli ára. Þetta hefði átt að gera strax við samningu fjárhags- áætlunarinnar i april eins og borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna hefðu lagt til. Um 10% álagið á útsvörin, sem gerir nærfellt 100 milljónir króna, sagði Kristján,að borgar- stjóri væri búinn á undanförnum mánuðum að búa þannig um hnútana með f járskuldbinding- um, að erfitt væri að komast hjá þeirri hækkun núna. Kristján benti siðan á, hvar spara hefði mátt 100 milljónir. 1. Seinni hluta vetrar voru samþykkt kaup á malbikunarstöð, sem setja á upp i haust. Verð 50 milljónir. Útborgun á þessu ári 28 milljónir. Kristján benti á þegar ákveðið var að kaupa þessa stöð, að hún mætti biða til næsta vors, þvi varla yrði malbikað mikið i vetur. Flutti hann og fleiri borgarfulltrúar á sinum tima tillögu um frestun þessarar framkvæmdar. 2. Samþykkt var i vetur að veita Einari Sigurðssyni og Ingvari Vilhjálmssyni 10 milljónir til togarakaupa. Allir borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna voru á móti þvi. 3. Vegna slæmrar greiðslustöðu borgarsjóðs telur borgarstjóri ekki fært að greiða gatna- gerðinni tæpar 45 milljónir sem hún á þar inni og búið er að ráðstafa i framkvæmdir. Þær framkvæmdir eru i þeim niðurskurði, sem borgarstjóri lagði til. 4. Engin tilraun hefur verið gerð til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar, sem nem- ur 1550 milljónum samtals. Þar hefði verið auðvelt að spara nokkrar milljónir. Aðeins i þeim 4 greinum, sem hér hafa verið nefndar hefði mátt ná þeirri upphæð, sem álag- ið á útsvörin gerir, þ.e. 100 milljónum. Þær 100 milljónir, sem þar um ræðir verða ekki skrifaðar á reikning nýju skattalaganna. Þær eru samfelld leikflétta hins æfða stjórn- málamanns Geirs Hallgrimssonar, i baráttu hans i landsmálapólitik. Hagsmunum Reyk- vikinga er fórnað i þvi valdatafli. —TK Victor Louis: Rússar renna hýru auga til Filippseyja Nokkur menningartengsl milli þjóðanna eru hafin og forsetafrúin á Filippseyjum var á ferð í Moskvu fyrir skömmu Höfundur þessarar greimir, Victor Louis, ér einn af írægustii og viðförl- ustu blaðainöniium Sovét- i-ikjaiuia. Stjóinaiiierrarn- il' i Krrml senda liann oft ;i vettvang til þess að þreifa fyrir sér iijn ný sambönd. Louis st'gii" i greiniiiiii frá ferð sinui til Kilippseyja l'vi'ir skömmu og spáir þvi, að fljótlega verði efnt lil sljóriiinálasamskipta milli Sovétrikjaiina og Kilipps- ev.ja. ÉG kom f'yrir skömmu til lands, sem er einangraðra en nokkurt annað land, sem ég hel'i komið til. Þar er ferða- manninum ráðið l'rá að aka milli borga eða að fara fót- gangandi f'rá gistihúsi. 1 sum- um byggðarlögum landsins eru ibúarnir á steinaldarstigi. Sumir stjórnmálamann- anna virðast raunar á litlu hærra sligi. Þeir eru enn að velta f'yrir sér, hvort timabært sé að viðurkenna rikisstjórn Sovétrikjanna. Leiðsögumenn minir spurðu til dæmis, hvort Sovétmenn helði tekiö þátt i heimsstyrjöidinni siðari. ÞETTA land eru Filippseyj ar. Kaþólsk trú er útbreiddari meðal ibúanna þar en nokkurs staðar annars staðar i Asiu. Þetta kemur valdhöfunum i Moskvu við ekki siður en páf- anum. Margir þykjast hafa veitt þvi athygli, að hugmynd- ir kommúnista eigi