Tíminn - 18.08.1972, Page 15

Tíminn - 18.08.1972, Page 15
Föstudagur 18. ágúst 1972 TÍMINN 15 lagði sig alla fram. En ég brosti ekki, er hún lét bakkann á lága borðið fvrir framan lækninn. I leyndum hugans óskaði ég þess, að Manga hefði haft talsvert meira hóf á gestrisni sinni. „Þetta kom sér vel”. Vance læknir rétti fram bollann sinn til þess að fá hann fylltan i annað sinn. ,,Ég fékk óvænta kvaðningu i morgun og varð að fara út i sveit, svo að ég sleppti hádegisverðinum”. Mér varð litið á hönd hans, og enn einu sinni gat ég ekki annað en veitt þvi athygli, hve sterklegar og mjúklegar þær voru, hve fingurnir voru langir og vel hirtir og hvernig þeir mjókkuðu fram til gómanna. í huganum sá ég hann handleika læknistæki sin og áhöld. Ég gleymdi alveg að gefa gætur að hreyfingum vara hans. „Litið upp”. Hann hallaði sér fram yfir borðið og neyddi mig til þess að lita framan i sig. „Við höfum aftur kastazt á kuldalegum orðum i dag. Við skulum gleyma þvi,og fitja upp á nýrri og betri kynningu. Þvi fyrr sem við gerum það, þvi auðveldara verður það fyrir okkur bæði. Ég kom af þvi, að mig langaði til þess að hitta yður eina. Nú ætla ég að tala, en þér skuluð hlusta á mig — hvort sem yður likar betur eða verr”. Hönd min titraði, þegar ég setti bollann á undirskálina. Ég gerði mig liklega til þess að risa á fætur, og mér hefði sennilega tekizt að flýja út úr stofunni, ef borðið befði ekki verið i vegi fyrir mér. „Nei”. Hann hélt áfram og leit ekki af mér. Þetta er skylda min. Ég er læknir, og ef ég sæi einhvern hökta á hækjum og vissi, hvað gera ætti til þess að hann fengi bót meina sinna, en léti hann samt afskiptalausan — væri það ekki glæpur?” „Þaðylti á þvi”, sagði ég hikandi, ,, hvað maðurinn'sjálfur vildi”. „Þér vitið, hvað ég er að fara i kringum: Ég er að hugsa um yður og mein yðar”. „Ég vildi komast hjá þvi aö tala um bol mitt, ei pess er noKKur kusi- ur”. „En ef ég get hjálpað yður?” „Þér getið það ekki. Gerið svo vel að ijúka teinu yðar — og fariö svo„ Aftur reyndi ég að risa á fætur, en mig skorti mátt til þess að ná mér upp úr stólnum. „Þér getið ekki visað mér á bug á þennan hátt”. Hann hallaði sér fram á borðið. Svipur hans var harðlegur og augnaráðið hvasst. „Hvers vegna komuð þér hingað?” Ég vonaði, að rödd min væri þrungin eigi minni beiskju en hugur minn. „Hvers vegna getið þér ekki látið mig i friði? Ég hef ekki beðið um meðaumkun eða miskunn yðar né nokkurs annars manns”. En hann hristi aðeins höfuðið. „Jú, þaðhafið þér gert. Að visu ekki með orðum.en þá á annan hátt”, sagði hann. „Þegar þér eruð að streitast við að nema það, sem aðrir segja, og þegar yður fatast að skilja mál manna, þá biðjið þér um hjálp með svipbrigðum yðar”. „Hvi leyfið þér yður að segja þetta? Haldið þér, að ég hafi glatað heyrninni af ásettu ráði?” Enn hristi hann höfuðið. „Látið ekki skapið hlaupa með yður i gönur, ungfrú Blair. Þér skuluð ekki rugla saman hjálp og meðaumkun, þótt þér gerið ekki greinarmun á ást og meðaumkun”. Ég rauk upp eins og naðra hefði bitið mig og ætlaði að hlaupa á dyr, en áður en mér ynnist ráðrúm til að forða mér, fann ég, að hann læsti sterkri, magurri hönd sinni um handlegg minn og dró mig til baka. Mig langaði mest til að slita mig af honum, en ég var allt of ringluð til þess að geta það. Hann neyddi mig til að horfa framan I sig og hélt siðan áfram: „Þér verðið aðhlusta. Eftir þetta komizt þér ekki hjá þvi. — Nei, ekki gripa fram i. Þetta er skylda min. Mér hefur tekizt að lækna fólk, sem hefur verið lengur heyrnarlaust en þér”. Ég gerði enn eina tilraun til þess að komast á brott, en hann herti takið um handlegg minn. „Þér hafið aldrei reynt þá aðferð, sem ég beiti — hana fann ég sjálfur upp ásamt öðrum lækni. En ég ætla ekki að skýra fyrir yður læknisfræðileg viðfangsefni, þér munduð vera jafn nær, og auk þess er lækningaaðferð okkar enn á tilraunastigi. En við erum ekki neinir þöngulhausar. Við erum báðir vel menntaðir læknar, og við erum komnir á rétta braut”. É sleit mig loks lausa og fór að tina saman eigur