Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 6
6 16. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.32 -0.48% Sterlingspund 127.12 0.09% Dönsk króna 11.6 -0.24% Evra 86.42 -0.25% Gengisvísitala krónu 120,12 -0,12% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 274 Velta 6.185 milljónir ICEX-15 2.514 -0,65% Mestu viðskiptin Eimskipafélag Íslands Hf. 34.028 Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 31.811 Straumur Fjárfestingarbanki hf 29.746 Mesta hækkun Þormóður rammi-Sæberg hf. 12,50% Hlutabréfamarkaðurinn hf. 2,61% Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf 1,74% Mesta lækkun Jarðboranir hf. -6,21% Eimskipafélag Íslands Hf. -3,00% Opin Kerfi Group hf. -1,49% Erlendar vísitölur DJ* 10.127,0 -1,1% Nasdaq* 1.947,7 -1,9% FTSE 4.412,9 -1,2% DAX 3.810,8 -2,7% NK50 1.416,5 0,0% S&P* 1.107,2 -1,2% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvað heitir flokkurinn sem sigraði íkosningunum á Spáni? 2Vladimir Pútín sigraði í forseta-kosningum í Rússlandi um helgina. Hvað fékk hann mörg prósent atkvæða? 3Hvað hefur Arsenal leikið marga leikií úrvalsdeildinni án þess að tapa? Svörin eru á bls. 30 VIRKJUN Eitt tilboð barst í jarðbor- anir vegna Hellisheiðarvirkjunar. Jarðboranir hf. buðu rúma 2,4 milljarða króna í verkefnið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúma 2,6 milljarða. Í heild verða boraðar tíu bor- holur á virkjunarsvæðinu. Í til- kynningu frá Orkuveitu Reykja- víkur segir að þetta sé mesta bor- unarverkefni í einum áfanga hér á landi til þessa. Auk jarðborana verður lagt í umfangsmikla vega- gerð uppi á svæðinu og við fyrir- hugað stöðvarhús við Kolviðarhól. Orkuveitan stefnir að því að fram- kvæma fyrir um þrjá milljarða króna við Hellisheiðarvirkjun á þessu ári. Virkjunarframkvæmdin helst í hendur við stækkun Norðuráls úr 90 þúsund tonnum í 180 þús- und tonn. Fullbyggð mun virkjun- in framleiða 120 megavött af raf- magni og 400 megavött af jarð- varma sem mun sjá höfuðborgar- svæðinu fyrir heitu vatni. Þegar hafa nokkrar holur verið boraðar á virkjunarsvæðinu, sem allar lofa mjög góðu. ■ HÚSNÆÐISVERÐ Húsnæðiskaupend- ur ættu ef til vill að halda að sér höndunum þar til breytingar á lánakerfi Íbúðalánasjóðs taka gildi 1. júlí, að sögn Guðbjargar Önnu Guðmundsdóttur hjá grein- ingardeild Íslandsbanka. Búist er við því að vextir nýju lánanna verði lægri en núverandi vextir húsbréfa og greiðslubyrði því lægri. Á móti þessu kemur þó að líklegt er að lægri vextir auki eft- irspurn og lyfti örlítið upp verði, samkvæmt Guðbjörgu. „Þeir sem eiga húseign fyrir verða ekki eins varir við verð- hækkun því þeir munu hagnast sem því nemur á sölu eigna sinna. Þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn velja því á milli þess að fara inn í kerfið nú og taka lán á lakari kjörum, eða bíða betri vaxtar- kjara og taka þá áhættu að hús- næðisverð hækki eilítið,“ segir Guðbjörg. „Aukinn kaupmáttur auk hækk- unar lánshlutfalls og lánsfjárhæða mun sömuleiðis hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs þegar til lengri tíma er litið,“ segir hún. Guðbjörg segir að áhrifa nýja kerfisins sé ekki enn farið að gæta á markaðinum vegna þess hve mikil óvissa hefur ríkt um hverjar breytingarnar yrðu og hvenær þær tækju gildi. Magnús Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteigna- sala, tók undir að breytingar á lána- kerfinu væru ekki enn farnar að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Að