Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 4
4 16. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Ferðu oft í bíó? Spurning dagsins í dag: Óttastu hryðjuverk á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á frett.is 29% 21% 1–2 í mánuði 50%1–2 á ári Nei, aldrei Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ EvrópaStjórnarhættir í fyrirtækjum: Kaupréttarsamningar fari fyrir hluthafafundi VIÐSKIPTI Í reglum um stjórnar- hætti fyrirtækja er lagt til að kaupréttarsamningar við starfs- menn séu lagðir fram til sam- þykktar eða synjunar á hluthafa- fundum. Í gær kynntu Verslunar- ráð Íslands, Kauphöll Íslands og Samtök atvinnulífsins reglur sem unnið hefur verið að og miðast að því að auka gagnsæi í viðskiptum. „Markmiðið með leiðbeiningun- um er fyrst og fremst að stuðla að góðum stjórnarháttum fyrir- tækja,“ segir Þór Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands. „Um leið er markmið leið- beininganna að auka traust á fyrir- tækjum og atvinnurekstri almennt og efla trúnað milli fjárfesta og stjórnenda.“ Þá nefnir Þór sérstak- lega að með skýrum leiðbeiningum um stjórnarhætti hérlendis sé er- lendum fjárfestum auðveldað að gera sér grein fyrir þeim stjórnar- háttum sem tíðkast hérlendis þeg- ar þeir eru að meta hvort þeir ætla að fjárfesta hér á landi. Leiðbeiningarnar sem gerðar hafa verið eru gerðar af hags- munaaðilum og geta fyrirtæki af frjálsum vilja undirgengist að fylgja þeim. Að sögn Þórs hafa við- líka reglur erlendis þróast á þann veg að markaðsaðilar hafa gert ríka kröfu um að fyrirtæki fylgi reglum sem þessum. ■ Forsetinn boðar meiri þátttöku í umræðunni Ólafur Ragnar Grímsson býður sig fram til áframhaldandi setu á forsetastóli. Hann boðar að forsetinn taki meiri þátt í umræðu um framtíð og verkefni þjóðarinnar og að forsetinn svari gagnrýni sem beint sé að embættinu. FRAMBOÐ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, boðar aukna þátt- töku embættisins í umræðu um embættið sjálft og um stöðu og framtíð þjóðarinnar. Hann lýsti yfir framboði til embættisins í gær. Ólafur Ragnar sagðist telja að forsetinn ætti að taka þátt í samræðum um verkefni og framtíð þjóðar- innar á skynsam- legan og hógvær- an hátt. Hann sagði umræðu um að embætti forseta Íslands væri valdalaust á m i s s k i l n i n g i byggða. „Forset- anum er falið mikilvægt vald sem þjóðin kýs að sé í hans höndum.“ Hann sagði kosning- arnar framundan kærkomið tækifæri til að ræða þau mál. Ólafur Ragnar sagðist fagna því að umræða um stöðu embættis- ins hefði hafist. „Ég mun reyna að taka þátt í henni á næstu vikum og mánuðum. Nýta þau tækifæri sem forsetakosningarnar gefa til að leggja mitt af mörkum svo að efn- isrík og innhaldsrík umræða um forsetaembættið geti farið fram í landinu.“ Hann sagði það verkefni embættisins að styðja framrás íslenskrar menningar, vísinda og viðskipta séu verkefni sem skipti Íslendinga æ meira máli. „Ég tel af fenginni reynslu að það sé hægt að sinna þeim verkefnum ítarlegar, betur og á víðtækari hátt en ég hef gert til þessa.“ Ólafur Ragnar sagðist ekki viss um að sú hefð að forsetinn tjái sig ekki í umræðu um embættið ætti lengur við. „Ef að mér verður falið að gegna þessu embætti á nýjan leik, þá mun ég hugleiða að skapa greiðari aðgang að slíkri umræðu við forsetann á komandi árum.“ Hann sagði forseta annarra landa sem hefðu svipaða stöðu í stjórn- skipun hafa farið inn á þessa braut á síðari árum. „Kannski vegna þess að þeir sjá að það er nauðsyn- legur þáttur í því fjölþætta lýð- ræðissamfélagi sem við búum í að forsetinn taki ekki þegjandi öllu því sem sagt er um hann.“ Hann sagðist líta svo á að forsetaemb- ættið væri þjónustustarf við fólkið í landinu og í þeim anda vildi hann bjóða sig fram til embættisins. Ólafur Ragnar sagði að svör við gagnrýni á embættið ættu að vera í hófi. „Mér finnst kannski óeðli- legt að það sé í gangi í samfélaginu látlaust neikvæð umræða og að ákveðnir einstaklingar komnir með skotleyfi á forsetaembættið og hann svari aldrei fyrir sig.