Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 22
Ég byrja daginn í önnum við aðkoma fólki út á Keflavíkur- flugvöll,“ segir Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, sem er 39 ára í dag. „Þannig að það verð- ur ekki morgunmatur í rúmið eins og hefð er fyrir handa öllum í fjöl- skyldunni. Það er alltaf farið í bakaríið um leið og það opnar. En væntanlega verður eitthvað gert með fjölskyldunni um kvöldið.“ Samstarfsfélagar Einars munu líklega ekki gleyma afmælinu hans, því svo vill til að hann á af- mæli á alþjóðlega veðurfræðidag- inn. „Sumir vilja meina að þetta séu örlögin að veðurfræðingurinn eigi afmæli á þessum degi, en þetta var ákveðið löngu áður en ég fæddist og ég komst ekki að þessari tilviljun fyrr en síðar, þegar ég var orðinn veðurfræð- ingur.“ Afmælisdagurinn hans tengist veðrinu á fleiri vegu því Einar segir að í kringum afmælisdaginn komi fyrsti keimurinn af vori. „Vorið er núna rétt handan við hornið.“ Einar kann því vel að vera kominn aftur á Veðurstofuna en hann var um tíma aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra. „Það er ánægjulegt að vera aftur farinn að líta til veðurs, þó svo að ég hafi aldrei hætt því. Fyrir mér er veðrið ekki bara vinna heldur einnig áhugamál. Þessi vinna sem ég er í núna hjá Veðurstofunni er öðruvísi en sem aðstoðarmaður ráðherra og meira afmörkuð. Nú fer ég í vinnuna og fer heim úr vinnunni á meðan ég var allaf í vinnunni hvort sem ég var niðri í ráðuneyti eða ekki. Það starf gat verið mjög fjörugt og gefandi og ég sakna ráðuneytisins mjög.“ Einar hefur þó ekki skilið al- veg við pólitíkina, því hann er bæj- arfulltrúi í Garðabæ og þarf í dag að sækja fund í bæjarráði. „Það eru ýmsir spennandi hlutir að gerast í skólamálum hjá okkur og við horf- um upp á mikla uppbyggingu á næstu árum sem býður upp á mikla möguleika. Menn verða þó að stíga varlega til jarðar til að láta þjónustu mæta þörfinni þegar íbúum mun fjölga hratt á næstu fjórum til sex árum.“ ■ Fantomas, stórsveit MikesPatton, mun hita upp fyrir KoRn á seinni Íslandstónleikum sveitarinnar í Laugardalshöllinni þann 31. maí. Forsprakki sveitar- innar gerði það gott með Faith No More á sínum tíma en þegar það band lagði upp laupana sneri Patton sér að ýmsum öðrum hugð- arefnum og þar var Fantomas efst á blaði. Patton stofnaði einnig Ipecac- útgáfuna sem gaf út fyrstu plöt- una með sveitinni árið 1999. Með- fram Fantomas hefur hann svo starfað með Mr. Bungle, Toma- hawk og gefið út sólóefni á merki Johns Zorn, þess mikla tilrauna- meistara. Með honum í Fantomas eru þeir Trevor Dunn, bassaleik- ari Mr. Bungle, Dave Lombardo, fyrrverandi trymbill Slayer, og síðan Buzz Osbourne, leiðtogi Melvins, hvorki meira né minna. Miðasala á seinni tónleika KoRn hefst með forsölu fyrir við- skiptavini Símans þann 1. apríl á siminn.is og almenn miðasala hefst í verslunum Skífunnar í Kringlunni og Smáralind, Pennan- um Eymundssyni á Glerártorgi, Pennanum Akranesi og Hljóðhús- inu á Selfossi þann 4. apríl klukk- an 21. Viðskiptavinir Símans munu einir eiga þess kost að kaupa stúkumiða á tónleikana því þeir verða eingöngu seldir á siminn.is. Stæðismiðar verða einnig í boði í forsölunni á siminn.is. Það seldist hratt upp á fyrri tónleika KoRn og með tilkomu Fantomas á seinni tónleikana má búast við svipuðum hamagangi. ■ 22 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Leikstjórinn James Cameronkom, sá og sigraði með Titanic á Óskarsverðlaunahátíðinni 1998. Mynd hans um risaskipið ósökkv- andi sem sökk í jómfrúarferð sinni hafði malað gull allt árið og orðið fyrsta kvikmyndin í sögunni til þess að græða yfir einn milljarð Banda- ríkjadollara í miðasölunni. Titanic átti möguleika á að slá eitt metið enn þegar það kom að