Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 2
2 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Nei - en klukkan tifar.“ Helgi Laxdal er formaður Vélstjórafélags Íslands. Hann náði ekki kjöri í stjórn Sparisjóðs vélstjóra og er ósáttur. Þegar forsætisráðherra var ósáttur við KB banka tók hann sparifé sitt út. Spurningdagsins Helgi, ertu búinn að taka út spariféð? ■ Baldvin Þorsteinsson LÖGREGLUMÁL „Ég hafði eitthvað á tilfinningunni, að þetta myndi enda með skelfingu. Svo gerðist það og það var áfall númer tvö, að heyra um þessi ósköp í fjölmiðl- um, sem áttu aldrei að gerast og hefði verið hægt að komast hjá.“ Þetta segir Páll Heimir Einars- son, guðfræðingur og starfsmað- ur á barna- og unglingageðdeild Landspítala, um þá slæmu reynslu þegar hann komst að því hver stóð á bak við orðsendingar á netinu þess efnis að viðkomandi vildi gjarnan hitta unga pilta. Ein- staklingurinn sem um ræðir er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík fyrir kynferðisleg sam- neyti við að minnsta kosti einn pilt, fimmtán ára gamlan. Maðurinn hefur þjónað sem afleysingaprestur á landsbyggðinni. „Mér leið það illa, þegar ég komst að því hver þetta var, að ég gat ekki geymt það með mér,“ sagði Páll Heimir. „Ég ræddi því málið við mann sem var starfandi prestur þá.“ Vinur Páls Heimis fór upphaf- lega að spjalla við manninn á net- inu. Maðurinn talaði yfirlætislega og var þá að grennslast fyrir um hugsanleg sambönd við unga pilta. Hann kallaði sig þá „Hjalta.“ Páll Heimir og vinur hans ákváðu að grennslast nánar fyrir um þennan mann, því þeir töldu að hann væri að ljúga til nafns. Páll Heimir hafði samband við mann- inn í gegnum tölvu, kvaðst vera 19 ára piltur og væri til í að hitta hann. Stefnumótið var ákveðið á mánudagskvöldi við Laugardals- laugina. Maðurinn kvaðst vera á bláum jeppa af tiltekinni gerð. Páll Heimir mætti á staðinn, í roki og rigningu í janúar 2003, sá bíl- inn og fletti upp skráningarnúm- erinu. „Þá sá ég hver þetta var,“ sagði hann. „Þetta voru upplýsingar sem mér þóttu ekki góðar. En fyrir mér var þetta einungis gift- ur maður sem var í skápnum og var að bögglast með þessa kyn- hneigð sína í hjónabandinu. Mér kom ekki til hugar að þetta gæti flokkast undir barnaníðingsskap. Þá hefði ég gengið lengra í við- brögðum mínum. En miðað við að- stæður sá ég ekki að ég gæti gert meira en ég gerði þá. Eftir á að hyggja hefði ég ef til vill átt að biðja prestinn sem ég leitaði til að ræða við manninn eða leita til biskupsstofu.“ Páll Heimir sendi manninum strax sms-skilaboð og kvaðst vita nákvæmlega hver hann væri. Hann fékk aðeins „?“ til baka. Páll Heimir kvaðst hafa bent mannin- um nokkrum sinnum á með sms- skilaboðum að ræða við einhvern um vanda sinn. Það hefði verið í apríl 2003. Lengra hefðu sam- skipti þeirra ekki náð. jss@frettabladid.is MADRÍD, AP Spænska lögreglan hef- ur handtekið fjóra menn til viðbót- ar við þá tíu sem voru þegar í haldi í tengslum við rannsókn á hryðju- verkunum í Madríd fyrr í mánuð- inum. Þrír mannanna búa í Lavapies- hverfi þar sem Jamal Zougam, sá sem grunsemdir beinast helst að, rak farsímaverslun. Fjórði maður- inn býr annars staðar í Madríd. Utanríkisráðherrar aðildar- ríkja Evrópusambandsins hótuðu þeim ríkjum sem draga fæturna í baráttunni gegn hryðjuverkum efnahagsþvingunum. Þeir segja að baráttan gegn hryðjuverkum verði hluti af öllum viðræðum Evrópu- sambandsins við önnur ríki og kunni að leiða til þess að dregið verði úr viðskiptum og efnahags- aðstoð. Evrópusambandið hefur stöðv- að viðræður um fríverslun við Íran þar til kjarnorkuáætlun þeirra liggur ljós fyrir og hefur sett þau skilyrði fyrir viðskipta- samningi og efnahagsaðstoð við Sýrland að þeir skrifi undir sátt- mála um aðgerðir gegn hryðju- verkum. Enn var daufheyrst við tillögu Belgíu og Austurríkis um að koma upp evrópskri leyniþjónustu. Bret- ar og Frakkar vilja ekki deila við- kvæmum upplýsingum með öllum 25 aðildarríkjum ESB og fleiri lýstu áhyggjum af því að skrifræði og upplýsingaleki Hafrahvammsgljúfur: Vinna við varnir hafin KÁRAHNJÚKAR Vinna er hafin