Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2004 Óvenjulegir fótboltaáhangendur í Þýskalandi vekja athygli: Hvatningarhróp fyrir kaldan bjór FÓTBOLTI Nokkrir óvenjulegir fót- boltaáhangendur í Þýskalandi hafa boðist til að ferðast um og styðja þau lið sem vilja borga fyrir þá ferðakostnað á völlinn, kaldan bjór og smá snarl. Þau lið sem eru tilbúin að leggja á sig þessi útgjöld geta reitt sig á hvatningarhróp úr áhorfendapöll- unum og sérsamin lög með sniðug- um textum, allt til að fá heimavall- artilfinninguna beint í æð. Áhangendur 2. deildar liðsins SC Göttingen fengu þessa sniðugu hug- mynd eftir að félagið fór á hausinn á síðasta ári. „Við fengum svo marg- ar fyrirspurnir að við hefðum getað ferðast um allar helgar fram að sumri,“ sagði laganeminn Christoph Pauer, einn af forsprökkum hóps- ins. Mörgum leikjanna sem stóð til að hópurinn færi á var hins vegar frestað vegna slæms veðurs. Þann 29. febrúar var loks komið að fyrsta leiknum. Þá voru þrjátíu áhangend- ur leigðir til að styðja við bakið á áhugamannafélaginu Wolfenbu- etteler SV og vann það leikinn sinn 2-0, þökk sé góðum stuðningi. Pauer og félagar hafa hingað til tekið vel í flestar fyrirspurnir, fyrir utan þær sem hafa komið frá helstu andstæðingum Göttingen í gegnum árin. Ævintýri þeirra gæti reyndar brátt tekið enda því uppi eru hug- myndir um að endurreisa Gött- ingen, áhangendunum væntanlega til mikillar gleði. ■ Nú stendur yfir sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almenna vinnumarkaðnum. Atkvæðisrétt eiga allir þeir sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers ofangreindra félaga í febrúar/mars 2004. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í febrúar/mars 2004. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 mánudaginn 29. mars en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Reykjavík, 17. mars 2004 Kjörstjórnin Efling - stéttarfélag • Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis E i n n t v e i r o g þ r í r 4 1 .1 6 4 Vinnur Porto þrefalt? Porto og Lyon leika í Portúgal og Milan og Deportivo í Mílanó í átta liða úrslitum Meistaradeildar UEFA. FÓTBOLTI Átta liða úrslit Mestara- deildar UEFA hefjast í kvöld með tveimur leikjum. Portúgölsku meistararnir FC Porto fá Frakk- landsmeistara Olympique Lyon í heimsókn og Evrópumeistarar AC Milan og Deportivo La Coruña leika í Mílanó. Porto hefur verið í mikilli sókn undafarin misseri. Félagið varð UEFA-bikarmeistari í fyrra og sigraði með yfirburðum í portú- gölsku deildinni. Porto hefur náð að fylgja þessu eftir í vetur og virðist hafa burði til að vinna þre- falt. Félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og er efst og ósigrað í deildinni eftir 26 leiki, sjö stigum á undan Benfica. Fyrir viku tryggði Porto sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Sporting Braga. Porto á í talsverðum vandræð- um vegna meiðsla. Ljóst er að Jorge Costa, Pedro Mendes, Marco Ferreira og Derlei verða ekki með gegn Lyon og óvíst er með Ricardo Costa, sem brákaði handlegg í bikarleiknum gegn Braga. Lyon varð franskur meistari í fyrsta sinn leiktíðina 2001 til 2002 og í