Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 10
KÖNNUN Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, er umdeildastur ís- lenskra stjórnmálamanna sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Þegar spurt var: „Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust um þessar mundir?“ nefndu 37,4% aðspurðra nafn for- sætisráðherra. Örlítið færri, eða 36,7%, nefndu nafn Davíðs Odds- sonar þegar spurt var til hvers viðkom- andi bæri minnst traust. Karlar, einkum í þéttbýli, eru áberandi fleiri í hópi þeirra sem segjast treysta Davíð best en að öðru leyti er ekki merkjan- legur munur á afstöðu manna. Þeir sem koma næstir á eftir Davíð hvað traust varðar eru Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs með 13% at- kvæða, Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, með 9,7% og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar, með 6,3%. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, nýtur trausts 3,9% og Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Jóhanna Sig- urðardóttir njóta trausts 3,2% að- spurðra. Tveir ráðherrar í ríkis- stjórninni, þau Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra, ná ekki inn á topp 20 listann hvað traust varðar og tveir ráðherrar, Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ná alls ekki inn á listann. Þegar spurt var: „Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust um þessar mundir?“ nefndu flestir Davíð Oddsson, eða 36,7%. Næst koma Össur Skarphéðinsson með 12,8%, Halldór Ásgrímsson með 7,9%, Steingrímur J. Sigfús- son með 4,6% og Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur nefndu 4,2%. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra voru aldrei nefnd þegar spurt var um minnst traust til stjórnmálamanna. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs nýtur mests trausts ef niðurstöður beggja spurninga eru reiknaðar saman, hlýtur 40 stig. Næstur honum kem- ur Davíð Oddsson forsætisráð- herra með 15 stig, Geir H. Haarde fjármálaráðherra með 13 stig og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir deila fjórða sætinu með 11 stig hvort. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, vermir hins vegar botnsætið með 37 stig í mín- us. Umhverfisráðherrann Siv Frið- leifsdóttir er nokkru ofar með 15 stig í mínus og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra og Magnús Þór Hafsteinsson, formað- ur þingflokks Frjálslyndra, eru all- ir með 13 mínusstig. Við botn list- ans eru einnig Mörður Árnason, Samfylkingunni, Gunnar Örlygs- son, Frjálslyndum og sjálfstæðis- þingmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson, Pétur Blöndal og þingforsetinn Halldór Blöndal. the@frettabladid.is 10 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Írak VILJA FORSETANN AFTUR Stuðningsmenn Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu, efndu til mótmæla í gær gegn vantraustsályktun þingsins á hendur honum. Staðfesti stjórnlagadómstóll van- traustið verður forsetanum vikið úr emb- ætti. Landsbankinn um Seðlabanka: Byggir á úreltum hagtölum EFNAHAGSMÁL „Það vekur furðu að Seðlabankinn skuli velja að gefa út Peningamál tveimur dögum áður en tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu á 4. ársfjórð- ungi lágu fyrir,“ segir greining- ardeild Landsbankans. Spá Seðlabankans fyrir árið 2003 hljóðaði upp á 2,75 prósenta vöxt landsframleiðslunnar. Upp- gjör Hagstofunnar sýndi hins vegar fjögurra prósenta vöxt. „Mat bankans á framleiðslu- spennu í hagkerfinu, undirliggj- andi verðbólgu og nauðsynleg- um hagstjórnaraðgerðum hlýtur að vera úrelt nú þegar,“ segir greiningardeild Landsbankans. Greiningardeildin tekur und- ir það með Seðlabankanum að hagstjórn sé vandasöm við nú- verandi efnahagsaðstæður. Ótímabær vaxtahækkun geti þrengt að atvinnulífinu og vald- ið framleiðslutapi og atvinnu- leysi. Bregðist bankinn of seint við geti þurft að grípa til harka- legri aðgerða en ella. Því sé mik- ilvægt að nýjustu og bestu upp- lýsingar séu lagðar til grund- vallar greiningar hverju sinni. Landsbankinn telur að Seðla- bankinn ætti að ákveða útgáfu- dagsetningar sínar með hliðsjón af