Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR MATARÆÐI ÍSLENDINGA Mann- eldisfélag Íslands stendur fyrir málþingi um mataræði Íslendinga. Rætt verður um nýjar ráðleggingar Lýðheilsustöðvar sem byggja á nýlegri könnun Manneldisráðs á neysluvenjum Íslendinga ásamt erlend- um rannsóknum. Málþingið verðu í Nor- ræna húsinu og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LÍTIÐ EITT KÓLNANDI á landinu næstu daga og víða næturfrost einkum norðan til. Bjart með köflum vestanlands og þar með í borginni. Úrkoma suðaustan til. Sjá síðu 6. 16. mars 2004 – 75. tölublað – 4. árgangur ● fiðlutónleikar í salnum Theresa Bokany: ▲ SÍÐA 26 Spilar eins og djöfullinn sjálfur ● tónlistarveisla í heimabænum 200.000 naglbítar: ▲ SÍÐA 30 Flytja svið til Akureyrar ● á naglaásetningum Rósa Björk Hauksdóttir: ▲ SÍÐA 16 Keppir á heims- meistaramóti ● sparibaukar ● skattframtöl Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson: ▲ SÍÐA 18 Betra að borga á eindaga STUNGIÐ UNDAN Læri, hryggir og frampartar að verðmæti um 115 milljónir króna voru flutt á brott í skjóli nætur eftir að Ferskar afurðir ehf. komust í þrot, segja sjónarvottar. Sjá síðu 2 HÆKKAR ÁFRAM Búist er við því að nýtt lánsfyrirkomulag Íbúðalánasjóðs geti stuðlað að verðhækkun á húsnæðis- markaðinum. Sjá síðu 6 ÓTTI VIÐ HRYÐJUVERK Evrópskir stjórnmálamenn kalla eftir samráði um hertar varnir gegn hryðjuverkum. Dósent í stjórnmálafræði segir að íslensk stjórnvöld þurfi að hafa varann á. Sjá síðu 8–10 MILLJÓNIR GUFA UPP Orkuveitan og Landsvirkjun tapa að minnsta kosti sex hundruð milljónum á rekstri Tetra Íslands og til stendur að setja hundrað milljónir í viðbót í reksturinn. Sjá síðu 12–13 FORSETAEMBÆTTIÐ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands segist hafa hugleitt það í nokkur skipti eftir áskoranir, að beita því valdi að vísa málum til þjóðaratkvæðis. „Ég hef komist að þeirri niður- stöðu að ekki væri efnisgrundvöll- ur til þess að beita þessu valdi. Ég sannfærðist um það í kosningun- um 1996 að þetta stjórnarskrár- ákvæði um málskotsréttinn er mjög vakandi í hugum þjóðarinn- ar.“ Hann bætti því við að ákvæð- ið væri eitt það dýrmætasta í ís- lenskri stjórnskipan. „Fólkið í landinu telur það þann öryggis- ventil og þá tryggingu sem mikil- vægt sé að sé virk.“ Ólafur Ragnar sagðist virða þessi sjónarmið. Hann sagði í sjálfu sér í lagi að umræða um breytta stöðu forsetans í stjórn- skipuninni færi fram. Margt megi ræða í þeim efnum. Mikil- vægt sé að umræðan byggðist á réttum upplýsingum og réttum sögulegum grunni. Hann segist vilja taka virkan þátt í slíkri umræðu. „Það kemur margt til álita þar. Ekki bara að skýra stjórnar- skrána á þann veg að draga úr valdi forsetans. Það getur líka komið til greina að styrkja stöðu forsetaembættisins,“ segir Ólafur Ragnar. Sjá nánar bls. 4 fjármál o.fl. LÉTTKLÆDDIR Í BLÍÐUNNI Það var sannkallað vor í lofti í höfuðborginni í gær. Þessir íslensku karlmenn voru ekki lengi að skella sér á stuttermaboli enda fór hitinn alla leið í 7,4 gráður í gær. LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari hefur gert lögreglunni að rannsaka andlát barns á Landspítal- anum í nóvember árið 2002 sem rekja má til lækna- mistaka. Sjúkrahús- ið hefur þegar viður- kennt bótaskyldu í málinu. Sigríður Rut Júl- íusdóttir, lögmaður foreldranna, segir að málið hafi verið kært til lögreglunnar í nóvember á síðasta ári. Annars vegar hafi verið farið fram á rannsókn á því hvers vegna