minar. Ég vildi ekki veita honum þá ánægju að tala meira við hann og ákvað að hundsa hann alveg. En ég hafði ekki haldið, að hann væri jafnþrákelkinn og hann var. Ég var likt sett og brúðkaupsgesturinn i sögunni,sem gamli farmaðurinn með gljáaugun valdi sér að fórnardýri: ég fékk engum vörnum við komið. Það stoðaði ekki, þótt ég þyldi nöfn þeirra sérfræð- inga, sem ég hafði leitað til og allir höfðu gefizt upp við að ráða bót á meini minu. Þá fór hann aðeins að segja mér af uppgötvun sinni. Mér skildist, að hann hefði i félagi við annan lækni gert hana af einskærri tilviljun, er þeir voru að rannsaka kirtlaveiki i járnsmiðum. Tveir mannanna voru heyrnarlausir, og er þeir höfðu reynt lækningar sinar á þeim i nokkrar vikur, brá svo við, að þeir fóru að greina hljóð. „Þeir náðu svo miklum bata, að við sáum, að ekki gat verið um slembilukku eina að ræða, sagði hann við mig. „Við höfðum hitt ár úrræði, sem kom að haldi. Við héldum tilraunum okkar siðan áfram vetrarlangt i stóru i fjórðu grein fimmtarþrautarinnar — kringlukastinu — var aðalkeppnin einnig milli Telamons og Orsippes. Spartverjinn var frekar taugaóstyrkur og heimtaði m.a. að flautuleiknum se.m var fastur liður i hverri keppni skyldi hætt. svo hann gæti einbeitt sér betur. En það dugði skammt, og Telamon vann sigur i þessari grein, og voru þeir Telamon og Orsippes já jafnir i fimmtarþrautinni — og aðeins ein grein cftir. II llijliil FÖSTUDAGUR 18. ágúst. 7.00 Morgunútvarp 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðjón Sveinsson les framhald sögu sinnar um „Gussa á Hamri” (3). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milliliða. Spjallað við bænd- ur kl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25: Jacques Abram og hljómsveitin Fílharmónia i Lundúnum leika Páinókon- sert nr. 1. i D-dúr op. 13 eftir Benjamin Britten: Herbert Menges stjórnar. Fréttir kl. 11.00. Kússnesk tónlist: Suisse Romande hljóm- sveitin leikur Prelúdiu og Dans persnesku þrælanna eftir Mússorgský: Ernest Ansermet stj. / Boris Christoff syngur nokkur lög eftir Glinka/Hljómsveitin Fiharmónia leikur „Francesca da Rimini”, hljómsveitarfantasiu op. 32 eftir Tsjaikovský; Carlo Maria Giulini stj. 13.00 Eftir hádcgið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft" eftir P.G. Wodchouse Jón Aðils leikari les (5). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdcgistónleikar: Bandarisk tónlist 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Kcrðabókarlestur: Frá e y ð i m ö r k u m M i ð - A s i u Rannveig Tómasdóttir les úr bók sinni „Andlit Asiu". 18.00 Frcttir á cnsku 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frcttaspcgill 19.45 Við bókaskápinn Jónas Sigurðsson skólastjóri talar. 20.00 Einsön gur :• Lconic Kysanck syngur ópcruariur 20.30 Mál til mcðfcrðar Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Strcngjakvartett i C-dúr op. 59 nr. 3 eftir Bccthoven Amadeuskvartettinn leikur. 21.30 útvarpssagan: ,,I)ala- lif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, scm hreytti um andlit” eftir Marccl AymcKristinn Reyr les (11). 22.35 Danslög i 300 ár Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta tiinanum Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ilBililli FÖSTUDAGUR 18. ágúst 1972 20.00 Frcttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.30 Gömiu skipin Mynd frá danska sjónvarpinu um varðveizlu og endursmið gamalla tréskipa. Sýnd eru skip ýmissa tegunda og rætt við skipasmiðinn, sem haft hefur forgöngu um að bjarga þessum minjum gamalla tima frá glötun. (Nordvision — Danska sjón- varpið) Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 20.55 Einleikur i sjónvarpssal Rögnvaldur Sigurjónsson leikur á pianó verk eftir Hummel, Schumann, Chop- in og Prókoffieff. 21.20 Ironside Merktur fyrir morð Þýðandi Sigriður Ragnarsdóttir. 22.10 Erlcnd málefni Um- sjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.40 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 23.00 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.