greiðan aðgang að kaþólskum mönn- um. Þeir benda á ttaliu máli sinu til stuðnings og fjölgandi kommUnistaflokka i Suður- Ameriku. Kinverjar hrærðu saman kenningum Kung Fu- tse, Marx og Mao og úr þvi varð blanda, sem ólæsir búddatrúarmenn gleyptu. Ekki er sennilegt, að Rússar og Kinverjar stundi áróðurs- keppni á Pilippseyjum, en margt bendir til, að efnt verði til stjórnmála- og viðskipta- tengsla milli Filippseyja og Sovétrikjanna. Menningar- tengsl eru þegar nokkur, eink- um gagnkvæmar heimsóknir listamanna. Stúdentaskipti auka þessi tengsl, en fáir stúdentar taka enn þátt i þeim skiptum. IMELDA MARCOS, kona forsetans á Filippseyjum, var á ferð i Sovétrikjunum fyrir skömmu og sú för greiðir fyrir nánari samskiptum. Forystu- menn Sovétrikjanna voru i fyrstu i vafa um, hvernig þeir ættu að taka frúnni og veltu meðal annars fyrir sér, hvort þeir yrðu að láta nægja að ræða við hana um veðurlag og þess háttar. Þegar frUin birt- ist kom þeim þægilega á óvart, hve hún skildi vanda- máiin vel og þekking hennar á nýjum stjórnmálastraumum og efnahagserfiðleikum vakti aðdáun þeirra. Frú Marcos er eljusöm og skrifaði sjálf hjá sér það, sem fram fór á fundum, en fól það ekki öðrum. Stundum hafði hUn hvorki aðstoðarmenn né ráðgjafa með sér, þegar hún sat opinbera fundi, en greip til vasabókarinnar, ef á þurfti að halda. Hún ræddi við efna- hagssérfræðinga i Sovétrikj- unum og þær viðræður ættu að leiða til aukinna verzlunarvið- skipta, sem er hinn venjulegi undanfari stjórnmálasam- skipta. Iinelda Marcos, kona forset- ans á Kilippseyjum. FRAM að þessu hafa við- skipti Filippseyinga og kommúnistarikja l'arið fram fyrir milligöngu þriðja rikis. Þrátt fyrir þetta nema þessi viðskipti yfir 100 millj. dollara á ári. Filippseyingar llytja einkum út kókoshnetuoliu og kjarna. Meðal Filippseyinga gætir verulegrar andstöðu gegn nýj- um m illirik ja tengslum . Kabataany Makabayan nel'n- ist þjóðleg æskulýðshreyfing, sem fordæmir öll skipti við Sovétrikin og telur þau ,,ör- væntingarfulla tilraun til að varðveita tök nýlendusteínu Bandarikjamanna á Filippseyingum með leyni- samningum við heimsvalda- sinna kommUnista i Sovét- rikjunum". VART verður alls konar andmæla gegn samskiptum við Sovétrikin og má byrja á þvi að tilfæra þá skoplegu rök- semd, að Filippseyingar hafi ekki efni á að íjöiga sendi- sveinum erlendis. Einnig er samskiptunum andmælt á þeim f'orsendum, að Filipps- eyinga bresti allar grund- vallarrannsóknir á málefnum Rússlands og muni af þeim sökum standa höllum fæti i öllum samskiptum við RUssa. Utanrikisráðuneyti Filipps- eyja hefir uppi andmæli á grundvelli „þess vanda, sem fylgir i kjölfar samskípta vi& sérhvert sósialistariki eða að sjá öryggismálunum borgið. Starfsmenn upplýsingaþjón- ustunnar hafa enga reynslu á að byggja i þvi efni". Þar á of- an hljóti „nærvera fastrar verzlunarsendinefndar aö auðvelda njósnir, lógleg og ólögleg stjórnmálaafskipti og aðstoð við samtök kommúnista i landinu". Um þetta og margt fleira er ritað i blöð landsins. MÉR er ekki kunnugt um, hvaða leyndarmál Filippsey- ingar hafi að varðveita.