Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 16. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Það er ekki nóg með að tónlist-in og starfsfólkið á Létt FM 96,7 sé sykursætt heldur eru út- gáfur stöðvarinnar það líka. Á vegum stöðvarinnar og Skífunn- ar er kominn út tvöfaldur geisladiskur, Jarðarber, sem inniheldur 38 lög sem hafa verið í spilun á stöðinni. Diskarnir eru þess eðlis að ef fingurgómum er nuddað upp við þá gýs upp jarðarberjalykt. „Áðan þegar við vorum að spila af disknum í stúdíóinu þá gaus lyktin upp og við vorum að grínast með það að þetta væri eins og ilmgjafar sem maður kaupir út í búð,“ segir Hulda Bjarnardóttir, dagskrágerðar- stjóri Létt FM. Sjálf er hún í loftinu á morgnana með Ásgeiri Páli frá sjö til níu. „Lyktin er nú samt ekkert það sterk en þetta er engu að síður algjör nýjung, það er ekki spurning.“ Hulda segist ekki hafa orðið vör við það að lyktin festist í geislaspilurum að spilun lok- inni. „Ég veit samt ekki hvort það var ímyndun eða ekki en mér fannst æðisleg lykt koma frá spilaranum mínum í morg- un,“ segir hún og hlær. „Við erum samt ekki tryggð fyrir því ef lyktin fer að festast í tækj- um.“ Hulda segir jarðarberið tákn- rænt fyrir þá tegund tónlistar sem leikin er á stöðinni. „Þetta eru svolítið sæt og þægileg lög. Um 98% af disknum eru bara spilunarlistinn okkar. Svo eru þarna líka glænýjar ballöður frá íslenskum listamönnum.“ ■ Útgáfa LÉTT FM 96,7 ■ Stöðin hefur gefið út safndiskinn Jarðarber sem gefur frá sér lykt sé hann nuddaður á réttan hátt. ... fær Magnús Geir Þórðarson, leikhússmógúll, fyrir að skella sér norður með háleit markmið um framtíð Leikfélags Akureyrar. Fréttiraf fólki Fyrsti ilmandi geisladiskurinn í dag Íslenskur herforingi æðstur á Haítí 10 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 Fréttir DV Fyrir mörgum árum... Þeir kenna sem ekki geta. Ég verð að komast héðan út! Hann reyndi að ná til fólksins... Svo varð hann ráðherra... Pólitíkin brast. Allt brast. Nýrra leiða var þörf... Ótrúlegt en satt. Þau sigruðu... í gær... Hann gerði allt til að ná til fólksins... Og það tókst. Hann var kosinn formaður í stjórnmálaflokki... Spillingaröflin í landinu eru að kafsigla ykkur. Kjósið mig! Kjósið alvöru mann! Fylgið mér! Þó ég hafi ekki kross hef ég kyndil! Er þetta karlinn á kassanum? Er ekki eldhætta af þessum andskota? Til hamingju, ástin mín! Faðir vor... Elska þessar myndavélar. Samningarnir tryggja stöðugleika og við þá verður staðið bla, bla, bla.. Hvað ætli hann hafi gert af sér? Ég býð mig fram til forseta! Við líka! Ætti ég að veifa með báðum? Kæra þjóð. Þetta er sameiginlegur sigur okkar allra! Og starfið var skemmtilegt... Og giftu sig.. Svo átti forsetinn afmæli... Hann heillaði ást- mey sína og bauð henni á hestbak... Ég óska þér til hamingju en óska eftir svigrúmi fyrir sjálfan mig. Takk herra forseti. Guð hvað hann notar góðan rakspíra. Why do you lie here on the ground? We were supposed to be riding? I fell off the horse, honey. Djöfuls klaufaskapur. En hann lifði fallið af... Vonandi verður þetta góð mynd. I love you very much! Þetta verður frétt dagsins. The sheriff is a very nice guy. Skrifa hér. Ég sé um veitingarnar sjálf. Ég er kokkur afmælisins. Hvað er hún að segja? Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands... Ætli ég komist upp með þetta þrisvar í röð? Draumurinn sem rættist I thought he was falling in love, not off the horse... Sjúkrahúsvistin var með ágætum og ég sný brátt aftur til skyldustarfa minna. Þau trúlofuðu sig... Myndasaga Ferill Ólafs Ragnars Presturinn las ekki skýrslu um Sigurgeir Þegar Fréttablaðið náði í skottiðá Vilhelm Anton Jónssyni, sjónvarpsmanni og söngvara 200.000 naglbíta, var hann að leita að sviði til þess að fara með norð- ur á Akureyri. Það hefur verið heilmikið að gera hjá kappanum síðustu daga því hann er í óðaönn að undirbúa stærðarinnar tón- leika