Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 16
16 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR
■ Ameríka
BURT MEÐ KJARNORKUVOPNIN
Þýskir grænfriðungar efndu í gær til mót-
mæla gegn kjarnorkuvopnum fyrir framan
þýska sendiráðið í Berlín. Með eftirlíkingu
af Frelsisstyttunni og kjarnorkuvopnum
auk korts af Bandaríkjunum kröfðust þeir
þess að þjóðir heims eyddu kjarnorku-
vopnum sínum.
NEW YORK, AP Verslunarkeðjan Wal
Mart er stærsta fyrirtæki heims á
Fortune 500 listanum yfir stærstu
fyrirtæki heims. Þetta er þriðja
árið í röð sem félagið er efst á
þessum lista. Sölutekjur fyrirtæk-
isins námu 259 milljörðum Banda-
ríkjadala í fyrra sem jafngildir
ríflega átján þúsund milljörðum
íslenskra króna.
Olíurisinn Exxon Mobil er í
öðru sæti á listanum og klífur upp
fyrir General Motors sem er í
þriðja sæti. Annar bílaframleið-
andi, Ford, er í fjórða sæti og
General Electric er í fmmta sæti.
Olíufyrirtækin Chevron
Texaco og ConocoPhillips komu
næst á eftir og Citigroup bankinn
var í áttunda sæti. Næstu tvö fyr-
irtæki voru IBM og Insurer
American International Group.
Exxon er hins vegar það fyrir-
tæki sem skilaði mestum hagnaði
í fyrra. Hann nam 21,5 milljörðum
Bandaríkjadala samanborið við
riflega níu milljarða hjá Wal
Mart.
Þetta er í fimmtugasta sinn
sem tímaritið Fortune birtir lista
yfir stærstu fyrirtæki heims. Fé-
lagið sem var í efsta sæti á fyrsta
listanum árið 1995 var General
Motors, sem nú er í þriðja sæti. ■
RÁÐHERRABÓK „Haft var að leiðar-
ljósi við val á kaflahöfundum að
þeir þekktu vel til umfjöllunar-
efnisins og væru líklegir til að
vera bærilega skrifandi,“ segir
Ólafur Teitur Guðnason, ritstjóri
bókarinnar Forsætisráðherrar Ís-
lands. Bókin verður gefin út á frá-
farardegi Davíðs Oddssonar úr
forsætisráðherrastól 15. septem-
ber í tilefni 100 ára afmæli heima-
stjórnar. Ríkissjóður mun bera
kostnað af verkinu, sem talinn er
nema 8 milljónum.
Kaflahöfundar munu fá
greiddar um 100 þúsund krónur
hver og fá þrjá mánuði til að
skrifa 10-16 blaðsíður um hvern
hinna 24 forsætisráðherra eða
ráðherra Íslands frá upphafi.
Samkvæmt Ólafi Teiti er tilgang-
urinn að draga fram á einum stað
heildstæða mynd af þessum for-
ystumönnum, bakgrunni þeirra
og hugsjónum, einkennum þeirra
sem stjórnmálamanna og helstu
viðfangsefnum þeirra.
Aðspurður hvers vegna ein-
ungis fjórar konur hefðu valist til
skrifanna segir hann að á meðal
þeirra höfunda sem ekki gátu
annað verkinu hafi kynjahlutfall-
ið verið jafnara. „Konur voru
þriðjungur þeirra sem ekki gátu
skrifað og má lesa viðleitni rit-
nefndarinnar út úr því að ef tek-
inn er listi allra sem talað var við
er kynjahlutfallið jafnara,“ segir
Ólafur Teitur.
Í ritnefnd sitja Júlíus Hafstein,
formaður, Haraldur Ólafsson pró-
fessor, Ingólfur Margeirsson
blaðamaður, Jakob F. Ásgeirsson
rithöfundur og Sigurður Líndal
prófessor. ■
LÖGREGLUSTJÓRI REKINN Lög-
reglustjórinn í Belgrad, höfuð-
borg Serbíu, var rekinn úr starfi
fyrir að koma ekki í veg fyrir að
kveikt væri í mosku múslima í
óeirðum í síðustu viku. Óeirðirn-
ar í Belgrad brutust út eftir
mannskæðar óeirðir í Kosovo þar
sem fjöldi Serba lagði á flótta
undan Kosovo-Albönum sem eru
múslimar.
NJÓSNURUM VIKIÐ ÚR LANDI
Eistnesk stjórnvöld hafa rekið
tvo starfsmenn rússneska sendi-
ráðsins úr landi fyrir meintar
njósnir. Yfirvöld í Eystrasalts-
ríkjunum hafa áhyggjur af aukn-
um njósnum Rússa samfara aðild
ríkjanna að ESB og NATO. Lithá-
ar ráku þrjá meinta njósnara
Rússa úr landi í síðasta mánuði.
Selfoss:
Innbrot
og slagsmál
LÖGREGLUMÁL Annríki var hjá lög-
reglunni á Selfossi um helgina en
alls var tilkynnt um fimm innbrot
í bíla víðs vegar um Árnessýslu,
innbrot í verslunarhúsnæði og
slagsmál.
Rúður voru brotnar í fjórum
bílum á bílasölu á Selfossi og ein-
um bíl við Litlu kaffistofuna und-
ir morgun. Geislaspilurum, verk-
færum og GPS-tæki var stolið úr
bílunum.
Slagsmál komu upp á skemmti-
staðnum Pakkhúsinu og þurfti
lögreglan að stilla til friðar. Enn
fremur var brotist inn í
Dekkjalagerinn og þaðan stolið
dekkjum. Ekki er enn vitað hve
mikið var tekið.