birtingu mikilvægra hag- talna. ■ Í gæsluvarðhaldi: Ekki á sakaskrá FÍKNIEFNI Kona sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefna- máls sem kom upp á Selfossi á föstudag hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Leitað var í nokkrum húsum vegna málsins og fundust 15 grömm af hassi og um fjögur grömm af amfetamíni auk tóla og tækja til fíkniefnaneyslu. Auk konunnar voru fjórir menn handteknir og hafa þeir all- ir játað sinn þátt í málinu. Ástæða var til að kanna hlut konunnar frekar og var hún því úrskurðuð í gæsluvarðhald. Þrír mannanna hafa áður komið við sögu lög- reglu. ■ – kominn tími til Meint kyn- ferðisbrot á unglingaheimili TVEIR FINNAR SKOTNIR Tveir finnskir kaupsýslumenn voru skotnir til bana í Bagdad í gær á leið sinni á fund í íraska orku- málaráðuneytinu. Mennirnir voru hluti af sendinefnd sem átti að koma upp viðskiptatengslum í Írak. Mennirnir eru fyrstu Finn- arnir sem láta lífið í Írak eftir innrásina á síðasta ári. BÍLSPRENGJA BANAR TVEIMUR Tveir óbreyttir íraskir borgarar létust og 25 til viðbótar særðust þegar bílasprengja sprakk við bækistöð bandaríska flughersins norður af Bagdad í gær. Tilræðis- maðurinn lét einnig lífið í árásin- ni. RÁÐIST Á EFTIRLITSSVEIT Banda- rískur hermaður og íraskur túlk- ur létu lífið í sprengjuárás í Bagdad. Þrír hermenn til viðbót- ar særðust en mennirnir voru all- ir hluti af eftirlitssveit sem var á ferli í Abu Ghraib-hverfinu í vesturhluta borgarinnar. RANGAR DAGSETNINGAR Birgir Ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri kynnir útgáfu Peningamála. Greiningar- deild Landsbankans telur að Seðlabankinn ætti að gefa Peningamál út þegar nýjustu hagtölur liggja fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R MÓTMÆLI Í BASRA Breskir her- menn notuðu táragas til að dreifa um 500 mótmælendum í borginni Basra í suðurhluta Íraks. Mót- mælendur grýttu hermennina og köstuðu bensínsprengjum. Mót- mælendur voru sagðir ósáttir við að fá ekki vinnu hjá tollheimt- unni á staðnum. Kjósendur treysta Steingrími best Formaður Vinstri grænna nýtur mests trausts samkvæmt skoðanakönnun blaðsins. Formaður Samfylkingarinnar nýtur minnst trausts. Þrefalt fleiri segjast vantreysta honum en treysta. Davíð Oddsson er umdeildur sem fyrr en nær jafn margir segjast treysta honum og vantreysta. TRAUST ALMENNINGS Á STJÓRNMÁLAMÖNNUM MEST TRAUST 1. Davíð Oddsson 37,4% 2. Steingrímur J. Sigfússon 13,0% 3. Halldór Ásgrímsson 9,7% 4. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 6,3% 5. Össur Skarphéðinsson 3,9% 6-7. Geir H. Haarde 3,2% 6-7. Jóhanna Sigurðardóttir 3,2% 8-10. Guðni Ágústsson 2,4% 8-10. Margrét Frímannsdóttir 2,4% 8-10. Ögmundur Jónasson 2,4% MINNST TRAUST 1. Davíð Oddsson 36,7% 2. Össur Skarphéðinsson 12,8% 3. Halldór Ásgrímsson 7,9% 4. Steingrímur J. Sigfússon 4,6% 5. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 4,2% 6. Siv Friðleifsdóttir 3,9% 7. Björn Bjarnason 3,7% 8-9. Magnús Þór Hafsteinsson 3,0% 8-9. Sturla Böðvarsson 3,0% 10. Guðni Ágústsson 2,6% 1. Steingrímur J. Sigfússon 40 2. Davíð Oddsson 15 3. Geir H. Haarde 13 4-5. Halldór Ásgrímsson 11 4-5. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 11 6-7. Jóhanna Sigurðardóttir 10 6-7. Margrét Frímannsdóttir 10 8. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 9 9. Valgerður Sverrisdóttir 8 10-11. Árni Magnússon 6 10-11. Björgvin G. Sigurðsson 6 Halldór Blöndal - 3 Pétur Blöndal - 3 Gunnar Örlygsson - 4 Sigurður Kári Kristjánsson - 5 Mörður Árnason - 8 Magnús Þór Hafsteinsson - 13 Sturla Böðvarsson - 13 Björn Bjarnason - 13 Siv Friðleifsdóttir - 15 Össur Skarphéðinsson - 37 TRAUST AÐ FRÁDREGNU VANTRAUSTI UMDEILDUR Davíð Oddsson forsætisráðherra er umdeildastur íslenskra stjórnmála- manna. KJÓSENDUR TREYSTA STEINGRÍMI Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs nýtur mests trausts meðal kjósenda samkvæmt skoð- anakönnun Fréttablaðsins. TRAUSTIÐ MISMUNANDI Staða Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sóltrúnar Gísladóttur, varaformanns flokksins, er ólík þeg- ar kjósendur raða þeim eftir trausti. Efstir Neðstir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.