Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 8
SKIPULAGSMÁL „Skipulagsvinna er að fara í gang að nýju og alls óráð- ið hvað gert verður við grjót- námuna,“ segir Árni Þór Sigurðs- son, borgarfulltrúi Vinstri grænna, en vinnslu úr grjót- námunni í Geldinganesi hefur ver- ið hætt. Eftir stendur stórt sár sem margir telja að fylla verði upp í áður en lengra verður haldið. „Það þarf einhvers staðar að fá efni til gatnagerðar og annarra framkvæmda hér í höfuðborginni og ef það er ekki tekið þarna þá þarf að taka það annars staðar. Væntanlega verður það rætt inn- an skipulagshópsins hvað verður en það er ekki loku fyrir það skot- ið að þarna verði grjótnám síðar þó því sé lokið núna.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, bendir á að svæði sem áður voru notuð undir námur af þessum toga séu hluti af borgarhverfinu í dag. „Það eru mörg dæmi um að slíkt komi ágætlega út og það stendur einmitt til að hefja framkvæmdir í gömlu grjótnámunni fyrir neðan Stýrimannaskólann í Reykjavík. Það þarf ekki að vera að slík svæði séu alls ónothæf heldur þvert á móti geta þau nýst ákaf- lega vel ef vel er að verki staðið.“ „Það er útilokað mál af minni hálfu að þarna verði tekið meira efni en þegar hefur verið gert,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. „Með þeirri aðgerð væri R- listinn að gefa borgarbúum langt nef að mínu viti og einfaldlega kemur ekki til greina. Þarna á að rísa byggð á næstu árum og það verður að horfa til framtíðar. Það er víða hægt að verða borginni úti um grjót og möl og þarf ekki að gerast þarna á þessum stað. Nóg er af stöðum þar sem minna fer fyrir slíku jarðraski og það er al- veg loku fyrir það skotið að tæma eigi meira en þegar hefur verið gert. Nóg er að gert nú þegar.“ albert@frettabladid.is 8 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hver bjó til lagarammann? „Íslenska réttar- og dómskerfið er skrípaleikur, botnlausar geðþótta- ákvarðanir. Það er undarlegt að í okkar litla landi skuli réttlætið bara vera til fyrir suma en á hinn bóginn þakkar maður fyrir að vera ekki „séra Jóns megin“ í þeim bransa.“ Árni Johnsen, Morgunblaðið 22. mars. Fermt fyrir þrjár millur í Grafarvogi „Þetta deilist náttúrulega á fjóra presta og svo tekur skatturinn sitt þannig að það verður ekki mjög mik- ið eftir.“ Séra Vigfús Þór Árnason, Fréttablaðið 22. mars. Reykjavík nútímans „Ég var ekki með nein fíkniefni og hef aldrei komið nálægt þeim. Síðan tekur fyrsti lögregluþjónninn mig inn í eldhús og segir mér að fara úr bux- unum. Svo þurfti hann endilega að sjá á mér typpið og rassinn.“ Oddur Friðriksson um innrás sjö lögreglumanna á heimili hans, DV 22. mars. Orðrétt Kyssast til góðrar heilsu og velfarnaðar bæjarins: Kossaflens á Balí BALÍ, AP Prestarnir í þorpinu Den- pasar á indónesísku eynni Balí skvettu vatni á tugi ungmenna til að fá þau til að hætta miklu kossaflensi sem þau stóðu í á einu torga bæjarins. Skvettun- um var þó vel tekið af ungmenn- unum enda hluti af rúmlega ald- argamalli hefð bæjarbúa. Einu sinni á ári hópast ein- hleyp ungmenni saman og kyss- ast ótt og títt. Þorpsbúar segja siðinn til þess fallinn að tryggja góða heilsu þátttakenda og komi að auki í veg fyrir að