Fréttablaðið - 22.03.2004, Page 31

Fréttablaðið - 22.03.2004, Page 31
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Opinber sagnritun SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 trulofun.is Þegar neyðin er stærst er hjálpinnæst. Og þegar maður hefur áhyggjur af sinnuleysi þjóðarinnar um sögu sína kemur í ljós að söguleg vakning hefur orðið í sjálfu forsætis- ráðuneytinu því að nú er væntanlegt þaðan stórmerkilegt rit sem inni- heldur æviágrip þeirra heiðurs- manna sem hafa meikað það feitt, og náð á toppinn og orðið forsætis- ráðherrar. AÐRAR STÉTTIR hafa áður látið taka saman sambærileg heimildarit um sína meðlimi, svo sem Læknatal, Kennaratal, Lögreglumannatal, Sýslumannaævir og Frímúraratal. Mikill fengur er að þessum ritum. Fræg er til dæmis klausa um einn dánumann sem lét þess getið í ævi- ágripi sínu að hann hefði verið boð- inn sem varafulltrúi á ráðstefnu í Stavanger, og bætti við „en fór ekki“, svo að hinum sagnfræðilega sann- leika væri réttilega til haga haldið. ÞVÍ MIÐUR geyma þessi stéttatöl fremur litlar upplýsingar um lífs- hlaup kvenpenings þjóðarinnar sem virðist koma lítt við sögu þegar tí- unda skal afreksverk. Það væri því vel við hæfi að fara að semja Ís- lenskt kvennatal og gefa það út smátt og smátt, svo að síðasta bindið gæti komið út á 100 ára afmæli lýð- veldisins. Þetta er vel viðráðanlegt og gæti verið góð aukavinna fyrir Júlíus Hafstein að hafa yfirumsjón með verkefninu, því að einungis hef- ur verið til um hálf milljón íslenskra kvenna frá því að sögur hófust. SAMHLIÐA Kvennatalinu væri klókt að byrja að skrásetja ævir alþýðufólks, því að kvennaævirnar munu hvort sem er innihalda megnið af þeim upplýsingum sem safna þyrfti, samanber Skúringakvennatal og ræstitækna. Sjúkraliðatal gæti fylgt Læknatalinu sem viðauki, og Einkaritaratal komið út með For- stjóratali og framkvæmdastjóra. En auðvitað mundu karlmenn koma þarna við sögu eins og annars staðar: Blaðberatal og dagheimilisbarna gæti orðið metsölubók og þá ekki síð- ur Lúseraævir eða Rónatal og úti- gangsmanna. Í öllu falli er ástæða til að gleðjast yfir því að sögulegur áhugi á mikilmennum skuli hafa rumskað, og vonandi smitar þessi áhugi út frá sér og vekur athygli á lífshlaupi venjulegs fólks – þegar röðin kemur að því.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.