undanförnu hefur verið nokkuð jöfn og góð eftirspurn,“ segir Magnús. „Ef fólk ákveður að halda að sér höndunum fram yfir 1. júlí er líklegt að aðeins meira framboð skapist. Það mun þó ekki hafa mikil áhrif á verð sökum þess hve tíminn er skammur,“ segir hann. Varðandi hækkun húsnæðis- verðs eftir innleiðingu nýja kerf- isins segist Guðbjörg Anna ekki eiga von á því að hún verði svo skörp að bóla myndist. „Þó er ákveðin hætta fólgin í því að innleiða þessar breytingar á uppsveiflutímabili,“ segir Guð- björg. „Ef til samdráttar kemur í efnahagslífinu eftir stóriðjufram- kvæmdir, sem hæst standa 2006–2007, gætum við séð raun- lækkun á fasteignaverði,“ segir hún. Guðbjörg bendir þó á að ekki sé þar með verið að spá raunlækk- un, heldur einungis að benda á að hún gæti átt sér stað. sda@frettabladid.is Japanskur piltur: Sveltur af föður sínum JAPAN, AP Japanskur karlmaður og sambýliskona hans hafa verið kærð fyrir að pynta fimmtán ára son mannsins og reyna að svelta hann til bana. Fólkið byrjaði á því að drepa í sígarettum á líkama piltsins og tóku síðar til við að berja hann. Að því loknu læstu þau hann inni í herbergi og sveltu. Drengurinn, sem liggur í dái á sjúkrahúsi, er aðeins eitt þúsunda barna sem sæta illri meðferð for- eldra sinna eða annarra aðstand- enda. Á síðasta ári komu 23.738 mál inn á borð japanskra barna- verndaryfirvalda, fjórfalt fleiri en 1997. ■ Atvinnuréttindi: Svíar vilja takmarkanir STOKKHÓLMUR, AP Þrír af hverjum fimm Svíum vilja aðlögunartíma þar sem réttur íbúa nýrra Evrópu- sambandsríkja til vinnu í Svíþjóð verði minni en réttur íbúa þeirra ríkja sem þegar eru fyrir í sam- bandinu. Rétt rúmlega fjórðungur er því andvígur meðan tólf pró- sent eru óákveðin samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Ríkisstjórnin lagði á föstudag fram frumvarp um takmarkanir á atvinnuréttindum ríkisborgara tíu nýrra aðildarríkja. Samkvæmt því verða þeir sem ætla til Sví- þjóðar að sækja um atvinnuleyfi áður en þeir koma þangað. Þessu hafa atvinnurekendur mótmælt. ■ ~ A u k i n f i t u b r e n n s l a ~ M e i r i o r k a ~ M i n n i l y s t ~ G e n g u r á f i t u f o r ð a ~ M i n n k a r n a r t Easy body Burner hylki er frábær leið til að tapa þyngd á árangursríkan og skynsaman hátt. Hylkin innihalda m.a koffín, Hýdroxísítrussýru, króm pikkólant og L-Carnitine. Leiðbeiningar og innihaldslýsing eru á íslensku! FITUBRENNSLA Í HYLKI E a s y b o d y v ö r u r n a r e r u s é r h a n n a ð a r f y r i r þ á s e m v i l j a k o m a l í n u n u m í l a g ! 20% afslát tur 17-24 mars! Eitt tilboð í jarðboranir vegna Hellisheiðarvirkjunar: Framkvæmt fyrir þrjá milljarða á árinu BORHOLA Á HELLISHEIÐI Þegar hafa verið boraðar nokkrar holur á virkjunarsvæðinu sem allar lofa mjög góðu. Íbúðaverð heldur áfram að hækka Búist er við því að nýtt lánsfyrirkomulag Íbúðalánasjóðs, sem taka mun gildi 1. júlí, gæti stuðlað að verðhækkun á húsnæðismarkaðinum. Ný lán verða þó líklega með lægri vexti og því gæti borgað sig að bíða með kaup. NÝBYGGINGAR Áframhaldandi hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu stafar meðal annars af stöðugri fjölgun íbúa á svæðinu vegna flutnings af landsbyggðinni. Hið sama hefur verið að gerast í löndunum í kringum okkur. Nýtt lánafyrirkomulag Íbúðalánasjóðs tekur gildi 1. júlí og er útlit fyrir betri vaxtakjör húsnæðislána. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.