Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 4
4 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Var innrásin í Írak góð fyrir heim-
inn eins og Bandaríkjaforseti
sagði?
Spurning dagsins í dag:
Á að auka völd forseta Íslands?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
59%
41%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Bandaríkin
Nemendur mótmæltu við Háskóla Íslands:
Telja jafnrétti til náms vera ógnað
SKÓLAGJÖLD Kristbjörg Gunn-
arsdóttir, nemandi í félags-
fræði, segir baráttuna gegn
skólagjöldum í Háskóla Íslands
snúast um jafnrétti til náms.
Hún var ekki bjartsýn fyrir há-
skólafund í gær og bjóst við að
tillaga um skólagjöld yrði sam-
þykkt.
„Við erum kannski að mót-
mæla á vitlausum stað. Mér
finnst að við ættum frekar að
mótmæla niðri á Alþingi,“ segir
hún.
Már Másson sagnfræðinemi
mótmælti skólagjöldum við HÍ
á þeim forsendum að með þeim
yrði jafnrétti til náms ógnað.
„Ég vil að það sé jafnrétti til
náms á Íslandi,“ segir Már.
Ingveldur Geirsdóttir, nem-
andi í bókmenntafræði, tók þátt
í mótmælunum og segir að Há-
skóli Íslands eigi að vera há-
skóli allra landsmanna og
stuðla að jafnrétti til náms og
fjölbreytni í námi. „Háskólinn
er að gera Alþingi og ríkis-
stjórn of auðvelt með því að
biðja um þetta sjálfur,“ sagði
Ingveldur, sem bjóst við að til-
lagan yrði samþykkt. ■
Háskólafundur frestaði
ákvörðun um skólagjöld
Eina málinu sem lá fyrir háskólafundi var frestað. Nýr háskólafundur
verður haldinn eftir sex vikur þar sem tekin verður afstaða til skóla-
gjalda. Hundruð stúdenta mótmæltu við upphaf fundar.
SKÓLAGJÖLD Háskólafundur tók í
gær enga ákvörðun um hvort óska
ætti eftir því við menntamálaráð-
herra að Háskóli Íslands fengi
heimild til að innheimta skóla-
gjöld af nemendum sínum. Í upp-
hafi fundarins var gerð athuga-
semd við boðun fundarins og því
haldið fram að hún væri ólögleg
og fundurinn því
ekki ályktunar-
bær.
Eina málið á
dagskrá fundar-
ins var að taka
afstöðu til fyrir-
spurnar Há-
skólaráðs um
hvort óska ætti
eftir fyrr-
greindri lagabreytingu. Engin
ákvörðun var tekin um málið
heldur var því skotið á frest og
má gera ráð fyrir að til nýs fund-
ar verði boðað og hann haldinn
eftir sex vikur eða svo. Tillaga
rektors um frestun málsins var
semþykkt með 27 atkvæðum gegn
sex.
Að sögn Davíðs Gunnarssonar,
fyrrum formanns Stúdentaráðs
og eins fulltrúa stúdenta á fundin-
um, hefur umræða um skólagjöld
breyst nokkuð innan Háskólans
frá því hún var fyrst á dagskrá
háskólafundar.
„Menn eru á allt öðrum nótum
með umræðuna núna en í haust
þegar þetta var tekið fyrir. Nú er
umræðan orðin þroskaðri og
menn að hugsa þetta á heildrænni
hátt,“ segir Davíð.
Hann segir að þeir sem lögðu
fram ályktunina um beiðni um
skólagjaldaheimild hefðu fallist á
að meiri umræða ætti að fara
fram áður en afstaða yrði tekin.
Þá sögðust nokkrir fundarmenn
telja eðlilegt að bíða eftir stjórn-
sýsluúttekt menntamálaráðuneyt-
isins á Háskóla Íslands áður en
afstaða yrði tekin til skólagjalda.
Aðrir fundarmenn kvörtuðu yfir
seinagangi í ákvarðanatöku innan
Háskólans.
Fyrir fundinn söfnuðust nokk-
ur hundruð stúdenta fyrir framan
aðalbyggingu Háskólans og létu í
ljós skoðun sína á upptöku skóla-
gjalda við Háskóla Íslands. „Eng-
in skólagjöld,“ hrópuðu stúdent-
arnir. Jarþrúður Ásmundsdóttir,
formaður Stúdentaráðs, hvatti
stúdentana til að sýna samstöðu
gegn skólagjöldum.
Páll Skúlason rektor kom út á
tröppur skólans og ávarpaði hóp-
inn og lagði áherslu á að þótt til-
lagan fæli í sér heimild til inn-
heimtu skólagjalda væri ekki víst
að Háskólinn nýtti sér hana.
thkjart@frettabladid.is
MÓTMÆLI UNDIR SÓLINNI
„Don’t let the sun go down on Iceland“
stóð á regnhlífum mótmælendanna.
Mótmæli gegn Kára-
hnjúkavirkjun:
Regnhlífar
undir sólinni
MÓTMÆLI Efnt var til mótmæla
gegn Kárahnjúkavirkjun á loka-
degi sýningar Ólafs Elíassonar í
Tate Modern-listasafninu í Lund-
únum.
Mótmælendurnir, bæði Bretar
og Íslendingar, söfnuðust saman í
túrbínusalnum, anddyri safnsins,
og opnuðu regnhlífar undir sól-
inni í verki Ólafs. Á regnhlífarnar
höfðu verið rituð slagorð gegn
virkjunarframkvæmdunum. Ólaf-
ur hafði sjálfur lýst því yfir í við-
tali við dagblaðið Guardian að ál-
framleiðandinn Alcoa væri að
eyðileggja hálendi Íslands með
aðstoð íslenskra stjórnvalda.
