Fréttablaðið - 28.04.2004, Side 2
2 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
„Ég er alltaf tilbúinn þegar
kallið kemur.”
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, var á leik-
mannalista KR þegar liðið keppti í Færeyjum um
helgina. Willum hefur ekki leikið með meistara-
flokki karla síðan hann þjálfaði Hauka í þriðju
deildinni árið 2000 en var reyndar á leikmanna-
skrá í bikarnum ári síðar án þess að koma inn á,
rétt eins og í Færeyjum.
Spurningdagsins
Willum, ertu leikfær?
■ Lögreglufréttir
FJÖLMIÐLAFRUMVARP Stjórn Norður-
ljósa hf. hefur falið lögmönnum
fyrirtækisins að undirbúa mál-
sókn á hendur íslenska ríkinu ef
fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar-
innar verður að lögum.
„Við fórum yfir frumvarpið á
stjórnarfundi í dag og komumst að
þeirri niðurstöðu að það myndi
hafa umtalsverð áhrif á rekstur fé-
lagsins,“ segir Skarphéðinn Berg
Steinarsson, stjórnarformaður
Norðurljósa. Í ályktun frá stjórn
Norðurljósa er bent á að frumvarp-
ið feli í sér verulegar þrengingar á
heimild til að eiga og reka fjöl-
miðla á Íslandi og með samþykkt
þess verði fótunum kippt undan
rekstri félagsins. „Ef þetta nær
fram að ganga verða Norðurljós
ólöglegt félag,“ segir Skarphéðinn.
Stjórn Norðurljósa heldur því
fram að frumvarpið ógni hags-
munum lánardrottna, starfs-
manna og viðskiptamanna félags-
ins. „Það eru gjaldfellingar-
ákvæði í mjög mörgum lánasamn-
ingum félagsins og við óttumst að
þær breytingar sem frumvarpið
gerir ráð fyrir muni hafa í för
með sér kostnaðarsamt óhagræði
fyrir félagið og lánveitendur,“
segir Skarphéðinn. Allri vinnu við
skráningu Norðurljósa á hluta-
bréfamarkaði hefur verið frestað
vegna frumvarpsins.
Skarphéðinn segir það einnig
ljóst að þetta hafi áhrif á atvinnu-
öryggi starfsmanna félagsins.
„Það starfsöryggi sem við höfðum
vonast til að yrði tryggt með sam-
runanum í vetur er ekki lengur til
staðar. Við erum að kanna hvernig
við getum brugðist við því.“
Á fundi stjórnarinnar var farið
yfir mál sem snúa að réttindum
hluthafa. Í fyrrnefndri ályktun er
því haldið fram að með frumvarp-
inu gangi ríkisvaldið freklega á
réttindi smærri hluthafa í félag-
inu. Þeir séu nú í þeirri stöðu að
geta tapað verðmætum vegna
andúðar ríkisvaldsins á stærri
hluthöfum félagsins.
„Við höfum falið lögfræðingum
félagsins að undirbúa lögsókn og
ef frumvarpið verður að lögum
munum við stefna ríkinu. Við telj-
um að þetta brjóti í bága við
ákvæði stjórnarskrárinnar um
tjáningarfrelsi, eignarrétt og at-
vinnufrelsi. En auðvitað vonum
við að frumvarpið verði ekki sam-
þykkt og það þurfi ekki að koma
til málaferla,“ segir Skarphéðinn.
bb@frettabladid.is
ÚA leggur rækjutogara og segir upp starfsmönnum:
Verðmætið eins og hjá trillu
SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er eina rækju-
frystiskipið sem eftir er, hinir eru
annað hvort hættir eða farnir út úr
þessu,“ segir Guðmundur Krist-
jánsson, útgerðarmaður og stjórn-
arformaður ÚA. Öllum yfirmönnum
á rækjutogaranum Rauðanúpi hef-
ur verið sagt upp þar sem grund-
völlur þessarar útgerðar er brost-
inn. „Hann var að koma úr mánaðar
túr með rúmar tíu milljónir í afla-
verðmæti, það er allt of lítið. Við
erum að fiska minna en trillurnar.“
Guðmundur segir að veiðin og
útlitið hafi glæðst í febrúar og
mars. Menn hafi talið að rækjuverð-
ið gæti ekki lækkað meira. „Maður
fyllist alltaf bjartsýni þegar vel
veiðist. Þetta helvíti fer alltaf neðar
og neðar og við tókum þá ákvörðun
að þetta gengi ekki.“
Guðmundur keypti ÚA í upphafi
árs. Hann segist bjartsýnn á rekst-
urinn og skipulagsvinna gangi vel.