annað sinn í fyrra. Lyon stefn- ir að þriðja sigrinum í röð en um helgina náði félagið forystu í deildinni með 1-0 sigri á Nantes, þökk sé marki Giovane Elber. Lyon hafði efsta sætið af Monaco sem gerði jafntefli, 1-1, við Sochaux á heimavelli. Bæði félög hafa 60 stig en markatala Lyon er tveimur mörkum hagstæðari en markatala Monaco. Lyon hefur keppt í Meistara- deildinni undanfarna þrjá vetur en aldrei náð þetta langt. Félagið hefur raunar aðeins tvisvar áður komist í átta liða úrslit Evrópu- keppi, í UEFA-bikarnum leiktíð- ina 1998 til 1999 og Evrópukeppni bikarhafa leiktíðina 1967 til 1968. AC Milan og Deportivo La Coruña mætast í þriðja sinn í Meistaradeildinni. Milan hefur vinninginn en Ítalirnir unnu 1-0 í La Coruña leiktíðina 2000 til 2001 og 4-0 í fyrra. Deportivo náði jafn- tefli í Mílanó fyrir þremur árum og vann 2-1 í fyrra. Milan hefur tíu stiga forystu á Ítalíu eftir leiki helgarinnar. Mil- an vann Parma 3-1 og skoraði Daninn Jon Dahl Tomasson tvö mörk og Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko eitt. Brasil- íski markvörðurinn Dida meiddist á baki í leiknum gegn Parma en ætti að verða leikfær í kvöld. Mil- an leikur hins vegar án Al- essandro Nesta sem meiddist á fæti í 3-1 sigri á Juve fyrir tíu dögum. Deportivo vann botnlið Real Murcia 1-0 á heimavelli um helg- ina og er sem fyrr í fjórða sæti. Bakvörðurinn Joan Capdevila skoraði markið seint í fyrri hálf- leik. Deportivo hvíldi nokkra af fastamönnunum um helgina. Nourredine Naybet, Mauro Silva og Walter Pandiani voru meðal varamanna en Enrique Romero og Juan Carlos Valerón voru ekki einu sinni í hópnum. ■ MEISTARAR MILAN Filippo Inzaghi, Massimo Ambrosini og Andrea Pirlo spegla sig í Evrópubikarnum eftir sigurinn í Meistaradeildinni í fyrra. Milan leikur í kvöld við Deportivo La Coruña. LEIKIR Í MEISTARADEILDINNI Í VETUR FC Porto Partizan ú 1-1 Real Madrid h 1-3 Marseille ú 3-2 Marseille h 1-0 Partizan h 2-1 Real Madrid ú 1-1 Man. United h 2-1 Man. United ú 1-1 Mörkin (12): Benedict McCarthy 4, Francisco da Costa „Costinha“ 3, Dmitri Alenitchev 2, Vanderlei da Silva „Derlei“ 2, Nuno Maniche. Olympique Lyon Anderlecht h 1-0 Celtic ú 0-2 Bayern München h 1-1 Bayern München ú 2-1 Anderlecht ú 0-1 Celtic h 3-2 Real Sociedad ú 1-0 Real Sociedad h 1-0 Mörkin (9): Juninho Pernambucano 5, Giovane Elber 2, Peguy Luyindula, eitt sjálfsmark mótherja. AC Milan Ajax h 0-0 Celta Vigo ú 0-0 Club Brugge h 0-1 Club Brugge ú 1-0 Ajax ú 1-0 Celta Vigo h 1-2 Sparta Prag ú 0-0 Sparta Prag h 4-1 Shevchenko 2, Gattuso Mörkin (7): Andriy Shevchenko 3, Kaká Ricardo Izecson 2, Gennaro Gattuso, Fil- ippo Inzaghi. RC Deportivo La Coruña Rosenborg ú 0-0 Rosenborg h 1-0 AEK Aþenu ú 1-1 PSV Eindhoven h 2-0 Monaco h 1-0 Monaco ú 3-8 AEK Aþenu h 3-0 PSV Eindhoven ú 2-3 Juventus h 1-0 Juventus ú 1-0 Mörkin (15): Alberto Luque 4, Walter Pandiani 4, Diego Tristán 3, Héctor Ber- enguel, Lionel Scaloni, Sergio González, Juan Carlos Valerón. Á PÖLLUNUM Fótboltaáhangendur geta reynst liðum sín- um dýrmætur stuðningur ef þeir leggjast allir á eitt á áhorfendapöllunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.