Talið er að um 2,2 milljónir
manna hafi séð „Veðurverkefni“
Ólafs. Sýning hófst 15. október en
henni lauk á sunnudagskvöldið. ■
Fimm manna
fjölskylda:
Stungin
til bana
ÞÝSKALAND Fimm fjölskyldumeð-
limir fundust í gær stungnir til
bana á heimili sínu í borginni
Augsburg í suðurhluta Þýska-
lands.
Fólkið er af tyrkneskum upp-
runa, tveir menn um tvítugt og
fertugt, tvær konur um þrítugt
og sextugt og sjö ára stúlka. Sá
sem kom að líkunum var fjöl-
skylduvinur að sögn lögreglunn-
ar. Lögregla gat hvorki sagt til
um hver hefði myrt fólkið né
hvers vegna. ■
S24 er sjálfstæð rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar
Viltu
minnka
greiðslub
yrðina?
Sæktu um...
WWW.s24.is
Sími 533 2424 – Kringlan
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
3
12
.0
16
Lán til al
lt að 15 á
ra
• Betri vex
tir
• Lægra lá
ntökugjald
• Allt að 8
0% veðhlu
tfall
Bændur telja sitt fé glatað óháð rannsókn á Ferskum afurðum:
Annað reiðarslag fyrir bændur
GJALDÞROT „Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem við bændur hér um slóð-
ir lendum í svona löguðu,“ segir
Jón Ívar Jónsson, bóndi að Skarf-
hóli, skammt frá Hvammstanga,
en hann er einn þeirra bænda sem
urðu hart úti þegar bú Ferskra af-
urða var tekið til gjaldþrota-
skipta. Jón segir enn ekki útséð
um hvort allir bændur á svæðinu
komist klakklaust frá þessu reið-
arslagi.
„Það á eftir að ráðast hvernig
það fer en að líkindum eru kröfur
bænda fyrir bí og allir gera sér
grein fyrir því. Svo kemur það í
ljós hvort einhverjir þola þetta í
viðbót við allt annað sem bjátað
hefur á hjá sauðfjárbændum síð-
ustu árin.“
Eins og fram hefur komið hef-
ur verið óskað lögreglurannsókn-
ar á meðferð á eignum fyrirtækis-
ins þar sem grunur leikur á að
verulegur hluti sláturbirgða
Ferskra afurða hafi verið fluttur
þaðan í september síðastliðnum.
Talið er að andvirði hinna horfnu
birgða geti numið allt að 115 millj-
ónum króna.
Jón segir urg í bændum vegna
þessa en segist sjálfur vilja bíða
og sjá hvað rannsóknin leiðir í ljós
áður en annað verður ákveðið.
„Það hefur í raun lítið að segja
fyrir okkur bændur hvað kemur
út úr rannsókn á fyrirtækinu.
„Okkar fé er tvímælalaust glatað
að mestu leyti hvernig sem hún
fer.“ ■
SOPI FYRIR HEILSUNA Karlmenn
sem þjást af háum blóðþrýstingi
og drekka eitt til tvö vínglös á
dag eiga síður á hættu að látast
af völdum hjartaáfalla en menn
sem drekka sjaldan eða aldrei.
Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn sem gengur þvert á það sem
margir læknar hafa talið hingað
til.
Fjárdrátturinn
í Símanum:
Helmingur
í Alvöru
lífsins
FJÁRSVIK Helmingurinn af 261
milljón króna fjárdrætti fyrrum
aðalgjaldkera Símans rann til
fyrirtækisins Alvöru lífsins, eða
130 milljónir króna. Rannveig
Rist, stjórnarformaður Símans,
segir að stjórn hafi þegar verið
gert viðvart þegar upp komst og
málinu þegar vísað til efnahags-
brotadeildar Ríkislögreglu-
stjóra. Hún gerði hluthöfum
Símans grein fyrir stöðu máls-
ins á aðalfundi fyrirtækisins.
Í máli hennar kom fram að
rannsóknarhagsmunir heimil-
uðu ekki að gerð væri grein fyr-
ir ráðstöfun fjárins. Rannveig
lagði áherslu á að fyrirtækið
hefði gripið til viðeigandi ráð-
stafana. Innri endurskoðun
hefði verið styrkt til muna og
farið yfir alla verkferla. Nýr
forstöðumaður innri endur-
skoðunar hefur verið ráðinn og
áhersla lögð á þekkingu á
tölvuendurskoðun. ■
SLÁTURHÚS FERSKRA AFURÐA
Tugir bænda fóru illa vegna gjaldþrots fyrirtækisins en óskað hefur verið lögreglurann-
sóknar þar sem miklar birgðir voru fluttar brott í skjóli nætur í september.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
IG
U
R
D
U
R
R
E
KRISTBJÖRG
GUNNARSDÓTTIR
MÁR MÁSSON
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
FJÖLDI MÓTMÆLTI
Flestir mótmæltu skólagjöldum en einn mótmælendanna nýtti tækifærið og óskaði eftir
fleiri kvenkyns nemendum í tölvunarfræði.
PÁLL SKÚLASON OG JARÞRÚÐUR ÁS-
MUNDSDÓTTIR
Rektor Háskólans sagði nokkur orð við
stúdenta sem mótmæltu hugmyndum um
skólagjöld. Formaður Stúdentaráðs fór fyrir
mótmælum stúdenta.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
„Menn eru
á allt öðrum
nótum með
umræðuna
núna en í
haust.