ÚA mun skipta um nafn á næstunni
og heita Brim í framtíðinni. Guð-
mundur gerir ráð fyrir að nafn-
breytingin verði í maí.
Rauðinúpur er farinn á rækju-
veiðar og það gæti orðið síðasti
rækjutúr togarans. ■
Fjömiðlafrumvarpið:
Engin áhrif á
Breiðvarpið
ÚTVARPSLÖG Fjölmiðlafrumvarpið
sem nú liggur fyrir Alþingi mun
ekki hafa áhrif á Breiðvarp Sím-
ans. Síminn er markaðsráðandi
fyrirtæki í öðrum rekstri og má
því samkvæmt frumvarpinu ekki
reka útvarps- og sjónvarpsstöð.
Eva Magnúsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, segir að um sé að
ræða endurvarp á sjónvarpsefni
frá Evrópska efnahagssvæðinu
sem sent sé út í heilu lagi.
„Ákvæði útvarpslaga á ekki við ef
um óstytt endurvarp heildardag-
skrár erlendrar sjónvarpsstöðvar
er að ræða.“
Samkvæmt EES-samningnum
ber íslenska ríkinu að tryggja
frelsi á útsendingum frá ríkjum
EES. Lögsaga útvarpslaga nær
ekki til sjónvarpsstöðva sem
starfræktar eru á svæðinu og er
dreift hér á landi. Sjónvarpsstöðv-
ar utan EES sem nota innlent
dreifikerfi eru hins vegar háðar
útvarpslögum. ■
STJÓRNENDUR NORÐURLJÓSA
Óvissa ríkir um framtíð Norðurljósa vegna
fjölmiðlafrumvarps ríkisstjórnarinnar.
Hundruð starfa í húfi:
Mikið
áhyggjuefni
FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Við höfum
fylgst með þessari umræðu og
það er okkur vissulega áhyggju-
efni ef þetta verður til þess að
veikja starfsöryggi félagsmanna
okkar,“ segir Gunnar Páll Pálsson,
formaður Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, um fjölmiðlafrum-
varp ríkisstjórnarinnar.
Óvissa ríkir um störf hundraða
félagsmanna VR sem starfa hjá
Norðurljósum hf. ef frumvarpið
verður að lögum. „Við höfum ákveð-
ið að blanda okkur ekki í þetta mál
með beinum hætti að svo stöddu en
ef starfsmenn einstakra fyrirtækja
óska eftir því munum við að sjálf-
sögðu hugleiða það,“ segir Gunnar
Páll. ■
GEKK EKKI
Guðmundur Kristjánsson segir að ekkert
sé upp úr rækju að hafa og því ekkert
annað að gera en að leggja Rauðanúpi og
segja upp yfirmönnum togarans.
Ógnar hagsmunum
fjölda starfsmanna
Norðurljós hf. undirbúa málsókn gegn ríkinu. Segja fótunum kippt
undan rekstrinum og því muni það hafa áhrif á lánasamninga, atvinnu-
öryggi starfsmanna og skráningu félagsins á hlutabréfamarkaði.
Í FLOKKI HERMANNA
Sharon, við hlið Moshe Katsav, forseta
Ísraels, fagnaði þjóðhátíðardegi Ísraela
með fyrrum hermönnum.
Heimdallur:
Mótmælir
frumvarpi
FJÖLMIÐLAFRUMVARP Heimdallur,
félag ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, mótmælir fjölmiðla-
frumvarpinu harðlega.
