Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 12
12 8. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Landbúnaðarmál LITADÝRÐ Á INDLANDI Skylmingamaður sýnir listir sínar á trúar- hátíð á Indlandi í gær. Hátíðin er haldin í samræmi við venjur sem komið var á í tíð gúrúsins Gobind Singh á sautjándu öld. Hlaupakona frá Gaza-ströndinni: Keppir á Ólympíuleikum GAZA-STRÖNDIN, AP Nítján ára palest- ínsk kona hefur með undraverðum hætti tryggt sér rétt til þátttöku í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Sanaa Abu Bkheet á aðeins eina hlaupaskó og hefur aldrei haft aðgang að hlaupabraut. Abu Bkheet verður annar tveggja palestínskra keppenda á Ólympíu- leikunum. Hinn er sautján ára sund- maður búsettur í Jerúsalem. Abu Bkheet segist ávallt hafa skor- ið sig úr í heimabæ sínum á Gaza- ströndinni. Áður fyrr kom það fyrir að börn köstuðu grjóti í hana þegar hún hljóp um götur bæjarins en með tím- anum tókst henni að vinna sér inn virðingu og aðdáun bæjarbúa. ■ Sakna and- rúmsloftsins Á þriðja hundrað þingmenn vilja að fundatíma breska þingsins verði breytt til þess sem áður var. Þá var fundað fram á kvöld og jafn algengt að sjá þingmenn á börum þingsins og í fundarsalnum. LONDON, AP Sú ráðstöfun að gera breska þingið að fjölskyldu- vænni vinnustað með því að klára þingstörfin ekki síðar en um kvöldmatarleytið hefur far- ið illa í fjölda þingmanna sem eru vanir því, og kunnu vel við, að þing- störfin hæfust síðla dags og stæðu fram á kvöld. Breska þing- ið þótti lengi vel líkjast meira karlaklúbbi en löggjafarsam- kundu enda stóðu þingfundir fram á kvöld og voru þingmenn margir hverjir alls óhræddir við að skella sér á einn eða fleiri af mörgum börum og veitingastöð- um þingsins til að hressa sig við meðan á umræðum stóð. „Ímyndin af þingmönnum í misjöfnu ástandi deilandi og kjósandi um mál gerir ekki ann- að en að staðfesta að þingið er í öðrum heimi en þeim sem venjulegt fólk þekkir,“ hefur Patricia Hewitt, viðskipta- og jafnréttisráðherra, sagt um fyr- irkomulagið sem var við lýði í þinginu. Breska stjórnin beitti sér fyrir breytingum á þing- fundatíma og náði þeim í gegn fyrir rúmu ári síðan. Nú er að- eins fundað fram á kvöld á mánudagskvöldum en þing- fundum oftast lokið um sjöleyt- ið aðra daga vikunnar. Með því átti að gera þingstörfin fjöl- skylduvænni og auka líkur á að konur sæktust eftir þing- mennsku. „Þegar við sátum til klukkan tíu á kvöldin hittust þingmenn úr öllum flokkum og þannig varð til mun kraftmeira og líf- legra andrúmsloft þar sem menn gátu rætt stjórnmál á notalegan hátt,“ segir Dennis Turner, þingmaður Verka- mannaflokksins. Hann er einn 246 þingmanna sem hafa krafist þess að breytingin verði endur- skoðuð og dregin til baka að ein- hverju leyti. „Staðurinn er eins og líkhús,“ segir Turner um andrúmsloftið í þinghúsinu á kvöldin. Það er mikil breyting frá þeim tíma þegar fundað var fram á kvöld. Þá var iðulega nóg að gera á bör- unum níu og veitingastöðunum átján sem er að finna í þinghús- inu enda ekki óalgengt að þing- menn brygðu sér úr þingsalnum og fengju sér bjór eða skelltu sér í billjarð. ■ Háskólanemi handtekinn: Sendi CIA hótunarbréf MOSKVA, AP Yfirvöld í Síberíu hafa handtekið átján ára háskólanema sem grunaður er um að hafa sent tölvupóst til bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, með hótunum um að sprengja upp neðanjarðar- lestarkerfi í Bandaríkjunum. „Þið munuð öll deyja, Allah er stór- kostlegur,“ voru lokaorð bréfsins. Pilturinn sendi tölvupóstinn í kennslustund í tækniháskóla í Barnaul. Tveimur dögum síðar var hann handtekinn eftir að ábendingar höfðu borist frá bandarískum yfirvöldum. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm. ■ „Staðurinn er eins og líkhús. Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING Glæsilegar peysur fyrir vorið Mörkinni 6. Sími 588 5518. • Opið laugardaga frá 10 til 16. Góðar yfirhafnir Enn meiri lækkun Síðustu dagar Útsala! Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk TVEIR Í FRAMBOÐI Tveir hafa lýst yfir áhuga á að taka að sér for- mennsku í Bændasamtökum Ís- lands en Ari Teitsson, formaður til margra ára, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir sem gefa kost á sér eru Haraldur Benediktsson og Þórólfur Sveinsson LANDBÚNAÐARVERÐLAUN VEITT Þrjú bú fengu í gær Landbúnaðarverðlaunin 2004. Þetta eru búin Lambeyrar, Stóra-Hildisey II og Vallanes. GLEÐIN ÚTI Eftir að fundatíma breska þingsins var breytt gjörbreyttist stemningin sem myndaðist þegar þingmenn fengu sér í glas meðan á þingum- ræðum stóð. ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Sanaa Abu Bkheet hefur aldrei haft aðgang að hlaupabraut og hefur gert sér það að góðu að hlaupa um götur heimabæjar síns á Gaza-ströndinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.