Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 6
6 8. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Írak ■ Evrópa Veistusvarið? 1Nýtt heimsmet var sett í Búdapest ístangarstökki kvenna innanhúss. Hvað er nýja metið? 2Hvaða hljómsveit mun spila íKaplakrika 26. maí? 3Hvar á höfuðborgarsvæðinu gætirtöluverðs titrings vegna skólamála? Svörin eru á bls. 30 Ísraelskar hersveitir gerðu áhlaup á flóttamannabúðir: Fjórtán Palest- ínumenn féllu GAZA-STRÖNDIN, AP Fjórtán Palest- ínumenn féllu í átökum sem brutust út þegar ísraelskar hersveitir gerðu áhlaup á tvær flóttamannabúðir á Gaza-ströndinni. Á meðal þeirra sem létust voru fjögur börn. Ísraelski herinn fór með tugi skriðdreka og tvær Apache-árásar- þyrlur inn í búðirnar í Bureij og Nusseirat fyrir dögun í gærmorg- un. Leyniskyttur komu sér fyrir á húsþökum á meðan hermenn gengu á milli húsa í leit að vopnum og eftirlýstum vígamönnum. Harðir bardagar brutust út þegar herskáir Palestínumenn vopnaðir rifflum og handsprengjum reyndu að bjóða hermönnunum birginn. Hundruð palestínskra barna eltu ísraelsku skriðdrekana og köstuðu í þá grjóti. Tíu vígamenn féllu í átökunum auk fjögurra barna á aldrinum átta til sextán ára. Yfir áttatíu manns særðust, þar á meðal fjöldi ung- menna. Að sögn ísraelska hersins fund- ust engin vopn og enginn var hand- tekinn. Palestínskir ráðamenn hafa gagnrýnt aðgerðirnar harðlega og andspyrnuhreyfingar hafa hótað blóðugum hefndum. ■ Skólastjórar óttast niðurskurð Bréf frá Menntamálaráðuneytinu varar skólastjórnendur við að taka inn nemendur umfram umsaminn hámarksfjölda. Ekki má gera ráð fyrir aukafjárveitingum vegna umframfjölda. FRAMHALDSSKÓLAR Framhalds- skólar landsins hafa verið varaðir við að fara fram úr umsömdum hámarksnemendafjölda á næsta skólaári og að þeir geti ekki reikn- að með fjárveitingu fyrir um- framnemendur. Þetta kom fram í bréfi til skólastjórnenda en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta í fyrsta sinn sem þeir fá slíka áminningu frá Menntamála- ráðuneytinu. Þeir skólastjórar sem Frétta- blaðið ræddi við lýstu yfir áhyggj- um af því að ef fjárveitingar til framhaldsskóla yrðu skertar á þennan hátt gæti það haft í för með sér að vísa þyrfti nemendum frá námi næsta haust. Framhaldsskólar fá fjárveit- ingu samkvæmt árlegum skóla- samningi sem þeir gera við Menntamálaráðuneytið þar sem hámarksfjöldi nemenda er skil- greindur. Hins vegar hafa skólar getað sótt um umframfjárveit- ingu fyrir nemendur umfram þann fjölda. Sú greiðsla hefur hingað til verið greidd að loknu skólaári. Samkvæmt nýlegu fylgibréfi með skólasamningi sem sent hef- ur verið til allra framhaldsskóla landsins er athygli skólastjórn- enda vakin á því að nemendur megi ekki vera fleiri en samið hefur verið um. Skýrt er tekið fram að skólinn geti ekki reiknað með að fá fjármagn umfram þá tölu. „Auk þess að þurfa ef til vill að vísa nemendum frá setur það skólum áveðnar skorður að tak- marka nemendafjölda, sérstak- lega ef stefnt er á að fjölga nem- endum á svæðinu,“ segir Hörður Ó. Helgason, skólastjóri Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra var með bréfinu ekki verið að boða niðurskurð til framhalds- skólanna. Markmiðið var að ítreka hámarksnemendaígildi hvers skóla samkvæmt fjárlögum til þess að minna á aðhald í ríkis- rekstri. „Aftur á móti stöndum við frammi fyrir ákveðnu vandamáli í framhaldsskólakerfinu,“ segir hún. „Ljóst er að framhaldsskóla- nemendum kemur til með að fjölga að minnsta kosti fram til ársins 2008–9 og við því þarf að bregðast.