önnur en legu hinna bandarisku her- stöðva, en henni er ekki auð- leynt. Herstöðvarnar eru til dæmis svo vel búnar allri iþróttaaðstöðu, m.a. golfvöll- um, að þær gegna miklu hlut- verki i félagslífi landsmanna. Ég sendi vinum minum póst- kort með myndum frá þessum herstöðvum, enda tókst mér ekki að fá önnur póstkort sums staðar úti á landsbyggðinni. Bandarikjamenn hafa yfir- gefið Okinawa, hverfa smátt og smátt á burt frá þessum hluta Kyrrahafsins yfirleitt og ætla sýnilega að hverfa á burt frá Vietnam. Að brottför þeirra frá Filippseyjum hlýtur að draga fyrr eða siðar, þrátt fyrir þá yfirlýsingu banda- riska sendiherrans i Manilla, að bandariskur her muni ,,hafa bækistöðvar á .Filipps- eyjum um óráðna framtið". Ef'tir för Nixons forseta til Peking og Moskvu lýsti Marcos forseti yfir, að samn- ingar við Bandarikjamenn yrðu teknir til endurskoðunar, ekki aðeins herstöðvasamn- ingarnir, heldur og allir aðrir samningar. MARGIR eru þeir, sem fagna hagkv. samskiptum v-ið Sovétr.. Vextir af lánum Sovét manna eru 1 % lægrren vextir af bandariskum lánum og auk þess eru Filippseyingar að reyna að afla sér nýrra mark- aða erlendis og eiga þvi erfitt með að hafa að engu markaðs- möguleikana i Austur-Evrópu. Lýst er yf'ir i Pravda, að Filippseyingar séu ,,á réttri leið" þegar þeif bollaleggja um stjórnmálasamskipti og verzlun við Sovétrikin. Isvestia, stjórnarblaðið i Sovótrikjunum, segir lesend- um sinum frá þvi, að „glæpa- veldið" og „hergagnadýrkun- in" á Filippseyjum stafi af bandariskum áhrifum. Skriður komst fyrsl á undir- búning aukinna skipta milli Sovétmanna og Filippseyrnga sumarið 1967, þegar Filipps- eyingar sendu l'yrstu þing- mannasendinefndina til Moskvu. Þegar ég kom til Filippseyja tók starfsmaður vegabréfaskoðunarinnar á móti mér eins og ég væri náinn vandamaður hans. Ég hafði aðeins fengið dvalarleyfi i tiu daga og verið synjað um lengra dvalarleyfi hvað eftir annað, en þegar á staðinn kom var mér boðin framlenging i 59 daga. EG sækist yfirieitt ekki eftir opinberum viðtoium, en kýs heldur að ferðast um og ræða við fóik óformlega. A ferð minni átti ég t.d. tal við mál- færslumann i Zamboanga á eynni Mindanao. Hann sagði mér, að þegar Kina-kommún- istar reyndu að laða fólk að sér mættu þeir venjulega and- úð. Þarna væri ekki um að ræða andúð á kommúnistum, enda þótt kommúnistaflokk- urinn sé bannaður á Filipps- eyjum, heldur andúð á Kin- verjum. Þessa hefir lengi gætt i landinu, en andúðin hefir magnazt og breiðzt út eftir að menningarbylting Maos kom til sögu. Filippseyingar eru fúsir að ræða „hina óumflýjanlegu byltingu", enda eitt af vinsæl- ustu umræðuefnunum, næst spillingunni i landinu. Hins vegar óttast ég, að ekkert verði úr framkvæmdum á þessum tveimur sviðum fyrst um sinn. En ég er sannfærður um, að samskiptin við Sovét- rikin verða varanleg. Vel get- ur komið til mála, að dugleg- ustu stúdentarnir frá Moskvu, sem nú leggja allt kapp á að læra að tala og skrifa Tagalog, fái tækifæri til að notfæra sér þá kunnáttu sina þegar á þessu ári. Ég heyrði þvi til dæmis haldið fram, að Sovét- menn ættu meiri og betri möguleika á að afla sér vina á Filippseyjum en i nokkru landi öðru í Asiu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.