Tíminn - 03.09.1972, Side 14

Tíminn - 03.09.1972, Side 14
14 TÍMINN Sunnudagur 3. september 1972 allt í einu i hug a& fara ekki heim aftur. 1 stað þess að fara út, sneri ég mer aö honum og sagði: „Lofið mér að fara meö yöur. Ég hef ekkert annað aö gera. Ég get beðið meðan þér skoöið sjúklinginn”. ,,En” — það var með naumindum að ég gat greint, hvað hann sagði við ljósið frá mælaboröinu — ,,ég veit ekki, hve lengi ég kann að verða. Verður fólkið ekki hrætt um yður?” „Þaö heldur, að ég sé sofnuð. Rekið mig ekki inn aftur, læknir. Ég skal ekki verða yður til trafala”. Hann kinkaði kolli til samþykkis og renndi vagninum aftur á bak út úr skýlinu. Svo stanza&i hann sem snöggvast og hagræddi tösku sinni á gólfinu á milli okkar. Þótt aldarandinn breytist, þekkingin aukist og nýjar lækningaaðferöir komi til sögunnar, eru þessar stóru, slitnu leöurtöskur ætið einkenni þeirra, sem læknar eru. ösjálfrátt myndi ég vantreysta lækni með nýja og fallega tösku. Þaö er eins og sérhver skella og rispa á þessum töskum sé ör, sem vitni um einvigi læknisins við sjálfan dau&ann. Það var kyndugt að sitja þarna við hliðina á Merek Vance svo siöla kvölds i litla vagninum, sem ég hafði átt svo margar skemmtilegar stundir i, sumarið, sem viö Harrý trúlofuðumst. Bifreiö I myrkri er heimur út af fyrir sig. Allt er hulið sjónum manns nema hiö takmark- aða sviö, sem ljóskeilurnar ná að lýsa. Bifreiöin veröur i skynjun manns eins konar skel, sem lykst um mann og knúin er orku þeirra, sem hana byggja. Mér fannst það þetta kvöld, að bifreiöin fengi orku sina frá okkur, og það værum við, sem brunuöum með hana utan á okkur 6t úr borginni. Þyturinn lék um hana. Fram undan var auður, steinsteyptur vegur — grá hella, sem flaug á móti ljósinu undir hjól bifreiðarinnar. Ég sá ekki greinilega framan i Merek Vance. A andlitið bar skugga af stórum kraganum á frakka hans, og af honum lagði tóbaksþef og einhverja lykt, er ég gat ekki gert mér grein fyrir. Hann hélt léttilega um stýrið. Ég hefði ekki getað greint orð hans i myrkrinu, Háskóli íslands Verkfræði- og Raunvísindadeild Stúdentar, sem skráðir eru á 1. námsár við Verkfræði- og Raunvisindadeild Há- skóla íslands, eru boðaðir til viðræðufund- ar mánudaginn 4. september kl. 16 i I. kennslustofu Háskólans. Kennsla hefst almennt i Verkfræði- og Raunvisindadeild þriðjudaginn 5. septem- ber kl. 8.15 skv. stundaskrá, þó hefst kennsla á 3. misseri i liffræði mánudaginn 4. september kl. 10 i stofu VII. Xuglysingur, sem eiga aA koma í hlaðinu a suiinudöguin þurfa aö berast fsrir kl. I a fösludögum. \ugl.stola Timans er f Hankastræti 7. SluTar - 18300. þótt hann hefði talað til min, og engin skiljanleg svör fengið við orðum minum, þótt ég hefði ávarpað hann. Við mæltum þvi hvorugt orð frá vörum. Mér varð hugsað til þess, er ég sá Merek Vance fyrst. Það var furðu- legt, að ég skyldi treysta honum eins og ég gerði, þrátt fyrir þá óbeit, sem ég fékk á honum i upphafi. Þó vildi ég ekki viðurkenna það fyrir sjálfri mér, að heimsóknir minar i litlu, fátæklegu lækningastofuna hans væru að verða mér eins og vinjar i eyðimörk tilbreytingarlausra og tilgangslausra daga, sem voru ömurlegri en nokkurt annað timabil ævi minnar. Það var talsvert komið fram i desember, og nær tveir mánuðir liðnir siðan lækningatilraunirnar hófust. Fyrst hafði ég verið smeyk við að vitnast myndi um þær. En enginn veitti ferðum okkar Tátu sérstaka athygli. Vinátta vandafólks mins og Weeks læknis olli þvi, að engum fannst furðu sæta, þótt ég ætti leið i hús hans. Auðvitað varð hann var við komur minar. En hann spurði einskis, enda vissi hann erindi mitt, og ég treysti honum vel til að sefa Emmu frænku, ef henni færi að þykja háttalag mitt einkennilegt. Miðaldra hjúkrunar- kona, sem svaraöi simahringingum og aðstoöaði læknana, var óvenju- lega þagmælsk og áreiðanleg manneskja. Sjúklingar, sem gengu til Vance aö staöaldri, komu flestir á kvöldin eða þá þeir vitjuðu hans i móttökusal sjúkrahússins. Ég sá þvi fáa sjúklinga á ferðum minum til hans. Ég trúði ekki á bata og vildi ekki viðurkenna, að mér hefði nokkurn tima dottið bati i hug. Hann vissi það sjálfur, en leitaðist þó aldrei við aö telja mér hughvarf. Hann reyndi aldrei að mikla sjálfan sig i minum augum, og það var aðeins örsjaldan, er hann var að prófa, hvort