Auk þess voru tveir teknir
vegna ölvunaraksturs og einn
vegna gruns um neyslu fíkniefna.
Jafnframt var einn bílstjóri stöðv-
aður sem ekki reyndist hafa öku-
réttindi. ■
LUKKUSTJARNAN
Ræninginn komst á brott með skiptimynt.
Rændi söluturn:
Vopnaður
flösku
RÁN Ræningi með brotna flösku að
vopni ógnaði starfsstúlku í sölu-
turninum Lukkustjörnunni við
Langholtsveg um klukkan ellefu á
sunnudagskvöld. Hann komst
undan með skiptimynt úr pen-
ingakassanum.
Að sögn Harðar Jóhannessonar
hjá lögreglunni í Reykjavík er lýs-
ing á ræningjanum nokkuð óljós.
Hann var í úlpu með hettu á höfði
og með gleraugu fyrir andlitinu.
Hann er á aldrinum 20 til 30 ára.
Ræninginn hefur ekki fundist og
er málið til rannsóknar. ■
NÝR FORSETI Fyrrum íþrótta-
fréttamaður bar sigurorð af fyrr-
um leiðtoga uppreisnarmanna í
forsetakosningunum í El
Salvador. Tony Saca, sem vill efla
tengsl við Bandaríkin, hlaut rúm-
an helming atkvæða en helsti
andstæðingur hans, Schafik
Handal, fékk rúman þriðjung at-
kvæða.
FRIÐARGÆSLULIÐI FÉLL Fransk-
ur friðargæsluliði á Haítí lét lífið
þegar hann varð fyrir slysaskoti
félaga síns sem var að þrífa riffil
sinn. Skot hljóp úr riffli manns-
ins og í friðargæsluliðann. Frakk-
inn er fyrsti friðargæsluliðinn til
að láta lífið en um 300 heima-
menn hafa látist í átökum á Haiti.
Reykjavík:
Skemmdi
átta bíla
LÖGREGLA Maður var handtekinn í
Hlíðunum í Reykjavík um klukk-
an sex í gærmorgun eftir að hafa
skemmt átta bíla. Hann lamdi í
bílana með barefli og sparkaði.
Fólk sem var snemma á ferli sá
til mannsins og gerði lögreglu við-
vart. Ekki er ljóst hvað manninum
gekk til með látunum en hann
ferðaðist sjálfur um á reiðhjóli. ■
Stærstu fyrirtæki heims:
Wal Mart keðjan enn
stærsta fyrirtæki í heimi
MIKIL VELTA
Wal Mart verslunarkeðjan seldi vörur fyrir
átján þúsund milljarða íslenskra króna í
fyrra og er stærsta fyrirtæki í heimi.
■ Evrópa
Hannes Hafstein:
Davíð Oddsson, forsætisráðherra.
Björn Jónsson:
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur.
Kristján Jónsson:
Dr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur.
Sigurður Eggerz:
Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor.
Einar Arnórsson:
Dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor.
Jón Magnússon:
Sigurður Líndal, prófessor emeritus.
Jón Þorláksson:
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Tryggvi Þórhallsson:
Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor.
Ásgeir Ásgeirsson:
Anna Ólafsdóttir Björnsson, cand. mag.
Hermann Jónasson:
Tryggvi Gíslason, magister.
Ólafur Thors:
Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur.
Björn Þórðarson:
Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur.
Stefán Jóhann Stefánsson:
Ingólfur Margeirsson, blaðamaður.
Steingrímur Steinþórsson:
Gerður Steinþórsdóttir, cand. mag.
Emil Jónsson:
Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur, dósent.
Bjarni Benediktsson:
Dr. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur.
Jóhann Hafstein:
Birgir Ísleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri.
Ólafur Jóhannesson:
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor.
Geir Hallgrímsson:
Jónína Michaelsdóttir, blaðamaður.
Benedikt Gröndal:
Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður.
Gunnar Thoroddsen:
Dr. Jón Ormur Halldórsson, dósent.
Steingrímur Hermannsson:
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri.
Þorsteinn Pálsson:
Steinar J. Lúðvíksson, ritstjóri.
Davíð Oddsson:
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri.
Hundrað þús-
und á höfund
Fjórar konur og tuttugu karlar rita hver sinn kaflann í sögu forsætisráð-
herra Íslands. Ritnefnd reyndi eftir megni að fá fleiri konur til verksins.
STYRMIR GUNNARSSON DAVÍÐ ODDSSON BJÖRN BJARNASON BIRGIR ÍSLEIFUR
HANNES HÓLMSTEINN SIGRÍÐUR DÚNA SIGURÐUR LÍNDAL GUÐMUNDUR ÁRNI
Brotist inn í tölvufyrirtæki:
Þjófar staðn-
ir að verki
INNBROT Öryggisverðir Öryggismið-
stöðvar Íslands stóðu þjófa að verki í
tölvufyrirtæki í austurbæ Reykja-
víkur um síðustu helgi. Öryggisverð-
irnir gátu veitt lögreglu upplýsingar
sem leiddu til handtöku þjófanna.
Viðvörunarkerfi fyrirtækisins
hafði farið af stað og þegar öryggis-
verðirnir komu á vettvang sáu þeir
menn bera þýfi út í bíl. Styggð kom
að þjófunum, sem stukku upp í bílinn
og óku á brott. Aksturslag þeirra var
slíkt að öryggisverðirnir ákváðu að
fylgja þeim ekki eftir. Þeir náðu hins
vegar skráningarnúmeri bifreiðar-
innar og voru þjófarnir handteknir
skömmu síðar. ■