í gamla heimabænum sínum þar sem allar helstu tónlistar- stjörnur bæjarins af yngri kyn- slóðinni koma fram. „Það er ekki til svið á Akur- eyri. Við þurfum að leigja það og taka það með okkur norður,“ segir Villi. „Þetta er náttúrlega okkar heimabær. Þó að við séum ekki fæddir þarna þá varð sveitin til þarna. Okkur langaði svo til þess að halda stóra og flotta tónleika fyrir krakkana sem búa þar. Auk okkar mætir Sveppi og heldur ógeðsdrykkskeppni og fleira skemmtilegt. Skytturnar, efnileg- asta hiphop-sveit landsins sem hefur meðal annars verið að vinna með Bigga í Maus, spila og Anna Katrín og Jóhanna Vala úr Idol mæta og syngja. Þetta eru allt listamenn frá Akureyri og það eru allir tæknimennirnir líka. Þetta er norðlendingahátíð einhvers kon- ar.“ Villi segist vel muna eftir því hvernig það var að vera unglingur á Akureyri og segir það helstu ástæðuna fyrir því að hvergi verði sparað til við tónleikahaldið. „Við viljum ekki að það verði bara einhverjar áldósir fyrir ljós og heybaggar fyrir svið,“ segir hann í gríni. „Við ætlum að láta þetta líta vel út. Akureyrarbær kemur inn í þetta með okkur og styrkir okkur. Það eru ekkert margir sem eru í aðstöðu til þess að skipu- leggja svona þarna. Ef maður ger- ir þetta ekki sjálfur þá gerir þetta enginn. Ég held samt að það sé ekkert hlutfallslega minna að ger- ast þarna. Þegar maður var ung- lingur þá langaði manni að gera svo mikið en maður er bara svo stutt unglingur. Það er frábært að vera gera þetta fyrir gamla bæ- inn,“ segir Villi að lokum og er rokinn í næsta verkefni. Tónleikarnir fara fram í íþróttahúsi KA á laugardag. Þeir hefjast klukkan 18 og verða um tveggja stunda langir og opnir öll- um aldurshópum. ■ „Engir heybaggar eða áldósir“ Sigríður Arnardóttir tekur hús áIngibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í London í þætti sínum Fólk með Sirrý sem sendur verður út á Skjá einum klukkan 21 á miðvikudags- kvöld. Ingibjörg situr á skólabekk í borginni þar sem hún nemur við London School of Economics. Hún ræðir námið og sjálfa sig við Sirrý auk þess sem völd og viðhorf Ingi- bjargar Sólrúnar ber á góma en Ingibjörg hefur ekki sungið sitt síð- asta í pólitíkinni á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að spákonur sem litu fram á veg hér í Frétta- blaðinu um áramótin reiknuðu með hávaðasamri innkomu Ingibjargar í landsmálin með haustinu. Rússnesku skákkempurnar GarryKasparov og Anatoly Karpov mættu með Óslóarfluginu til lands- ins síðdegis í gær en þeir munu taka þátt í Reykjavík Rapid 2004 skákmótinu sem fer fram dagana 17.–21. mars. Um er að ræða 16 manna atskákmót þar sem teflt verður samkvæmt útsláttarfyrir- komulagi. Auk stórlaxanna frá Rússlandi mun Bretinn Nigel Short láta til sín taka á mótinu sem hefst með hraðskákmóti á miðvikudag- inn en úrslit í því ráða niðurröðun- inni í atskákmótinu. Tónlist VILLI NAGLBÍTUR ■ undirbýr nú tónleika í gamla heima- bænum sínum, Akureyri, þar sem allar helstu tónlistarstjörnur bæjarins af yngri kynslóðinni koma fram. HULDA MEÐ JARÐABERIÐ Jarðarberjalyktin af disknum kemur Huldu auðveldlega í sumarskapið. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sósíalistaflokkurinn. 70%. 28. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 höfuðfat, 5 tíðum, 6 skóli, 7 bók mínus t, 8 sár, 9 kyrrt veður, 10 varðandi, 12 gana, 13 fugl, 15 til, 16 lengra frá, 18 jarðefni. Lóðrétt: 1 ósvífinn, 2 ættingi, 3 tveir eins, 4 ekki leyfður, 6 geta, 8 slöngutegund, 11 ágæt, 14 herbergi, 17 einkennisstafir. Lausn. Lárétt: 1hatt,5oft,6ma,7ri,8ben, 9logn,10um,12ana,13gæs,15að, 16utar, 18leir. Lóðrétt: 1hortugur, 2afi,3tt, 4bannaður, 6megna,8boa,11mæt, 14sal,17re. 200.000 NAGLBÍTAR Ætla að þakka Akureyrarbæ, sem þeir ólust upp í, fyrir stuðninginn í gegnum árin með því að halda tónlistar- veislu bænum til heiðurs. M YN D : B EN N I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.