“ Aðspurð, hvort ný reglugerð um innritun í framhaldsskóla sem er í vinnslu sé að því miðuð að sporna gegn fjölgun nemenda, segir hún að ekki sé enn ljóst hvað hún muni fela í sér. sda@frettabladid.is Rulspóstur: Tölvupóstur kosti pening NEW YORK, AP Bill Gates, stofandi Microsoft, hefur bæst í hóp þeirra sem telja að til þess að stöðva mikla dreifingu af rusl- pósti komi til greina að taka upp gjaldtöku fyrir tölvupóstsend- ingar. Hugmyndirnar ganga út á að til að senda tölvupóst þurfi að kaupa eins konar frímerki fyrir smávægilega upphæð, sem engu að síður yrði hindrun fyrir þá sem senda milljónir tölvu- skeyta. Talan sem oftast er nefnd í þessu sambandi er eitt bandarískt sent, sem samsvarar um sjötíu íslenskum aurum. Önnur hugmynd felur í sér að tölvur þurfi að leysa stærð- fræðiþrautir þegar sendur er tölvupóstur. Þetta hefði ekki áhrif á venjulegan notanda en myndi valda því að tölvur þeirra sem reyna að senda milljónir tölvuskeyta myndu ekki ráða við álagið. ■ SPRENGING Í FJÖLBÝLISHÚSI Öfl- ug sprenging varð í fjórtán hæða fjölbýlishúsi í Moskvu fyrir dög- un í gær. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með brunasár en bygg- ingin var rýmd í kjölfar spreng- ingarinnar. Embættismenn segja að sprenginguna megi rekja til gasleka. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu, sem þegar var í mikilli niðurníðslu. ÁRÁS Á HÖFUÐSTÖÐVAR HER- NÁMSLIÐSINS Íraskir uppreisn- armenn skutu að minnsta kosti sjö flugskeytum í átt að höfuð- stöðvum bandaríska hernámsliðs- ins í Bagdad í Írak síðdegis í gær. Einn Bandaríkjamaður særðist í árásinni. NÝR LEIÐTOGI Costas Karamanlis, leiðtogi íhaldsmanna, mætir á kjörstað. Þingkosningar á Grikklandi: Stjórnar- andstaðan sigraði GRIKKLAND Íhaldsmenn í Grikklandi unnu sigur í þingkosningunum sem fram fóru í gær, ef marka má út- gönguspár, en sósíalistar hafa farið með völdin í landinu nánast óslitið frá árinu 1981. Fyrstu spár bentu til þess að flokkurinn Nýtt lýðræði hefði fengið allt að 47% atkvæða en sósíalistaflokkurinn Pasok aðeins um 40%. Íhaldsmenn hafa verið í stjórn- arandstöðu í ellefu ár. Costas Kara- manlis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur heitið því að lækka skatta, aðstoða fátæka, minnka skriffinnsku og út- rýma spillingu í stjórnkerfinu, ef flokkurinn kemst til valda. ■ GRJÓTKAST Palestínsk ungmenni kasta grjóti í skriðdreka ísraelska hersins í Bureij-flóttamanna- búðunum á Gaza-ströndinni. FRAMHALDSSKÓLAR Skólastjórnendur framhaldsskólanna óttast niðurskurð á fjárveitingum í kjölfar bréfs frá Menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðherra segir að vandmál hafi skapast vegna fjölg- unar nemenda en segir fjárveitingar óskertar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.