Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 29
Sextíu og sex ára gömlum ellilíf-eyrisþega í hollenska bænum Rozenburg hefur verið meinaður aðgangur að sundlauginni sem hann heimsótti þrisvar í viku. Ástæðan er sú að baðverðirnir á staðnum sögðu að sterk líkams- lykt hans væri fráhrindandi fyrir aðra sundkappa. Maðurinn hafði komið í sömu fötunum á sundstaðinn De Zeehond og lyktuðu þau frekar illa samkvæmt því sem Peter van Vierssem, umsjónamaður sund- staðarins, hélt fram. „Lyktin var óþolandi,“ sagði van Vierssem í blaðaviðtali. „Við rifumst við hann í hvert skipti í heilt ár. Við báðum hann um að þrífa föt sín og reyndum meira að segja að senda honum bréf, en allt kom fyrir ekki.“ Maðurinn, sem átti ársmiða að sundlauginni, er því í ársbanni. ■ ÞRIÐJUDAGUR 16. mars 2004 Annað slagið skjóta svonasveitir sínu fallega höfði upp á yfirborðið. Oneida er frá Brook- lyn og hefur starfað frá því árið 1997. Sveitin hefur verið óvenju afkastamikil því nýja platan, Secret Wars, er þeirra sjötta á sjö árum. Ég hef ekki orðið þess heið- urs aðnjótandi að heyra fyrri plöt- urnar en á þeirri nýju er að finna lygilegt tilraunakennt rokk sem sækir áhrif sín í sveitir á borð við Can, Spaceman 3, MC5, Sonic Youth og fyrstu útgáfur Birthday Party. Tónlistin er líklegast gerð í heimahljóðveri og er dáleiðandi, hrá en á sama tíma stútfull af hljóðbrellum og frumlegum gít- arpælingum. Hoppað er frá einni bragð- tegund rokksins yfir í aðra á milli laga. Pönk hér, eyði- merkurrokk þar, gítarskúlptúr- ar eða tölvusamansett sampl- rokk sem auðvelt væri að ímyn- da sér að sveit á borð við Can væri að dútla sér við, væri hún enn í fullu fjöri. Það er þó alltaf passað upp á það að tilfinningin sé mjög lifandi og lífræn. Þetta er ekki fyrir alla og mun líklegast seint fá útvarps- spilun annars staðar en í sér- þáttum á borð við Karate á X- inu 977, en það má alltaf vona. Það er t.d. mjög ólíklegt að pabbi minn myndi viðurkenna þetta sem tónlist, í fljótu bragði. Þetta er ein af þessum sjald- gæfu gersemum sem erfitt er að finna í augnablikinu. Ef það væri ekki fyrir Netið þá væri þetta nálin í heystakknum, en leitin mun margborga sig. Virki- lega framúrskarandi og ætti að hrista verulega upp í gallhörð- um tónlistarspekúlöntum. Með því betra sem ég hef heyrt á þessu ári. Birgir Örn Steinarsson UmfjöllunTónlist ONEIDA Secret War Nálin í heystakknum TOBEY MAGUIRE Leikarinn er að kynna Spiderman 2 í Japan fyrir aðdáendum Köngulóarmanns- ins þar. Maguire var ekki í búningnum sín- um en leyfði áhugasömum að skoða sýn- ishorn úr myndinni sem verður ekki frum- sýnd fyrr en þann 20. júlí. MAÐUR Í LAUG Hollenski maðurinn skyldi aldrei af hverju hann fékk alltaf laugina út af fyrir sig. Lyktaði of illa fyrir laugina ■ SKRÝTINA FRÉTTIN flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.200kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.200kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.300 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 17.-23. mars VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.000kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og GRÍMSEYJAR 3.000 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 40 18 03 /2 00 4 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.