Í tilkynningu frá félaginu segir
að löggjöfin muni skapa slæmt for-
dæmi. Heimdallur harmar það ef
menn beita fjölmiðlum í annarleg-
um tilgangi en telur að fólkið í land-
inu eigi að ákveða hvernig fara eigi
um þessa hluti í frjálsum viðskipt-
um sínum. Fólk hafi hingað til
ákveðið það sjálft hvað það vilji lesa
og horfa á. Taki ríkisvaldið að sér að
ákvarða hvað sé nægileg fjölbreytni
sé það samkvæmt vilja stjórnvalda
en ekki vilja fólksins. ■
ÁTAK GEGN HRAÐAKSTRI BER ÁR-
ANGUR Lögreglan á Siglufirði segir
að átak gegn hraðakstri í bæjar-
félaginu hafi skilað árangri og öku-
menn séu teknir að hægja á sér.
Hátt í fimmtíu ökumenn hafa verið
teknir fyrir of hraðan akstur innan
bæjarmarkanna það sem af er
þessu ári. Hámarkshraðinn á göt-
um bæjarins er 35 kílómetrar á
klukkustund en margir hafa verið
stöðvaðir á sextíu til sjötíu kíló-
metra hraða.
Varar Palestínumenn við:
Harkan get-
ur enn aukist
JERÚSALEM, AP Viðbrögð Ísraela við
árásum Palestínumanna verða
enn harðari en þau hafa verið til
þessa ef Palestínumenn halda
áfram árásum á Ísraela eftir
brotthvarf þeirra frá Gaza-svæð-
inu. Þetta sagði Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, í sjón-
varpsviðtali á þjóðhátíðardegi
Ísraela. Þar varði hann þá ákvörð-
un sína að binda einhliða enda á
landtökuna á Gaza-svæðinu.
Sharon sagði að eftir brott-
hvarf Ísraela gætu Palestínu-
menn ekki lengur afsakað árásir
sínar með því að þeir væru að
hefna fyrir landnám Ísraela á
landi Palestínumanna. Sharon
hyggst þó innlima landnema-
byggðir Ísraela á Vesturbakkan-
um í Ísrael. ■
FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Þetta er heft-
un á frelsi manna í atvinnu-
rekstri,“ segir Haraldur Haralds-
son, eigandi Áburðarverksmiðj-
unnar, um frumvarp forsætisráð-
herra um eignarhald á fjölmiðl-
um.
„Það má túlka fjölmiðlalögin
þannig að við mættum ekki kaupa
hlut í Stöð 2, ef við hefðum áhuga
á því, vegna þess að við erum
markaðsráðandi fyrirtæki í
áburði. Markaðsráðandi fyrirtæki
má ekki vera í fjölmiðlarekstri,“
segir Haraldur.
Hann bendir á að frumvarpið
geri menn ekki jafna fyrir lögun-
um.
„Lög eiga að vera jöfn fyrir
alla. Það er í lagi að setja leikregl-
ur en þær eiga að gilda fyrir alla.
Lög eiga ekki bara að vera sniðin
að einhverjum ákveðnum í sam-
félaginu,“ segir hann.
Hann spyr jafnframt að því
hvort stjórnmálamenn séu eitt-
hvað betri menn heldur en menn í
viðskiptalífinu.
„Mér hefur ekki virst það. Er
stjórnmálamönnum treystandi til
að reka RÚV? Ætti þá ekki minni-
hlutinn, stjórnarandstaða, að vera
í meirihluta í RÚV þannig að
stjórnin sé ekki að misnota fjöl-
miðilinn?“ spyr Haraldur einnig.
Haraldur keypti ásamt
nokkrum kaupsýslumönnum Stöð
2 árið 1990.
„Það hefði ekki mátt nú. Ég var
í stjórn Íslenska útvarpsfélagsins
í ein átta eða níu ár þannig að ég
þekki mjög vel samband frétta-
manns og eigenda. Sambandið er
verra en ef maður ætti ekki í fé-
laginu. Ef mér fannst ég vera með
eitthvað fréttnæmt úr Áburðar-
verksmiðjunni var mér sagt að
fara með það á RÚV,“ segir Har-
aldur. ■
HARALDUR HARALDSSON
„Það má túlka fjölmiðlalögin þannig að við
mættum ekki kaupa hlut í Stöð 2, ef við
hefðum áhuga á því, vegna þess að við
erum markaðsráðandi fyrirtæki í áburði.
Markaðsráðandi fyrirtæki má ekki vera í
fjölmiðlarekstri.“
Haraldur Haraldsson um fjölmiðlafrumvarpið:
Heftun á frelsi í atvinnurekstri