Fréttablaðið - 25.02.2004, Síða 9

Fréttablaðið - 25.02.2004, Síða 9
9MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2004 KREFJAST AÐSTOÐAR Norður- Kóreustjórn krefst þess að Bandaríkin veiti þeim efnahags- og mannúðaraðstoð gegn því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði lögð til hliðar. Fáist þær ekki segir talsmaður norður- kóreska utanríkisráðuneytisins að þróun kjarnorkuvopna verði haldið áfram. PERSSON TIL SUÐUR-KÓREU Gör- an Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði til viðræðna við Roh Moo-hyun forseta um kjarnorkudeil- una við Norður- Kóreu. Persson varð árið 2001 fyrsti vestur- evrópski stjórnmálamaðurinn til að fara í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu. NAGLALAKKIÐ SKOÐAÐ Aðstæður kvenna í Afganistan hafa skánað nokkuð eftir fall talíbana þó það sé mjög misjafnt eftir landsvæðum. Þessar konur skoðuðu naglalakk í sölubás í Kabúl. Nýtt leiðakerfi Strætó bs. kynnt sveitarfélögum: Kringlan verður ekki endastöð Matvara í framfærslunni Hefur lækk- að mikið NEYTENDUR Hutfall matvæla í framfærslu íslenskra heimila er 2,6 prósentustigum lægra í fyrra en árið 1995. Lækkunin nemur rúmum sextán prósentum. Þetta kom fram í svari forsætisráð- herra við fyrirspurn Önnu Krist- ínar Gunnarsdóttur á Alþingi. Í svari forsætisráðherra kom fram að hlutfall matvæla í fram- færslu heimila var 16,1 prósent árið 1995 en var 13,5 prósent í fyrra. Hlutfallið var 14,4 prósent árið 2002 og hefur því lækkað um tæpt eitt prósentustig milli ár- anna 2002 og 2003 eða um 6,25 prósent. ■ 18 mánuðir frá upphafi Baugsmálsins: Lögreglurannsókn sögð í fullum gangi STRÆTÓ Fyrir ári síðan voru uppi hugmyndir um að byggja sam- göngumiðstöð neðanjarðar við Kringluna sem átti meðal annars að leysa af hólmi biðstöðvar Strætó á Hlemmi og við Lækjar- torg. Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs., segir að fallið hafi verið frá þeim áformum. Þessa dagana er verið að kynna nýtt leiðakerfi Strætó fyrir sveit- arfélögum og hverfisráðum á höf- uðborgarsvæðinu. Samkvæmt því verður Lækjartorg lagt af sem endastöð fyrir strætisvagna og vægi Hlemms aukið. Lækjartorg verður samt áfram viðkomustaður. „Það er verið að breyta leiða- kerfinu frá grunni,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Það eru 35 leiðir í nú- verandi kerfi en þeim verður fækkað í átján.“ Aðspurður segir Ásgeir að breytingin feli ekki í sér skerðingu á þjónustu. Þvert á móti sé verið að auka þjónustuna því tíðni ferða verði meiri en verið hefur. Þá verði kerfið einfaldara og skil- virkara. „Af þessum átján nýju leiðum verða sex hraðleiðir frá fjölmenn- ustu úthverfum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélögunum inn til borgarinnar. Ekið verður eftir þeim leiðum með meiri tíðni á álagstímum en hinum tólf og stoppað sjaldnar.“ Nýja leiðakerfið verður kynnt almenningi eftir tvær til þrjár vikur. ■ BREYTINGAR Á LEIÐAKERFI Samkvæmt nýju leiðakerfi Strætó verður Lækjartorg lagt af sem endastöð fyrir stræt- isvagna. Hluverk Hlemms verður aukið. LÖGREGLUMÁL „Rannsóknin er í full- um gangi,“ segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar r í k i s l ö g r e g l u - stjóra, um Baugs- málið þar sem til rannsóknar er hvort forráða- menn fyrirtækis- ins hafi brotið gegn lögum. L ö g r e g l a n gerði húsleit í h ö f u ð s t ö ð v u m Baugs í ágúst árið 2002 þar sem til rannsóknar var hvort for- s v a r s m e n n Baugs hefðu falsað skjöl og færsl- ur í því skyni að hagnast með ólög- mætum hætti. Höfuðvitni lögregl- unnar og kærandi er Gerald Sullen- berger sem um árabil átti í við- skiptum við Baug í nafni fyrirtæk- is síns, Nordica. Hálfu öðru ári eftir að rannsókn hófst bólar ekkert á niðurstöðu. Jón H. Snorrason segist ekkert geta sagt um það hvenær rannsókn ljúki. „Ég vil engu spá,“ segir hann. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Geralds Sullenberger, segist ekki hafa neina skýringu á þeim langa tíma sem rannsóknin tekur. Hann segist helst láta sér detta í hug að fámenni efnahagsbrotadeild- arinnar væri orsökin. „Kannski er þessi deild undir- mönnuð. Það er mjög óheppilegt að opinber rannsókn skuli taka svo langan tíma. Þetta er skaðvænlegt þeim sem rannsóknin beinist að og óheppilegt fyrir viðskiptalífið,“ seg- ir Jón Steinar. ■ JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Telur að fámenni efnahagsbrotadeild- ar geti verið ástæða þess hve rannsókn gengur hægt. HÖFUÐSTÖÐVARNAR Hálft annað ár er liðið síðan lögreglan gerði húsleit hjá Baugi. ■ Kóreudeilan

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.