ógæfa dynji yfir sveitarfélaginu. Alls tóku um 70 ungmenni þátt í kossaflensinu í gær en fyrst var efnt til þess síðla á nítjándu öld. Íslamskir stjórnmálamenn í Indónesíu hafa hvatt til þess undanfarið að kossar verði bannaðir á almannafæri og að þeir sem geri sig seka um þá iðju eigi allt að fimm ára fang- elsisdóm yfir höfði sér. Í Denpasar veltu menn því ekki fyrir sér hvort það væri við hæfi að unga fólkið kysstist held- ur hversu lengi kossaflensið ætti að standa yfir. Niðurstaðan var að prestarnir skvettu á ungmenn- in eftir fimmtán sekúndur og því einhverjir nælt sér í færri kossa en þeir hafa viljað. ■ Voðaskot á Selfossi: Bíða byssu- eigandans LÖGREGLUMÁL Eiganda skamm- byssunnar sem voðaskot hljóp úr og varð Ásgeiri Jónsteinssyni að bana fyrir rúmri viku, er enn beð- ið. Hann er á sjó en er væntanleg- ur í land seinni part vikunnar, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi. Í kjölfar voðaskotsins komu fram tilmæli lögreglunnar á Sel- fossi um að þeir sem ættu óskráð- ar byssur skiluðu þeim inn. Einn skilaði byssu sem hann hafði feng- ið úr dánarbúi. Þá hafa margir hringt til að kynna sér skráningu á byssum sem komið hafa úr dánar- búi. ■ Hryðjuverkavarnir: Sváfum ekki á verðinum WASHINGTON, AP „Forsetinn talaði um al-Kaída við George Tenet, yfirmann CIA, hann talaði um al- Kaída við Donald Rumsfeld varn- armálaráðherra og hann talaði um al-Kaída við mig,“ sagði Condo- leezza Rice, öryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjafor- seta, þegar hún andmælti orðum Richards Clarke um að stjórnvöld hefðu hunsað hryðjuverkaógnir fram til árásanna 11. september 2001. Clarke var ráðgjafi Bush um varnir gegn hryðjuverkum og segir í nýrri bók sinni að ekki hafi verið tekið mark á viðvörunum sínum. ■ SKIPULAGÐI HRYÐJUVERK Rétt- arhöld í máli manns sem er sak- aður um að hafa skipulagt sprengjuárás í Þýskalandi í tengslum við innrásina í Írak hefjast í maí. Maðurinn, sem er frá Túnis, á að hafa unnið að skipun al-Kaída hryðjuverka- hreyfingarinnar. TILRAUN TIL STJÓRNARMYNDUN- AR Forsætisráðherrar Írlands og Bretlands, Bertie Ahern og Tony Blair, funda í dag með forystu- mönnum þeirra flokka sem eiga sæti á norður-írska þinginu. Gerð verður tilraun til að leysa stjórn- arkreppu sem er í landinu vegna þess að tveir stærstu flokkarnir neita að starfa saman. UNGMENNI KYSSAST Í TUGAVÍS Tugir einhleypra ungra bæjarbúa í Denpas- ar á inónesísku eynni Balí tóku þátt í ár- legu kossaflensi sem á að boða góða heilsu og velfarnað sveitarfélagsins. Grjótnámi hætt í Geldinganesi R-listinn segir óráðið hvað gert verði í Geld- inganesi. Minnihlutinn útilokar frekara grjót- nám og segir borgarbúum gefið langt nef. BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Pólskir blaðamenn skiptust í gær á um að dvelja í rimlabúri fyrir fram- an þinghúsið í Varsjá. Með þessu vildu þeir mótmæla því að rit- stjóri lítils héraðsfréttablaðs var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að neita að biðjast afsökunar á harðorðum skrifum um embætt- ismann. GRJÓTNÁMAN Í GELDINGANESI Vinnslu hefur verið hætt en menn greinir á um hvernig haga skuli fram- haldinu. ■ Evrópa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.