Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 27
Leikaraparið Stanley Tucci ogEdie Falco, sem leikur Car- melu Soprano, eiginkonu Tonys í The Sopranos, eru hætt saman. Fréttir af sambandsslitunum komu öllum í opna skjöldu, ekki síst vinum þeirra sem höfðu lýst því yfir fyrir nokkrum vikum að Falco og Tucci væru óaðskiljan- leg. Þau kynntust þegar þau léku saman í Frankie and Johnny á Broadway og hafa verið saman síðan í apríl á síðasta ári. Hinn sigursæli leikstjóriHringadróttinssögu, Peter Jackson, segist hafa mikinn áhuga á því að leikstýra forleikn- um að sögunni, The Hobbit, en segir að ekkert geti orðið af því að svo stöddu þar sem kvikmynda- fyrirtækin New Line Cinema og MGM verði fyrst að greiða úr lagaflækjum. New Line á nefnilega kvikmyndarétt- inn á The Hobbit en MGM dreif- ingarréttinn. „Lögfræðingar þeirra eiga eftir að skemmta sér konunglega á næstu árum á með- an þeir reyna að finna lendingu í málinu,“ segir Jackson, sem er pollrólegur og vinnur nú hörðum höndum við King Kong-myndina sína sem er væntanleg í kvik- myndahús á næsta ári. Jackson segist að sjálfsögðuvilja gera The Hobbit á sömu nótum og Hringadróttinssögu- þríleikinn og gæta þess að mynd- in falli alveg að því sem á undan er komið. Hann vill því að sjálf- sögðu fá Ian McKellen til að leika Gandalf þar sem hann vill að The Hobbit falli fullkomlega að þeirri goðsögn sem hann vann með í The Lord of the Rings. Aðdáend- ur Jacksons geta vitaskuld ekki hugsað sér þetta verkefni í hönd- um neins annars en það gerist sem sagt ekkert í málinu á næstu árum. Tennisdrottningin AnnaKournikova hafnar alfarið öll- um sögusögnum um að hún og hjartaknúsarinn Enrique Iglesias séu hætt saman. Þessi rússneska þokkadís, sem var á sínum tíma kosin kynþokkafyllsta kona heims, segir að þau Enrique séu enn bullandi ástfangin enda sé hann „yndislegur náungi og frá- bær söngvari,“ eins og stúlkan kýs að orða það. Anna lét það einnig fylgja sögunni að hún tæki tennisíþróttina enn mjög alvar- lega þó að hún hefði ekki sést mikið á vellinum undanfarið. Það virðist vera í tísku umþessar mundir að dissa fyrr- um snobbkryddið, Victoriu Beckham, á síðum breskra slúð- urblaða. Deila Victoriu og nekt- arfyrirsætunnar Jordan er fyrir löngu komin á spjöld slúður- blaðasögunnar og nú er stall- systir Jordan úr raunveruleika- þættinum I’m A Celebrity... Get Me Out Of Here!, Kerry McFadden, sem var í Atomic Kitten, búin að blanda sér í hasarinn. Hún fullyrðir að Vict- oria hafi einungis gert lítið úr þætt- inum vegna deilu sinnar við Jordan. „Ég er viss um að hún hefur ekki misst af einum ein- asta þætti og verið alveg háð þessu. Kannski er hún bara af- brýðisöm. Vissi hún ekki að þetta var góðgerðar- vinna?“ McFa- dden stráir svo salti í sárin með því að fullyrða að Victoria hafi far- ið í brjóstastækk- un. „Hún hefur pottþétt látið stækka þau. Hún var flöt eins og pönnukaka hérna áður fyrr. Blessuð viðurkenndu þetta Vic!“ MÁNUDAGUR 8. mars 2004 27 HUNTED MANSION kl. 6 BJÖRN BRÓÐIR kl. 6 Með íslensku tali IGBY GOES DOWN kl. 8 B. i. 14 ára COLD MOUNTAIN kl. 10 kl. 5.20, 8 og 10.40BIG FISH SÝND kl. 8 og 10.20 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.20 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND kl. 6 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B. i. 16 ára kl. 6PILTAR MEÐ PILTUM kl. 8EINSTEIN HVATALÍFSINS kl. 10SKYNDILEGA SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5. 45, 8 og 10.15 B. i. 16 ára SÝND kl. 4, M/ísl tali ATH miðaverð kr. 500 Mögnuð spennumynd með Denzel Washington SÝND kl. 8 og 10 B.i. 14 Jack Black fer á kostum í geggj- aðri grínmynd sem rokkar!Frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! FÓLK Leikkonan Kirsten Dunst seg- ist vera hundfúl yfir því að henni hafi ekki tekist að tryggja sér kvik- myndaréttinn á ævisögu skáldkon- unnar Sylviu Plath þar sem hún hefði þá leikið aðalhlutverkið sjálf. Það kom hins vegar í hlut Gwyneth Paltrow að túlka skáldkonuna sem stytti sér aldur. Dunst er ekki sátt við frammi- stöðu Paltrow og segir hana ekki hafa náð að laða fram kjarnann í persónu Sylviu. „Þó að Gwyneth sé frábær leikkona held ég að Sylvía hafi verið stúlka sem vildi særa. Hún vildi vera vond. Mér fannst hún vera allt of mikið fórnarlamb í myndinni. Það hefði átt að koma betur fram að hún bjó til allt þetta rugl í kollinum á sér. Hún var geð- veikari.“ Dunst gerir sér þó enn vonir um að fá að leika sanna harmræna per- sónu en hún stefnir á að landa hlut- verki leikkonunnar og róttæklings- ins Jean Seberg sem dó úr of stór- um eiturlyfjaskammti í París árið 1979. „Mig langar að framleiða mynd um Jean Seberg og samband hennar við Svörtu pardusana og ég vil leika hana.“ ■ KIRSTEN DUNST Kann vel við sig í fangi Köngulóarmanns- ins en hefði samt alveg verið til í að fara á hærra menningarplan og spreyta sig á hlutverki Sylviu Plath. Gwyneth er ekki nógu brjáluð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.