við varnarbúnað í Hafrahvamms- gljúfri við Kárahnjúka þar sem banaslys varð aðfaranótt 14. mars síðastliðinn. Að sögn Ómar R. Valdimars- sonar, upplýsingafulltrúa Impreg- ilo á Íslandi, hófust framkvæmdir við varnarbúnað mjög skömmu eftir að slysið átti sér stað. Eyjólfur Sæmundsson, for- stjóri Vinnueftirlitsins, segir að einnig hafi verið veitt leyfi til vélavinnu á svæðinu fyrir menn sem vinna í sérstaklega vörðum tækjum. ■ GUNNAR ÖRLYGSSON „Ég tel hana vera skelegga, réttvísa og fjöl- fróða,“ segir Gunnar um flokkssystur sína Margréti Sverrisdóttur. Gunnar Örlygsson: Margréti í stað Magnúsar STJÓRNMÁL „Það er mitt persónu- lega mat að æskilegt væri að Mar- grét Sverrisdóttir kæmist til frek- ari valda í flokknum þegar fram líða stundir,“ segir Gunnar Ör- lygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Gunnar lét þau orð falla í þættinum Ísland í bítið að hann teldi æskilegt að breyting yrði á forystu flokksins. „Ég tel Margréti vera gædda þeim hæfileikum sem þarf til að vera í forystu stjórnmálaflokks. Ég er ekki að setja út á störf Guð- jóns Arnars en lít svo á það yrði flokknum til framdráttar ef Mar- grét fengi að starfa við hlið hans. Ég tel þau tvö vera hæfust til að stýra flokknum,“ segir Gunnar en leggur þó áherslu á að hann sé ekki ósáttur við störf núverandi varaformanns Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. ■ SKROKKURINN DÆLDAÐUR Skrokkur fjölveiðiskipsins Bald- vins Þorsteinssonar dældaðist stjórnborðsmegin í strandinu í Meðallandsfjörum. Baldvin var tekinn í slipp í Hareide í Noregi í gær. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdirnar eru, til að sjá það þarf að tæma tankana og fara niður í þá. Ekki kom leki að skip- inu þegar það strandaði. Stýri Baldvins er bilað og gír í ólagi. LÖGREGLUMÁL „Fagráðið mun ekki hafa afskipti af þessu tiltekna máli, sem slíku, þar sem barn á í hlut,“ sagði Ólöf Ásta Faretsveit, formaður fagráðs þjóðkirkjunn- ar, um meðferð kynferðisafbrota, spurð um mál afleysingaprests- ins sem átti í meintu kynferðis- sambandi við 15 ára pilt. Ólöf Ásta sagði, að mál þar sem þolandinn væri á barnsaldri, færi beint til barnaverndar- nefndar, en kæmi ekki til kasta ráðsins. „Fagráðið er skipað til að sinna fullorðnum þolendum sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu starfsmanna kirkjunn- ar,“ sagði Ólöf Ásta. „Þá er hlut- verk þess að fræða starfsmenn kirkjunnar um mál af þessu tagi. Ráðið getur hugsanlega komið að þessu máli með fræðslu til þeirra sem það snertir.“ Fagráðið var stofnað 1999, þegar skipað var í það. Að sögn Ólafar Ástu fóru fyrstu árin eftir stofnun þess í að búa til starfs- reglur og móta starfið. „Þannig að það hafa engin mál komið til okkar ennþá,“ sagði hún. „Við höfum einungis sinnt fræðslu og kynningu á starfsemi ráðsins.“ Í fagráðinu eiga sæti Elsa Þor- kelsdóttir lögfræðingur, Kjartan Örn Sigurbjörnsson og Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrota- fræðingur, sem er formaður ráðsins. ■ Efnahagsþvinganir berjist ríki ekki gegn hryðjuverkum: Fjórtán í haldi vegna Madrídarárásanna ÖRYGGISGÆSLA Í MADRÍD Öryggisverðir á Atocha-járnbrautarstöðinni í Madríd ganga framhjá konu og barni hennar. BISKUPSSTOFA Mál afleysingaprestsins mun ekki koma sem slíkt til fagráðs kirkjunnar um meðferð kyn- ferðisafbrota, að sögn formanns ráðsins. Fagráð kirkjunnar um kynferðisafbrot: Engin afskipti af afleysingaprestinum Fann að þetta myndi enda með skelfingu Prestur, sem Páll Heimir Einarsson leitaði til í febrúar 2003 þegar hann komst að því að afleysingaprestur væri að leita sambands við drengi á netinu, gerði aldrei neitt í málinu. Mál afleysingaprestsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „En fyrir mér var þetta ein- ungis giftur maður sem var í skápn- um og var að bögglast með þessa kynhneigð sína í hjóna- bandinu. BARNANÍÐINGUR Upp komst um ásælni afleysingaprestsins í unga drengi, þegar farið var að fylgjast með ákærðum barnaklámsmanni, sem Gunnleifur Kjartansson lögreglumaður sést hér setja inn í lögreglubíl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.