Tíminn - 18.08.1972, Qupperneq 9
Föstudagur 18. ágúst 1972
TÍMINN
9
Otgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:|:
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.;:
Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Timans)::
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasont. Ritstjórnarskrif-.i:
stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306,'::
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-ij:
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald i
225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein
takið. Blaðaprent h.f.
Bændur og búvöruverð
I fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðu-
neytinu, sem gefin var út vegna furðulegs mál-
flutnings Björns Matthiassonar hagfræðings, i
erindi um daginn og veginn i Rikisútvarpinu sl.
mánudag, eru hraktar þær firrur, sem
umræddur hagfræðingur hélt fram i erindi
sinu.
Björn Matthiasson taldi, að 48% af brúttó-
tekjum bændastéttarinnar hefðu komið úr
rikissjóði á árinu 1970. Þar með taldi sá frómi
hagfræðingur, að 904 milljónir króna, er
greiddar voru úr rikissjóði til niðurgreiðslu á
vöruverði til að halda visitölu framfærslu-
kostnaðar i skefjum á þvi ári, rynnu beint til
bænda.
Menn höfðu sannarlega gert sér vonir um
það, að svo lengi og svo oft væri búið að hrekja
óbilgjarnar árásir af þessu tagi i garð bænda-
stéttarinnar, að ekki væri að vænta firra af
þessu tagi úr stofum hagfræðideildar Seðla-
banka Islands.
Það er fráleitt að halda þvi fram, að niður-
greiðslur á verði landbúnaðarafurða séu fram-
lag til landbúnaðarins. Niðurgreiðslurnar eru
aðeins hagstjórnaraðferð til að halda niðri visi-
tölunni, og alls ekki til hennar gripið vegna
bænda.
Skv. rikisreikningi fyrir árið 1970 voru
heildarútgjöld á vegum landbúnaðarráðu-
neytisins á árinu 1970 samtals 676 milljónir
króna. í þeirri upphæð eru taldar fjárhæðir
vegna jarðeigna rikisins, veiðimála, skóg-
ræktar, landgræðslu, bændaskóla og fjölmargs
annars, sem engin rök eru fyrir að telja sem
hluta af tekjum bænda, eins og hagfræðingur-
inn leyfði sér að gera. í þessari fjárhæð eru
háar upphæðir, sem lita verður á sem framlög i
þágu alþjóðar.
Á árinu 1970 námu útflutningsuppbætur kr.
332 milljónum. Framlög, sem ætla má að hafi
áhrif á rekstur bænda, námu um 200
milljónum að auki. Telja má, að 530 milljónum
króna hafi verið varið á þvi ári til að lækka
framleiðslukostnað bænda og bæta upp fram
leiðsluverð til þeirra. Sé gengið út frá þeirri
tölu, kemur i ljós, að samfélagið hefur greitt
niður verð landbúnaðarvöru, sem nemur um
15% af heildarverðmæti landbúnaðarvara á
árinu 1970. Það er fráleitt að halda þvi fram, að
þetta framlag sé eingöngu lagt fram bændanna
vegna.
Slik framlög nema um 17% af brúttótekjum
bænda i Bretlandi, milli 20 og 25% i Vestur-
Þýzkalandi og i Noregi er talið, að um helm-
ingur af nettótekjum bænda komi frá rikinu. Ef
fylgt væri sams konar útreikningi hér á landi,
má segja, að um 15% af heildarverðmæti land-
búnaðarvara komi frá rikissjóði.
En að halda þvi fram, að framlög úr rikis-
sjóði til að halda niðri vöruverði og kostnaður
við verðstöðvun renni beint til bændastéttar-
innar, vegna þess að búvörur eru valdar til
niðurgreiðslu, er slik reginfirra, sem svo oft
hefur verið hrakin, að menn bjuggust ekki við
að hún ætti eftir að dafna að nýju i hag-
fræðingastétt landsins. Auðvitað mætti eins
velja fiskafurðir til niðurgreiðslu, ef það væri
talið hagstætt rikissjóði, og engir myndu vilja
halda þvi fram, að slikar niðurgreiðslur væru
styrkir til sjávarútvegsins! — TK
John Gittings:
Lin Piao var ólíklegur
til samsæris gegn Mao
Menningarbyltingin virðist þó hafa vakið sundrungu innan
forustunnar en eflt samheldni og árvekni almennings
ÞEGAR fengin er staðfest-
ing þess, að Lin Piao sé allur
— og það af vörum Maos for-
manns i Peking —, getum við
að minnsta kosti skrifað eftir-
mæli með góðri samvizku.