Óskarsverðlaununum en hún var til- nefnd til 14 verðlauna. Metið átti Ben-Húr, sem var á sínum tíma til- nefnd til 12 verðlauna og vann til 11. Þar á meðal fékk Charlton Heston styttu fyrir titilhlutverkið, Hugh Griffith sem besti leikari í aukahlut- verki og William Wyler fyrir leik- stjórn, en auk þess var Ben-Húr val- in besta myndin og fékk verðlaun fyrir tæknibrellur og klippingu. Titanic fékk einnig verðlaun fyrir bestu tæknibrellur og klipp- ingu en þar fyrir utan hirti myndin verðlaun fyrir bestu tónlistina og besta lagið, My Heart Will Go On. Þá var Titanic valin besta myndin árið 1998 og Cameron var verð- launaður fyrir leikstjórn. Enginn leikaranna komst þó á blað en bæði Kate Winslet og Gloria Stuart misstu af verðlaunum fyrir bestan leik konu í aðal- og aukahlutverki. Titanic jafnaði því met Ben-Húr en það gerði síðan líka lokakafli Hringadróttinssögu á þessu ári og þær eru því orðnar þrjár stór- myndirnar sem hafa landað 11 Ósk- arsverðlaunum. ■ ■ Afmæli Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra er 54 ára. Bjarni Ármannsson, bankastjóri Ís- landsbanka, er 36 ára. ■ Brúðkaup LOUISE STEFANÍA DJERMOUN OG ARNALDUR HAUKUR ÓLAFSSON Voru gefin saman í Fríkirkjunni í Reykjavík af séra Hirti Magna Jóhannessyni þann 9. ágúst 2003. ■ Andlát Garðar Sigurðsson, fyrrverandi alþingis- maður, Laugarnesvegi 89, lést föstudag- inn 19. mars. Guðmundur Már Brynjólfsson, Breiða- gerði 19, Reykjavík, lést laugardaginn 20. mars. Huginn Svan Þorbjörnsson lést þriðju- daginn 9. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Magnús Þórisson, Hamragerði 26, Ak- ureyri, lést laugardaginn 20. mars. Magnea Kristín Friðbjörnsdóttir frá Vopnafirði, Háteigsvegi 13, Reykjavík lést laugardaginn 20. mars. ■ Jarðarfarir 11.00 Vilborg Þórðardóttir, Vatnsnesi, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.00 Edda Snorradóttir, Elisevei 13, Sandefjord, Noregi, verður jarð- sungin frá Sandefjord. 13.30 Bryndís Kristinsdóttir, Víði, Mos- fellsdal, verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju. 13.30 Halldóra Margrét Jónsdóttir, elli- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju. 13.30 Ingveldur Pétursdóttir, Skelja- tanga 1, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. 15.00 Magðalena Kristín Bragadóttir, Tunguseli 3, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. Afmæli EINAR SVEINBJÖRNSSON ■ er 39 ára og byrjar daginn á að koma fólki á Keflavíkurflugvöll. Tónleikar FANTOMAS ■ Hitar upp fyrir KoRn á seinni tónleik- um sveitarinnar í Höllinni í sumar. Aðal- sprautan í Fantomas, Mike Patton, gerði garðinn frægan með Faith No More á sínum tíma. JOAN CRAWFORD Þessi skuggalega svart/hvíta leikkona fæddist á þessum degi árið 1908 fyrir 96 árum. 23. mars 1908 TITANIC ■ Verður önnur myndin í sögu Ósk- arsverðlaunanna til þess að hljóta 11 verðlaun þegar myndin jafnar 39 ára met stórmyndarinnar Ben-Húr. 23. mars 1998 MIKE PATTON Sneri sér að Fantomas þegar Faith No More leystist upp. Heldur upp á alþjóða veðurfræðidaginn JAMES CAMERON Lét alla hógværð lönd og leið þegar hann tók við Óskarsverðlaununum og tók sér orð Leonardos DiCaprio í munn þegar hann öskraði yfir mannskapinn: „Ég er konungur heimsins!“. Titanic jafnar Ben-Húr Fantomas hitar upp fyrir seinni tónleika KoRn EINAR SVEINBJÖRNSSON Segir ánægjulegt að vera farinn að líta aftur til veðurs og sjá að vorið sé rétt handan við hornið. Minningarathöfn um elskulegan föður okkar, tengdaföður og afa SIGURJÓN GUÐJÓNSSON sem andaðist í Svíþjóð 5. febrúar sl. fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 26. mars kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, Kjartan Sigurjónsson, Védís Sigurjónsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.