einskis bata yrði vart hjá mér, að ákafinn hljóp með hann i gönur. Samt hliðraöi hann sér aldrei hjá að tala við mig eða skaut sér undan þvi með afsökunum, þótt heyrnarleysið torveldaði samtöl við mig. Hann hélt áfram að tala einarðlega um baga minn og stundum jafnvel harðýðgislega. „Heyrnarlaust fólk reynir mikið á sig”, sagði hann einu sinni, „nema þeir, sem þykjast heyra, þótt þeir heyri alls ekki. Raunar heyrir helftin af fólki það eitt, sem það vill heyra, og-hinn helmingurinn lætur sér það vel lika”. „Og hvað svo um yöur sjálfan?” Hann yppti öxlum. „Ég er læknir, en ekki þjóðfélagsfræöingur. En ef við litum nokkur ár aftur i timann — getiö þér þá i hreinskilni sagt, að þér hafið hlustað?” „Auðvitað”, svaraöi ég. „Og mun gera það i framtiðinni, ef ég á þesss nokkurn tima kost”. „Ég efa þaö". Hann hristi höfuðið. „Sjálfum hefur mér ekki tekizt það betur en gengur og gerist. Hvorugt okkar hlustar eftir öllu þvi, sem við gætum heyrt”. Lárétt 1) Land.- 5) Straumkast - 7) Rödd.- 9) Verkfæri.- 11) Komast.- 12) Trall - 13) Gljúfur,- 15) Tjara,- 16) Púka.- 18) Snögga,- Lóðrétt 1) Villan - 2) Sog,- 3) TS.- 4) UTS,- 6) Gróður,- 8) 011.- 10) Æri.- 14) Allt.- 15) Bað,- 17) Óa.- Lóðrétt 1) Verzla,- 2) Oþrif.- 3) Samtenging- 4) Fæðu,- 6) Dökka - 8) Alasi,- 10) Strák- ur,- 14) Happ.- 15) 01- 17) Guð- Ráðning á gátu Nr. 1196 Lárétt 1) Vestur,- 5) Ost.- 7) Lög,- 9) Sær - 11) LL,- 12) Ró,- 13) Ala,- 15) Bið,- 16) Lóa,- 18) Staður,- Við rætur hæðarinnar féllurDrekii vatnið... Dreki er maður — hann dauður? geturdáið — hann er dauður!. Getur Dreki dáið? Þannig deyja allir óvinir . okkar! li ll lílliffi, ■ SUNNUDAGUR 3. september 8.00 Morgunandakt. Biskup Islands flytur ritningarorð og bæn. 10.25 Loft, láð og lögur. Páll Bergþórsson veðurfræöing- ur ber saman veðurfar i Reykjavik, London og við- 11.00 Messa 1 Stafholtskirkju (Hljóðrituð 12. f.m.). Prest- ur: Séra Brynjúlfur Gisla- son. Organleikari: Björn Jakobsson. 13.30 Landslag og leiðir.Einar Þ. Guðjohnsen talar um öku- og gönguleiðir á Fjalla- baksvegum. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitiminn. Hljómsveit Willis Boskovskys leikur dansa frá Vinarborg. 17.00 íslandsmótið i knatt- spyrnu: Útvarp frá La uga rd a ls velli. Atli Steinarsson lýsir fyrri hálf- leik i keppni Fram og KR. 17.45 Framhaldssaga barn- anna: „Hanna Maria” 19.30 Mörg eru dags augu. Matthias Johannessen skáld les úr nýrri ljóöabók sinni. 19.45 Frá ólympiuleikunum i Munchen. Jón Asgeirsson lýsir fyrst viðburðum dags- ins og siðan siðari hálfleik i handknattleikskeppni Is- lendinga og Túnismanna, sem fram fer. 20.25 Frá listahátið i Reykja- vik. André Wats leikur á tónleikum i Háskólabiói 21.00 Vindsór-konurnar kátu og llinrik fjórði (fyrra leik- ritið).Ævar R. Kvaran leik- ari les og tengir saman kafla úr leikritunum i þýð- ingu Helga Hálfdánarsonar. 21.30 Arið 1945, siðara misseri. Kristján Jóhann Jónsson rifjar upp helztu tiðindi á þeim tima. 22.00 F’réttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 F'réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 3. september 16.30 Endurtekið efni Setn- ingarathöfn ólympiuleik- anna i MunchenÁður á dag- skrá siðastliðinn mánudag. 18.10 Frá Ólympiuleikunum Kynnir Ómar Ragnarsson (Evrovision) Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og Auglýsingar. 20.25 Ain og eldurinn Vatn og eldur hafa mótað þetta land, öðrum náttúruöflum frem- ur. öviða sjást þess gleggri merki en i Skaftafellssýslu- um, þar sem landslag hefur breytzt svo, að landnáms- menn myndu varla þekkja það að nýju. Sjónvarpsmenn brugðu sér i sumar austur á Siðu, þar sem vatnsfjöll og eldhraun hafa umbylt héraðinu á sið- ustu öldum. Umsjón Magn- ús Bjarnfreðsson. Kvik- myndun Orn Harðarson. Hljóðsetning Oddur Gúst- afsson. 21.00 Böl jarðar Framhalds- leikrit frá danska sjónvarp- inu. 5. þáttur, sögulok. 21.40 Aberdeen Fréttakvik- mynd frá heimsókn sjón- varpsmanna til Aberdeen, þar sem rætt var við for- ystumenn sá sviði fiskveiða og fiskiðnaðar. Umsjónar- maður Eiður Guðnason. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.15 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 22.40 Að kvöldi dags Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson. flytur kvöldhug- vekju. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.