Það var Schumann utanrikis-
ráðherra Frakka, sem fékk að
heyra fréttina af vörum Maos
fyrstur manna, þegar hann
var á ferðinni i Peking i sum-
ar. Kinverskur almenningur
hafði vitað þetta mánuðum
saman, og nú er verið að fræða
umheiminn smátt og smátt
um örlög mannsins, sem fékk
sig valinn eftirmann Maos
með þvi að „blinda fjöldann”.
Hitt er svo annað mál, hvað
við eða kinverska þjóðin eig-
um að meta mikils hina
nákvæmu sögu um samsæri
Lins, sem hann á að hafa gert
rétt áður en hann dó. Verið
gæti, aö við höfum verið of
vissir um að Lin væri trúr og
varla annað en litlaust berg-
mál húsbóndans — maðurinn,
sem kom hrasandi gegnum
h e r m a n n a r a ð i r n a r á
Tienanmen meðan formaður-
inn leit i óþolinmæði á úrið
sitt. En fráleitt er af Kin-
verjum að ætla hann allt i
einu slægasta bragðarefinn
siðan Yuan Shik-kai forseti og
tilvonandi keisari leið — eða
er það alveg fráleitt?
KÍNVERSKUM flokks-
félögum hefir verið sögð sam-
særissagan, hún hefir siazt til
vestrænna fréttamanna og
verið sögð i heild i plaggi, sem
sagt var opinbert og kin-
verskir andkommúnistar hafa
dreift. Loks birti kinverski
sendiherrann i Alsir hana um
daginn.
Sagan er ekki ávallt eins i
smáatriðum, en þráðurinn er
sá, að Lin er sakaður um for-
ustu samsærishóps, sem
kenndur var við töluna 571.
Hópurinn á að hafa ætlað að
ná öllum raunverulegum
stjórnartaumum úr höndum
Maos og myrða hann, ef það
misheppnaðist.
I menningarbyltingunni á
Lin að hafa stutt óánægða her-
menn t.d. i Wuhan i júli 1967,
og siðar á hann að hafa verið
andvigur þvi, að vald flokks-
ins væri eflt á ný um gjörvallt
Kina. Hann á að hafa verið
andstæður byltingarstefnu
Maos og hinni „byltingar-
kenndu utanrikisstefnu” hans.
sem einkum á við viðleitnina
til að vingast við Banda-
rikjamenn.
ENGIN sérstök ástæða er til
að ætla að stjórnmálakerfi
Kinverja sé ónæmt fyrir
stjórnarbyltingum sem slik-
um, en hinu verður þó ekki
andmælt, að til þeirra hefir
ekki verið gripið i Kina siðan
árið 1949. Til , alvarlegra
átaka hefir komiö þrisvar áð-
ur innan forustunnar, en
aldrei hafa komið fram neinar
sannfærandi likur á samsæri.
Einstaklingarnir skiptu að
visu mjög miklu máli, en
stefnumálin, sem tekizt var á
um, voru augljós og afmörk-
uð.
Fyrst var Kao Kang-málið
1954. Þá deildu forustumaður
flokksins i Mansjúriu og Lin
Shao-chi um efnahagsmál, en
við það mál voru engir af for-
ustumönnum hersins riðnir.
Árið 1959 reyndi Peng Teh-
huai varnamálaráðherra
(fyrirrennari Lin Piaos) að
snarbreyta stefnu „hins mikla
framfarastökks”. En hann
l.in Piao
var borinn atkvæðum og vikið
frá, og þá dró hann sig hljóð-
laust i hlé, tók að sér að reka
rikisbú og reyndi ekki aö kalla
herinn sér til fulltingis.
SÍÐAST er þess; að geta aö
Lin Shao-chi —\sem var
mestur flokksandstæðingur
leiðtoganna — var aldrei sak-
aður um tilraun til að steypa
Mao af stóli með fulltingi
hersins, ekki einu sinni i hita
menningarbyltingarinnar.
(Tvær vafasamar sögur um
stjórnarbyltingu komust á
kreik, en Lin Shao-chi var við
hvoruga riöinn).
Hafi sakirnar, sem á Lin
Piao eru bornar, við rök að
styðjast hljótum við aö spyrja,
hvers vegna þetta nýja sam-
særisfyrirbæri komi allt i einu
við sögu i samskiptum kin-
verskra leiðtoga? Er það ef til
vill vegna þess, að sundrandi
flokkadrættir menningarbylt-
ingarinnar hafi eytt gagn-
kvæmu trausti og trúnaði
ráðamannahópsins innbyrðis,
sem þá var þó sérlega sam-
kynja? En tilvera þess stjórn-
málaloftslags, sem sakar
giftirnar gátu þrifizt i, — jafn
vel þó að þær hefðu ekki við
nein rök að styðjast — bendir á
breytingu til hins verra.
GEGN hverjum var verið
að gera samsæri, ef gert er
ráð fyrir, að þaö hafi verið á
prjónunum i raun og veru?
