Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Meðalstærð fólks Síðasta rannsókn á líkams-stærð og byggingu Banda- ríkjamanna var gerð árið 1941 á vegum hersins, sem þurfti að fá að vita í hvaða stærðum ætti að framleiða einkennisbúninga á ameríska herliðið í síðari heim- styrjöldinni. En nú til dags er fólk öðru vísi í laginu heldur en fyrir meira en hálfri öld, og þess vegna þurfti að endurtaka rannsóknina svo amerískir dát- ar þurfi ekki að berjast í alltof þröngum einkennisbúningum við að efla frið og lýðræði í löndum þar sem eru olíulindir eða merkileg hráefni. Nýlega var gerð víðtæk rannsókn stærð fólks í 13 amerískum borgum og 10.000 manns var stungið inn í hátækniskanna sem skráði nið- ur bæði mál og vikt af mikilli nákvæmni. Og síðan hófust vís- indamenn handa við að reikna út útlit meðaljónsins – sem auð- vitað er ekki til. RANNSÓKNIN leiddi í ljós að fataframleiðendur verða að fara að taka sig á varðandi stærðir. Algengasta fatastærð í Ameríku fyrir konur er númer 8 og gerir ráð fyrir að meðalkona sé með 90 sm brjóstmál, 68,5 sm mittis- mál og 95 sm um mjaðmir. En nú kom á daginn að meðalkonan hefur breyst og nútímakona er ekki lengur eins og stundaglas í laginu heldur eins og ljósapera, og meðaltalið er núna 96,5-81- 104 hjá konum á aldrinum 18 til 25 ára. Og þegar meðalkonan er komin að fertugu er meðaltal hvítra kvenna 104-86-109, en svartra kvenna 109-94-116. MEÐALKARLMAÐUR á aldrin- um 18 til 25 ára var talinn vera 101 sm um brjóst, 86 um mitti og 101 um mjaðmir, en nú bregður svo við að meðaljóninn á þessum aldri er orðinn 104-89-104. Og menn í aldurshópnum 36 til 45 ára reyndust vera 111,7-96,5- 106,6. Meðalkona í Bandaríkjun- um er 163 sm á hæð og vegur 67,2 kíló. Meðalkarlmaður er 175 sm og vegur 81,2 kíló. Fimmta hver manneskja reyndist þjást af offitu, en það er önnur saga. ÞESSAR upplýsingar eru ábyggilega til margra hluta nyt- samlegar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.