Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2004 SR. VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON Fyrstu fermingarnar voru í Grafarvogi nú um helgina. Aldrei hafa verið fleiri ferm- ingar en nú í ár. Hver? Ég hef gaman af því að byggja upp, bæði að taka þátt í uppbyggingu lífsins og umhverfisins. Ég er persóna sem vill alltaf láta eitthvað eiga sér stað. Mér finnst mest gaman að skapa og breyta og að það sé hreyfing á hlutunum. Hvar? Ég er staddur hjá Flugteríunni á Reykja- víkurflugvelli. Ég var í hádegismat með bróður mínum, honum Rúnari Jóni Árnasyni sem rekur teríuna. Við bræð- urnir hittumst einu sinni í viku í hádeg- ismat, við vorum þrír en einn er nýlátinn þannig að við hittumst núna bara tveir. Hvaðan? Ég er innfæddur Reykvíkingur en á ættir að rekja á Snæfellsnesið og í Skaftafells- sýslu. Þar að auki finnst mér ég vera hálfur Siglfirðingur eftir 13 ára dvöl þar sem prestur. Hvað? Það má segja að starfið í kirkjunni taki mestallan tímann, svo er það félags- málastörf allmennt, til dæmis með Lionshreyfingunni. Áhugamál mitt er knattspyrna. Ég er Valsari í húð og hár og stundum kallaður Valsarapresturinn, þó ég sé í Fjölnishverfinu. Hvernig? Ég fer oft á knattspyrnuleiki hjá Val og stundum hjá Fjölni. Ég hef oft verið með þeim í Val á herrakvöldum, veislu- stjóri og svona ýmislegt. Sonur minn spilaði einnig mikið með Val þangað til hann varð félagsmálastjóri í Versló. Hvers vegna? Líklega vegna þess að ég bjó í Máva- hlíðinni og svo er fjölskyldan í föðurætt, nær og fjær, allt Valsmenn. Hvenær? Alveg frá því ég man eftir mér. ■ Persónan ■ Nýjar bækur 800 7000 - siminn.is Skemmtilegur sími fyrir þig. 1.980 Léttkaupsútborgun Nokia 2100 og 750 kr. á mán. í 12 mán. GSM á góðu verði G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 8 6 6 Verð aðeins: 10.980 kr. • 84 gr. • Rafhlaða: 150 klst. í bið/3 klst. í tali. • Öflugt númeraminni. • Titrari. • Leikir. • 35 hringitónar. Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Flottur sími fyrir þig. 980 Léttkaupsútborgun Nokia 3510i og 1.000 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 12.980 kr. • MMS. • GPRS. • WAP. • 106 gr. • Pólýtónar o.fl. • Raddmerki fyrir allt að 10 nöfn. Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Aðalfundur Pharmaco fyrir árið 2003 verður haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík miðvikudaginn 31. mars 2004 kl. 16:00. Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.04 samþykkta félagsins. Auk þess verður lögð fram tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur þess og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, Reykjavíkurvegi 76-78, Hafnarfirði, hluthöfum til sýnis viku fyrir fundinn. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Hafnarfirði, 23. mars 2004 Stjórn Pharmaco hf. Aðalfundur Pharmaco hf. www.pharmaco.is 1806 Landkönnuðirnir Lewis og Clark snúa til baka austur á bóginn eftir að hafa komist til Kyrrahafsins. 1903 Wright-bræður sækja um einka- leyfi á hönnun sinni á flugvélinni. 1919 Benito Mussolini stofnar Fasista- flokkinn í Mílanó. 1933 Adolf Hitler verður kanslari Þýska- lands. 1956 Pakistan er innlimað í Breska heimsveldið. 1965 Geimfararnir Virgil I. „Gus“ Gris- som og John Young fara út í geim í fyrsta tveggja manna bandaríska geimfarinu Gemini 3. ■ Þetta gerðist Hafnfirðingar mæta í kirkju tvisvar á ári Fyrir ári var ákveðið aðtelja alla sem komu í kirkjuna á einu ári, því okkur fannst kirkjusókn hafa aukist rosalega,“ seg- ir sr. Þórhallur Heimsson, prestur í Hafnarfjarðar- kirkju, en talningin leiddi í ljós að yfir 40.000 manns höfðu mætt í kirkjulegar athafnir á síðasta ári. „Þetta sýnir að Hafn- firðingar mæta tvisvar á ári í kirkjuna að meðaltali. Við erum mjög ánægðir með þess- ar tölur.“ Þarna eru ótaldir þeir sem hafa tekið þátt í námskeiðum á vegum kirkjunnar, brúð- kaupum eða skírnar- athöfnum. Má þar nefna h j ó n a b a n d s n á m s k e i ð kirkjunnar, sem hafa notið mikilla vinsælda og hafa um 6.000 manns sótt það námskeið. Næsta skref verður að telja þá sem taka þátt í félagsstarfi kirkjunnar. Innan félags- starfsins teljast til dæmis námskeið á vegum kirkj- unnar, æskulýðsstarf kirkjunnar, fermingarfræðsla og kórar sem æfa við safnaðarheimilið. ■ SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON Ánægður með þann fjölda sem sækir kirkju. Lafleur-útgáf-an hefur gef- ið út bókina Frelsarinn - Hinn lifandi Jesús Kristur eftir Gunnar Dal, ein þekkt- asta hugsuð þjóðarinnar. Flestum þykir boðskapur Jesú Krists bæði sjálfsagður og eðli- legur en fæstir gera sér grein fyrir þeirri hættu sem hinn út- valdi Guðssonur og lærisveinar hans lögðu sig í til að breiða út fagnaðarerindið. Gunnar bendir á að kærleiksboðskapurinn hafi trúlega aldrei verið jafn mis- skilinn og í dag þar sem hug- myndafræðileg réttlæting á of- beldi skjóti hvarvetna rótum. Bók Gunnars Dal um Krist leið- ir lesandann á slóðir hins and- lega meistara og bregður ljósi á þann veruleika sem Nýja testa- mentið og önnur rit fræða okk- ur um. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.