Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 31
31MÁNUDAGUR 8. mars 2004 sínum dýpstu leynarmálum enda kynnti ég mig sem málsvara þeirra.“ Þorsteinn segir myndina sýna þann veruleika sem fólkið var að glíma við. „Ég áttaði mig fljótlega á að hver sem er getur orðið fórnarlamb fíknarinnar og að lítið þarf til að fara út af sporinu. Ég vil með myndinni koma því til skila að engin ákveðin tegund af fólki verður fíkninni að bráð. Þeir sem sækja í vímuna eru í sömu stöðu og sá sem setur skamm- byssuna við höfuðið á sér og leik- ur rússneska rúllettu.“ Heimildarmyndin fylgir nokkrum einstaklingum eftir. Þeirra á meðal er Kiddi, sem kom í meðferð algerlega út úr heimin- um en með seiglu og hjálp góðra manna tókst honum að ljúka prófi í Vélskólanum. „Kiddi segir fátt en í gegnum myndina sjá áhorf- endur hvernig hann lifnar við og þroskast. Kiddi er í rauninni gott dæmi um hversu langan tíma tek- ur fyrir fólk að ná sér á strik eftir að það er búið að missa allt. Þenn- an tíma fá einstaklingarnir í Byrginu.“ Þorsteinn segist ekki efast um að starfið í Byrginu skili árangri. „Engin vinna fer fram hér á landi sem er í líkingu við starfsemina í Byrginu en þar er unnið með fólk sem aðrar stofnanir hafa gefist upp á. Þá vinnur Guðmundur af fullkominni einlægni. Trúin er númer eitt hjá Guðmundi en ásamt henni miðlar hann mikilli lífsvisku tæpitungulaust beint til skjólstæðinga sinna. Hann kennir þeim grundvallarsiðfræði, sem er að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum.“ kolbrun@frettabladid.is Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra á það til að snupra menn á heimasíðu sinni, www.bjorn.is, þegar hann telur þá hafa gert sig seka um ómálefnalegan málflutn- ing. Þeir eru nokkrir sem fengu á baukinn frá Birni á þessum vett- vangi um helgina en ráðherrann notaði einnig tækifærið og leiðrétti þann útbreidda misskilning að spennumyndin Die Hard væri uppá- halds bíómyndin sín en sú sögusögn hefur verið notuð grimmilega gegn honum í sérsveitarmálinu, ekki síst af þingmanninum Helga Hjörvar. Goðsögnin um tilfinningaþrungið samband Björns og Bruce Willis á rætur sínar að rekja til viðtals Kol- brúnar Bergþórsdóttur við Björn í DV þann 25. ágúst 2001. Björn til- færir kafla úr því viðtali á heima- síðu sinni og hreinsar sig um leið af Die Hard-orðrómnum enda hvergi minnst á þá mynd í spjallinu: „Kol- brún: Því var vikið að mér að þú værir mikill hasarmyndaáhugamað- ur? Nú er Bruce Willis uppáhalds- hasarhetjan mín, hver er þín? Björn: Ég er sammála þér, Bruce Willis er með þeim betri. Ég fer yfirleitt að sjá hans myndir. Sjötta skilningarvitið er til dæmis mynd sem ég var hrifinn af, hún kom mér skemmtilega á óvart. Ég hefði viljað vera í sporum vinar míns sem fór til Parísar fyrr í sumar og sagðist hafa verið þar á kaffihúsi þegar Bruce Willis kom inn og settist við næsta borð. Ég sé á þér, Kolbrún, að þú hefðir líka viljað vera þar.“ Fréttiraf fólki Hrókurinn þrefaldur meistari Skákfélagið Hrókurinn var ör-uggur sigurvegari Íslands- mótsins skákfélaga en síðari hlut- inn fór fram um helgina. A-sveit Hróksins hafði tryggt sér Íslands- meistaratitilinn þriðja árið í röð fyrir síðustu umferð sem tefld var á laugardagskvöld. Hrókurinn mætti B-sveit Taflfélags Reykja- víkur í lokaumferðinni og sigraði með 6 1/2 vinning gegn 1 1/2. Predrag Nikolic tefldi á fyrsta borði og leiddi sveitina til sigurs. Annars var liðið skipað þeim Nikolic, Stefáni Kristjánssyni, Tomas Oral, Nick de Firmian, Reginu Pokorna, Faruk Tairi, Ingvari Jóhannessyni og Páli Þór- arinssyni. Hrókurinn var einnig sigur- sæll í neðri deildunum og þegar upp var staðið höfðu þrír titlar skilað sér í hús. C-sveitin vann í 2. deildinni en það lið var m.a. skip- að Henrik Danielsen, Jan Votava, Tómasi Björnssyni og Rógva Rasmussen. Spennan var þó öllu meiri í 4. deildinni hjá D-sveitinni en þar voru það gömlu brýnin í Hreyfli sem tryggðu Hróknum sigur með því að hafa þrjá vinninga af and- stæðingum sínum úr Taflfélagi Garðabæjar. Titlar Hróksins eru því orðnir þrettán á sex árum. Skákdeild Hauka sigraði í þriðju deild með 28 vinningum en þar hafnaði Skákdeild KR í öðru sæti með 25 vinninga. Reykjavíkurskákmótið hófst síðan í gær, strax í kjölfar Ís- landsmótsins, en 40 ár eru liðin frá því að fyrsta Reykjavíkurmót- ið var haldið. Mótið í ár er mjög sterkt opið skákmót með 82 þátttakendum. Þar af eru 28 stórmeistarar, með Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Ólafsson og Þröst Þórhallsson þeirra á meðal. Í hópi þátttakenda er einnig norska undrabarnið, hinn 13 ára gamli alþjóðlegi meistari Magnus Carlsen, efnileg- asti og umtalaðasti skákmeistari heims í dag. ■ Skák HRÓKURINN ■ varð þrefaldur Íslandsmeistari í skák um helgina. Það er mikið að gerast í skáklífi landans þar sem Reykjavíkur- mótið hófst strax í kjölfar Íslands- meistaramótsins og þar mæta margar kempur, á öllum aldri, til leiks. ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA Mótinu lauk í MH á laugardagskvöld og þegar upp var staðið hafði Hrókurinn tryggt sér þrjá Íslandsmeistaratitla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.