“ Hann vildi ekki tjá sig frekar um deilur sínar og forsætisráðherra í tengslum við heimastjórnaraf- mælið, en sagðist ekki sjá eftir neinu í sínum þætti málsins. haflidi@frettabladid.is RÆÐA ÖRYGGISMÁL Grískir og tyrkneskir embættismenn og herforingjar funda á morgun um öryggismál á eyjunni Kýpur og veru herja ríkjanna á Miðjarðarhafseyjunni. Ríkin verða að komast að samkomu- lagi um fjölda hermanna, vopnabúnað þeirra og staðsetn- ingu samkvæmt tillögum Sam- einuðu þjóðanna um samein- ingu grísku og tyrknesku hluta eyjarinnar. LÁGMARKSLAUN HÆKKA Breska stjórnin hefur samþykkt að hækka lágmarkslaun um tæpar 40 krónur á tímann og lögbinda í fyrsta sinn lágmarkslaun fyrir sextán og sautján ára launþega. Laun þeirra mega ekki vera lægri en 380 krónur. BROSMILDUR FORSETI Vladimír Pútín fagnaði stórsigri í kosning- um sem kosningaeftirlitsmenn gagnrýndu. Vladimír Pútín: Stöðugleiki og festa MOSKVA, AP Vladimír Pútín lofaði Rússum stöðugleika, röð og reglu eftir að hann var lýstur réttkjörinn forseti Rússlands með 71,2% allra greiddra atkvæða. „Ég held ég hafi unnið af elju- semi og samviskusemi öll þessi ár. Fólk virðist hafa skynjað það,“ sagði Pútín þegar hann ávarpaði blaðamenn í gær eftir að hann var lýstur sigurvegari. Erlendir eftirlitsmenn gagn- rýndu kosningarnar, sögðu dæmi um alvarlega galla við talningu at- kvæða og kváðu umfjöllun ríkis- rekinna fjölmiðla í kosningabarátt- unni mjög einhliða í þágu Pútíns. ■ Fjögurra rétta matseðil og vínglas með hverjum rétti fyrir aðeins 8000 kr. Humar og reykt Klaustursbleikjameð lárperuturni, tómatsultu og sítrusvinaigrette. Vín: Eden Valley Riesling 2002 Smjörsteikt sandhverfa með kremuðu hestabauna ragú og beurre blanc. Vín: Chardonnay 2001 S teiktar nautalundir með kartöflummousseline, steiktum villisveppum, krydduðu uxabrjósti og madeirasósu. Vín: Futures Shiraz 2001 Sveskjusoufflé með súkkulaði-moussé manjari og heslihnetuís. Vín: The King 1995 Peter Lehmann dagar á Hótel Holti 18. – 21. mars Víngerðarmaður ársins í heiminum 2003 Borðapantanir í s. 552 57 00 holt@holt.is Romano Prodi segir stríðið gegn hryðjuverkum ekki skila árangri: Bandaríska leiðin virkar ekki RÓM, AP „Þessir örlagaríku dagar hafa sýnt okkur að bandaríska leið- in virkar ekki. Á laugardag verður ár liðið frá upphafi stríðsins í Írak og hryðjuverkaógnin sem við stönd- um frammi fyrir er mun meiri en hún var áður,“ sagði Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í viðtali við ítalska blaðið La Stampa. Prodi sagði í viðtalinu að til að sporna gegn hryðjuverkum yrði að beita fleiri aðferðum en hervaldi. Þar hefðu Bandaríkin brugðist. „Evrópa notar aðrar aðferðir sem hjálpa íbúum okkar að segja skilið við óttann, við notum stjórnmál en ekki bara vald sem hefur skapað ótta.“ Prodi sagði að Evrópusambandið íhugaði að setja á fót nýja stöðu í framkvæmdastjórninni sem sérhæfði sig í baráttunni gegn hryðjuverkum. ■ FULLTRÚAR HAGSMUNAAÐILA Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslun- arráðs Íslands, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, og Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri SA, kynntu tillögur um stjórnarhætti í fyrirtækjum. FRAMBOÐI LÝST Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti framboð til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands í gær. Hann fagnar umræðu um embættið og sér kosningarnar sem kærkomið tækifæri til þess að taka þátt í þeirri umræðu. „Mér finnst kannski óeðli- legt að það sé í gangi í samfélaginu látlaust nei- kvæð um- ræða og að ákveðnir ein- staklingar komnir með skotleyfi á forsetaemb- ættið og hann svari aldrei fyrir sig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÞÖGN Í MINNINGU FÓRNARLAMBA Romano Prodi og Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, voru meðal þeirra sem minntust fórnarlamba árásanna í Madríd. Kúrdískir mótmælendur: Þustu inn í sendiráð GENF, AP Á þriðja tug Kúrda þustu inn í sendiráð Sýrlands hjá skrif- stofum Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær og tóku þar öll völd í tvo klukkutíma. Fólkið sem tók sendiráðið á sitt vald var hluti af um 50 manna hópi sem mótmælti því að fimmtán manns létu lífið og um hundrað slösuðust í átökum kúrdíska minnihlutans og araba í Sýrlandi um helgina. Ólætin brut- ust út eftir ólæti á fótboltaleik. Litlar skemmdir urðu á sendi- ráðinu og engin meiðsl á fólki. Kúrdarnir sögðust aðeins hafa viljað vekja athygli á stöðu Kúrda í Sýrlandi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.