Ekki verður um það villzt, að
Lin var náinn samstarfsmað-
ur Maos frá þvi á árunum
milli 1950 og 1960, þegar hann
tók þjóðfrelsisherinn að sér og
ummyndaði hann eftir vilja
Maos. Lin Shao-chi var oft á
öndverðum meiði við Mao
fyrir menningarbyltinguna,
en Lin Piao fataðist aldrei.
Lin Piao er gefið að sök að
hafa staðið með hinum hóf-
samari herforingjum við
Wuhan 1967, en ræður hans frá
þeim tima afsanna þann
áburð. Afstaða hans var miklu
nær hinum róttæku Maoistum,
sem reyndu að „koma upp um
útsendara kapitalista i
hernum”.
Mun nær sanni væri að
segja, að hollustan við Mao
hafi svipt Lin bæði trausti at-
vinnuhermanna — enda gætti
hann ekki hagsmuna þeirra —
og flokksstjórnarinnar, sem
hann hjálpaði til að auðmýkja.
Tiltölulega sennilegt hefði
verið, að Lin Piao hefði siðar
gert samsæri gegn siðar-
nefnda hópnum, sem Chou En-
lai veitti forustu.
TAKNRÆNT er að sam-
kvæmt bæði beinum og óbein-
um fregnum frá Kina virðist
allur stefnuágreiningur eiga
að hafa orðið i sambandi við
heimsókn Nixons. Lin kann að
hafa orðið ljóst, eftir siðari
flokksfundinn i október 1970,
að sakir yrðu jafnaðar við þá
forustumenn, sem fylgt höfðu
„há-vinstristefnu” i menning-
arbyltingunni, en hann var
sjálfur i þeim hópi. Tilgangur
hans með andstöðu gegn
heimsókn Nixons gat bæði
verið að fylkja vinstri armin-
um og ná hylli þeirra herfor-
ingja, sem vildu aukið fram-
lag til varnarmála og efldan
viðbúnað gegn ógnun
Sovétrikjanna.
Hafi þetta verið svo, hefir
Lin skjátlazt, þar sem greini-
legt er, að Mao hefir enn á ný
sýnt snilli sina með þvi að
hvetja sjálfur til nálgunarinn-
ar við valdhafana i Washing-
ton. Andúð hans á Rússum
stendur allt of djúpum rótum
til þess aö hann gæti fallizt á
sams konar umleitanir við
valdhafana i Moskvu. Ef til
vill hefði Lin ekki getað fundið
neitt málefni, sem liklegra
hefði verið til að vekja grun-
semdir Maos um hollustu
hans.
HVAÐ sem á eftir að koma á
daginn um mál Lin Piaos,
kunnum við að verða að end-
urskoða allan grundvallar-
skilning okkar á eðli kin-
verskra stjórnmála. Þegar
Kinverjar veröa fyrir hreins-
un, kemur hún ekki fram á
likamanum, heldur sálinni.
Unnt væri að halda fram að
hugsjónalegur ágreiningur
Lins og Maos, jafnvel meðan á
menningarbyltingunni stóð,
hafi verið af dýpri rótum
runninn en hinn venjulegi
flokkadráttur, enda þótt hann
kæmi fram i átökum um völd.
Enn er sannmæli, að það
sem gerzt hefirsiðan Lin dó i
september i haust sem leið,
minnir ekki vitund á hreinsan-
ir af gerð Stalins. Samsæris-
mennirnir hafa verið fáir, ef
um samsæri hefir veriö að
ræða. Herforingjarnir og
flokksleiðtogarnir hafa haft
hægt um sig úti á landsbyggð-
inni, þar sem eðlilegast er þó
að ætla, að þeir hefðu leitað
sér stuðnings.
SÚ staöreynd er þó óhögguð,
að tæplega helmingur þeirrar
flokksstjórnar, sem kjörin var
á niunda flokksþinginu i april
árið 1969, virðist enn vera
virkur. Fyrirheit var gefið um
þjóðþing á árinu, sem leið, en
það hefir ekki enn komið sam-
an. Útvarp og blöð i Kina
hvetja enn til „einingar” og
vara við nærveru falinna
stéttaóvina.
Hvað sem þessu líður stað-
festir framburður afar
margra erlendra gesta árang-
ur menningarbyltingarinnar
meðal almennings. Þvi verður
ekki neitað, að áhuginn, orkan
og frumkvæðið i hverjum stað
fyrir sig er bráðlifandi. Þótt
mótsagnakennt kunni að sýn-
ast, virðistmenningarbyltingin
hafa haft allt önnur og sundr-
andi áhrif ofar i forustunni. Ef
til vill er það erfiðasti vand-
inn, sem Kinverjar þurfa nú
að leysa, að má út þessa mót-
sögn.