dauðsfallið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu af starfsfólki sjúkrahússins líkt og lög kveði á um. Hins vegar hafi verið farið fram á að málið yrði rannsakað í heild sinni. Lögregluyfirvöld hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Sú ákvörðun hafi verið kærð til ríkis- saksóknara sem hafi nú ákveðið að lögreglan eigi að rannsaka hvers vegna andlát barnsins hafi ekki verið tilkynnt og tiltekna þætti málsins í heild meðal annars skýrslur læknisins. Sigríður Rut segir að andlát barnsins hafi verið rakið til legvatnsstungu sem gerð hafi ver- ið á móðurinni. Læknirinn hafi stungið á bláæð í fylgjunni svo blóð hafi komið í sprautuna. Kon- an hafi samt sem áður verið látin bíða á biðstofu á meðan barninu hafi blætt út í móðurkviði. Bráða- keisaraskurður hafi ekki verið gerður fyrr en of seint og barnið því látist fjórum dögum síðar. Skömmu eftir andlát barnsins kærðu forldrarnir starfsfólk Land- spítalans til landlæknis. Í álitsgerð landlæknis kemur fram að í að minnsta kosti eina og hálfa klukku- stund fyrir fæðingu með keisara- skurði hafi hjartsláttarsíritinn gef- ið til kynna versnandi líðan fóst- urs. Það og að vitað var um að blæðing hafði orðið inn í vatnsbelg, ásamt minnkandi hreyfingum fóst- urs hefði átt að leiða til skjótari viðbragða en raun varð á. trausti@frettabladid.is Málskotsréttur forseta Íslands: Hefur hugleitt þjóðar- atkvæðagreiðslu Lögreglu gert að rannsaka barnslát Ríkissaksóknari hefur ákveðið á grundvelli kæru að lögreglunni beri að rannsaka andlát barns á Landspítalanum. Lögreglan hafði áður hafnað rannsókn. ■ Konan hafi samt sem áður verið látin bíða á biðstofu á meðan barninu hafi blætt út í móðurkviði. Osama bin Laden: Sleppur oft en naumlega PARÍS, AP Osama bin Laden hefur nokkrum sinnum sloppið naum- lega úr gildru franskra hermanna í Afganistan sagði yfirmaður þeirra, Henri Bentegeat hershöfð- ingi, í útvarpsviðtali í gær. Hann segir hermenn sína staðráðna í því að ná bin Laden áður en árið er úti. „Hann er táknmynd 11. september. Hann er sannarlega ekki alls kostar saklaus af því sem gerðist í Madríd.“ „Landslagið í Afganistan er mjög hentugt fyrir menn á flótta,“ sagði Bentegeat þegar hann út- skýrði hvers vegna reyndist svo erfitt að ná leiðtoga al-Kaída og tók fram að hryðjuverk stöðvuð- ust ekki þó bin Laden næðist. ■ Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MÁ ALLT EINS STYRKJA EMBÆTTIÐ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á blaðamannafundi í gær, allt eins koma til greina að styrkja foretaembættið, en að draga úr valdi forsetans. Haítiístjórn ósátt: Aristide fór til Jamaíku HAÍTÍ, AP För Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseta Haítí, til Jamaíku hefur aukið mjög á spennu í heimalandi hans. Stuðningsmenn hans hyggjast efna til mótmæla og krefjast þess að forsetinn fyrrver- andi taki aftur við völdum. Stjórn- völd hafa hins vegar brugðist illa við og kallað sendiherra sinn heim frá Jamaíku í mótmælaskyni. Gerard Latortue, forsætisráð- herra Haítí til bráðabirgða, sagði stjórnvöld á Jamaíku vega að Haítí með því að heimila Aristide að koma til landsins áður en það skýrist hvar hann fær hæli til frambúðar. Aristide hefur reyndar ekki gef- ið upp á bátinn vonina um að snúa aftur til Haítí. „Nú læt ég mér nægja að hlusta á þjóð mína. Því meira sem við hlustum á fólkið því meira þjónum við því, því meira vitum við hvað skal gera á réttum tímapunkti.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.